Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967 Reykjavíkurmótið í handknattleik: Fram vann í karlaflokki - Valur í kvennaflokki Bæði liðin unnu alla sína keppinauta FRAM varð Reykjavíkurmeist- ari í handknattleik karla í þriðja sinn í röð í gærkvöldi. Með öruggum sigri yfir Víking, 15-11, tókst liðinu einnig að vinna mótið með „fullu húsi“ stiga, þ.e. að vinna alla sína keppinauta og hljóta 12 stig. í kvennaflokki sigraði lið Vals sl. sunnudag, eins og skýrt hefur verið frá, en það lið sigr- aði einnig í fyrra — og undan- farin ár. Það er því óbreyttur „toppurinn" í handknattleik karla og kvenna. Valsliðið vann einnig alla sína leiki. Bæði liðin voru vel að sigrin- um komin, en bæði voru í meiri hættu nú en að undanförnu. — Framiiðið hefur átt misjafna leiki, enda með önnur stórverk- efni í eldinum sem trufiað hafa liðið í þessu móti. Fram—Víkingur, 15:11 í gærkvöldi hafði Fram tök á leiknum við Víking frá upphafi ti. loka. Að vísu skildi aldrei Valur — Ármann 16-10. Þegar Ástþór Ragnarsson — aðalskytta Ármanns var ekki rheð iiði sínu varð liðið næsta auðveid bráð fyrir Valsliðið. Frá upphafi var Ármannsliðið eins og skuggi af sjálfu sér frá fyrri leikjum. Vaismenn sýndu hins vegar ýmsar hliðar skemmtilegs samleiks og settu ungu mennirn- ir sinn ágæta svip á leikinn. í hálfleik stóð 8-4 fyrir Val og í ieikslok 16-10. ÍR-KR 917. Það varð barátta i upphafi hjá ÍR og KR sem boðaði jáfnan ^eik. En að loknum örfáum byrjunar mínútum náðu KR-ingar öllum tökum á leiknum — stóðu og biðu í eyðunum í vörn ÍR — og skoruðu hvert markið af ððru. í hálfleik var staðan 2-3 fyrir KR. í síðari hálfleik héldust sömu yfirburðir KR-inga og lokata^an várð 17-9. ReyKjaviKurmeistarar Vals í kvennaflokki. mikið á milli — oft tvö mörk, en þó þrjú i hálfleik (9-6). En sig- ur Fram var aldrei í hættu og liðið keppti ekki að öðru en ör- uggum sigri. Það mátti sjá á öilum leik liðsins. Víkingarnir smituðust af þessu „keppnisleysi" — fóru hægar en ætla hefði mátt og skotin voru ónákvæm einkum er á leið. — Sem fyrr báru Einar og Jón Magnússon uppi leik liðsins, skoraði Einar 5 mörk og Jón 4. Langmarkhæstur hjá Fram — og primus mótor í leik liðsíns — var Guðjón Jónsson. Er vafa- samt að hann hafi nokkru sinni verið betri. Undir lokin settu Víkingar mann til höfuðs honum en þá var leikurinn örugglega unninn fyrir Fram. Loka staðan LOKASTAÐA Reykjavíkurmóts ins í handknattieik varð þannig í karlaflokki: 1 og 2 mörk skildu í úrslitaleikjum yngri flokkanna ÞÁ er þessu móti lokið, en það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með því, þvi leikirnir hafa verið spennandi og tvísýnir og úrslit hafa ekki ráðist fyrr en á siðasta leikkvöldi. Óhætt er aó spá spennandi leikjum í íslandsmótinu, sem hefst í byrjun næsta mánaðar og ekki ætti íslenzkur handknatt- leikur að kvíða meðan að þess- ara ungmenna nýtur. Ármann — Valur 5—4 II. fl. kvenna. Þessi fyrsti leikur kvöldsins hafði litla þýðingu hvað úrslit snerti, en þó merkilegur að þvi leyti að Ármann vann hér sinn fyrsta sigur í mótinu. eftir tvö stór töp og verður það að teljast gott. Leikurinn var mjög rólegur og fór 5—4, en í hálfleik var staðan 2—1 Ármannsstúlkunum í vil. Þær voru yfir allan leikinn og Víkingur — Fram 6—5 II. fl. kvenna. Þá var komið að þeim leik, skera átti út um, hvort Vik. eða Fram yrði Rvik.meistarar í II. fl. kvenna. Þetta var mjög spennandi og mikill hörku og baráttu leikur Fram 6 6-0-0 93:71 12 mega þær þakka sigurinn nýjum Valur 6 5-0-1 80:66 10 markverði Elfu að nafni, sem Ármann 6 3-1-2 88:91 7 varði af mestu prýði. Flest mörk Víkingur 6 2-0-4 82:85 4 skoraði Sigriður Rafnsdóttir 4 KR 6 2-0-4 73:78 4 mörk. Valur náði sér aldrei á ÍR 6 1-2-3 87:101 4 strik í leiknum og mega bær Þróttur 6 0-1-5 71:92 1 taka sig á fyrir íslandsmótið. Vilja kaupa leikmann fyrir 13,6 milSj. kr. WOLVERHAMPTON hafa boðið Swindon, sem leikur í þriðju deild í ensku deilda- keppninni, 70 þúsund pund og markvörðinn Fred Davies í milli, fyrir vinstri útherjann Don Rogers. Davies er metinn lauslega á 30 þúsund pund, og eru því Úlfarnir fúsir til a'ð greiða 100 þús. pund fyrir Rogers, en það er (nú) 13,6 millj. krónur. Don Rogers er 22ja ára og hefur verið undir smásjánni hjá mörgum 1. deildar félögunum, m.a. West Bromwich, Liverpool, Totten- ham og West Ham, en Swind on sló West Ham út úr bik- arkeppninni sl. ár og var það mest Rogers að „kenna.“ þar sem Fram nægði jafntefli til sigurs. Vík. skoraði fyrsta mark- ið, en Fram jafnaði fljótlega. Þá skoraði Vík. 2—1 og náðu þar með forskoti, sem þær héldu út leikinn í 6—5 og tryggðu sér þar með Reykjavíkurmeistaratit- ilinn og áttu þær hann fyllilega. skilið, því þær hafa sýnt fram- för í hverjum leik. Lokamínútur leiksins voru einna skemmtileg- astar, þegar stóð 6—5 og var taugaspennan orðin svo mikil um hvort Fram tækist að jafna, að allt lenti í hreinni hringavit- leysu og var fálmað og patað. hrint og stympazt en allt kom fyrir ekki og voru það glaðar Víkingsstúlkur, sem fögnuðu sigri. Beztar voru hjá Víking voru Valgerður í markinu og Jónína í vörninni en hún var tekin „úr urnferð" og skoraði að- eins 1 mark, en Guðrún skoraði 4 mörk. Aðrar stóðu sig með prýði. Framstúlkurnar urðu að sjá þarna af sætum sigri, en hvers vegna er ekki gott að segja. en þær mættu greinilega ofjörlum sínum. Fram — Valur 8—6 1. fl. kv. Þessi leikur var einnig úr- slitaleikur og nægði Val jafn- teíli til sigurs í mótinu. Fram byrjaði að skora en Val- ur jafnar og komst 2 mörk yfir, en í hálfleik var staðan -3 Val í vil. í seinni hálfleik hófst þátt ur Guðrúnar Valgeirsdóttur í Framliðinu, en hún hafði leikið áður með m.fl., en ekkert í vet- ur og skoraði hún 5 mörk eða öll mörk Fram í sfðari hálf- leik, en Val tókst ekki að svara með fleirum mörkum en tveim- ur. Fram er því Reykjavíkurmeist ari i 1. fl. kvenna og eiga sigur sinn mest Guðrúnu að þakka en skoraði alls 6 mörk, hin 2 skor- aði Sigrún, en annars var liðið allgott í heild. Valsstúlkurnar komu of sigur- vissar til leiks og réði það miklu því þær virtust taka lífinu með ró í seinni hálfleik en vöknuðu ekki fyrr en um seinan. — Flest mörk skoraði Vigdís, 3. Víkingur—ÍR, 14-6, III. fl. karla Víkingar virðast vera að ná sér á strik eftir þessum leik að dæma, þó það sé um seinan, hvað þetta mót snertir og unnu þeir ÍR með miklum mun. í hálfleik var staðan 8-1 og höfðu Víkingar algjöra yfirburði. í seinni hálfleik jafnaðist leikur- inn allmikið og skoruðu liðin þá 14-6. Víkingar voru mjög góðir í leiknum og er ábyggilegt að þeir eiga að geta haldið þessu striki og jafnvel aukið við sig því í liðinu eru mjög góðir einstakl- ingar. Flest mörk skoraði Ágúst, 9, flest af línu. Ekki þurftu ÍR-ingar að óttast neitt eftir þennan leik, því þeir hafa sýnt það að hvert lið má stórvara sig á þeim. KR-Ármann, 12-11, III. fl. karla KR-ingar sýndu stórglæsileg- an leik, þegar þeir sigruðu Ár- mann 12-11 í næst síðasta leik mótsins, sem var harður og spennandi og höfðu KR-ingar yf- irhöndina allan leikinn en Ár- menningum tókst að jafna nokkr um sinnum en á síðustu mín. létu þeir skapið alveg hlaupa með sig í gönur og réði það mestu. Björn, KR, var langbezti maður vallarins og sendi hann boltann 7 sinnum í Ármanns- markið með snöggum skotum, sem ekkert réðst við. Fram — Valur 9-5. III. fl. karla. Framliðið var orðið Reykjavík urmeistarar, áður en að þessi leikur hófst, vegna taps Ár- manns í leiknum á undan. En Framarar tóku leikipn strax föstum tökum og skoraði 3 fyrstu mörkin, áður en Vaiur komst á blað, og í hálfleik var staðan 5-2. Síðar juku þeir for- skotið upp í 5 mörk en Valur skoraði svo siðasta markið og lyktaði leiknum 9-5. Framliðið vann þennan leik örugglega og eru því Reykjavik- urmeistarar 1967 i HI. fl. karla. Framliðið var all gott og hef- ur verið það í mótinu þegar frá er talinn fyrsti leikurinn. Það íék af miklum hraða og brá oft fyrir skemmtilegum leikfléttum í leik þeirra og í vörninni voru þeir mjög sterkir. Beztir voru Jón H., sem skor- aði 2 mörk og er aðal uppistaða í vörn og sókn, Guðmundur á lín- unni skoraði 3 mörk og mark- vörðurinn Guðjón varði all vel, aðrir voru og einnig mjög góðir. Valsmenn höfðu litla mögu- leika i þessum leik til þess voru andstæðingarnir of sterkir, en það verður gaman að fylgjast með þeim í næsta móti, því liðið er efnilegt og þurfa þeir ekki miklu að kvíða ef þeir æfa að kappi. Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.