Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1997 I 8 Rithöfundasamband fsiands 10 ára RITHÖFUNDASAMBAND Is- lands minntist tíu ára afmælis síns síðastliðinn föstudag með síðdegisboði í Þjóðleikhúskjall- aranum. Var þar margt manna saman komið, mest rithöfundar ásamt mökum sínum, en auk þeirra ýmsir aðrir gestir, svo sem menntamálaráðherra, form. Bandalags ísl. listamanna, form. félags útgefenda, útvarpsstjóri, Þjóðleikhússtjóri, forvígismenn listamannafélaga, o. fl. Formaður Rithöfundasam- bandsins, Stefán Júlíusson, flutti ávarp. Rakti hann stuttlega sögu samtakanna og talaði um til- ganginn með starfinu, en felagar eru nú alls rúmlega 130. Rithöfundasambandinu bárust góðar gjafir við þetta tækifæri, blóm og heillaskeyti. Stefán Júlíusson sagði m.a.: „Of langt mál yrði að rekja hér starfsemi sambandsins til nokkurrar hlítar. Þó vil ég geta hins helzta, en stikla mjög á stóru. Á þessu tíu ára tímabili hefur stjórnin haldið um 100 fundi, eða til jafnaðar 10 fundi á ári. Fyrsta viðfangsefni stjórnar- innar var samningur við Ríkis- útvarpið, bæði samningur um taxta og frekari flutning inn- lendra bókmennta. Slíkir samn- ingar verða að endurnýjast sí og æ vegna breyttra tíma. Rit- höfundasjóður Ríkisútvarpsins var efldur vegna afskipta sam- bandsstjórnar, en hann var stofn aður fyrir atbeina rithöfunda, og framlög I hann eru að mestu runnin frá flutningi ritverka í útvarpinu. Sambandið var heimilislaust fyrstu árin, en í ársbyrjun 1960 fékk þa’ð inni á lögfræðiskrif- stofu Kristins Ó. Guðmundsson- ar, og varð hann þá fram- kvæmdastjóri þess. Gegndi hann því starfi þar til í fyrra, að hann varð bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lokaði hann þá skrifstofu sinni hér í borg, og varð sambandið þá húsnæðislaust um sinn. I byrjun þessa árs tókust þó samn- ingar við Blaðamannafélag Is- lands um félagsbú á skrifstofu þess á Vesturgötu 25. Gerðist Kristinn Reyr rithöfundur þá starfsmaður sambandsins. Vorið 1961 var haldinn hér á landi í fyrsta sinn fundur Nor- ræna rithöfundaráðsins. Var fundurinn undirbúinn af Rit- höfundasambandi Islands. Mátti hann teljast prófraun hins unga sambands, en hann þótti vel tak- ast. Frá stofnun hefur samband- ið verið áðili að Norræna rit- höfundaráðinu. Hafa fulltrúar þess jafnan sótt fundi ráðsins og dregið af þeim kynnum lær- dóma starfinu til styrktar. Eftir tvö ár verður fundur Norræna rithöfundaráðsins haldinn hér á landi öðru sinni. Sambandið hefur látið ýmis réttindamál til sín taka, bæði fyrir stéttina í heild og eins fyr- ir einstaka félaga. Eftir að skrif- stofa var opnuð, hefur þar verið látin í té margs konar þjónusta við nthöfunda, þeim að kostnað- arlausu Eins hefur sambandi'ð annazt réttindagæzlu fyrir er- lenda höfunda. Sambandsstjórn hefur reynt að útvega félögum dvalarstyrki til starfa, bæði hér- lendis og erlendis, og hefur út- hlutað allmiklum upphæðum í því skyni. I>á hefur sambandið oftlega reynt að hafa áhrif á löggjöf til verndar og styrktar listamönnum, bæði eitt sér, og eins í samvinnu við önnur lista- mannafélög. Sambandið er aðili að Bandalagi íslenzkra lista- manna og á fulltrúa í stjórn þess, en stjórnarmenn sambands- ins eru sjálfkjörnir fulltrúar á aðalfund bandalagsins. Fyrir tveimur árum hóf sambandið útgáfu prentaðs félagsbréfs, fé- lögum til leiðbeiningar og upp- Viceroy Filter. í fararbroddi. kl. 11.40 Lending í New York. kl. 12.10 Flugskýrsla. Slappað kl. 13.00 Til hótelsins í mat. af með Viceroy. r ld. 15.30 Ánægjuleg íþrótt... kl. 17.00 Bað og skift um föt kl. 22.45 Að loknumánægju ánconiii lorr 1/ínnÞnvr •; IJ • j j • i f «r. ánægjuleg Viceroy. fyrir kvöldið. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy gefur bragdið rétt... rétt hvaða tíma dagsins sem er! legum degi.hefur Viceroy ennþá hlutverki að gegna. Stefán Júlíusson lýsinga um starfsemina. Er ætl- unin, að það komi út a. m. k. einu sinni á ári. Enginn efi er á því, áð mesti sigur í kjaramálum rithöfunda vannst á þessu ári, þegar Alþingi samþykkti, að réttur rithöfunda til greiðslna vegna afnota af bókum þeirra í almenningsbóka- söfnum skyldi viðurkenndur. Þetta mál var rætt í fyrstu stjórn sambandsins. En fyrir fimm ár- um var hafin skipulögð barátta fyrir málinu af hálfu sambands- stjórnar. Beindist þessi sókn að sjálfsögðu mjög að Menntamála- ráðuneytinu, sem sýndi málinu frá öndverðu fullan skilning, þótt við ramman reip væri að draga á öðrum vettvöngum. En samkvæmt hinum nýju lögum mun Rithöfundasjóður Islands taka til starfa á næsta ári. Hefur stjórn hans þegar verið skipuð. Tekjur hans fyrsta árið verða samkvæmt lögunum hálf til ein milljón kr., og er þáð undir rit- höfundum sjálfum komið, hvort þeir kjósa að efla hann meira eða minna. Skal úthlutun úr sjóðnum hefjast þegar á næsta ári. Þótt Rithöfundasamband Is- lands hefði ekkert annað sér til ágætis unnið en koma þessu máli heilu í höfn, hefði stofnun þess og tilvera verið fyllilega réttlætanleg. Ýmsir halda því fram, að rit- höfundar séu of margir á landi hér. Fjarri fer því Menn skyldu minnast þess, að hæstu tindar rísa ekki af jafnsléttu; tindar rísa af hálendi og undirhlíðum, sem bera þá uppi. Hæsta tréð í skóginum er umkringt lægri trjám, kjarri og margs konur gróðri. Hrörnar þöll, sús stendr þorpi á, hlýrat henni börkur né barr. Bókmenntir hafa verið ríkur þáttur í íslenzku þjóðlífi frá öndverðu, í frásögnum, á skrif- uðum bókum og í prentuðu máli. Tímarnir eru breyttir og ný túlkunarform komin til sögu: ný leikhús, kvikmyndir, útvarp, sjónvarp. Ekkert leikhús fær þó staðizt nema andi bókmennta svífi þar yfir vötnum, sköpun túlkandans byggist á sköpunar- mætti skáldsins. Engin kvik- mynd er nokkurs virðí nema bók menntaandi gefi henni kveik og Ijós. Útvarp og sjónvarp væru sem gjallandi málmur og dautt form nema bókmenntir veki þeim líf og styrk. Tónlist hefur á öllum tímum verið nátengd skáldskap, og þessar tvær list- greinir veitt hvor annarri. En bókin sjálf heldur sínu fulla gildi, þótt tímarnir breyt- ist og ný tæki komi til sögu. Hún stendur óstudd með sínum lesanda. Sé hann góður lesandi, skynjar hann áhrif bókarinnar á sérstæðan, persónulegan hátt, öðlast nýja reynslu við skilning á fólki og atburðum. Hann verð- ur sjálfur skáld og könnuður með bók sinni. Á slíkum lesanda byggist bókmenntaáhugi og bók- menntaþroski þjóðarinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.