Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967
SUDUR-JEMEN
BREZKUM yfirráðum í
Suður-Arabíu lauk sl. mið-
vikudag, en þá var stofn-
rð þar nýtt ríki, Alþýðu-
lýðveldið Suður-Jemen. —
Þar með fengu sjálfstæði
krúnunýlendan Aden og
16 olíuauðug furstadæmi,
sem verið hafa brezkt
verndarsvæði í 128 ár. Eft-
ir að Bretar sameinuðu
furstadæmin og Aden fyr
ir nokkrum árum í eitt
sambandsríki, harðnaði
barátta þjóðernissinna í
landinu gegn Bretum til
mikilla muna. Þjóðernis-
sinnar hafa hins vegar ver
ið klofnir í tvær andstæð-
ar fylkingar, NLF (Þjóð-
frelsisfylkinguna) og
FLOSY (Frelsisf y Ikingu
hins hernumda Suður-
Jemens), sem einkum hef
ur notið stuðnings Egypta.
Bretar voru hins vegar
ákveðnir í að veita Suð-
ur-Jemen sjálfstæði og fór
því svo, að þjóðernissinn-
ar eyddu meiri orku í að
berjast innbyrðis en að
berjast gegn Bretum, þar
sem ljóst var, að sjálfstæði
var á næstu grösum. Því
hefur hér verið raunveru-
lega um valdabaráttu að
ræða og hefur hún snúizt
um það, hvor hreyfingin
tæki við völdum, þegar
Bretar hyrfu á brott. Þessi
innbyrðis átök hafa náð
hámarki á undanförnum
mánuðum og hefur ástand
ið verið svo uggvænlegt,
að Bretar ákváðu að flýta
brottflutningi sínum til
þess að iosna úr þeim erf-
iðleikum, sem þeir hafa átt
við að glíma. í sumar á-
kvað brezka stjórnin, að
brottflutningnum skyldi
ljúka 9. janúar á næsta
ári, en í síðasta mánuði var
hins vegar ákveðið að
veita landinu sjálfstæði nú
þegar um mánaðamótin.
Suður-Jemen verður nú
stjórnað af 15 manna yfir-
stjórn, leiðtogum NLF.
Þessir menn eru nú fyrst
að koma fram í dagsljósið,
en yfir þeim hefur hvílt
svipuð leynd og yfir þeirri
byltingu, sem þeir voru að
berjast fyrir. Hverjir
eru þeir? Hvernig tókst
þeim að fá Breta til þess
að afhenda sér völdin?
Hvernig tókst þeim að
hrinda Nasser forseta Eg-
yptalands af sér og hvern
ig tókst þeim að sigrast á
keppinautum sínum,
FLOSY?
Fyrstu merkja þess, að upp
reisn kynni að vera framund-
an í Aden, varð vart í lok
síðasta áratugs í kringum
kaffiborð veitingahúsa í
Kairó, þar sem margir ungir
menn söfnuðust saman hva'ð
anæva að úr hinum arabiska
heimi. í Aden sjálfu gerðist
hins vegar lítið, unz undir-
búningsaðgerðir, eins og þær
voru nefndar af NLF, hófust.
Mörg leynifélög voru stofnuð
og meðlimir þeirra, einkum
ungir menntamenn, sem voru
í þjónustu hins opinbera, kom
ust að þeirri niðurstöðu, að
þeir ættu sér sameiginleg
markmið og byrjuðu að starfa
saman. Á meðal þeirra voru
Feisal as-Shaabi, Seif Dahli
og Abdullah Kamri, sem nú
eru allir í hópi fremstu leið-
toga NLF.
Radfanuppreisnin 1963
I október 1963 kom til svo-
nefndrar Radfan uppreisnar
og var þáð upphaf vopnaðr-
ar baráttu og um leið einnig
upphaf NLF sem byltingar-
hreyfingar, sem hafði það að
marki að reka Breta á brott
og steypa fyrri stjórnendum
með ofbeldisaðgerðum. Skipu
lag hreyfingarinnar var byggt
á „sellu“-fyrirkomulagi og
yfirstjóm hennar var og er
enn í höndum svokallaðrar
samvirkrar forystu fleiri
manna.
Það voru þrjú aðalöfl, sem
stóðu að Radfanuppreisinni. í
fyrsta lagi þeir eldri á með-
al hinna óánægðu, sem beindu
kröftum sínum fyrst og
fremst gegn furstunum, í öðru
lagi yngri menn innan NLF,
og þriðja lagi Nasser Egypta
landsforseti, sem lét af hendi
fé og vopn. Radfan-uppreisn-
in leiddi til þess, að NLF
hreyfingin vann sér mikinn
stuðning út í hinum fátæku
og vanþróuðu sveitarhéruð-
um og skipulagði starfsemi
sína þar, Er þetta ekki hvað
sízt ástæðan fyrir þvi, að
NLF hefur nú náð völdunum
í sínar hendur.
Á meðan þessi hreyfing
var með leynd að vinna sér
stu’ðning fyrir framtíðina, var
hin þjóðernishreyfingin,
FLOSY, sem átti eftir að
verða keppinautur hennar,
að vekja á sér miklu meiri
athygli í Aden og erlendis,
einkum í Kairó. Er síðar-
nefnda hreyfingin hins vegar
kom fram á sjónarsviðið,
sem önnur þjóðernishreyfing
landsins, átti NLF langt for-
skot, hvað snerti skipulagn-
ingu og starf. Nasser forseti
reyndi að sameina þessar
tvær hreyfingar 1965 og 1966
en það mistókst í bæði skipt-
in. Eftir það féll NFL í ónáð
hjá Egyptum og hætti að fá
fjárhagsáðstoð frá þeim og
einn af helztu leiðtogum
hennar, Qahtan as-Shaabi
var settur í stofufangelsi í
Kairó.
Þrátt fyrir þetta var það
NLF, sem átti eftir að verða
yfirsterkari í átökunum við
FLOSY, og réðu þar betri
skipulagning úrslitum og það,
að NLF hafði haft meiri tíma
og því náð meiri árangri til
þess að vinna sér fylgi hinna
ýmsu stétta, þar á meðal
innan hers landsins. Skipti
það miklu máli, eins og átti
eftir að koma á daginn.
Þegar ljóst var, að Bretar
myndu senn hverfa á brott
úr landinu, varð það greini-
legt, að það yrði her landsins
sem rá’ða myndi úrslitum,
hvaða aðilar myndu þá taka
völdin í sínar hendur. í júní
sl. gerði herinn uppreisn og
þó ekki yrði mikið á henni,
varð það ljóst, að hin fall-
valta sambandsstjórn gat
ekki lengur reitt sig á stuðn-
ing hans og að Bretar voru
þá ekki reiðubúnir til þess
að styðja furstana með valdi,
nema bein beiðni kæmi í
þá átt frá hemum sjálfum.
Þannig lét herinn að svo
stöddu atburðarrásina af-
skiptalausa og því var það
auðvelt verk fyrir N
LF að steypa furstun-
um af stóli. Hið furðulega
gerðist, að lokaátökin milli
þessara aðila reyndust til-
tölulega meinlaus miðað við
baráttuaðferðir hinna ara-
bisku þjóðernissina yfirleitt,
því að engin þessara byltinga
var gerð með bló'ðugum
hætti og ekki einum einasta
af furstunum gert mein.
NFL hreyfingin sigursælli
Þegar til lokaátakanna dró
milli NLF og FLOSY og
átökin milli þeirra urðu að
blóðugri borgarastyrjöld kom
ýmislegt í ljós varðandi NL
F, sem menn höfðu ekki gert
sér grein fyrir áður, slik
leynd hafði hvílt yfir síðar-
nefndu samtökunum. NLF
hafði tekizt að afla sér mik-
ils fylgis innan hersins og þar
kom að, að hann skarst í leik-
inn og þá var ekki að spyrja
að úrslitum. Herinn náði
mjög fljótlega yfirhöndinni
og reyndist vera á bandi
NLF. Þannig voru völdin
tryggð NLF-hreyfingunni,
strax og Bretar yr'ðu á brott
Þegar nánar er athugað,
hverjar voru helztu ástæðurn
ar fyrir sigri NLF, er þessa
að geta. NLF virtist eiga
meira fylgi en FLOSY á með
al þeirra yngri manna lands
ins, sem menntun höfðu hlot
ið. Þá varð NLF á undan
FLOSY til þess að taka upp
ofbeldisaðgerðir, sem virtust
hafa mikil áhrif, á meðan
Abdullah al Asnag, leiðtogi
FLOSY reyndi að beita frið-
samlegum stjórnmálaaðger'ð-
um. Ennfremur reyndust
hinir yngri menn, sem voru
í störfum hjá hinu opinbera
sem og í hernum nær und-
antekningarlaust stuðnings-
menn NLF, en hinir eldri
aftur á móti studdu FLOSY.
Þá voru bændur að lang-
mestu leyti á bandi NLF.
Leifftogar NLF
Leiðtogar NLF eru nær
allir á aldrinum milli þrítugs
og fertugs. Meiri hluti þeirra
hefur lokið háskólaprófi og
hefur unnið hjá sambands-
stjórninni á meðan hún var
við lýði, sem kennarar, em-
bættismenn og gegnt ýms-
um opinberum störfum. Víst
er, að hreyfingin hefur hlot-
ið fjárhagsstuðning frá þjóð-
ernishrejrfingum Araba í
Kairó og Beirut, en einnig er
hugsanlegt, að fjármunir en
einnig skoðanir hafi borizt til
þeirra frá Kína, því að skæru
liðakenningar Mao TseTungs
en líka Ché Guevara virðast
hafa hlotið mikinn hljóm-
grunn. Þá er einnig talið lík-
legt, að NLF hafi líka haft
baráttu Alsírbúa gegn Frökk
um á sínum tíma til fyrir-
myndar.
Æðsta framkvæmdastjóm
NLF er í höndum 15 manna
yfirstjórnar sem tekur allar
meiriháttar ákvarðanir. Ekki
er enn vitað um alla þá, sem
í þessari yfirstjórn eru, en
nokkrir helztu leiðtogarnir
eru komnir fram í dagsljósið,
svo sem Oahtan as Shaabi,
sem kjörinn hefur verið for-
seti hins nýja lýðveldis, en
hann var einn af fyrstu stofn-
endum NLF. Innan hreyfing-
arinnar virðist hann fremur
njóta mikillar virðingar en
róða yfir pólitísku valdi.
Frændi hans og mágur, Feisal
er talinn hafa mieiri stjórn-
málaáhrif Ennfremur má
nefna Seif Dahli, sem var for
ystumaður NLF í viðræðum
þeim, sem fram hatfa farið að
undanförnu í Genf við Breta
varðandi sjálfstæði Suður-
Jemen. Mennirnir að tjalda-
baki eru samt eftir sem áður
ta’ldir munu hafa jafnmikil
völd og þeir, sem komnir eru
fram í dágsljósið, því að NILF
hetfur ekki dregið dul á það,
að það verði hreyfingin en
ekki ríkisstjórn lamdsins, sem
taka mun allar meiri háttar
ákvarðanir.
Þrátt fyrir þá einingu, sem
ríkt hefur innan NLF, hafa
heyrzt raddir um, að ekki sé
ólíklegt, að til deilna muni
draga innan hennar og hreyf
ingin jafnvel kLofna. Leiðir
hinna hófsamari og hinna
öfgakenndari muni skilja og
herinn muni verða að grípa
í taumana, ef upp úr sýður
og þá verða á bandi hinna
hófsamari.
(Hvernig stjórnmiálaástand-
inu verður háttað í Suður-Je-
men í framtíðinni, verður
engu spáð að svo komnu. Vit-
að er, að í forystuliði NLF
eru sanntrúaðir Marxistar, en
einnig aðrir, sem eru fyrst og
fremst þjóðernissinnaðir
Arabar
Landið er snautt að nátt-
úrugæ'ðum fyrir utan olíuna.
íbúarnir, sem eru um IV2
millj. hafa að talsverðu leyti
haft atvinnu sína við fram-
kvæmdir Breta í landinu, en
þær hafa verið hvað mestar
í Aden, þar sem þeir hafa
komið upp mikilli höfn. Ljóst
er, að margvíslegir erfiðleikar
bíða hins nýja lýðveldis fjár-
hagslegs og að líkindum einn
ig stjórnmálalegs eðlis.
Lýffveldiff Suður-Jemen nær yfir það svæffi, sem á kortinu
er nefnt „Aden Proteetorate" syðst á Arabíuskaga.
Qahtan as-Shaabi, forseti Seif Dahli. Hann var for- Feisal as-Shaabi. Hann er
hins nýja lýffveldis maffur samninganefndar NLF talinn einn áhrifamesti maff-
í viffræffunum viff Breta í ur NLF hreyfingarinnar.
Genf um framtíff Suffur-
Arabíu.
— hið nýja lýðveldi í Arabíu