Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 1
28 SÍÐUit 54. árg. 275. tbl. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER. Prentsmiðja Morgunblaðsins Mynd þessi «r gerð eftir litmynd af málverki Monets. sem selt var í London í gær. og prentast því ekki vel. Garðurinn er girtur rauðbrúnu rrindverki, og innan þess eru græn- ir runnar með gulum og nauðum blómum. Hafið er blátt og blágrænt, og himininn ijós- fjólublár. Málverk eftir Monet selt fyrir 81 milljón krónur London, 1. des. (AP-NTB) MALVERK eftir franska impressionistann Claude Monet var í dag selt á uppboði í London fyrir 588 þúsund sterlingspund (rúml. 81 millj. kr.) og er það langhæsta verð, sem greitt hefur verið til þessa fyrir málverk frá blóma- tímum impressionismans. Málverkið nefnist „La terasse a Ste. Adresse“ og var málað fyrir réttum 100 árum. Listamaðurinn var þá félítill, og seldi lista- verkið fyrir um 17 pund. Framhald á bls. 27 Agreiníngur um Kýpursamkomulagiö? Cyrus Vance fer á ný tíl Micosiu Aþenu, 1. des. (NTB) CYRTJS Vance, sérlegur fulltrúi Johnsons Bandaríkjaforseta, sem unnið hefur að því að koma á sáttum milli Tyrkja og Grikkja í deilunni um Kýpur, hélt í kvöld frá Aþenu til Nicosíu á Kýpur í stað þess að halda heim á leið, eins og tilkynnt hafði verið. Hefur þetta komið af stað orðrómi um að ágreiningur ríki enn um einstaka liði samkomu- lagsins, sem sagt var að náðst hefði í gær. Þrír erlendir sáttasemjarar, þeir Vance, Manlio Brosio, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, og Rolz Bennett, fulltrúi U Thants, framkvæmdastjóra SÞ, hafa unnið að því að undan- förnu að koma á sáttum í Kýpur- deilunni, og var sagt í fréttum í gær að samningar hefðu tekizt um brottflutning grískra her- sveita frá eyjunni. Fylgdi það fréttunum að sáttasemjararnir þrír héldu allir heim. Búizt hafði verið við því að Cyrus Vance færi flugleiðis til Washington í dag, og var ekki vitað um breytingu á ferðaáætl- un hans fyrr en hálfri klukku- stund áður en flugvél hans lagði af stað til Nicosíu í kvöld. Fréttaritari frönsku fréttastof- unnar AFP í Nicosíu segir, að for seti Kýpur, Makarios erkibiskup, hafi á síðustu stundu borið fram athugasemdir við samkomulagið, og hafi Vance því neyðzt til að halda til Kýpur. Segir fréttarit- arinn, að Makarios hafi fallizt á að fækka til muna í herliði Grikkja á eyjunni, en þó aðeins4= I með því skilyrði að tyrknesku hermennirnir 650, sem þar eru, verði einnig fluttir á brott. Sam- kvæmt samningi frá 1960 er Tyrkjum heimilað að hafa 650 manna hei lið á Kýpur, og Grikkj um 950 manna lið. Grikkir hafa þó haft mun fleiri hermenn á eyjunni en samningar heimila, og fylgdi það fregninni um sam- komulagið í gær að þeir hafi fallizt á að flytja þaðan 10 þús- und hermenn. Debar: Ibúarnlr flýja farðskjálfta- bæimn 3>ebar og Belgrad, 1. desember — NTB—AP — ÞRJÚ þúsund þeirra er m i&stu heiimiili sín í jarðskjálftanuím í Debar hafa nú flúið bæinn og líkur eru taldar á því að fleiri fylgi á eftir, þv; þrír harðir j arðskjiálftakippir hafa komið í kjölfar þess er lagði Debar í rúst að morgni fimmitudagts. Opinberar heimildir segja, að 19 manns hafi farizt í jarðskjálft unuim en 204 særzt, 10% húsa í Debar hrunið til grunna en 80% orðið óihæf til íbúðar. Ótt- azt er þó að fleiri kunni að hafa farizt og leita björgunarflotkkar enn í rústum hruninna húsa. Stórbruni í Þrándheimi Tjón metið á allt að 40 millj. isl. kr. Þrándheimi, 1. des. — NTB STÓRBRUNI varð í gamla Flóð i Alsír 20 þúsund missa heimili sín Algeirsborg, 1. des — NTB .— TALSMAÐUR alsírska Rauða krossins skýrffi frá því í Algeirs borg í dag, aff um 20 þúsund manns hafi misst heimili sín í austurhéruffum Alsír í þriggja daga stórrigningum og flóffum. Bkki er vitað hve margir hafa týnt lífi í flóðunum. Fréttir hafa þó borizt frá einu þorpi, þar seim tvær telpur og fullórðinn maður drukknuðu. Óttast er að mun fleiri hafi farizt. Rauði krossinn í Alsír hefiur sen,t uliarteppi, matvæli og fatn að tiil flóðasvæðanna, og foeðið aiþjóða Rauða krossinn um að- stoð, aðallega tjöld og ullarteppi handa íbúum þeirra þorpa, sem eru umflotin vatni og einangr- uð. hverfinu í Þrándheimi að- faranótt föstudags, timbur- húsahverfi í hjarta borgar- innar, þar sem eru margar elztu byggingar í Þránd- beimi, og varð ekki slökktur fyrr en brunnið var til grunna eitt elzta húsið í borg inni, „Lille Stiftsgárden“, eign félagsins „Harmonien“ og húsið við hliðina, „Reg- inagárden“, illa farið af eldi og reyk. Tjónið af eldinum er metið á allt að 40 milljónir íslenzkra króna og talið að í brunanum hafi m.a. farið forgörðum tvö góð málverka söfn og ýmis opinber skjöl. Eldurinn kviknaði á fjórða tímanum aðfaranótt föstudags og magnaðist skjótt. Fékk slökkviliðið ekki bjarga'ð ,Lille Stiftsgárden", sem er stórt timb urhús á horni Prinsens gate og Dronningens gate og ekki varið næsta hús, „Reginagárden", fimm hæða múrsteinshús, sem Framhald á bls. 27 Cyrus Vance og Makarios erkibiskup ræðast viff í Nicosíu. Myndin var tekin sl. miffvikudag. Bardagar í 15 fylkjum Kína? Taipei, Formósu, 1 des. AP. HAFT er eftir starfsmönnum leyniþjónustu kínverskra þjóff- ernissinna, aff mikil ringulreiff ríki nú á meginlandi Kína vegna bardaga milli andstæffinga Mao Tse tungs og stuðningsmanna hans. Segja heimildir þjóffernis- sinna að bardagarnir hafi blossaff upp að nýju um miðjan nóveom- ber sl. og geisd nú í fimmtán fylkjum Kina. Ferðir með járnbrautum eru sagðar stopuJar víða og sums staðar liggja þær niðri með öllu, þar á meðal ferðir með járn- brautinni milli Kanton og Haníkow, og þeirri sem fer milli Shanghai og Nanking, sömuleið- is ferðir með járnbrautinni, sem liggur um miðbik Kína frá Lien Yunkan við Gula hafið til Lanchow, höfuðborgar Kansu- fylkis. í fréttinni, sem birt var af hinni opinberu fréttastofu kín- versku þjóðernissinnastjórnar- innar á Formósu, sagði, að með- al fylkja þeirra sem nú væri Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.