Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 15 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR DALALfF » ...............................• # * I Þormóður Sveinsson: MINN- INGAR tJR GOÐDÖLUM OG MISLEITIR ÞÆTTIR. 227 bls. Bókaforlag- Odds Björnssonar. Akureyri 1967. ÞORMÓÐUR Sveinsson gerir eft- irfarandi grein fyrir orsök þess, að hann tók að færa í letiur end- urminningar sínar: Hann átti í fórum sínum fóeina þætti og langaði til að gefa þá út á prent, því „höfundur kemur öllu skýr- ar í ljós og nafn hans geymist lengur, ef verk hans eru á ein- um stað.“ En nú kom babb í bátinn: Þættirnir voru of fyrirferðar- miklir í eina bók, en ekki nógu fyrirferðarmiklir í tvær bækur. Höfundur ákvað þá að skipta þeim á tvær bækur. En til að fylla upp í svo mikið ritsafn varð hann að „fitja framan við nokkrum minningum frá æsku- árum.“ Þessar endurminningar taka yfir meira en hehning þess bind- is, sem út er komið. Þormóður Sveinsson er varkár rithöfundur. Hann segir bæði fátt og lítfð. Af endurminning- um hans að dæma hefur hann alizt upp í fátækt meðal kotunga eins og flestir tslendingar fram á þessa öld. Sömuleiðis má af endurminningunum ráða, að fátt hafi drifið á daga hans. Dagar hans virðast hafa verið hvorki bjartir né svartir, enn síður lit- ríkir, heldur þokugráir. Höfund- tir segir lítið eitt frá bernsku- heimilum sínum, lítið eitt frá öðru fólki, sem hann kynntist, lítið eitt frá fæðingarhéraði sínu — í fáum orðum sagt: sitt lítið af hverju. Hins vegar er í endur- minningum hans næstum ekkert, sem heitfð gæti þjóðlífslýsing. Höfundur virðist vera með sama marki brenndur og allur fjöldinn: að vilja vera eins og aðrir, skera sig ekki úr hópnum og segja ekki annað en það, sem allir aðrir mega heyra, og ekki annað en það, sem allir aðrir mundu segja undir svipuðum kringumstæðum. Sá eiginleiki kann að vera heppilegur í daglegu lífi, einkum í fámenni, þar sem öll sam- skipti manna hljóta að vera per- sónuleg. Þar er ekki vænlegt til orðstírs að vera opinskár og bera á torg ævisögu sína. En sé ævisaga skráð og prent- úð gegnir öðru máli. Þá gildir ekki þögnin. Sá, sem ræðst í þá tvísýnu að skrifa ævisögu sína, verður að svipta af sér hulunni, fletta ofan af öllu sinu lífi; halda sýningu á öllum sínum hliðum, það er að segja, ef ævisagan á að vera eitthvað meira en gabb- ið eintómt. Þyki sá kosturinn óþægilegur, er hægur vandinn að þegja. Það endist ekki minningum Þormóðs Sveinssonar til braut- argengis, að höfundur skrifar t. d. á fremur vönduðu máli. Auðséð er, a*ð hann hefur ekki flanað að skrásetningunni og ekki skrifað neinn staf nema að gaumgæfilega athuguðu máli. En stíll Þormóðs hefst ekki til reisnar af þeirri einföldu ástæðu, að frásögnin sjálf er fjörlaus, tilþrifalaus. Og ekki er það að furða, því höfundur annað hvort treystist ekki til að segja frá eða vill ekki segja frá, nema hvort tveggja sé; hallast ég þó heldur að hinu sfðar talda. „Satt að segja leið mér ekki alltaf vel á uppvaxtarárum mín- um,“ segir hann t. d. „En frá því verður ekki greint hér ýtar- lega, enda er það of innlægt, til að hægt sé að skýra það fyrir öðrum.“ Annars staðar drepur höfund- ur á, að hann hafi vetrarlangt numið í unglingaskóla og segir svo um þann vetur: „Þessi vetur sker sig mjög úr öðrum vetrum ævi minnar að þægilegum hugblæ og Ijósum minningum. Og þó er efamál, að ég hafi nokkurn tíma haldið verr á spilum lífs míns en einmitt þá. En það er önnur saga.“ Hér skortir höfund ekki mátt- inn til frásagnar, heldur viljann. Hverju spilaði hann af sér þenn- an vetur? Kóngsdóttur og hálfu kóngsríki eins og segir.í ævin- týrunum? Um það fær lesandinn ekkert að vita. Höfundur vill sitja einn að sínum leyndarmól- um, enda þó hann geti ekki við bundizt að dylgja um þau. Hann sggir, að þessi vetur skeri sig úr öðrum vetrum ævi sinnar að „ljósum minningum". Gott og vel. — En til hvers í ósköpunum eru menn að skrifa endurminningar sínar, ef þeir skrifa ekki einmitt um það, sem þeir muna ljósast? Það mætti verða nokkurt íhugunarefni þeim mönnum, sem hér eftir freistast til að segja frá lífs- hlaupi sínu. Ég sagði, að höfundur hefði auðsjáanlega vanda'ð hvert orð og hverja setning. Það er hans sterka hlið, ef svo má segja, því honum hefur algerlega láðst að skipuleggja verk sitt að öðru leyti. Til dæmis lætur hann allt í einu leiðast — frá að rekja minningar sínar — út í að segja stjórnmálasögu Islendinga á fyrsta áratug aldarinnar; sögu, sem búið er að margsegja á undanförnum árum, og það eftir beztu fáanlegum heimildum. Þor móður rekur hana aðeins eftir minni, því hann segir t. d. „að mig minnir" og svo framvegis. Kveðst hann hafa fylgzt mjög naui'ö með stjórnmálum á þeim árum, þau hafi þá fyllt hug sinn Það er að vísu gild orsök. En jafnandkannalegt er það engu síður að hoppa allt í einu frá sjálfsævisögu yfir í stjórnmála- sögu. Ef höfundur hefði sagt frá hinum pólitísku erjum, eins og þær gerjuðu í hugum manna í heimahéraði hans, þá hefði slík frásögn ekki verið út í hött. En það lætur höfundur mikils til undir höfuð leggjast. Auk hinna samfelldu endur- minninga er svo , aftar í bókinni stuttur ævisöguþáttur, Endur- skin frá vetrinum 1913—14. Segir höfundur þar frá veturvist sinni í Möðrudal á Efrafjalli. Sú frá- sögn er heldur gleggri, líflegri, þó ekki sé hún tilþrifamikil. Þá eru í bókinni þættir úr sögu þrettándu aldar, þrír tals- ins. Þeir eru allir endursögn úr Sturlungu með hugleiðingum og útskýringum höfundar að ívafi. Þessir Sturlunguþættir eru læsi- legasta efni bókarinnar. Þar er höfundur heima. Þar skeggræð- ir hann um hin fornu fræ’ði út frá leikmannssjónarmiði á sama hátt og svo margir áhugamenn ræddu um fornritin sín á milli, meðan þjóðin var þeim í raun og veru handgengin. Vafalaust mega slík skrif enn glæða áhuga á fornum fræðum. Ekki vil ég ræða meðferð höf- undar á efninu. En leitt þykir mér, að hann skuli ekki geta nefnt nafn Solveigar á Sauða- felli öðru vísi en að afbaka það: hann kallar hana Sólveigu. Ætti þó slíkur fræðimaður að vita, að ónefnið Sólveig er fordildar- legur tilbúningur síðari alda manna. Forna nafnið er Solveig og merkir nánast sama og Rann- veig, að talið er. Að Skiptabakka heitir þáttur, tileinkaður minning Þorsteins Þorsteinssonar, sem lengi var forystumaður Ferðafélags Akur- eyrar, og segir í greininni frá síðustu ferð, sem höfundur og fleiri fóru undir forystu Þor- steins. I slóð Reynistaðarbræðra heit- ir annar stuttur þáttur. Dular- full örlög Reynistaðarbræðra og samferðamanna þeirra hafa löng- um verfð kjörefni þjóðlegra fræðimanna, og hefur firnamik- ið verið um það efni ritað, enda býður það beinlínis upp á reyf- aralegar hugleiðingar. Auðráðið er af grein Þormóðs, að atburðirnir eru honum hug- leiknir. í þætti sínum leitast hann við að fylgjast með fedð Reynistaðarmanna, frá því þeir leggja af stað upp úr Ytrihreppi, þar til þeir nema staðar við Kjalfell og komast ekki lengra, verða þar til, fjórir af fimm. En höfund brestur þekking til að gera efninu skil. Hann kveðst aldrei hafa farið þá leið, sem hann ræðir um; aðeins einu sinni hafa farið upp með Hvítá vestan ár. Það, sem hann segir um títtnefnda fei'ð, er því hvorki meira né minna en hver maður getur sagt sér sjálfur, það er að segja hver sá, sem eitthvað hef- ur lesið um áðurnefnda atburði. Gestir að Goðdölum heitir síð- asti þáttur bókarinnar, stuttur, en laggó'ður. Er sá þáttur einna beztur í bókinni ásamt Sturl- unguþáttunum þrem. Minningar úr Goðdölum er þokkaleg bók að gerð og útliti og vel til hennar vandað af hendi útgefanda, Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri. Erlendur Jónsson. Þóroddur E. Jónsson: Skreiðarmarkaður íslendinga í Afríku ÍBÚAR Austur-Nígeríu hafa um árabil verið stærstu kaupendur íslenzkrar skreiðar. Það var því mikið áfall fyrir útflutningsat- vinnuvegina, þegar sá markaður lokaðist vegna borgarastyrjaldar í maí sl. Síðan hefur aðeins lít- ið magn verið selt til annars hluta Nígeríu (Lagos), aðallega keila. Aftur á móti hefur mark- aður fyrir ýmsan smáfisk, þorsk, ýsu, ufsa o.fl. lokast, að því er virðist vegna undirboða Norð- manna. Nú er mikil hætta á ferðum, mun meiri en margir gera sér grein fyrir. Þar sem ég hef ferð- azt mikið um þessar slóðir og kynnzt náið öllum aðstæðum, vildi ég hér tilgreina þau lönd Afríku, er telja verður líklegust til skreiðarkaupa að Nígeríu frátalinni. 1. Congo: Þar hefur ekki verið keypt skreið vegna fátæktar íbúanna. Hins vegar er skreið ekki með öllu óþekkt þar í landi, því að henni hefur verið dreift eitthvað meðal landsmanna í líknar- skyni. Meðan þeir lutu Belgum, keyptu þeir lítið magn saltfisks. 2. Brazzaville-Congo: Þangað hefur ekki verið seld skreið, en litils háttar af saltfiski. 3. Austur-Cameroun (Douala): Þar hefur lengi verið keypt skreið, en landið er lítið og skreiðarkaup því ekki mik- il. Um nokkurt skeið hef ég selt þangað nokkur hundruð pakka af þorski árlega. Eft- ir að Nígeríumarkaðurinn lokaðist hefur ekki reynzt unnt að selja þangað neitt, sennilega vegna undirboða Norðmanna. 4. Vestur-Cameroun (Victoría, Bua, Tiko): Þrátt fyrir mikla viðleitni, hafa aðeins tveir aðilar keypt lítið magn skreiðar vegna persónulegra 5. 6. kynna við mig. Líklega eiga Norðmenn þar hlut að máli sem fyrr. Eyjan Fernando Poo: Keypti áður lítið magn, nú ekkert. Ghana: Héraðið Kumazi (hafnarborg Takoradi) keypti áður lítið magn skreið ar, en sökum fátæktar lands fólksins er sá markaður ekki fyrir hendi nú. Líbería (Monrovia): Þangað selst aðeins mjög lítið magn af smáfiski egi. (ufsa) frá Nor- Auk fyrrtaldra landa eru eftir talin lönd á vesturströnd Afríku, sem kaupa ekki skreið, en afla nokkurs fisks til eigin neyzlu. Þau eru: Dahomey, Togo, Fíla- beinsströndin, Sierra Leone, Gu- inea, Gambia og Senegal. Afleiðing þess, að margar þjóðir Afríku hafa hafið og eflt fiskveiðar í löndum sínum, er sú, að skreiðarmarkaðirnir þrengjast stöðugt. Nú er sú spurning ofarlega á baugi, hvað til bragðs skuli taka. Sannleik- urinn er sá, að markaðir fyrr- taldra landa að Nígeríu undan- skilinni eru mjög rýrir og ekki horfur á aukinni sölu þangað í bráð. Því virðist ekki annar kost ur fyrir hendi en að bíða þess, að borgararstyrjöldinni í Níger- íu linni og markaðirnir þar opn- ist á ný. Nú hefur gengi ísl. krónu ver- ið lækkað um nær fjórðung til eflingar útflutningsatvinnuveg- unum. Sú verðhækkun, sem af þessu hlýzt, mun þó einungis eiga að koma á framleiðslu árs- ins 1968. Mikið er óselt af skreið arframleiðslu þessa árs, og hafa skreiðarframleiðendur nú þegar orðið fyrir mjög verulegu tjóni af þeim sökum, m.a. vegna vaxta- og geymslukostnaðar. — Það virðist því sanngjarnt að fyrirliggjandi birgðir skreiðar verði greiddar framleiðendum á núgildandi gengi ísl. krónu jafn- óðum og þær kunna að seljast. Við verðum að gera ráð fyrir að markaðir okkar í Afríku opnist á ný og gæta þess því vendilega, að grundvöllur framleiðslunnar verði eigi að engu gerður. Ef skreið er geymd í góðum húsum, hefur hún mikið geymsluþol, og skreiðarsala fer fram allt árið undir venjulegum kringumstæð- um. Reykjavík, 28. 11. 1967. Starfsmenn Bögglapóststof- unnar koma til með að hafa nóg að gera næstu daga. Með Gullfossi í síðustu ferð komu rúmlega 800 pokar af böggla pósti ,en venjulegar sending- ar eru 150—200 pokar. Og eins og sjá má höfðu starfs- menn við höfnina nóg að gera við að skipa upp póst- inum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.