Morgunblaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967
Þrjúr ísraelskar
þotur skotnar niður
— að sögn Kaíróstjórnar. Israelsmenn
segjast hafa misst eina könnunarflugvél
Kaírró, 1. des. — (NTB)
I OPINBERRI tilkynningu
egypzku stjórnarinnar segir, að
þrjár ísraelskar orustuþotur af
Mirage-gerð hafi verið skotnar
niður í nánd við Súez-skurðinn
í dag. ísraelsk yfirvöld segja
hins vegar að ein flugvél þeirra
hafi verið skotin niður.
Samkvaemt egypzkum heim-
ildum voru flugvélarnar þrjár
skotnar niður með loftvarnar-
byssum. Segir í fréttinni frá
Kaíró að ísraelskar þotur hafi
rofið lofthelgi Egyptalands við
Súez-skur'ðinin síðdegis í dag.
Var þá skotið á vélarnar úr loft
varnabyssum, og tvær þeirra
skotnar niður. Flugmönnum
beggja vélanna tókst að varpa
sér út í fallhlífum, og féll ann-
ar þeirra í skurðinn. Vélarnar
steyptust til jarðar austanvert
við skurðinn. Klukkustund síðar
komu enn tvær ísraelskar flug-
vélar inn yfir egypzkt land, og
tókst loftvarnarskyttum að
Jólin komo til
Keflavíkur
1 GÆR var reist stórt og fagurt
jólatré á svæðinu við Skrúðgarð
inn, þó það sé enn ekki ljósum
prýtt. Jólatré þetta er gjöf frá
Kristánsánd, vinabæ Keflavíkur
í Noregi. Undanfarin ár hefur
vinabærinn sent Keflavík sams
konar jólagjöf, sem vakið hefur
hrifningu og þakklæti allra Kefl
á þvi þegar tími er koiminn til
víknga. Ljós verða svo tendruð
við hátðlega athöfn.
Á sumri komanda munu full
trúar frá öllum vinabæjum
Keflavíkur á norðurlöndum,
koma til móts í Keflavík. Vina-
bæirnir eru: Kristjánsandur í Nor
egi, Hjörring í Danmörku, Tro-
uhettan í Svíþjóð og Kerava í
Finnlandi. Undirbúningur er
þegar hafinn til móttöku þess-
ara kærkomnu gesta. — hsj.
Hituðu vutn til uð
þvo stiguhúsið
skjóta aðra þeirra niður. Flug-
manni hennar tókst einnig að
bjarga sér í fallhlíf, segir í frétt
inni frá Kairó.
Talsimaður hersins í ísrael sagði
í dag, að ísraelsk könnunarflug-
vél hefði verið skotin niður í
nánd við Súezskurð, og hefði
vélin fallið í sjóinn um 20 km
fyrir sunnan Port ToufKik við
suðurmynni Súezskurðar. Sagði
talsmaðurinn að hafin væri leit
að áhöfn vélarinnar, en neitaði
því að fleiri vélar hefðu verið
skotnar niður.
Það hefur komið fyrir nokkr-
um sinnum að undanförnu að
kvartað hefur veri’ð undan því
í Arabaríkjunum að herflugvél
ar frá ísrael hafi rofið loft-
helgi þeirra, og nú síðast hinn
21. nóvember sögðu talsmenn
jórdanska hersins að tvær ísra-
elskar flugv. hefðu verið skotn-
ar niðuF við landamærin. Við-
urkenndu ísraelsmenn . þá að
hafa misst eina flugvél.
* ... » » » .
Stólkross geí-
inn Hríseyjnr-
kirkju
Hrísey, 1. des.
NÝLEGA er lokið við að setja
upp vandaðann stáikross á turn
Hriseyjarkirkju. Er það gjöf frá
frú Lilju Valdimarsdóttur á Ak-
ureyri til minningar um mann
hennar, Steingrím Guðmunds-
son rennismið og aðra látna
ættingja. Sveinbjörn forstjóri í
Reykjavík sá um smíði krossins
og færir sóknarnefndin frú Lilju
þakkir fyrir þessa myndarlegu
gjöf.
— Fréttaritari.
y . ■». ,♦ ♦ —
„I.oftleiða-fundur" samgöngu-
málaráðherra Norðurlanda.
OSLÓ, 1. des. — Samgöngumála-
ráðuneytið norska hefur skýrt
frá því, að í þessum mánuði
verði haldinn fundur samgöngu-
málaráðherra Norðurlanda til
þess m.a. að ræða Loftleiða-mál-
ið. Óvíst er hvenær í mánuðin-
um fundurinn verður haldinn.
Jólasveinamir keyrðu eftir miðri götunni og höfðu engar áhyggjur af hægri eða vinstri umferð
Jólasveinar á vélsleöa
FYRSTU jólasveinamir, sem
heimsækja Reykvíkinga að
þessu sinni, komu af fjöllum
í gær. Við urðum fyrst varir
við þá inn við Elliðavog, þar
sem þeir komu þjótandi nið-
ur brekkurnar á vélknúðum
sleða og með einn vagn í togi.
Það var auðséð, að þeir voru
hvorki vanir svona vélum eða
vegum, því að þeir óku í ótal
beygjum á götunni og virtust
ekki kunna neinar umferðar-
reglur, en það var allt í lagi,
því að lögreglan var í nám-
unda og fylgdist með þeim,
blessiuðum. Þeir óku í gegn
um bæinn og námu staðar
fyrst uppi á Arnarhól, og þar
hópuðust krakkamir auðvit-
að í kringum þá. Jólasvein-
arnir sungu „Bráðum koma
blessuð jólin“ og krakteirnir
tóku undir með hárri raust.
Það var erfitt cð ná taH af
jólasveirfunum, þar sem þeir
hoppuðu og dönsuðu um all-
an Arnarhólinn, en tókst þó
rétt áður en þeir héldu ferð
sinni áfram.
— Hvað heitir þú, jóla-
sveinn?
— Heiti?, bíddu nú við —
jú, ég heiti Kjötkrókur og
bræður miínir tveir heita
Stúfur og Stekkjastaur.
— Eruð þið komnir langt
að?
Já, já, já, við komum of-
an úr Skálafelli, annars ætl-
uðum við að. vera fjórir núna,
en einn var svo óþægur að
Grýla mamma okkar lo’kaði
hann inni í skammarkróknum
og vildi ekki leyfa honum að
fara með okkur núna.
— Ætlið þið að stoppa
lengi?
— Við ætlum að vera alveg
fram yfir jól, það er svo gam-
an hérna í henni Rvík, öll
ljósin og skrautið í búðar-
gluggunum. — Og svo krakk-
arnir.
— Hvar ætlið þið að gista,
kannski í snjóhúsi?
— Nei, við eigum svo marga
vini hérna, við ætlum að vera
hjá þeim og næstu nætur ætl-
um við að vera hjá honum
Pétri syni hans Péturs, eða
kannski hjá vinum okkar
niðri í æskulýðsheimilinu við
tjörnina.
— En hvar ifenguð þið þessa
skringilegu vél?
— Vélina, það heyrist næst-
um því eins hátt í henni eins
og Grýlu mömmu okkar, en
ég skal segja ykkur það, að
hann Stúfur fann vélina ein-
hversstaðar og spurði svo
þann sem átti hána hvort að
hann mætti prófa hana, og
það var allt í lagi, en gallinn
er bara sá að Stúfur keyrir
alltaf beint af augum, hvort
sem það er hægt eða ekki.
— Keyrið þið ekki á vinstri
kanti?
— Nei, nei, okkur er alveg
sama hvort það er keyrt
hægra eða vinstra megin, við
keyrum bara á miðri götunni.
Svo héldu jólasveinarnir
áfram ferð sinni um bæinn til
þess að athuga hvort krakk-
arnir í Reykjavík væri ekki
stillt og góð.
Ný kjörbúð opnuð
á Carðahreppi
1. DESEMBER var opnuð ný
kjörbúð í Garðahreppi að Garða-
flöt 16-18. Kemur hún í stað
annars kjörbúðarbíls Kaupf.
Hafnfirðinga, en það mun fyrsti
áfangi af stórbyggignu, sem
reisa á þarna.
Verzlunarstjóri er Björn Ax-
elsson, en deildarstjóri Ragnar
Pétursson. Þarna verður til sölu
fjölbreyttur varningur, mjólk,
kjöt, fiskur, nýlenduvörur, rit-
föng og fleira. í ráði er að selja
þarna það nauðsynlegasba af
fatnaði og rafknúin heimilis-
tæki. Óráðið er ennþá, hvernig
næsta áfanga hússins verður ráð-
stafað, en líklegt er, að hann
verði leigður út fyrir einhverja
Bazar Sjálfsbjargar
þjónustu, svo sem hárgreiðslu-
stofu, raftækjaviðgerðir eða þess
háttar.
Rúmt ár er síðan byrjað var
á húsinu. Teikningar gerði teikni
stofa SÍS, arkitekt er Hákon
Hertervig. Yfirsmiður var Guð-
mundur Lárusson, Hafnarfirði,
múrarameistari Sigurjón Jóns-
son, sama stað, raflagnir sá Sig-
urður Sigurjónsson Rvik. um,
dúklagnir önnuðust Einar cg
Sæmundur, málningu annaðist
Jón Einarsson, Garðahreppi og
pípulagningar Jón Hansson
Hafnarfirði.
Helgnlell lestor
NOKKUÐ hefur borið á því, að
undanförnu, að hitaveitan hafi
brugðizt í íbúðarhverfum þeirn,
sem hærra liggja í borginni. í
gær var orðið vatnslaust í sum-
um þessum hverfum um nónbil.
Verkstjóraskrifstofan skýrði
blaðam. Mbl. svo frá síðdegis í
gær, að vatnið hefði horfið úr
hverfunum við Skólavörðuholt-
ið og Landakotshæðina milli kl.
2 og 3 í gær. Væri ógerningur
að segja fyrr um ástandið i dag,
jafnvel þó írostlaust yrði, því að
ekki hefði tekizt að ná upp nægi
legri vatnshæð i geymunumo,
enda þótt frostlaust hafi verið
siðustu daga.
í húsi einu við Skólavörðu-
hæðina, þar sem fram fór hrein-
gerning á stigahúsi í gær, varð
að hita á rafeldavél nær aílt það
vatn, sem með þurfti til þvotta
á stigahúsinu, sem er í þrílyftu
húsi. Þarna var vatnið farið um
kl. 2 í gær.
BAZAR Sjálfsbjargar verður
opnaður í Listamannaskálanum
sunnudaginn 3. des. n.k. kl. 2.
Þessi mynd var tekin núna í
vikunni í Mávahlíð 45, þar sem
fólk úr félaginu hefur komið
saman eitt kvöld í viku allt ár-
ið, til að undirbúa bazarinn.
Sérstaklega fallegir og vand-
aðir handunnir munir verða til
sölu á bazarnum, aðventukransar
og aðrar jólavörur, einnig heima
bakaðar smákökur.
Ágóðinn rennur allur til hús-
byggingar félagsins.
síld í Hrísey
Hrísey, 1. des.
HELGAFELL lestar hér 1000
tunnur af síld til útflutnings í
dag og er það fyrsta skipið, sem
leggst hér að bryggju, eftir að
viðgerð lauk á skammdum þeim,
er urðu á bryggjunni, er Goða-
foss rakst á hana 31, okt. sl.
Hér er alltaf sama gæftaleys-
ið og gieta bátar ekki ráið af
þeim sökum. — Fréttaritari.
ISTUTTÖ MÁLI
Skozkt whisky hækkar um allt
að 11.5%
London 1. des. NTB.
Útflutningsverð á skozku
whisky hækkar um allt að 11,5%
vegna gengislækkunar sterlings-
pundsins, að sögn „The Scotch
Whisky Association". Hækkun
þessi stafar af auknum kostnaði,
einkum í sambandi við auglýs-
ingar og sölumennsku erlendis.
Karjalainen í Moskvu.
Podgorny til Finnlands á 50 ára
afmælinu.
Moskvu, 1. desember, NTB.
Ahti Karjalainen, utanrikis-
ráðherra Finnlands ræddi lið
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna í Moskvu í
dag fyrir hádegi. Síðdegis átti
Karjalainen svo viðræður við
Nikolai Podgorny, forseta Sovét-
ríkjanna, sem verður formaður
sendinefndar þeirrar, sem Sovét-
stjórnin sendir til Finnlands, að
vera við hátíðáhöldin í tilefni af
50 ára afmæli fullveldis Finn-
lands í næstu viku.
Þriðja skilnaðarmálið í
Hollywood.
Hollywood, 1. desember, NTB.
Kvikmyndaleikararnir Tony
Curtis og Christine Kaufmann
ætla nú að skilja eftir fimm ára
hjónaband, að því er segir í frétt-
um frá Hollywood. Christine
Kaufmann, sem nú ei 22 ára göm
ul, staðfesti í dag þá fyrirætlan
sína að flytja að heiman og
sækja um skilnað. Þetta er
þriðja skilnaðarmálið sem upp
kemur í Hollywood á rétt rúmri
viku. Áður höfðu leikarahjónin
Frank Sioatra og Mia Farrow
tilkynnt að þau hygðust skilja
og sömuleiðis Sammy Davis jr.
og May Britt.
Sprenjutilræði við lögreglustöð
í Hong Kong.
Hong Kong, 1. desember. AP.
Tvær sprengjur hermdar-
verkamanna, mjög aflmiklar,
sprengdu í loft upp lögregluistöð
eina í Hong Kong í dag og
særðu tæplega þrítugan Kín-
verja, sem þar var staddur og
15 ára kínverska stúlku. Hvor-
ugt þeirra var sagt hættulega
sært, en bæði voru flutt í sjúkra
hús. Þetta er annað sprengjutil-
ræðið við þessa lögreglustöð,
sem er óvenju vel varin. Tilkynn
ingar bárust um 30 sprengjur
hermdarverkamanna fró þvi
klukikan átta að morgni til klukk
an átta síðdegis, en flestar
þeirra tókst að gera óvirkar áður
en þær siprungu og hinar ullu
litlu tjóni.