Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 27 Pravda harmar McN amara Engin breyting d heimsvaldastefnunni, segja Kínverjax Moskvu, 1. des. (NTB) MÁLGAGN sovézka komm- únistaflokksins, Pravda, ræð- ir í dag þá ákvörðun Ro- berts McNamara að láta af embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og taka við forstjóraembætti við Alþjóða bankann. Segir blaðið þessa ákvörðun ráðherrans vera sig ur fyrir verstu „haukana“, eða stríðsæsingamennina, í Washington. Ráðherraskiptin í Pentagon benda síður en svo til raun- sæis í skoðun bandarísku stjórnarinnar á styrjaldar- rekstrinum í Víetnam, segir blaðið. Þvert á móti benda ýmsar fregnir frá Washing- ton til þess að stríðsæsinga- mennirnir beiti nú áhrifum sínum til þess að auka hern- aðaraðgerðirnar, segir Pravda. í frétt frá Hong Kong er fráför það haft eftir kínversku fréttastofunni „Nýja Kína“ að „brottvikning“ McNamara úrr embætti sé enn eitt tákn þeirra mistaka, sem Banda- ríkjamönnum hefur orðið á í Víetnam. Segir í grein frá fréttastofunni undir fyrir- sögninni: „McNamara vikið úr embætti varnarmálaráð- herra“ að „fall“ ráðherrans tákni ekki neina breytingu á heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna. „Það er eingöngu tákn örvæntingarfullrar baráttu Johnson-stjórnarinnar fyrir því að losna úr þeirri klípu, sem hún hefur komið sér í sjálf í Víetnam“, segir Nýja Kína. - KYRRSTÆÐIR Framhald af bls. 28 stóð á Nönnugötu við Baldurs- götu. RannsóknarlÖgreglan biður bílstjóra þá, sém þarna hafa ver- ið að verki, svo og vitni, ef ein- hver eru, að gefa sig fram. V — •» ♦-»-...- - MÁLVERK Framhald af bls. 1 Málverk Monets var selt pund, endurseldi ekkja kaup- andans hana til lista/verka- sala í París fyrir hundrað- falda þá upphæð. Stærð mynd arinnar er 1x1,25 metrar. Eins og fyrr segir er hér um að ræða hæsta verð, sem feng izt hefur fyrir málverk frá síðari tíimum. Fyrra metið var sett fyrir tveimur árum þega.r eitt af vehkuim Cezannes ar selt fyrir 286 þúsund pund. - BARDAGAR Framhald af bls. 1 barizt í, væru Sinkiang, þar sem er kjarnorkuver Kínverja, og Tíbet, sem áður réði fyrir Dalai Lama, er sá flýði undan Kín- verjum til Indlands 1959. Önnur fylki, serri í er barizt eru Kiangsu, þar sem eru borgirnar Shanghai, stærsta borg Kína, og Nanking, fyrrum höfuðborg þjóð ernissinna. f blaðinu í gær var frá því skýrt, að allharður árekstur hefði orðið á Reykjanesbraut á móts við Slökkvistöðina í fyrrakvöld. Þessa mynd tók ljósm. Mbl. Sv. Þorm. af annarri bifreiðinni rétt eftir að áreksturinn varð. ISIIIIIU MÁLI Couve de Murville í Japan. láta Vietnam-miálið til sín taka, en Miki hefur lagt að Frökkum að gerast sáttasemjar í Vietnam vegna reynslu þeirrar sem þeir hafi að baki í Indó-Kína. Tókíó, 1. des. AP. Maurice Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, er nú í Japan, ti>l viðræðna við utan- ríkisráðherra Japan, Takeo Miki. Þetta er fimimti fundur ráðherranna síðan upp voru teknir fundir þessir. Á fundinum þagði de Murville m.a., að ekiki væri tímabært fyrir Frakka að RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍIVII 10.100 hijá uppboðsfélaginu dhristie’s í London, en eigandi þess var Bryn Athyn góðgerðarstofn- unin í Bandaríkjunum. Fuli- trúi stofnunarinnar, séra Theo diore Pitcairn, skýrði svo frá að stofnunin hefði keypt máil- verkið fyrir fknm árum, og kiostaði þá 11 þúsund dollara. Söluverðið í dag nemur 1.411.200,— dollurum, svo segja m:á að fjárfestingin hafi heldur betur borgað siig. Það var listmunasölufélagið Thomas Agnew í London, sem keypti mynd Monets, og vildi forstöðumaður félagsins, Ge- offrey Agnew, ekki segja fyrir hvern eða hverja það var keypt, aðeins að kaupendur væru fyrir hendi. Hann sagði ennfremur að hann teldi þetta málverk Monets eitt fegursta málverk eftir franskan im- pressionista, sem ekki væri í eigu opinberra máliverkasafna. Málverkið er eins og nafnið bendir ti'l frá Ste. Adresse í Frakklandi, sem nú er borg- arhluti í Le Harve. Sýnir það föður listamannsins sitjandi í garði við sjóinn. Horfir hann út á hafið þar sem fjöldi skipa og báta eru á siglingu, ag á mann og bonu, sem standa við grindverk hjá ströndinni. Við hlið föðursins situr kona með hvíba sólíhlíf, og er hún talin vera frænka listamannsins. Beggja vegna á myndinni eru flaiggstengur, önnur með fransíka fánann við hún, hin með rauðan og gul- an fánaborða. Sagði Monet eftir að myndin var fullgerð að þetta væri mjög djörf upp stilling. Söluverðið i dag renn ur til góðgerðarstofnuriarinn- ar í Bandaríkjunum sem veitt hefur margskonar styrki til menningar-og líknarstarfa, meðal annars til sínfóntíu- hljómsveitar Philadelphia og fjöldri háskóla. Mikið fjölmenni var á upp- boðinu hjá Christie’s í dag, og var fyrsta boð í mynd Mon- ets 100 þúsund guineur (105 þúsund pund). Fóru boðin ört hækhandi þar til kamið var upp í hálfa milljón punda. Var myndin svo slegin á 588 þúisund pund fimm mínútum eftir fyrsta boð. Monet var aðeins 27 ára þegar hann málaði myndina og félítill. Var hann oft að leita á náðir föður síns og frænku, sem bæði áttu hús í Ste. Adresse, til að hafa ofan í sig og á um þetta æyti. Skömmu eftir að Monet hafði selt) myndina fyrir um 17 - STORBRUNI Framhald af bls. 1 stendur uppi, en mjög illa leik- ið, en tókst að hindra að eldur- inn breiddist út til annarra húsa þarna í nágrenninu, sem flest eru úr timbri og mörg mjög kom in til ára sinna. Hvasst var í veðri er eldurinn kom upp, en það varð slökkviliðsmönnum til hjálpar, að hellirigning skall á meðan slökkvistarf stóð sem hæst. í Reginagárden" var m. a. gistihús, húsgagnaverzlun og hárgréiðslustofa og þar voru einnig ýmsar skrifstofur borgar- yfirvalda, sem misstu mikið af skjölum í brurnanum. „Lille Stiftsgárden", sem eldurinn kom upp í og brann til grunna, eins og áður sagði, var mjög gamalt hús, byggt árið 1780 af Wenzel nokkrrum kaupmanni i borginni og var eitt af elztu húsum í Þrándheimi. Þar átti inni félag- ið „Harmonien“ með dýrmætt málverkasafn sitt og margt fleira. Áður var „Harmonien“ til húsa í „Harmoniengárden", en það hús brann í stríðinu og var þá málverkasafninu bjargað, en nú brann það allt, ásamt vegg- skreytingum og mörgum kjör- gripum í eigu félagsins. Allt er enn á huldu um hver kunni að hafa verið upptök brunans. Gull flugleiðis tU Englonds London, 1. des (AP) MJÖG hefur dregið úr gull- kaupunum, sem jukust svo mjög í Bretlandi eftir að gengi sterl- ingspundsins var lækkað hinn 18. nóvember sl. Engu að síður fékk Englandsbanki í dag sendingu af gullstöngum frá Bandaríkjun- um, og er verðmæti þeirra 100 milljón sterlingspunda. Gullið kemur frá gullgeymslu Bandaríkjanna í Fort Knox í Kentucky. Var það flutt flug- leiðis frá Bandaríkjunum til bandarískrar flugstöðvar í Eng- landi, og þaðan með bifreiðum undir lögregluvernd til London. Fjöldi vopnaðra lögreglumanna var við Englandsbanka meðan verið var að afferma bílana sem fluttu gullið. AK 177, er enn í húsi, og verið - STÁLVÍK Framhald af bls. 28 um gestum að þiggja veitingar. Voru menn fegnir að fá heitan kaffisopa, og glatt á hjalla þótt „ekki réru bátarnir í dag“. Annað skipið er smíðað fyrir Eldey h.f. í Keflavik, aðaleig- endur eru þeir Jóhannes Jóhann- esson og Runólfur Sölvason. Það skip er 371 rúmlest að stærð. Hitt er smíðað fyrir Þórð Óskarsson hf. á Akranesi, en aðaleigendur þess eru Þórður Óskarsson, skipstjóri og útgerð- armaður, og Björn J. Björnsson, framkvæmdastjóri. Skip þeirra er 360 rúmlestir. Skip Eldeyjar h.f. er sem fyrr segir nýsmíði Stálvíkur h.f. nr. 8, smíðað fyrir hlutafélagið Eld- ey h.f. í Keflavík, aðaleigendur eru þeir Jóhannes Jóhánnesson og Runólfur Sölvason. En þeir misstu eldra skip sitt, Eldey KE. 37, er það sökk út af Dalatanga 23, okt. 1965. Svo giftusamlega tókst að enginri maður drukkn- aði. Þetta nýja skip er 371 rúmlest að stærð, og knúið 825 hestafla að leggja á það siðustu hönd. aðalvél af gerð Mannheim, ásamt J. M. niðurgirun og J. W. skipti- skrúfubúnaði. Fyrir framan aðal- vel er centralgír frá 'Hyteik A/'S, Oslo, sem knýr dælur fyrir þil- farsvindur auk hájþrýstidælna fyrir kraftblökk og fiskidælu. Þilfarsvinda hefir 17 tonna tog kraft, hún er af gerð Norwinch eins og línuvinda, bómuvinda og akkerisvinda. í skipinu er þverskrúfa er Stálvík h.f. hefur hannað og sett niður, er hún knúin 68 ha. Volvo Penta diselvél. Ljósavélarm eru tvær 83 ha. Mannheim gerð. Kraftblökk verður af Rapp gerð. í skipinu er sérstök skelís- geymsla framan við aðallestar, sem eru tvær, rúmmál þeirra er 340 ms. í skipinu verða flest nýjustu siglingar- og fiskileitartæki, eins og Simrad asdic SB 2, Sim- rad asdic SK 3, Simrad dýptar- mælir EH 2. Decca radar 48 og 24 mílna. Loran af gerð Enac Triton. Sendi og móttökutæki af Sailor gerð. Útvarps og hátala- tæki af Geleso gerð. Skipið er útbúið til línu-, neta,- hringnóta- og togveiða. Hægt er að hafa tvær hring- nætur á því og hægt er að kasta bæði á bátaþilfari og innan úr skutlyftingu. Skip Þórðar Óskarssonar h.f. er svo 360 rúml. að stærð knúið 660 ha. aðalvél af gerð Stork ásamt Brevo niðurgírun og Hjelset skiptiskrúfubúnaði. Fyr- ir framan aðalvél er centralgír er miðlar afli friá aðalvél til 3 Allweiler skrúfudælu, einnig eru háþrýstidælur fyrir kraft- blökk, fiskidælu og þverskrúfu. Sentralgír er af Hytek gerð. Aðalþilfarsvindan er ísl. smíði, smíðuð hjá Vélavsrkstæði Sig- urðar Sveinbjörnssonar, tog- kraftur er 17-20 tonn. Akkeris- vinda, bómuvinda og línuvinda eru af Norwinch gerð. í skipinu er þverskrúfa 75 ha. af gerð Ul- stein. Skipið verður útbúið nýj- ustu og fullkomnustu siglingar- og fiskileitartækjum. Bæði þessi skip teiknaði Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Stálvík h.f. Jón Sveinsson, framkvæmdastjóri, sagði Morg- unblaðinu að Stálvík væri þegar búin að gera samning við Sævar Friðfinnsson, skipstjóra á Rifi, uiri smíði á 130 tonna skipi, og myndu framkvæmdir við smíði þess hefjast áður er. langt um líður. Aðspurður um hvað Stál- vík gæti tekið stór skip til smíði sagði hann: „Það er kannske ekki hægt að svara því alveg nákvæmlega, en ég get nefnt að við buðum í smíði strandferðaskipanna tveggja, sem eiga að vera 1000 tonn, og við gætum smíðað lengri skip en þau. Aðalatriðið er fyrir okkur að hafa nóg að gera, og það ætti vissulega að vera hægt. Þessir bátar, sem við erum nú að fara að sjósetja, eru sizt dýrari en bátar smíðaðir úti, og gengisbreytingin gerir aðstöðu okkar enn betri. Að undanförnu hafa verið flutt inn skip fyrir sem svarar einni milljón hvern dag á árinu, og sem dæm.i má nefna að ein er- lend stöð er að fara að sjósetja tólfta skipið, sem þar er byggt fyrir íslendinga, og verður þá þegar hafizt handa við smíði þess þrettánda. Þetta bendir allt til þess að íslenzikar skipasmiða- stöðvar ættu að geta haft nóg að gera. Það er líka verið að vinna að því að svo verði, en árangurs kannske ekki að vænta alveg strax“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.