Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967 5 „Við framleiðum ennþá snússið" 1 segir Viggó Ligaard, sölustjóri hjá Scandinavian Tobacco Companý „BRÖDRENE Braun, tóbaks- framleiðendurnir, sem fram- leiddu neftóbakið upp í nasir íslendinga um langt árabil, eru ekki lengur til sem slíkir. Margir danskir tóbaksfram- leiðendur hafa tekið upp merk ið, eins og við og t.d. Hirsch- prung, framleiðir þetta góða „snúss“ enn þann dag í dag, og ég get fullyrt, að gæðin eru engu síðri, því að blandan er sú sama“, sagði Viggó Li- gaard, sölustjóri Scandinavian Tobacco Company, sem hér er staddur um þessar mundir, til að kynna sér vörur fyrirtækis ins, en umboðsmaður þeirra hér á landi er Einar Th. Mat- hiesen. Við blaðamenn, útvarps- menn og sjónvarpsmenn vor- um boðaðir á þeirra fund á föstudag til að kynnast fram- leiðslu Dana á vindlum, sígar- ettum, „skroi“, að ógleymdu „snússinu“. Okkur var sýnd hin ágæt- asta kvikmynd um þessa fram leiðslu, og á eftir fengum við tækifæri til að spyrja Viggó og Einar spjörunum úr. „Fyrirtækið ofannefnt er samsteypa úr þremur tóbaks- framleiðslufyrirtækjum, sem öll eru lögu kunn. í>ag Var stofnað árið 1961. Sum þess- ara fyrirtækja, svo sem Aug- ustínus, sem stofnað var 1750, framleiðir aðeins sígar- ettur. Önnur eru t.d. C. W. Obel, stofnað 1787 og R. Færch, -stofnsett 1869, fram- leiða aðrar gerðir reykinga- vara. Við framleiðum alls konar tóbak, en þess skal get- ið að á íslenzka markaðnum í dag, er hvorki piputóbak eða sígarettur frá okkur. Ef til vill kemur það einhverntíma. Við flytjum út vörur okkar til 25 landa, og reynum að út- vega hverju landi það, sem því hentar, vegna þess, að þegar um þessar vörur er að ræða, verður að taka tillit til rakastigs, hita og margs fleira. Til dæmis í Danmörku höf- um við ekki á boðstólum tób- aksvörur í plastumbúðum, og það er eingöngu vegna þess, að Danir reykja svo mikið, að þeir hafa blátt áfram ekki tíma til að taka „sellófanið“ eða plastið utan af tóbakinu. Hinsvegar tökum við tillit til hins ofsalega hita í Kuwait við Persaflóa. Það tók okkur 5 ár, að gera tilraunir með þá pakkningu, áður en hún varð fyrsta flokks. Grænlend- ingar reykja mikið sígarettur, hvort sem það er til þess að hita sér eða til einhvers ann- ars. Af öllum tóbaksinnflutn- ingi til Grænlands, er 80% sígarettur. Við heima í Danmörku Einar Th. Mathiesen, umboðsmaður Scandinavian Tobacco company, kveikir í vindlinum fyrir sölustjóra fyrirtækisins, Viggo Ligaard. reykjum ekkert mikið amer- ískar sígarettur. Aðallega reykjum við okkar eigin fram leiðslu. Og eitt höfum við framyfir hollenzka vindla, að við litum þá ekki. Yztu blöð- in eru oftast mismunandi á litinn, venjulega frá Súmatra, þá lita Hollendingar þá, en við veljum úr sama litinn. Auðvitað er þar með inni- falið, að Danir kaupa aðeins hið bezta hráefni í sína vindla, sígarettur og píputóbak. í okkar fyrirtæki vinna 3600 manns, og véltæknin er mikið notuð. Af þeim vörum, sem á íslandsmarkaði eru þessa stundina frá okkur, má helzt nefna Danish Golf, Ap- ollo, Diplómat, Advokat, Cæs- ar og ýmsar fleiri. Ef íslend- ingar reyktu eitthvað á borð við Dani, kvíðum við engu í samvinnunni við hann Einar Th. Mathiesen", sagði Viggó Ligaard að lokum, um leið og við kvöddum þessa heiðurs- menn. — Fr. S. Pravda gagnrýnir - berskáa Araba SOVÉTSTJÓRNIN hefur gagn- rýnt harðlega þá öfgamenn í Arabaríkjunum, sem vísað hafa á bug samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um friðsamlega lausn deilunnar í Austurlöndum nær. Hefur aldrei komið fram slík gagnrýni á Araba af háifu Rússa frá því styrjöldin varð milli Isarels og Araba í júní sl. Gagnrýnin kemur fram í „Pravda“, málgagni flokksins og virðist sérstaklega beint gegn stjórn Sýrlands, sem visaði sam- þykktinni á bug — en einnig 1 mun hún eiga erindi til Nassers, forseta Egyptalands, sem gagn- rýndi samþykktina allverulega. TillögOna að þessari samþykkt Öryggisráðsins lagði fulltrúi Bret lands fram, en bæði Sovétríkin og önnur aðildarríki ráðsins lýstu sig samþykk henni. í grein inni í „Pravda“ eru ekki nefnd nein nöfn, en vafalítið hvert gagnrýninni er beint. Nasser hafði t. d. látið svo um mælt, að Egyptar gætu aldrei samþ. það ákvæði samþykktarinnar, sem gerir ráð fyrir frjálsum sigling- 1 um ísraelsmanna um Súezskurð. Frá þessari gagnrýni Nassers hefur ekki verið sagt í sovézk- um blöðum. Þeirri skoðun virðist nú vaxa fylgi, að Rússar reyni eftir megni að beita áhrifum sínum og stuðn- ingi að þeim aðilum í Araba- ríkjunum, sem vilja sýna skyn- semi og hógværð í skiptunum við fsrael. — Þeir vilja halda valda- jafnvægi og vopnajafnvægi á þessum slóðum — en koma í veg fyrir, að Arabar ráðizt á ísrael. Er jafnvel talið, að Sovétstjórn- in hafi sett þau skilyrði fyrir hinni geysilegu hernaðaraðstoð við Egyptaland eftir júnístríðið, að vopnin og hergögnin yrðu ekki notuð til gagnárásar á frael. f fyrrgreindri grein í „Pravda“ eru einnig gagnrýndir harðlega þeir ísraelsmenn, sem vilji blása að glóðum elds í Austurlöndum nær og hvatt eindregið til þess að halda friðinn. Þá segir í AP-frétt frá Kaíró að egypzkir embættismenn hafi verið spurðir að því, hvort sá orðrómur ætti við rök að styðj- ast, að Egyptalandsstjórn mundi leyfa Rússum að koma upp her- stöð í Egyptalandi. Af hálfu stjórnarinnar er því staðfast- lega neitað, talsmaður hennar sagði, að stjórn landsins mundi ekki leyfa neinu erlendu ríki að koma þar upp herbækistöð. — „Við höfum barizt fyrir því að losna við erlenda hermenn af landi okkar“, sagði talsmaður- inn — og við ætlum ekki að gefa þeim fótfestu aftur“. ...þau vilja leikföngin f rá Reykjalundi REYKJALUNDUR, sími um Brúarland, Skrifstofa f Reykjavík: Brægraborgarstíg 9, síml 22150 Mýr flokkur i V-Þýzkalandi NÝR flokkur var stofnaður I Bonn á sunnudag. Segjast stuðn- ingsmenn hans, að flokkurinn sé róttækari en samsteypustjórn ’Kiesingers, og heiti Frjálslyndi sósíalistaflokkurinn. Hann vill berjast fyrir sameiningu Þýzka- lands, en þó ekki fyrr en þjóðar- atkvæðagreiðsla hefur farið fram í Vestur-Þýzkalandi um málið, er sýni að menn óski eftir sameiningu Vestur- og Austur- Þýzkalands. íbúðorskipti Vil skipta á 158 ferm. íbúðair- hæð (6 herb. og eldhús, upp- steyptur bílskúr) og fá minna 'húsnæði í staðinn (4 herb. og eldhús). Mismunur staðgreið- ist. Hlutaðeiendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl., merkt: „5754“ fyrir 7. des. nk. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.