Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 7 Kristjon Ingi í Sýningu Iýkur nú um helginu Sýningu Kristjáns Inga Ein- arssonar lýkur eftir helgina í glugga Morgunblaðsins. Á sýn- ingunni eru mörg nýstárleg verk og þetta er sölusýning, en auglýsingadeild Mbl. gefur upplýsingar um verð. Kristján Ingi hefur áður haldið tvær sýningar í San Fransisco, eina hérlendis sjálfstæða og aðra með öðrum. Nú um helgina eru sem sagt síðustu forvöð að sjá þessa sýn ingu í Morgunblaðsglagganum. Mbl. gluggu FRETTIR Kvenfélagr Neskirkjn heldur spilakvöld fimmtudaginn 7. des. kl. 8 í félagsheimilinu. — Spiluð íélagsvist. Spilaverðlaun. Kaffi. Kvenfélagskonur, Keflavík. Fundur þriðjudag, 5. des. kl. 8.30 i Tjarnarlundi. Eftir fundinn verð ur spilað Bingó til ágóða fyrir nýja dagheimilið. Skyndihappdrætti Kvenadeildar Slysavarnafélags- ins. Þessir vinningar eru ósóttir: Nr. 7972, 17379, 18239, 12761, 22395, 649 og 7501. Vitjist i Slysavarna- húsið, Grandagarði, sími 20360. Neskirkja. Sunnudaginn 3. des. verður kirkjukvöld í Neskirkju og hefst ki. 5. Dagskrá: Kórsöngur, ein- söngur, erindi: Séra Gísli Bryn- jóifsson. Bræðrafélag Nessóknar. Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 11 Helgunarsam- koma. Kl. 8,30 e.h. Hjálpræðis- samkoma. Flokksforingjarnir og hermennirnir taka þátt í samkom- um dagsins. — Allir velkomnir. Húnvetningar. Munið skemmtunina í Domus Medica laugard. 2. des. kl. 8.30 stundvíslega. — Kvenfélagskonur Garðahreppi. Munið félagsfundinn þriðjudag- iinn 5. des. að Garðaholti kl. 8,30 e.h. Lesin verður jólasaga, jóla- skreytingar frá Blómahúsinu í Reykjavík. — Kvenfélag Laugarnessóknar. Jólafundurinn verður mánudag- inn 4. des. kl. 8.30 stundvíslega. Kvikmynd og fleira. Bræðrafélag Óháða safnaðarins. Aðalfundur kl. 3 e.h. sunnudag- inn 3. des. í Kirkjubæ. Reynivallakirkja. Guðsþjónusta kl. 2. e.h. Séra Jón Einarsson. KFLM og K Hafnarfirði. Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8.30 e.h. Kristilegt stúd- entafélag annast samkomuna. — Unglingadeildarfundur mánudags- kvöld kl. 8. Piltar 13—16 ára vel- komnir. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hlíð 13 sunnudagskvöldið 3. des. kl. 8. Sunnudagaskóli kl. 10.30 f.h. Verið hjartanlega velkomin. Kvenfélag Ásprestakalls. Kvenfélag Ásprestakalls heldur jólafund sinn mánudaginn 4. des. kl. 8,30 e.h. i Safnaðarheimilinu Sólheimum 13. Sýndar myndir frá skemmtiferðum o.fL Dregið í baz- arhappdrættinu. Ringelberg í Rós- inni sýnir jólaskreytingar. Kvenfélag Grensássóknar hefur jólafund sinn I Breiða- gerðisskóla mánud. 4. des. kl. 8.30. Efni: Áslaug Árnadóttir les ljóð eftir Davíð Stefánsson, myndasýn- ing frá postulínsverksmiðju Bing & Gröndahl, Magnús Guðmunds- son garðyrkjufræðingur talar um jóla- og blómaskreytingar. KAUS — Samtök skiptinema Kökukvöld verður á miðviku- dagskvöld 6. des. fyrir alla skipti- nema, unga sem gamla og þeirra maka. Aðventukvöld. Á vegum Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður Aðventu- kvöld í kirkjunni sunnudaginn 3. des. kl. 8.30. Dagskrá verður fjöl- breytt, einsöngvarar, kórsöngvar fullorðinna og barna. Erindi flutt. Lúðrasveit drengja leikur jólalög. Aðgangur ókeypis. Allir velkomn- ir. — Hrannarkonur. Bazarinn er hinn 3. des. kl. 3. Vinsamlegast skilið munum sem fyrst. — Nefndin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félagskonur og aðrir, sem ætla að gefa á bazariinn í Kirkjubæ sunnudagiinn 3. des. vinsamlegast komið munum þangað laugardag kl. 4—6 og sunnudag 10—11. Sunnukonur, Hafnarfirði. Jólafundur kvenfélagsins Sunnu verður haldinn í Góðtemplarahús- inu þriðjudaginn 5. desember kl. 8,30. Margt verður til fróðleiks og skemmtunar. Jólakaffi og glæsilegt happdrætti. Frá Styrktarfélagi vangefinna. Konur í Styrktarfélagi vangef- inna eru minntar á jólakaffisöl- una og skyndihappdrættið í Sig- túni sunnudaginn 3. des. nk. Happdrættismunir afhendist í skrifstofu félagsins Laugavegi 11, fyrir 3. des., en kaffibrauð fyr- ir hádegi í Sigtúni 3. des. Frá Styrktarfélagi Keflavíkur- kirkju, Keflavík Vinningar í leikfangahappdrætti félagsins eru til sýnis í glugga Verzlunarbankans, Hafnargötu 31. Dregið verður 10. desember. Vetrarhjálpin í Reykjavík, Laufásveg 41 (Farfuglaheimili) sími 10785. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 og 13—17 fyrst um sinn. Styðjið og styrkið vetrar- hjálpina. Hvitabandskonur: Bazar félagsins verður I Góð- templarahúsinu mánudag 4. des. kl. 2. Félagskonur vinsamlegast af- hendi muni til Oddfríðar, sími: 11609, Helgu, sími 15138 og Jónu, sími 16360. Bazar Sjálfsbjargar verður haldinn í Listamanaskál- anum sunnudaginn 3. des. Munum er veitt móttaka á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðraborgarstíg 9. Jólagjafir blindra. Eins og að undanförnu tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu fyrir jólin. Blindravinafélag íslands, Ingólfsstræti 16. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur bazar í félagsheimilinu i nnrðurálmu kirkjunnar fimmtud. 7. des. n.k. Félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunnar eru vinsam lega beðnir að senda muni til Sig- ríðar, Mímisvegi 6, s. 12501, Þóru, Engihlið 9 15969 og Sigríðar Bar- ónsstíg 24, s. 14659. Munum verð- ur einnig veitt viðtaka miðviku- daginn 6. des. kl. 3—6 í félags- heimilinu. Geðverndarfélag fslands. Ráðgjafa- og upplýsingaþjónusta að Veltusundi 3 alla mánudaga kl. 4—6 síðdegis. Þjónustan er jafnt fyrir sjúklinga, sem aðstandendur þeirra, — ókeypis og öllum heimil. Kvenfélag óháða safnaðarlns. Félagskonur og aðrir velunnarar óháða safnaðarins, bazarinn okkar verður 3. des 1 Kirkjubæ. Kvenfélag Grensássóknar heldur bazar sunnud. 3. des. I Hvassaleitisskóla kl. 3 e.h. Félags- konur og aðrir, sem vilja gefa rruni eða kökur á bazarinn geri svo vel að hafa samband við Bryn- hildi í sima 32186, Laufeyju 34614 og Kristveigu í s. 35955. Munir verða sóttir, ef óskað er. Kvenfélag Kópavogs heldur bas- ar sunnudaginn 3. des. í Félagsheim ilinu kl. 3 e.h. Félagskonur og aðr- ir. sem vilja gefa muni eða kökur á basarinn geri svo vel að hafa sam band við Ingveldi Guðmundsdóttur -síma 41919, Önnu Bjarnadóttur, s. 40729, Sigurbirnu Hafliðadóttur, s. 40389, Sigríði Einarsdóttur, s. 40704, Stefaníu Pétursdóttur, s. 41706 og Elínu Aðalsteinsdóttur, sima 40442. Bezt væri að koma gjöfum sem fyrst til þessara kvenna. Húsmæðrafélag Keykjavíkur. Jólafundur á Hótel Sögu mið- vikudaginn 6. des. kl. 8. Jólaspjall. Tvísöngur. Sýnt verður jólamat- borð og gefnar leiðbeiningar og uppskriftir. Tízkusýning, happ- drætti. Aðgöngumiðar afhentir að Haliveigarstöðum mánud. 4. des. kl. 3—5. Vinsamlegast sýnið skír- teinin og greiðir félagsgjöldin. Sjálfstæðiskvennafél. Sókn, Keflavík, heldur bazar sunnud. 3. des. kl. 4 í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur til góðgerðar- starfsemi fyrir jólin. Bolvíkingar. Spilað verður í Lindarbæ uppi, sunnudaginn 3. des. kl. 3. Spakmœli dagsins Þegar vinur minn er vansæll, leita ég hann uppi, þegar hann er hamingjusamur, bíð ég komu hans. — Le Baron Petit. Akranesferðir Þ. Þ. Þ. Frá Akranesi mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga kl. 12, sunnudaga kl. 4.15. Frá Reykjavík kl. 6 alla daga nema laugardaga kl. 2 og sunnu- daga kl. 9. H.f. Eimskipafélag fslands: Bakkafoss fór frá Seyðisfirði 1. des. til Hull, London og Antwerp- an. Brúarfoss fór frá Akureyri 30. nóv. til Keflavíkur, Glouchester, Cambridge, Norfolk og New York. Dettifoss fór frá Aalborg 30. des. til Rvíkur. Fjallfoss fór frá New York 24. nóv. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Hamborg 1. des. til Leith og Rvíkur. Gullfoss fer frá Rvík 2. des. til Hamborgar og Kaupm.hafnar. Lagarfoss fór frá Turku 30. nóv. til Kotka, Kaupm.- hafnar, Gautaborgar og Rvikur. Mánafoss fór frá Fáskrúðsfirði 28. nóv. til Lysekil og Gautaborgar. Reykjafoss fór frá Rvík 1. des. til Rotterdam og Hamborgar. Selfoss fór frá New York 25. nóv. til Rvfk ur. Skógafoss fór frá Rotterdam 1. des. til Rvíkur. Tungufoss kom til Rvíkur 1. des. frá Kaupm.höfn. Askja fór frá Seyðisfirði 1. des. til Lysekil. Rannö fór frá Ólafsvfk 1. des. til Akraness, Ostende og Hamborgar. Seeadler fór frá Seyð- isfirði 29. nóv. til Lysekil, Gauta- borgar og Kaupm.hafnar. Cool- angatta fór frá Hamborg 28. nóv. til Leningrad. Skipadeiid SÍS: Arnarfell er í Antwerpen, fer þaðan til Rotterdam. Jökulfell er á Hornafirði. Dísarfell fór 30. nóv. frá Seyðisfirði til Stralsund, Gdynia og Riga. Litlafell er á Hornafirði. Helgafell er á Dalvík. Stapafell fór frá Rvik i nótt til Vestur- og Norðurlandshafna. Mælifell er í Ravenna. Skipaútgerð ríkisins: Esja fer frá Rvík í dag vestur um land til ísafjarðar. Herjólfur fer frá Rvík á mánudagskvöld kl. 21.00 til Vestm.eyja. Blikur er á Austfjarðahöfnum á norðurleið. — Herðubreið er á leið frá Vestfjarða höfnum til Rvíkur. Hafskip h.f. Langá er í Vestmannaeyjum. Laxá fór frá Hamborg I gær til Hull og Rvíkur. Rangá fór frá Stöðvarfirði 30. til Great Yar- mouth. Selá er í Rvik. Marco fór frá Gautaborg 25. til Rvikur. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Osló og Kaupm.- hafnar kl. 10:00 í dag. Væntanleg- ur aftur til Keflavikur kl. 19:00 i kvöld. Blikfaxi fer til Vagar, Berg en og Kaupm.hafnar kl. 11:30 í dag. Væntanlegur aftur til Rvik- ur kl. 15:45 á morgun. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 09:30 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja (2 ferðir), Patreksfjarðar, ísafjarðar, Egilsstaða og Sauðár- króks. Bókhalsskrifstofa Karls Jónssonap, sími 18398. tekur að sér allt venjul-egt bókhald. Arinn (kamína) Hleð eidstæði hvar sem er á landinu, fagvinna. Sími 37707, Norðdahl. íbúð — hjónarúm Til leigu ný þriggja herb. íbúð fyrir reglusama barn- lausa fjölskyldu. Til sölu notað hjónarúm (dianskt). Sími 16993. Nýtt eintak af Britannica til sölu. Simi 16449. Keflavík, nágrenni Jólin nálgast, jólatré og greni. Sölvabúð, Keflavík. Sími 1530. Plymouth Fury árg. 1959 til sölu. Uppl. í síma 32650 milii kl. 3—5 e. h. Persian pels Iðnaðarhúsnæði óskast Til sölu svartur Persian pels. Verð kr. 12000.00. — UppL í síma 35246. 70—100 ferm. í Kópavoigi. Uppl. í símjum 42465, 51806 í kvöld og næstu kvöld. Athugið Vil kaupa kæliborð, fars- vél og kjötsög. Vel með far ið. Uppl. í síma 2294, Kefla vík. Notað danskt sófasett úr teak, sófi og tveir stólar til sölu a® Hvassaleiti 105, eftir kl. 1 í dag (laugardag). BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Heildsalar, kaupmenn Vil taika góðaæ vöæur í um- boðssölu strax. Góðir mögu leikar fyrir sölu. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn siin og símanúmer irm á MbL merkt: „4271 5759“ fyrir KL. 5 á mánudag. Útgerðarmenn Vil kaupa notaða línubala 40—50 stk. Upplýsingar í síma 51749 eftir kl. 19. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur bazar í Réttarholtsskóla í dag laugardag kl. 2. Margt góðra muna til jólagjafa fyrir böm og fullorðna. EAZARNEFNDIN. Umsjónarstarf Opinber stofnun óskar að ráða húsvörð, sem hafi með höndum umsjón og eftirlit í nýlegu, vönduðu stórhýsi. Æskilegt er að viðkomandi geti sjálfur annast að einhverju leyti viðhald á húsbúnaði, eða raflögn og tækjum, og mundi því smiður eða raf- virki henta öðrum fremur til starfsins. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins, merktar: „Umsjónarstarf — 335“ fyrir 10. des. n.k. BASAR K.F.U.K. verður haldinn í húsi félagsins, Amtmannsstíg 2 B í dag og hefst hann kU4 s.d. Þar verður margt góðra og hentugra muna til jóla- gjafa. — Komið og gerið góð kaup. Samkoma verður kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá, m.a. píanóleikur, „í stríði og friði í landinu helga“, litmyndir og frásögn, Hermann Þorsteinsson. Kvennakór syngur. Sr. Lárus Halldórsson flytur hugleiðingu. Gjöfum til starfsins veitt móttaka. Allir velkomnir. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.