Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 19«7
Lofjleidir
Loftleiðir h.f. ætla frá og með apríl/maí
mánuði n.k. að ráða allmargar nýjar flug’-
freyjur til starfa. I sambandi við væntan-
legar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram:
■jr Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára — eða
verði 20 ára fyrir 1. júlí n.k. — Umsækjendur
hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og
einhverju Norðurlandamálanna — og helzt að
auki á þýzku og/eða frönsku.
ir Ekkert er því til fyrirstöðu, að giftar konur, sem
eiga vel heimangengt, sæki um starfið, t. d. yfir
sumartímann, 1. apríl — 1. nóvember.
ir Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og svari
líkamsþyngd til hæðar.
ir Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöld-
námskeið í febrúar n.k. (3—4 vikur) og ganga
undir hæfnispróf að því loknu.
★ Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið,
hvort viðkomandi sæki um starfið til Iengri eða
skemmri tima.
★ Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins
Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá
umboðsmönnum félagsins út um land, og skulu
umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins
Reykjavíkurflugvelli fyrir 15. desember n.k.
Fhigfreyjur
„Stjórnendum vinnuvéla nauö-
synlegt að hafa góða þjálfun"
— segir yfirmaður þjálfunarstöðva
Caterpillarverksmiðjanna í Cenf
ÖRYGGISEFTIRLIT ríkisins
1 og Dagsbrún gengust fyrir
/ skömmu fyrir námskeiði, þar
1 sem kennd var meðferð
i þungavinnuvéla, og verða
| menn hér eftir að hafa skír-
/ teini til að stjórna slíkum
1 tækjum. Heildverzl. Hekla
\ var beðin aðstoðar og brást
i hún vel við, útvegaði ekki
í einungis tæki, heldur fékk
) hingað Mka tvo sérfróða menn
l frá Caterpillar verksmiðjun-
4 um, til þess að aðstoða vi'ð
i námskeiðið.
7 Annar þeirra, Joe Court-
1 right er yfirmaður mikillar
( þjálfunarstöðvar sem Cater-
í pillar hefur í Genf, en hinn
/ er Ron Little, fulltrúi Cater-
1 pillar í Skandinavíu. Frétta-
t maður Morgunblaðsins hitti
l þá að máli, og ræddi við þá
/ nokkra stund um störf þeirra
1 og fyrirtæki.
\ „Jarðvinnsluvélar þær sem
i Caterpillar framleiðir eru
/ margar hverjar geysi stór-
1 virkar og nærri því tröllsleg-
1 ar í útliti“ segir Courtright.
i „En það er samt tiltölulega
/ auðvelt að stjórna þeim. Ég
\ get nefnt þér sem dæmi, að
i fyrir nokkru fórum vi'ð með
/ allt skrifstofufólkið okkar í
J Genfar-skrifstofunni til að
1 sýna því hvernig vélamar
i ynnu. Og eftir smá kennslu-
/ stund var það orðið fært í
i flestan sjó. Það kann að hafa
\ verið broslegt að sjá litla fín-
i gerða einkaritara fara æðandi
í fram og aftur á heljarstórum
/ trukkum, en þeim gekk ágæt-
J lega. Til þess að stjórna þess-
i um vélum á réttan hátt, og
fá sem bezta nýtingu, þarf
þó allgóða þjálfun, og við
leggjum okkur alla fram við
að hjálpa viðskiptavinum
okkar í þvi efni. Þáð er t.d.
alls ekki óálgengt, að fara í
svona ferðir, eins og til ís-
lands núna, til þess að aðstoða
við kennslu, og hér fyrr á
árum flæktist ég heimsenda
milli í þeim tilgangi.
Fyrir fyrirtæki eins og Ca-
terpillar, sem selur fram-
leiðslu sína út um allan heim,
er ákaflega mikilvægt, að
hafa sem bezta þjónustu og
þessvegna erum við t. d. að
l setja upp skrifstofu í Hong
/ Kong fyrir Austurlpnd fjær.
Á þetta reynir kannski sér-
staklega í sambandi við skip.
Ef við tökum sem dæmi ís-
lenzkt skip með Caterpillar
vél, sem yrði fyrir bilun úti
í heimi, þá gæti skipstjórinn
haft samband við næstu
skrifstofu og fengið þar fyr-
irgreiðslu. Og eins er þetta
hér á íslandi. í sumar kom
t. d. norskt skip inn á ein-
hvern austfjar’ðanna ykkar
með bilaða vél, og umboðið
í Reykjavík kom strax til
hjálpar. Hér var þó aðeins
um smábilun að ræða.“
„Þið hafið sem samt um-
boðsmenn vítt og breitt um
heiminn?"
„Já, ég held að umboðs-
menn Caterpillar séu 514 utan
Bandaríkjanna, og alltaf að
bætast við, t. d. erum við
núna að selja mikið af afl-
vélum og nokkrar stórar ýt-
ur til Rússlands. Þetta eru
fyrstu kaup Rússa af okkur,
eftir heimsstyrjöldina sí'ðari.“
„Þú sagðir að þið selduð
aflvélar, eruð þið svo með
sérstakar samansetningarverk
smiðjur?"
„Já, við setjum að sjálf-
sögðu allt saman í eigin verk
smiðjum. En við framleiðum
einnig svo til allt sem í okk-
ar vélar þarf, kaupum eigin-
lega ekkert utanfrá.“
„Takið þið að ykkur áð
framleiða vélar til sérstakra
hluta, samkvæmt kröfum
kaupenda?“
„Við setjum ógjarnan upp
nýjar verksmiðjur, nema eitt-
hvað stórfellt sé um að ræða.
Hinsvegar gerum við ýmsar
breytingar fyrir viðskipta-
vini, ef þá vantar tæki til
sérstakra starfa, og einnig
framleiðum við eftir sérpönt-
unum fyrir herinn. Fyrirtæk-
ið hefur sínar eigin rannsókn-
arstofur og sextíu og fimm
milljónum dollara er árlega
varið til þeirra.
„Hvernig er það í Banda-
ríkjunum, þurfa menn þar
skírteini til að stjórna stór-
virkum jar'ðvinnsluvélum?"
„Já, þeir verða að hafa rétt-
indi. Það eru til skólar sem
kenna slíkt, og útvega svo
nemendum sínum atvinnu
þegar náminu er lokið. Það
er nauðsynlegt að hafa færa
menn við stjórn slíkra tækja,
þeir verða að kunna sitt fag.
Þetta eru dýrar vélar, sem
þeir eru settir yfir, og þeir
veða að geta nýtt getu þeirra
til fullnustu. Ef menn hafa
ekki fengið góða kennslu geta
þeir heldur ekki gætt fyllsta
öryggis, svo að ég tel að þetta
námskeið, sem hér var haldfð,
hafi verið mjög gagnlegt, og
æskilegt að þau yrðu fleiri.
Courtright, Ingimundur Sigfússon (Hekla heildv.) og Little.
Steinleirkerasmiðian ,1300° áC.‘
FYRIR nokkru tók til starfa ný I son, en hann hefur lært leirkera
leirkerasmiðja í Reykjavík og er iðn í Skotlandi í tvö ár, ásamt
hún til húsa að Bergstaðastræti því að leggja stund á teikningu.
4. Eigandi er Haukur Dór Sturlu ' Einnig s.tundaði Haukur Dór
Haukur Dór Sturluson og Ástrún Jónsdóttir standa hjá nokkr-
um munum sem þau hafa gert.
nám í akademíunni í Kaup-
mannahöfn í tvö ár. Kona
Hauks, Ástrún Jónsdóttir, vinn-
ur með honum að leirkeragerð
og einnig gerir hún haglega gerð
kerti og skrautleg. Haukur Dór
vinnur úr steinleir, sem hann
flytur inn frá Bretlandi, en hann
hefur einnig með góðum árangri
notað islenzkan leir og blandað
saman við erlenda leirinn. ís-
lenzki leirinn er fenginn á
Reykjanesi, rétt hjá nýja hvera-
svæðinu og hann er mjög járn
auðugur og gefur skemmtilegan
blæ. Haukur Dór kallar fyrir-
tækið „1300° á C“ og eins og fyrr
segir er það staðsett við Berg-
staðastræti 4, annarri hæð og er
sölubúð á verkstæðinu sjálfu.
Steinleirmunirnir verða til sölu
þar og einnig í verzluninni „ís-
lenzkur heimilisiðnaður". Hauk-
ur Dór er félagsmaður í SUM,
félagi ungra listamanna.