Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 KVIKMYNDAÞÁTTUR Þráinn Bertelsson Lm þá Frankenstein og Drakúlu Þrjár útgáfur af FRANKENSTEIN sýna vel, hvernig „tízkan'* hefur breytzt. Efst til hægri er óþekktur leik- ari frá 1910, vinstra megin er Borís Karloff og til hægri Christopher Lee. F. W. Murnau gerði loks kvik- mynd eftir sögunni árið 1922 eða 3, sem hlaut nafnið „Nosferatu'*. Leikarinn, Sem fór með hlut- verk Drakúlu, hét því viðeigandi nafni Max Schreck (Schreck = ótti). Kvikmyndatökumaður Murnaus var Fritz Arno Wagn- er, og í sameiningu tókst þeim að gera kvikmynd, sem var mjög athyglisverð á þessum tíma þöglu myndanna. Nosferatu er í dag ákaflega sjaldgæf mynd, því að vegna kópíuréttar voru eyði- lögð öll eintök, sem í náðist. Árið 1930 eða ’31 lét Universal kvikmyndafélagið Tod Brown- ing gera mynd eftir leikriti þeirra Hamilton Deane og John Balderstone, sem þeir höfðu byggt á sögu Bram Stokers. Leik ritið nefndist vitanlega „Dra- kúla“ og hafði notið fádæma vin- sælda. Ungverska leikaranum Bela Lugosi var falið að fara með að- alhlutyerk og það fór honum svo vel úr hendi, þótt vaxtarlag hans hæfði ef til vill ekki hiut- verkinu, að gervið og karakter- inn hafa litlum breytingum tek- ið síðan. Myndin hlaut frábærar viðtök- tökur, og síðan var gerð hver myndin af annarri, en flestar. þeirra áttu litlar rætur að rekja til Bram Stokers og uppruna- legrar sögu hans, utan sú fyrsta, „Dóttir Darkúlu", sem gerð var 1936 af Lambert Hillyer, en Bele Lugosi lék þó ekki í þeirri mynd. Myndum af Drakúlu fór sí- fellt fjölgandi, en gæðin minnk- uðu að sama skapi. Robert Siodmak gerði „Sonur Drakúlu" árið 1943, með Lon Chaney yngra í aðalhlutverki. Árið 1948 náði niðurlægingin hámarki, þegar Drakúla var lát- inn koma fram í myndinni „Abott og Costello hitta Frank- enstein. En Drakúla deyr seint. Árið 1958 gerði United Artists- félagið bandaríska „Drakúla snýr aftur“, og sama ár rann upp ný gullöld, þegar Terence Fisher gerði myndina „Drakúla" fyrir Hammer-félagið í Bret- landi. f þeirri kvikmynd komu fram þeir Christopher Lee, sem lék titilhlutverkið, Peter Cushing og Michael Gough, svo að framtíð- in var tryggð. Christopher Lee (f. 1922), menntaður og mikil- hæfur leikari, gerði hlutverki sínu frábær skil. Leikstjórinn TeTence Ficsher, (f. 1904) náði góðum tökum á viðfangsefninu, þótt sumir hafi fundið honum það til foráttu, að hann fram- kalli fremur íírylling en gæsa- húð hjá áhorfendum, ef svo mætti að orði komast. Fisher gerði einnig myndina „Drakúla — myrkraprinsinn" árið 1965, en í henni fer Christo- pher Lee einnig með aðalhlut- verkið. Sama ár var einnig gerð mynd, sem bar það fráhrindandi nafn „Billy the Kid meets Dra- cula“ eða „Byssu-Billi hittir Drakúlu“. Eins og sjá má af framan- skráðu, eru ekki miklar líkur til þess, að hinn mið-evrópski aðals maður, Drakúla, fái að hvíla í friði í gröf sinni í bráð. Frankenstein Sagt er, að eitt sinn að kvöld- lagi, er þau sátu við armeid í húsi sínu í Svissiandi hjónin Percy Bysshe Shelley og Mary Wollstonecraft Shelley ásamt gesti sínusm, sem var enginn ann ar én skáldið George Gordor. Byron lávarður, hafi svo talazt til með þeim, að hvert þeirra skyldi semja eina ’nrollvekjandi sögu til að lesa upp á lör.gum kvöldum. Stórskáldin tvö hofðu samt Öðr um hnöppum að hneppa, svo að Mary, eiginkona ShelJeys, varð ein til þess að ljúka verkefninu. Þessi seinni kona skáldsins var þá aðeins 18 ára, þegar hún lauk við söguna „Frankenstein", sem hefur notið fádæma vinsælda all ar götur síðan. Hugmyndin að sögunni er frá- bær, og verið getur, að þeir MANNLEG náttúra er i meira lagi óútreiknanleg. Sumir, raun- ar margir, vita enga skemmtan betri en fara í kvikmyndahús til að sjá hrollvekju, og þá helzt svo magnaða, að þeim kömi vart blundur á brá í margar nætur. Svo vinsælar eru hryllings- myndir hér á landi, að flestir þekkja vel þá kupána Franken- stein og Drakúlu, og minni hátt- ar vampírum og varúlfum er tekið eins og gömlum og góðum kunningjum. Hér verður að sinni aðeins fjallað um Frankenstein og Drakúlu, en kannskí gefst síðar tækifæri til að ræða um hryll- ingsmyndir almennt, en það svið er víðtækara en svo, að því verði gerð ýtarleg skil í slíkum þætti sem þessum. Drakúla. Drakúla, blóðsugan alkunna, fæddist, eða réttara sagt, full- mótaðist í heila Bram Stokers, sem, árið 1896 eða 7, gaf út bók með því nafni. Þó að sú bók þyki nú fremur tyrfin aflestrar, felld saman úr dagbókabrotum hinna ýmsu persóna, vakti hún í þann tíma gífurlega athygli. Bram Stoker hafði kynnt sér þjóðsagnir um vampírisma og blóðsugur, og sagan segir, að á fimmtándu öld hafi verið í Valakíu landstjóri, sem Drakúla nefndist, og stóð mönnum svo mikill stuggur af illsku hans og ódæðisverkum, að nafn hans geymdist sam samnefnari alls hins illa, og jafnvel átti hann ekki að liggja kyrr í gröf sinni, heldur reika um að næturlagi í leit að fórnarlömbum til að sjúga blóð þeirra. Rithöfundurinn Bram Stoker tók þann kostinn að vela sögu- persónu sinni heimkynni í Transylvaníu meðal hinna skuggalegu Karpatdfjalla. En þótt bókin væri komin út og orðin fræg, leið langur tími unz Drakúla hafðx haslað sér völl á hvíta tjaldinu. Byron og Shelley hafi átt ein- hvern hluta í henni. Þetta er saga- um mann, Frankenstein, sem hyggst ná hinu háa marki að skapa mannveru. En þótt hon um takist það sama og guði al- máttugum, fer samt svo, að hann missir öll tök á því, sem nann hefur vakið upp, og þessi neisti sem hann hefur kveikt, veldur stóru tjóni. ,, Mary Wollstonecraft Shelley tókst það í sögu sinni, sem sjald- an hefur tekizt síðan, og raunar sjaldan verið reynt, en það er að hafa samúð með ófreskjunni, sem Frankenstein hefur skapað. Nokkur ruglingur hefur verið um það, hvor á að bera nafnið Frankeinstein, ófreskjan eða doktorinn, skapari hennar. í bók inni sjálfri er uppvakningurinn nafnJaus, og Frankenstein heiti læknisins, sem gefur honum lifs andann. Frankenstein er orðinn gamall í hettunni í kvikmyndum, því að árið 1908 (eða ‘10?) lét Edi- son gera einnar spólu mynd með því nafni, og einnig mun önnur mynd um sama efni hafa verið gerð fyrir 1915. Colin Clive hét sá, sem lék Frankenstein barón í fyrstu löngu Frankenstein-myndinni, sem gerð var, en það var árið 1931. Stjórnandinn var James Whale, sem gerði marga hluti vel, og sumt af því hefur aldrei verið betur gert síðan, en sá, sem átti samt síðasta slag, var Boris Karloff, sem lék ófreskj- una. í leik sínum sýndi hann fullan skilning á sögu Mary Shelley, og lék ófreskjuna af meðaumk- un, þótt sú tilraun hans væri að miklu leyti að engu gerð af kvikmyndaeftirliti, sem sýndi álika mikinn skilning og slíkar einræðisafturgöngur og sjálfskip aðir verndarar almennings venjulega. í myndinni er atriði, þar sem ófreskjan kemur að lítilli stúlku við stöðuvatn. Hún ei fyrsta ver- an, sem ekki forðast hann, og þau tína sarnan blóm og horfa á þau fljóta á vatninu. í einfeldni fleygir hann litlu stúlkunni út á vatnið í þeirri trú, að hún muni fljóta jafn fagurlega og blómin. Litla stúlkan drukknar, og óskapnaðurinn skilur hálfvegis, hvað gerzt hefur og staulast sorgmæddur brott. Kvikmyndaeftfir<litið klippti burt síðasta hluta atriðisins, svo að ekki sést, hvað óskapnaður- inn gerir við stúlkuna. Þetta þýddi, að þegar lík hennar er látið finnast síðar í myndinni, gátu áhorfendur látið sér detta ýmislegt í hug, sem verra var en sannleikurinn. Árið 1985 gerði Whale mynd- ina „Brúður Frankensteins”, en í henni lék Karloff einnig. Síð- asta myndin, þar sem Karloff lék ófreskjuna, var „Sonur Frankensteins" árið 1939, en henni stjórnaði Rowland V. Lee. Boris Karloff hét í raun og veru því hversdagslega r.afni William Pratt og fæddist í Bretlandi 1887. Hann dvaldist lengst af í Bandaríkjunum og lék þar í ótal myndum, venjulega hroll- vekjum, þótt hans bezta skemmt un væri að lesa inn á hljómplöt- ur jólasálma fyrir börn. Hann er (að ég held) nýlega látinn. Fleiri Frankenstein-myndir voru gerðar á næstu árum en sú framleiðsla varð æ lélegri, unz Hammer-félagið gerði mynd ina „Bölvun Frankensteins" ár- ið 1957. Henni stjórnaði Terence Fisher, sem áður ei «m getið, en Frankenstein barón var leik- inn af Peter Cushing, frábærlega vel. Ófreskjuna lék Christopher Lee og notaði annað gervi en það sem Karloff mótaði, raun- særra, en einhvern veginn ekki nógu gott. „Hefnd Franken- steins“ sigldi í kjölfarið, en þar var Peter Chussing í hlutverki Frankensteins aftur, en mig minnir, að Miehael Gough hafi leikið ófreskjuna. Sama ár lék Boris Karloff í bandarískri mynd, „Frankenstem 1970“ og verða það að teljast elliglöp, því að myndin var allskostar ómerk. Nýjust af Frankenstein-mynd- um frá Hammer-félaginu er „The Evil of Frankenstein", ■'sem að líkindum er væntanleg mjög bráðlega í Hafnarbíó (skrifað 10. nóv.). Þeirri mynd stjórnar Freddie Francis, sem ef til vill er mun betri leikstjóri en Fisher, þótt hann sé einkum kiunnur sem kvikmyndatökumaður. Peter Cushing leikur Frankenstein að vanda, en ófreskjan er að þessu sinni leikin af Kiwi Kingston, sem hefur í stórum dráttum tek- ið upp sama gervi og Boris Karloff gerði frægt forðum. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.