Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1987
Er það minn eða þinn vettlingur?
VETRARKOMA hefur á seinni
árum orðið mér allt annað en
var hér fyrrum. Þá var þetta
einhver skemmtilegasti tími árs-
ins, hálfgert millibilsástand,
sumarvinnu lokið og alvara náms
ins ekki búin að ná á okkur föst-
um tökum.
En þetta er nú allt breytt,
eins og gefur að skilja, starfs-
sviðið orðið annað, má reyndar
segja, að ég sé komin í aUt ann-
an heim.
Því er það, að í mínum núver-
andi heimi hefur vetrarkoma
fengið nafnið „vettlingatími“, og
eins og nafnið bendir til, nefnt
eftir þeim þarfa hlut, sem við
látum á hendur okkar, er kóln-
ar í veðri, — en þetta er ekki
neinn tilhlökkunartími lengur.
Vettlingar eru mesta þing,
eins og allir vita, og sjálf gæti
ég ekki lifað af veturinn án
þeirra. En að sjá Vz dúsíni af
bömum á mismunandi aldri fyr-
irv ettlingum vetrarlangt, er ær-
Tizkuteiknararnir eiga það
sameiginlegt í ár að vilja hafa
hvitt og svart saman, bæði á
kvöld og dagfötum.
Lanvin-kvöldkjóll, snotur, út-
saumaður með hvítu.
Patou-kjóll úr svörtu flaueli,
hvítur kragi. stroff framan i
ermum.
inn starfi fyrir eina konu, og
þarf ekki að reikna með mikl-
um tíma til annars.
Börnin mín hafa þá undar-
legu tilhneigingu að taka af sér
vettlingana á ýmsum stöðum og
gleyma þeim þar. Nú skal eng-
inn halda, að ég geti bara brugð-
ið mér út í skóla og gengið þar
að vettlingi, sem vantar á móti
einum heima.
Ónei, málið er nú ekki svo
einfalt, uppáhaldsstaðirnir til að
skilja eftir vettling eru einhvers
staðar úti við, þar sem ef til vill
er numið staðar augnablik til að
binda skóna sína eða til að dytta
að hjólinu. En hvar þessi staður
var nákvæmlega, er aldrei hægt
að komast að og hversvegna að-
eins annar var tekinn upp af
jörðinni aftur liggur heldur
aldrei ljóst fyrir.
Þegar þurrt er nægir kannski
eitt par af vettlingum handa
hverju barni yfir daginn, þ.e.a.s.
ef það er einn af þessum óvenju-
Cardin-kjóll úr svörtu flau-
eli, hvítur stór organgikragi.
Dior-dragt úr svörtu satíni,
hvít blússa með pifum og
blúndum á.
legu dögum, þegar allir koma
heim með þá vettlinga, sem þeir
fóru með út. En þegar rigning
er eða snjór, vandast málið, það
getur orðið hreint vandræða-
ástand. Auðvitað fara allir með
hreina og þurra vettlinga í skól-
ann að morgni, en þeir haldast
ekki lengi í slíku ástandi. Það
þarf ekki að hnoða margar snjó-
kúlur í frímínútunum til þess að
gera vettlingana rennandi
blauta og koma með þá þannig
heim. Ekki ættu það nú að vera
mikil vandræði, kynni einhver
að segja, og satt er það, ef blaut-
ir vettlingarnir eru settir á mið-
stöðvarofninn til að þurrka þá.
En þeir lenda bara alls ekki þar
nema sárasjaldan, en mun oftar
eru þeir samanvöðlaðir ofan í
vasa á buxum, sem farið var úr
um leið og inn var komið og
finnast þar, auðvitað blautir,
þegar á að fara að nota ,þá aftur
eftir matinn. Annað par af vettl-
ingum, takk! En í þessu vettl-
ingastríði mínu þarf ég að passa
upp á fleiri börn en mín eigin,
og ég sé á því, að flestar mömm-
ur hljóta að lenda í þessu meira
og minna. Hingað kemur mikill
fjöldi vina og félaga barnanna,
SARDÍNUR
Sardínur og baunir
í jafningi.
1 ds. sardínur
1 ds. sveppasúpa
1 bolli mjólk
2 matsk. hveiti
1 bolii grænar baunir
salt og pipar
rústykki, paprika.
Sardínurnar látnar í sigti,
skornar í smábita. % bolli af
mjólk sett út í súpuna og það
síðan hitað þax tffl súpan þykikin-
ar, hrært stöðugt í á meðan. —
Hveitinu og því sem eftir er af
mjólkinni hrært saman og bætt
út í súpuna. Sardínum, baunum,
salti og pipar bætt út í og hitað
vel. Þetta er síðan sett á brauðið
og papriku dreift yfir.
Þreföld samloka með
sardinum og eggjum.
Eggjasalaf búið tifl. úr majonn-
aise og simátt brytjuðum eggjum
(harðsoðnum). — Brauðið þarf
helzt að vera sandwiohbrauð eða
stórt formibrauð, þunnt sneitt. Á
fyrstu sneið er smurrt eggjasal-
ati, önnur sneið sett otfan á,
smurð á þeirri hlið, sem upp
snýr, þar ofan á er sardiínum
bomið fyrir, graslaukur settur
ytfir. Þriðja sneiðin smurð með
majonnaise og sinnepi og sú hlið
látin otfan á sardiínurnar. Smá-
pinna stungið í til að halda
brauðinu saman, skorið í bross'
yfir sneiðina, svo það verði 4
lítifl stybki.
Bakað sardínubrauð
Ristaðar brauðsneiðar smurð-
ar með majonnaise, otfan á þær
eru settar þunnar tómatsneiðar,
síðan sardínur (1—2 ds.). Etfst
eru settar ostsneiðar og þetta síð
an sett í otfn, bakað þar til ost-
urinn er runninn.
Sardinu-eggjasalat.
Sardínur, sem lögurinn hefur
runnið atf, harðsoðin egg í sneið
um, lauksneiðar, settar í smátt-
og auðvitað eru þau með vettl-
inga eins og mín börn. Eins og
gefur að skilja, geta þau ekki
öll verið að því að taka með sér
vettlinga sína aftur, slíkt væri
nær óhugsandi. Það eru margar
ferðirnar, sem ég hef hlaupið út
á hlað á eftir einhverjum litla
gestinum til að spyrja, hvort
hann eða hún eigi vettlinga, sem
ég sá liggja í forstofunni, og
komu mér ókunnuglega fyrir
sjónir. En ég er ekki svo heppin
að vera alltaf stödd við útidyrn-
ar, þegar vinirnir fara og því er
það, að hér er talsvert af vettl-
ingum, sem skildir hafa verið
eftir og ganga ekki út þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir, réttir eigend-
ur finnast ekki.
Eiginlega ætti nú einhver góð
kona að opna vettlingamiðstöð,
þar sem við mæður barna, er
glopra niður vettlingum, gætum
endurheimt okkar, ef einhver
hefur þá fundið þá, og komið á
framfæri óskila-vettlingum frá
okkur.
Kannske ég ætti að athuga
þetta sjálf, — nei annars, ég hef
of mikið að gera við að þvo,
staga og prjóna vettlinga það
sem eftir er vetrar!
saxað hvítkál eða salatblöð. Yfir
þetta er sett majonnaise eða „sal
a'tdiressing“, sem ofurl'ítið karrý
hetfuir verið bætt L
Sardíniur hitaðar á pönnu.
Sardiínur (hér er miðað við
tvær dósir), iátnar á sigti, svo að
drjúpi af þeiim, hitaðar vel á
pönnu, og síðan settar á ristað
brauð og borið með því blanda
% bolla smjöri, 2 matsk. atf smátt
brytjaðri steinseiju, IV2 tsk.
sítrónusafa og salti og pipar eft-
ir smekk.
Sardínu-tómat réttur
1 laukur i sneiðum
1 ds. sardínur í olíu
2 tsk. sinnepsduft
1 ds. tómatsúpa
125 gr. rifinn ostur
salt og pipar
ristað brauð
Laukurinn steiktur í olíunni
atf sardínunum, sinnep, sardínur
og súpa sett út í á pönnuna og
allt hiltað þaT tifl hann er bráðn-
aður. SaLt og pipar sett í, bland-
an síðan borin fram á ristuðu
brauði.
Steikt franskbrauð
með sardínum
Franebbrauðið steikt í miklu
smjöri á pönnu o.g haldið heitu
á meðan sardínurnaT eru hitað-
ar. Sardínunum raðað á brauðið.
Tómatpuré og dáMtið af rjóma
sett á pönnuna, hitað og hellt
ytfir brauðið.
Sardínumauk
Sardínurnar eru settar á sigti,
svo að oMan drjúpi atf, síðan er
þeim nuddað gegnum sigtið og
sinneþi og sí'trónusatfa hrært sam
an við. Hrærðu smjöri bætt í svo
auðveldara sé að sprauta þessu
á brauðið. Sítrónusneið borin
með.
Sardníusmjör
1 ds. sardínur
V-i bolli smjörlíki
Smjörlíbið hrært vel, smátt
sbornar sardánur settar í, sítrónu
satfa og etf viB sinnepi bætt í. —
Mjög gott í brauðtertur.
Falleg svunta
Hér á myndinni er svunta,
sem búin er til úr skrautlegri
diskaþurrku. Á minni myndinni
er rangan á þurrkunni, efri horn
in eru brett inn og saumað í
mitt stykkið band, sem í er sett
teygja. Síðan eru sett bönd í
hálsinn og í mittið. Sést á þessu,
hvernig hægt er að búa sér til
svuntu með lítilli fyrirhöfn.
Húsmóður-
starfið
NÚ orðið eftir tilkomu sjúlf-
virkra véla, sem hjálpa til við
heimilisstörfin, heyrist sjaldan á
það minnzt, að húsmóðirin vinni
erfitt starf. Rétt er það, að
þvottabalinn og brettið eru víð-
ast hvar horfin. En þrátt fyrir
það, hafa nýafstaðnar rannsókn-
ir leitt í ljós, að fá störf eru
eins þreytandi og umönnun
barna og heimilis, og jafnast
fyllilega á við hin erfiðustu ahd-
legu störf, sem karlmenn koma
þreyttir heim frá eftir daginn.
Það sem aðallega er talið or-
saka þreytu húsmæðra, eru stöð-
ugar truflanir við það, sem þær
eru að fást við, Óteljandi deil-
ur, sem þarf að jafna og ákvarð-
anir, sem þarf að taka á stund-
inni. Við það bætist leiði á
vanabundnum húsverkum og
skortur á uppörvandi verkefn-
um. Þarf nú engan að undra
lengur, að konan getur verið
þreytt eftir að hafa „setið“
heima allan daginn.
Matarmikil eggjakaka
(omelet)
Hráar kartöflur skornar í
mjög þunar sneiðar, sömuleiðis
dáMtið af lauk. Hvort tveggja
gegnumsteikt á pönnu. Kjötaf-
gangur, pylsur eða skinka skor-
ið smátt og aðeins brugðið á
pönnuna með. Síðan er „omelet-
deigi“ helt yfir og þegar neðri
helmingur er orðinn liósbrúnn,
er rétturinn tilbúinn.
SVART OG HVÍTT