Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967
P
Hverfisgötu 103.
Súni eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAiM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Ite]O.WGir
RAUOARARSTÍG 31 S(MI 22022
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti.
Sérstök meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
í Morgunblaðinu
BEZT að auglýsa
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
HilÍÍ
HÍÍ!!llilllffii!|l!!iinH!l!iiiÍilIll!l!ll!lÍ!!lllllÍl!l!!ll!l!ll!lll!llllIllli :::::::: :::::::: ::::::::
★ Raunsannur og
hlýlegur þáttur
S.J. skrifar:
„Almennt er það í bréfum
til Velvakanda að fundið er að
ýmsu sem þykir ekki tafcast
vel, en þess síður getið, sem
vel er gert
í sambandi við þetta álit
mitt vil ég nefna leikritið Árni
í Hraunkoti, sem nú er flutt
sem framhaldsleikrit í útvarp-
ið. Að mínu áliti hefur flutning
ur þessa leikrits tekizt mjög
vel og verið hlustendum til
mikillar ánaegju.
Höfundi leikritsins hefur
tekizt að bregða upp skýrri
mynd af fyrirmyndarheimili,
eins og þau gerðust fyr-
ir 20—30 árum. Síðasti þátt-
ur leikritsins „Heim í jólaleyf-
inu“, sem leikinn var sunmudag
inn 26. þ.m. var hugþekkur og
hlýr, er fjölskyldan í Hraun-
koti var að taka á móti jólagest
unum. Þessi þáttur, sem var
raunsannur og hlýlegur, mun
engum gleymast, sem á hann
hlustaði .
Tel ég að höfundurinn Ár-
mann Kr. Einarsson eigi þakk-
ir skilið fyrir þetta ánægjulega
framhaldsleikrit, sem vakið
hefur mikla athygii.
í leikritinu koma fram marg-
ir þekktir leikarar, sem allir
fara sérstaklega vel með sín
hlutverk, en eitt erfiðasta hlut-
verk leikritsins Olli ofviti er
þó leikið af ungum leikara, sem
sjaldan hefur far:ð með stór
eða erfið hlutverk en skilar
þessu vandasama hlutverki af
miklum ágætum.
Leikrit þetta er íslenzkt og
þjóðlegt og má telja það höfuð-
kost, þótt þýdd leikrit geti líka
verið ágætt útvarpsefni, ef vel
er til alls vandað.
Leikstjórinn, Klemens Jóns-
son á þakkir skilið fyrir ágæta,
hóflega leikstjórn, enda er
hann vel þekktur fýrir stjórn
sína á barnaleikritum.
S.J.
ic Brezka konan
og eplin
I>á hefur Velvakanda bor
izt bréf um löngu liðinn at-
burð, á þessa leið:
Haustið 1939 fór SÚÐIN,
strandferðaskip ríkisins, með
saltkjötsfarm til Noregs. Það
hafði hún gert undanfarin ár.
Nú var seinni heimsstyrjöldin
skollin á og síðar um veturinn
fór skipið tvær ferðir til Grims
by með ísvarinn fisk, en þriðja
var farirí vorið 1940 og fiskin-
um landað í Fleetwood. í þeirri
ferð var ákveðið að skipið tæki
heim saltfarm, sem átti að lesta
í Runcorn, en sá staður er við
Manchesterkanalinn. Þegar
þangað kom var SÚÐIN kyrr-
sett um óákveðinn tíma. Or-
sökin var sú, að þá hertóku
Þjóðverjar Danmörku og
Noreg. Enginn vissi þá opinber-
lega hvað yrði um ísland, en
það kom síðar á daginn hvað
var í undirbúningi. SÚÐIN
kom heim til Reykjavíkur dag-
inn áður en landið var hernum
ið.
SÚÐIN lá í Runcorn í tvær
vikur ásamt b.v. REYKJA-
BORG sem einnig átti að lesta
salt. Þegar leyfi fékkst til burt
ferðar létti yfir okkur, því að
dvölin þarna var nokkurs kon-
ar stofufangelsi.
Eins og venja er hjá sjómönn
um, ætluðum við að kaupa sitt
af hverju til að gieðja ástvin-
ina við heimkomuna, en á
þessum tímum var erlendur
gjaldeyrir takmarkaður og
landlegan orðin nokkuð löng.
Við fórum m.a. í ávaxtabúð og
keyptum þar epli o.fl. Það sem
vakti sérstaka athygli okkar
(og hefur oft komið í huga
minn síðan), var viðskiptamóti
konunnar sem afgreiddi okkur.
Á gólfinu var upptekinn epla-
kassi með um % af innihaldi
hans og svo annar kassi óupp-
tekinn. Innihald opna kassans
nægði ekki alveg fyrirhuguð-
um kaupum okkar svo að það
varð að taka dálítið úr hin-
um kassanum. Þá sagðl konan
okkur að eplin í lokaða kassan-
um hefðu komið í búðina þá
um morguninn og að þau væru
hálfu pennyi dýrari hvert
pund. Við þetta höfðum við
ekkert að athuga, en við vor-
um hrifnir af heiðarleik kon-
unnar, því að henni var í lófa
lagið að selja okkur úr báðum
kössunum á hærra verðinu, því
við höfðum ekki hugmynd um
verðbreytingu og vorum þar
að auki erlendir sjómenn.
Ekki vissum við hvort kon-
an átti búðina eða var annarra
þjónn, eða hvort þetta hugar-
far í viðskiptum er almennt
meðal Breta, eða aðeins und-
antekning. Hvað sem um það
er, þá er sú þjóð sannarlega vel
á vegi stödd, sem á marga
þegna með slí'ku hugarfari, í
hvaðá stétt eða stöðu sem þeir
eru meðal þjóðar sinnar.
Július Ólafsson.
■+C Um skýrslugerðar-
vélar
Frá skýrslugerðarvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar
hefur borizt eftirfarandi at-
hugasemd:
í dálkum Velvakanda laugar
daginn 18. nóvember sl. er þess
réttilega getið til að skýrslu-
gerðarvélar eigi sök á því, að
eigi er ávallt rituð komma yf-
ir staf á nafnskírteinum, skatt-
skýrslum og fleiri skýrslum.
Með hliðsjón af hagkvæmni
Skýrslugerðarvéla var hafin
notkun þeirra, þó svo að ekki
væri mögulegt að fá vélar, sem
skrifað gætu alla islenzku stafi,
en í þær vélar, sem vér notum
nú, vantar 4 stafi þ.e. í, ó, ú og
ý-
Skýrslugerðarvélar hafa ver
ið í notkun hér á landi í að
minnsta kosti 15 ár og í þær
hefur vantað mismunandi
marga íslenzka stafi án þess
að það hafi komiö að sök eða
valdið misskilningi, en notkun
skýrslugerðarvéla hefur farið
ört vaxandi hin síðari áu'.
Hunangsdropar
við skalla
Einar Einarsson skrifar:
Kæri Velvakandi.
Það var upplífgandi og von-
vekjandi að heyra spjallið
Stefáns fréttamanns og Þór-
bergs rithöfundar í útvarpinu
um daginn. Á ég þar einkum
og sérílagi við þá sögn Þór-
bergs, að hæruskotinn kollur
hans væri tekinn að roðna
æskulit af nýju, þrátt fyrir ald
ur, og mætti rekja þau undur
til hunangsdropa, svo og ein-
hvers annars, sem inn væri tek
ið, en ég bréfritarinn gremdi
ekki, hvað heitir né hvurs kyns
væri eður ættar.
Er nú ekki fyrir það að
synja, að ég hýrnaði um brána
og sá fyrir mér, að stemmt
yrði stigu við tunglkomu og
ennishækkun þeirri, sem breið-
ist út um mitt höfuð og fer í
tvær áttir, upp að framan og
upp að aftan. Mér er því í
mun, kæri Velvakandi, að þú
innir Þórberg gjörr eftir kostu-
legum litarefnum höfuðs hans,
svo að einhverjir okkar ætt-
manpa hans að holdinu mættu
og yngjast íð ytra og ið innra
ásamt með Þórbergi og syngja
lífinu nýjan söng. Þess er ég
fullviss, að þú ljærð honum
rúm í urtagarði þínum, eður
dálkum.
Það eru til aðrir hunangs-
dropar, sem og drjúpa af og til,
en ekki oft og of sjaldan. Þeir
eru andlegir, og þeirra getur í
blaði þínu. Ég á við „Svar
mitt“ eftir þann merktíega
Billy Graham. í upphafi birt-
ingar „Svaranna" var að skilja,
að úti í löndum væru „Svörin“
daglegur þáttur. Þess sér eigi
stað í blaði þínu. Þess sakna
ég, því þarna drýpur hressi-
legur andlegur elexír í hæfi-
legum skömmtum, skammur og
þó ekki of skammur og hug-
vekjandi. Góði láttu þá drjúpa
oftar! Gullkálfiur stendur hér
á stalli, en honum er lífs vant,
ag eykst fátækt hjartans við
dýrkun hans. „Svörin" beina
huganum þangað, sem fylling
er að fá. Mættum við fá meira
að heyra?
Einar Einarsson.
Til söfu - Skoda - gamla verðið
Höfum til sölu tvær notaðar Skodabifreiðar, Skoda
Octavia 1960 og Skoda Octavia 1964, er við bjóð-
um á sama verði og fyrir gengisfellingu.
Hagstætt verð — hagstæð kjör — bifreiðar ný-
skoðaðar — lán vaxtalaus.
Bezt að kaupa SKODA hjá SKODA.
Tékkneska Bifreiðaumboðið h.f.
Vonarstræti 12 — Sími 19345.
Ensk gólfteppi
Verð kr. 350.— pr. ferm. og kr. 608.— pr. ferm.
Fljót og góð afgreiðsia.
LITAVER S.F.
Grensásvegi 22—24, sími 30280, 32262.
snittur
smurt braud
braudtertur
LAUGALÆK 6
opid frá kl. 9-23:30 ST SIMI 30941*é**»næg bílastæöii