Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967 MARY ROBERTS RINEHART & CAI læddist ókunnur maður inn á tánum, til þess að athuga þrýst- inginn og setja ís um brúsann til að klæa súrefnið. — Þú skalt ekki tala neitt, sagði ég við hana. — í>að leið yfir þig í morgun. Bill Sterling hélt, að þú þyrftir að fá súr- efni. Það var allt og sumt. 'Hún virtist gera sig ánægða með þetta og minntist ekkert á Dwight Elliott aftur, enda þótt hann væri nú kominn á vett- vang. Hún lokaði augunum og virtist nú sofa eðlilega. Engu að síður vorum við öll áhyggjufull þennan dag. Bill gisti þarna næstu nótt og tvær hjúkrunar- konur komu til að leysa Amy af hólmi. Ég man eftir, að ég reikaði um húsið, einmana og yfirgefin, og Bessie var eitthvað niðurdregin, þegar hún fann mig úti í garðinu, löngu eftir að dimmt var orðið. Hún var þögul. Ég var m'eira að segja farin að halda þá, að veikindi Maud hefðu gengið nærri henni. — Hvað segja læknarnir? sagði hún. — Heldurðu, að hún deyi? Þetta var bein spurning en líktist henni. Enginn gat sagt, að Bessie væri sérlega viðkvæm. — Hún er dálítið betri, sagði ég, — og hún er sterkbyggð. Meira veit ég ekki. — Allar þessar hjúkrunarkon ur, sem hér eru á ferli, ætla al- veg að gera mig vitlausa, sagði hún, en þagnaði síðan. Það hlýt- ur að hafa verið orðið áliðið þegar Tony fann okkur þarna og sakaði hana beinum orðum um veikindi móður hinar. Þetta var leiðinda senna. Bæði létu þau eins og þau vissu ekki af mér, og mér fannst Tony vera í hreinasta morðhug þetta kvöld. En eitt man ég þó vel. — Þú hataðir haha, sagði hann. — Þú hataðir okkur bæði. Þú mundir ekki taka þér það sérlega nærri þó að hún dæi. Hún setti upp einhvers konar skakkt bros. — Þú ræður hvort þú trúir því, sagði hún, — það er það síðasta sem ég myndi óska. Væri ég í þinum sporum, bætti hún við, — mundi ég reyna að finna mér einhverja fjarverusönnun fyrir laugardagskvöldið. Þú komst talsvert seint heim. Hvað ef ég segði lögreglunni það? — Segðu henni það og farðu fjandans til! sagði hann ofsa- reiður og gekk aftuT inn í húsið. Það var réttarhald þennan mánudag, og vitanlega var ekk- ert okkar viðstatt. Enda hafði heilsufarið hjá Maud verið of tvísýnt til þess. En það var hins vegar ekki hægt að látast ekki sjá hvað skeð hafði. Snemma um morguninn setti Jim Conway kaðalgirðingu um leikhúsið, og klukkustund eftir klukku-stund mátti sjá einkennisklæddan man þar á verði. Tony hafði fyr- irskipað að setja keðju yfir þvera heimreiðina, en það gat ekki varnað því, að fólk yfirgæfi bílana sína og þyrptist inn yfir girðinguna og gegn um kjarrið. En að minnsta kosti nægði þetta til þess, að þögn var í húsinu, enda þótt garðurinn liti út ems og þar væri garðveizla í fuilum gangi. Svo voru blaðamennirnir. Þeir tóku myndir af öllum, og ein þeirra kom sama daginn í blaði og sýndi Thomas, þar sem hann var að færa verðinum matar- pakka. Og önnur þar.sem verið var að bera súrefnisgeymi inn í húsið ,og undirskriftin var: „Milljónafrú fær taugaáfall". Þetta var allt sæmilega við- bjóðslegt, en að minnsta ,kosti var Maud þó í friði. Og það var í okkar augum aðalatriðið. Það sem ég heyrði um réttar- haldið, var aðallega úr blöðun- um: að réttarsalurinn hefði ver- ið troðfullur af „fyrirfólki", og vitnisburðurinn hefði verið dramatískur. Og það hefur hann sjálfsagt verið, enda þótt fyrri hluti hans leiddi ekkert frétt- næmt í ljós — ekki annað en að líkið hefði fundizt, ágizkaðan andlátstíma, vatn, sem fannst i lungunum, o.s.frv. Það vakti mikla athygli þegar inniskórinn og hnappurinn voru sýndir, og Jim bar, að hann hefði fundið hvorttveggja í sundlauginni í leikhúsinu. En aðalspenningur- inn kom seinna. Garðyrkjumað- ur frá Stoddard,sem kallaður var sem vitni, bar það, að hann hefði séð bíl, sem hann hélt vera Lydiu bíl, akandi upp eftir stign um þangað sem hann fannst, en nokkuð af leiðinni hefði annar bíll elt hann. Þetta var klukkan eitt um nótt ina. Af því að laugardagur var, hafði hann farið í bíó í þorpinu og í knttborðsleik á eftir um nokkra stund. Klukkan hálf eitt hafði hann lagt af stað upp brekkuna, og eftir aðalveginum þangað til stígurinn ,til Bifurgils ins liggur út frá honum. Svo hafði hann farið eftir stígnum svo sem hundrað metra, en þá beygt yfir á stíginn að gilinu þar sem bíll Lydiu hafði fundizt. Hann hafði gengið þennan stig 30 til þess að ekki sæist, hve seint hann var á ferðinni. Og það var við endann á stígnum, sem hann hafði séð bíl Morgans. — Þekktirðu bílinn? — Ekki þá strax. Ég skauzt inn í runnana. En enginn notar þennan stíg. Hann liggur ekki til neins staðar. En þegar þeir fundu bílinn daginn eftir, þóttist ég viss um, að þetta hefði verið hann, sem ég sá. — Ók bílinn fram úr þér? — Já. Hann hélt beint áfram etfir stígnum. — Geturðu sagt, hvenær þetta var? — Klukkan nákvæmlega eitt. Ég leit á úrið mitt og það gengur alltaf hárrétt. — Gaztu séð, hvei ók bílnum? — Nei. — Sástu hann aftur? :— Nei, Staðurinn þar sem hann fannst, er handan við heim ili mitt. — En nú þessi hinn bíll. Segðu kviðdómnum frá honum. — Ja, hánn gat ég betur séð. Hann kom þarna að eitthvað tveimur mínútum seinna. Mér sýndist rétt eins og hann hefði verið að elta hinn bílinn, en misst af honum. Hann stanzaði ifat'iiliíatk utíit I IM N I LTI BÍLSKIJRS ýhHÍ- lr 'Utikutiit H. □. VILHJÁLMSSDN RÁNARGÖTU 12, SÍMI 19669 Hin nýja »lína« vindlanna Trygging á góðum vindli - er hinn nýi DIPLO DIPLOMAT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THB ROYAL DANISH COURT 380 A Afsakið frú inín: Eruð þér fyrirsæta listmálarans? við endann á stígnum, ók síðan aftur á bak og sneri við. í hon- um var karlmaður en ég sá ekki, hver það var. — Þekktirðu bílinn? Vitnið þagði en hringsneri hattinum sínum milli handanna. — Þekktirðu bílinn? Vitnið þagði en hringsneri haitinum sínum milli handanna. — Það get ég ekki verið viss um. En þá sýnist mér það vera bílinn hans Sterlings læknis. Þetta vakti mikla athygli og Bill var næstum eins og stirðn- aður þegar hann var kallaður fyrir aftur. En saga hans var sænjilega sennileg. Klukkan var tólf þegar hann fór úr Klaustr- inu.. Hann drakk kaffi seint og var ekkert syfjaður. Svo ók hann um í klukkustund eða svo. Hann gerði það oft á nóttinni, eins og ráðskonan hans mundi geta vott að. Líkskoðunarmaðurinn var lít- ill, uppþornaður maður, og kink aði bara kolli. Hann hafði kort af umhverfinu fyrir framan sig og leit nú á það. — Á þessari ökuferð yðar, komuð þér þá að þessum stíg út frá veginum til Beaver Creek? — Já, það gerði ég. Ég sneri þar við og ók til baka. — Jæja, læknir. Vitnið hér á undan heldur því fram, að þér hafið verið að elta annan bíl. Er það rétt? — Já, það er það. Ég sá bíl, sem mér sýndist vera bíll Morg- ans,á veginum. Mér fannst þetta nokkuð seint fyrir frú Morgan að vera á ferðinni, eða dóttur hennar, einkum þó með tilliti til þess, sem hér hefur gerzt und- anfarið — árásina á Evans og það allt. Ég sneri þvi við og elti bílinn, en hann ók mjög hratt. Ég missti algjörlega af honum áður en við mótin á Beaver Creek veginum og sðalveginum. — Það eru þarna gatnamót, er það ekki? — Jú. — Hvers vegna kusuð þér þá að aka Beaver Creek-veginn? Hann roðnaði dálítið. — Af því að ég veit, að það er uppá halds ökuleið hennar frú Morg- an. — Sáuð þér annað hvort frú Morgan eða dóttur hennar í bíln um? — Nei, ég sá engan í honum. — Á hvaða tíma var þetta, iæknir? — Klukkan eitt. Ég leit á úr- ið mitt þegar ég sneri við. Það var djúp þögn þegar hann veik úr stólnum. Allir þarna við staddir vissu, að hann hataði Don en elskaði Lydiu. Nú hafði hann lent á næstu grösum við það, sem blöðin kölluðu morð- bíiinn, og enginn botnaði í þessu upp eða niður. Bill Sterling, sem menn höfðu trúað á — líkt og guð, eins og títt er um lækna — þarna var Bill Sterling sama sem ákærður um morð. Eftir þetta komst allt í upp- nám meðal áheyrenda: vitnis- burður Jims um bílfundinn, gólf ábreiðan í afturhluta bílsins vot og ennþá rök og yfirfrakkinn votur. Enginn fingraför fundust. Annaðhvort hafði bíllinn verið vandlega strokinn ,eða sá, sem í honum var hafði verið með hanzka. Það benti ekkert til þess að líkið hefði verið í bílnum þeg ar hann var falinn, heldur var almennt haldið, að líkið hefði verið skilið eftir þar sem það fannst en bílnum síðan ekið inn á stíginn. — Með öðrum orðum, sagði rannsóknardómarinn, — hefur sá, sem skildi bilinn eftir, yfir- gefið hann fótgangandi. — Svo virðist vera. Jörðin er of þurr til þess, að þar marki spor. Nú kom inniskórir.n og hnapp urinn af_ náttjakkanum fram og allir teygðu álkuna, til þess að ^já hvorttveggja. — Þér funduð hvort tveggja í sundlauginni á Wainwright-eign inni? — Já. Einn manna minna fann inniskóinn, en hnappurinn fannst þegar sundlaugin var tæmd. Dómarinn leit í blöðin sín. — Eina spurningu enn, sagði hann. — Hvernig var líkið tekið upp úr lauginni? — Þar er ekki um annað en tilgátur að ræða, sagði Jim. — Hver sem gerði það, kynni, að hafa farið úr fötunum og sótt það síðan. Sjálfur held ég, að svo hafi verið. Það var talsvert af votum handklæðum liggjandi þarna á víð og dreif. Lengra varð þetta nú ekki. Að yfirheyrslunni lokinni höfðu menn nokkurn veginn glögga BLÁÐBÍÍRÐARFOLK í eftirtalin hverfi Lambastaðahverfi — Granaskjól — Laugarásvegur — Hverfisgata I Akurgerði — Langahlíð — Langa- gerði- Talid við afgreiðsluna / sima 10100 ÓSKAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.