Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. KJARADÓMUR IZjaradómur hefur nú kveð- ið upp dóm um laun op- inberra starfsmanna og er meginefni hans að launakjör skuli að mestu haldast ó- breytt en þó eru smávægileg- ar breytingar gerðar á vinnu- tímareglum og aldurshækk- anir verða nú örari en áður. Sú meginniðurstaða Kjara- dóms, að laun skuli haldast óbreytt, er eðlileg miðað við það ástand sem ríkt hefur í launamálum nú um nokkurt skeið. Segja má, að launa- kjör hafi haldizt óbreytt í landinu frá sumri 1966, þeg- ar samningar voru gerðir til 1. október það ár en síðan hefur engin breyting orðið á, fyrr en verðlagsuppbótin var greidd nú hinn 1. des. og hafa opinberir starfsmenn því orðið aðnjótandi hennar ekki síður en aðrir. Formaður BSRB hefur lát- ið þá skoðun í ljós í blaða- viðtali, að þessi dómur sýni, að opinberir starfsmenn geti ekki unað þeirri skipan mála, sem nú ríkir um ákvörðun á launakröfum þeirra. Sú yfir- lýsing er furðuleg í ljósi þeirra miklu hagsbóta, sem opinberir starfsmenn hafa hlotið eftir að núverandi skipulag var upp tekið og er skemmst að minnast' Kjara- dómsins 1963, sem stórhækk- aði laun opinberra starfs- manna og ruddi raunar braut ina fyrir almennum launa- hækkunum í landinu. Á sama hátt og úrskurður Kjaradóms 1963 varð til þess að hleypa nýrri skriðu af stað ber þess nú að vænta, að það sem síðar kann að gerast í launamálunum a. m. k. framan af gengislækkun- artímabilinu verði að veru- legu leyti í samræmi við þennan úrskurð. RÖDD UNGRAR SKÁLDAKYN- SLÓÐAR í síðustu Lesbók Mbl. birt- ■*• ist athyglisvert viðtal við hið unga ljóðskáld Jóhann Hjálmarsson. í svari við spurningu um hlutverk skálds í þjóðfélaginu segir hann m.a.: „Rg er gegn því, að hlut- verk skálds eigi að vera ein- hvers konar þjónusta við kommúnismann eða marxism ann, en það er mjög útbreidd skoðun hér á íslandi. Það er eins og íslenzkum höfundum gangi illa að slíta barnsskón- um í þessu tilliti. Mér finnst nauðsynlegt að spyrna gegn því, að fáeinir menn hafi bók- menntalegt vald til að for- heimska almenning í þessu tilliti. Ég álít að sjónarmið Kristins Andréssonar, sem ég var að mótmæla í blaðagrein nýlega séu hjákátleg nú á tím um. Hitt er allt annað mál, að skáld getur haft þjóðfélags- legan tilgang með verki sínu og samið ádeilubókmenntir, en þegar á að fara að beina huga rithöfunda að einhverju ákveðnu marki, eins og reynt hefur verið að gera, er ástæða til að segja nei takk. Þessir draumórar um pólitískan til- gang skáldskapar ganga að vísu alltaf aftur og þá venju- lega í nýrri mynd, undir nýj- um merkjum og það er óvið- kunnanlegt að vekja upp aft- ur gömul viðhorf og gamla trú, sem er engan veginn í samræmi við líf okkar í dag. Sjálfur hef ég ákaflega litla tilhneigingu til að segja rit- höfundum fyrir verkum.“ Þetta er rödd hinnar ungu skáldakynslóðar, ákveðin, djörf en skynsöm. ALMENN AFBOÐUN VERKFALLA ]VTær öll þeirra verkalýðsfé- laga, sem boðuðu verk- fall frá 1. des. hafa nú afboð- að slíkar aðgerðir og aðeins er vitað um eitt verkalýðs- félag á landinu, sem efnt hefur til verkfalls, Verka- kvennafélagið í Vestmanna- eyjum og er deiluefnið fyrir- komulag á launagreiðslum í tveimur frystihúsum. Það er sérstök ástæða til þess að fagna þessum mála- lokum, og án alls efa er þeim fagnað af svo til öllum lands mönnum og ekki sízt þeim, sem áttu að leggja út í verk- fallsbaráttuna. Fólkið vildi ekki verkfall. En varla fer það framhjá nokkrum, hverj- ir það voru sem vildu verk- föll og hyerjir sátu eftir með sárt ennið þegar þeim var af- lýst. A BkiII1 ■■■■. -m rAM IId urmi ; U IAN UK HtlMI Eyðilegging eftir andkínverskar óeirðir í Rangoon. Síversnandi sambúð Kína — við Burma og önnur ríki Suðaustur-Asíu SNEMMA í nóvembermánuði stigu hópar kínverskra tækn- issérfræðinga kuldalegir á svip um borð I flugvélar á flugvellinum við Rangoon í Burma og flugu heim á leið. Þeir skildu eftir að baki sér verksmiðjur af ýmsu tagi, svo sem pappírs- og trjávinnslu- verksmiðjur og önnur mann- virki á mismunandi byggingar stigi. Hin skyndilega brottför þeirra, sem fyrirskipuð hafði verið í Peking sem áminninig til ríkisstjómarinnar í Burma, var síðasta og ef til vill áhrifa ríkasta dæmið um, hve sam- búð Kína við nágranna sína alls staðar í Asíu fer hrað- versnandi. Frá því að menningarbylt- ingin hófst fyrir tveknur ár- tim hefur Pekingstjórninni tekizt að gera sér fráhverfar í rauninni hverja eimustu stjórn í Suður- og Suðausbur- Asíu. Stjórnmálasambandi hef ur verið slitið við Indóniesíu, vinátta Kambodia og Kína hefur kólnað til mikilla muna. Jafnvel stjórnarvöldin í Norð- ur-Víetnam hafa gagnrýnt persónudýrkun — sem er óbein árás á Mao Tse Tung sjálfan. Um Burma gilti sérstöku máli. Árum saman hafði engin þjóð í Asíu sýnt meiri vin- áttu né verið fúsari til þess að fallast á forystu Peking- stjórnarinnar en Burma. Kína sýndi í staðinn þakklæti sitt með því að kalla þessa fyrir- myndarnágranna sína frænd- þjóð. Þess vegna hafa vinslit þessa tveggja ríkja fyrir skemmstu borið svip allrar þeirrar beizkju, sem einkenn- ir ættardeilur. Vináttan tók að kólna 1966, þegar hinn „sterki maður“ Burma, Ne Win hersöfðingi tók að líta í kringum sig í því skyni að finna lausn á himum vaxandi efnahagserfið- leikuim lands síns. Á meðan Kína var önnum kafið vegna gliundroðans í símum eigin málum heima fyrir flaiug hers höfðinginn til Washimgton til viðræðna við Johnson forseta. Þegar hann sneri til baka, lýsti Ne Win því yfir, að Burma væri fúst til þess að þiggja vestræna aðstoð og sem merki um, að hann væri reiðu búinn til þess að slaka á hern- aðareinræði sínu, Leysti hann U Nu, fyrrverandi forsætisráð herra úr fangelsi. Á meðan þetta var að ger- ast, tóbu stjórnvöld í Burrna að verða kvíafull vegna þeirra áhrifa, sem hin ofsa- fengna menningarbylting var frain að hafa á þá hálfu millj. íbúa Burma, sem eru af kín- versku bergi brotnir. Sam- kvæmt fyrirskipun herstjórn- ar Ne Wins var Kínverjum í landinu bannað að bera Mao- merki fara í skrúðgöngur eða kenna kenningar Maos í skól- um sínum. Þegar Kínverjarnir snerust andvígir gegn þessu banni og trömpuðu opinber- lega á fána Burrna, brutust sjálfkrafa út andkínverskar óeirðir í Rangoon og sagt er, að meira en 100 Kínevrjar hafi látið lífið í þeirn. Pekingstjórnin var ekki lengi að svara fyrir sig. Blöð í Kína vöruðu í reiðitón við því, að það skyldl endurgold- ið, að blóði hefði verið út- hellt, og þegar stjómin í Ran- goon neitaði að verða við kröfum Pekingstjórnarinnar, sem var í fáum liðum — þ. á. m., að beðizt yrði afsökun- ar opinberlega vegna hinna andkínversku óeirða — kall- aði Pekingstjórnin alla tækni- sérfræðinga sína í Burma. 390 að töLu, heim og hætti aLlri aðstoð. Það, sem var þó enn meira ógnverjandi, var, að Peking- stjórnin lót það skýrt í ljós, að hún væri reiðubúin til þess að styðja á alla vegu þann arm kammúnistaflokksins í Burma, sem aðhylltist Mao. Lýsti hún því yfir, að sökum þess að Ne Win-klíkan hefði greitt fyrsita höggið í andstöð unni við Kína, hefði kínverska þjóðin öðlast rétt til gagnárás- ar. Kommúnistar í Burrnia hafla líka sannarlega aukið skæruliðastarfsemi sína í landinu síðustu mánuði með því að sprengja upp járnbraut arlestir, sitja fyrir fljótabát- um og ráðast á einangruö þorp. Fréttir haía og borizt um, að frá Kína sjálfu, en Landamæri þess og Buima eru 100 mílur á lengd, hefðu út- sendarar tekið að laumast inn í tvö af minni fylkjum Burma — Kaohin og Shan — og leibur grunur á, að þeir muni reyna að koma á fót „frelsuðum" svæðum. Almennt er ekki reiknað með því í Burma, að Kínverj- ar rmuni gera beina innrás yf- ir Landamærin, en málgagn stjórmarinmar í Burrna hefur spáð því, að kínverska komm- únistastjórnin muni senda kommúnistum í Burma vopn og skotfæri og ef til vill senda hernaðarlega ráðunaiuta frá Kína. Með tilliti til þeirra framtíðarhorfa, að land hans kunni að Lenda í stórfelldri styrjöld, hefur Ne Win snúið sér til Bandaríkjanna um að- stoð. Þegar hafa bandarískar flutningaflugvélar flutt tals- vert magn til Rangoon og fyr- ir skömmu fór sjö manna hóp ur að nokkru með leynd frá Ramgoon í því skyni að skoða sýninguna á bandarískum vopnum, sem hafði verið kom ið sérstaklega upp í banda- rískri bækistöð í Japan. Óeirðii í Knlkútto Kalkútta, 30. nóvember. NTB, Reuter. ÆPANDI múgur fór um hluta Kalkúttaborgar í dag, kveikti í járnbrautarvögnum og kastaði grjóti að strætisvögnum, meðan stóð yfir sólarhrings allsherjar- verkfall. Er það annað í röðinni á vikutíma. Opinberar heimildir segja, að verkfallið í dag hafi ekki verið nándar nærri eins víðtækt og það sem gert var í vikunni á undan. Þá biðu 8 manns bana, er vinstrisinnaðir hópar skipulögðu aðgerðir til að mótmæla því, að fylkisstjórinn vék fylkisstjórn- inni frá, en kommúnistar höfðu tögl og hagldir innan hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.