Morgunblaðið - 03.12.1967, Page 8
8
MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967
Lawrence — Rembrandt og
tilraunadýrin
THe Art of D. H. Lawrence.
Keith Sagar. Camjbridgfi Univer
sity Press 1966. 63/—
Rembrandt and the Italian
Renaissance. Kenneth Clark.
John Murray 1966. 63/—
Human Guinea Pigs. Experi-
mentation of Man. M. H. Papp-
worth. Routledge & Kegan Paul
1967. 32/—
TOYNBEE segir einihversstaðar
að fræðimennskan hlaði upp
byggingum sínum hverri ofan
á aðra og enginn viti með vissu
styrkleika bygginganna, ailt
geti gerzt, en listaverkið standi
um allar aldir, tíminn grandi því
aldrei. Kenningar dr. Sagars
geta staðist um tíma, en síðar
munu koma fram aðrar kenn-
ingar, sem reistar verða ef til
vill að nokkru á kenningum
hans, en aðeins að nokkru. En
listaverkin, sem rædd eru, munu
standast tímans tönn, óbreytan-
leg og lifandi eigin lífi.
„Allt, sem er nýtt finnur í
sér nýtt form, sem síðan er
nefnt list“, er haft eftir Fr.edu
Lawrence. Lawrence sagði sjálf
ur, að bækur sínar myndu ekki
að fullu skildar og viðurkennd-
ar fyrr en að þrjú hundruð ár-
um liðnum. Það var ekki að á-
stæðulausu, þegar lesin er gagn
rýni um fyrstu bækur hans.
Hann þótti brjóta öll lögmál
ríkjandi bókmenntahefðar, Ed-
win Muir kvartaði yfir því, að
hann myndi ekki þekkja per-
sónuT hans, ef hann mætti þeim
á götunni. Lawrence lýsiir ekki
útlitinu, heldur innstu lífskviku
hvers einstaklings. Þetta var
nýt't fyrirbrigði í bókmennt.um
rétt eftir aldamótin 1900, aðdá-
endur Lawrence gátu ekki tjáð
þetta nýja viðhorf, þennan nýja
stíl með orðum. Sumir töldu að
Lawrence væri ekki fyrst og
fremst listamaður, heidur spá-
maður, sálfræðingur og heim-
spekingur — lifssnillingur. Hann
reis öndverður gegn vélvæðing-
unni, gerfimennskunni og
hræsninni í bókum sínum. Hann
boðaði rétt og fegurð frum-
stæðra hvata og vildi lifa lista-
verkið. Hann leit á skáldsöguna,
sem tjáningarform allrar veru
mannsins, ekki sem hluta af hon
um, heldur skyldi hann vera
þair alllur. Lawrence taldi, að nú
tímamaðurinn lifði aðeins hluta
lífs síns, hálfu lífi og það
skekktu og bjöguðu, að hann
væri aldrei heill í veru sinni og
að tílfinningar hans næðu aldrsi
að flæða um hann allan og al-
taka hann, það væri alltaf eir.-
hver varanagli, tillitsemi við
hefð, sem oftast væri einber
hræsni.
Dr. Sagar gerir tilraun til
þess að lýsa list Lawrence með
þvi að rannsaka og rýna ævi
hans og lífsskoðanir og lýsa þvi
á hvern hátt þessar skoðanir
birtast í verkum hans. Höfund-
ur spyr í formála: „Hversvegna
form síðustu verka hans, sé svo
frábrugðið formi og tjáningu
fyrri verka“? Höfundur álítur
að skipta megi ævi Lawrence í
fjóra þætti. Fyrsti þáttur "■panni
árin 1906—1911, það sé tímabil
uppgötvana og vaxtar. 1912 13
sé tímabil fulls sköpunarþroska.
1917-1924 telur höfundur ein-
kennast af siðferðilegri og list-
rænni óvissu og öryggisleysi,
sem stundum nálgist það að
vera sjúklegt og loks tímabdið
1925-30, sem sé tími nýrra hug-
mynda og lrstar. Höfundur telur
að verk Lawrence frá síðasta
tímabilinu, séu vanmetin, en
meðal þeirra telur hann margt
það bezta, sem eftir hahn 3igg-
ur. Höfundur hefur valið til
rannsóknar skáldsögur, kvæði
og málverk Lawrence, hann vel
ur úr þá texta, þar sem hann
álítur að snilld höfundar nái
hæst og þar sem skoðanir hans
birtast skýrast. Hann bex síðan
saman verkin og dregur af þeim
sínar ályktanir. Og rannsóknir
hans leiða til ákveðinnar skoð-
unar á tiilgangi Lawrence, með
verkum sínum. Hann vildi vaifa'
öllum þátt í reynslu sinni af
fullu lífi, gleði þess og fyllingu.
þessi bók er líklega ein sú
fyllsta, sem set hefur verið sam-
an um þróunarferil og listaferil
Lawrence. Bókinni fylgja bóka-
skrár og registur.
Sir Kenneth Clark hefur sett
saman nokkrar bækur um list-
fræði og listasögu, meðal þeirra
eru „The Nude“ og „Landscape
into Art“. Þótt hann sé ekki sér
fræðingur í holllenskri list, £á
hafa athuganir hans á verkum
Rembrandts og ítalskra málara
á 15. og 16. öld leitt hann til
frekari rannsókna á áhrifirn,
ítalanna á Rembrandt og úr-
vinnslu hans úr þeim áhrifum.
Það kemst enginn listamaður
hjá því, að verða fyrir áhrifum
annarra, en það fer eftir gáfum
og snilli hvers og eins, hvort á-
hrifin verða honum til þroska,
hvort hann notar áhrifin til
sjálfstæðrar og persónulegrar
listsköpunar eða þau verða hon-
um fjötur á persónulega tján-
ingu. f þessari bók segir Sir
Kenneth sögu þeirra áhrifa, sem
hann álitur að Rembrandt hafi
orðið fyrir af ítölsku meistur.m-
um.
Um 1630 er Amsterdam mið-
s’töð listaverkasölunnar í he.m-
inum, þangað voru send listá-
verk alls staðar að úr Evrópu
til að seljast, og ekki sízt frá
ftalíu. Ýmsir hollenskir málar-
ar virðast jafnframt hafa verið
listaverkasalar, svo sem Verm-
eer. Rembrandt stundaði einnig
þessa kaupsýslu að nokkru, var
í s'ambandi við listaverkakaup-
menn áður en hann settist að í
Amsterdam. En hann var þó
frægari, sem safnari. Samtíma-
beimildir segja, að enginn hafi
boðið eins hátt verð fyrir mál-
verk og hann og það var vegna
þess, að hann þurfti á þekn að
halda, bæði sem listaverkum og
einnig til þess að læra af þeim
Það var ekki eins auðvelt fyrir
listamenn að kynna sér myndlist
þeirrar tíðar, eins og það er
þeim nú auðvelt, nú standa
hundruð sýninga og safna hon-
um opin og öli list veraldarinn-
ar er honum hahdhæg í eftir-
prentunum. Á 17. öld hagaði
öðru vísi til, þá varð listamað-
urinn að eiga sjálfur safn lista-
verka til þess að framast í list
sinnL Svo til allir fremstu lista-
menn á 17. öld voru safnarar.
Það vill svo vel til fyrir list-
fræðinga, að til er s-krá um mál
verk Rembrandts frá 1656, sem
er til komin vegna gjaldþrots
hans. Af þeirri skrá má fá yfir-
lit yfir eignir málarans og mál-
verkin. Af þessari skirá sézt, að
Rembrandt hefur átt safn sam-
tíma málverka og mikið safn
skissa og ætimynda. Þetta safir
var skóli Rembrandts.
ing og þekkingu höfundar henn- húsum og eru réttlættar með vis-
Sir Kenneth rekur áhrif
ítölsku meistaranna á listafarii
Rembrandts af miklum lærdóai.^
og nákvæmni og, einnig á hvern
hátt Rembrandt vann úr þess-
um áhrifum, frjóvgaðist af þeisn
og óx sem listamaður. Sir Kenn
eth tekur dæmi af nokkrum
frægum myndum meistarans og
sýnir hvernig ímyndunarafl cg
snilligáfa meistarans auðgast af
tengslum við ítölsku meistarana.
Höfundur rekur mörg dæmi um
þessi áhrif og tengsl og bókin
verður til þess að sýna enn
skýrar snilli meistarans og skiln
ar. Bókin er smekklega gefin út,
pappír vandaður og 181 svart
hvítar myndir eru í texta.
Einn viðbjóðurinn, sem við-
gekkst í fangabúðum nazista
voru tilraunir lækna á lifandi
fólki. Slíkar tilraunir eru þvx
miður ekki einskorðaðar við
fangabúðir nazista. Því er þessi
bók skrifúð af lækni, sem hef-
ur kynnt sér þessi mál ræki-
lega. Hann lýsir þeim áhrifum,
sem slíkar tilraunir hafa á lækr.
ana, sem tilraunirnar gera og á
þá menn, konur og börn, sem
notuð eru sem tilraunadýr.
Flestir læknar vilja ekkert um
þessi mál vita, og margir gera
sér enga grein fyrir því hve
þessi tilraunastarfsemi er víð-
tæk. Höfundurinn telur að það
hljóti að vera takmörk fyrir því
hversu langt læknar gangi í að
gera hættulegar tilraunir með
meðöl og aðgerðir á lifandi fólki.
Það eru engin einsdæmi lengur
að ný meðul séu reynd á sjúkl-
ingum, án þess að læknirinn hafi
hugmynd um hvernig þau rnuni
verka, og án þess að sjúklíngur-
inn sé spurður. Oft verða slíkar
tilraunir til þess að tefja fyrir
bata sjiiklingsins, og hafa mjög
oft enga þýðingu fyrir viðkom-
andi sjúkdóm. Höfundurinn lýsir
nokkrum tiiraunum, sem vafa-
samar mega teljast, viðkomandi
læknar eru nafngreindir og víls-
að er til læknarita, þar sem til-
raununum er lýst. Venjulega eru
þessar tilraunir gerðar í sjúkra
indalegri nauðsyn, höfundurinn
telur að meiri hluti þeirra, sem
stunda þessar tilraunir og til-
raunir vinni af samvizkusemi og
í samræmi við hæstu siðferðis-
kröfur, en hann telur að hópur
þeirra, sem hárði ekki um sjúkl-
inginn, sem mannlega veru, held
ur sem réttlaust tilraunadýr, fari
vaxandi. Fáar iðngreinar gefa nú
á dögum jafn drjúgan arð, sem
lyfjaiðnaðurinn og margar teg-
undir deyfi og örvunarlyfja sem
nú kama árlega á markaðinn á-
samt hormónalyf jum, hafa reynst
lífshættuleg, en þrátt fyrir það
virðast ýmsir læknar full gin-
keyptir fyrir auglýsingum lyfja-
iðnaðarins. Þetta er mjög þörf
bók bæði læknurn og leikmönn-
um og sérstaklega tilvonandi
sjúklingum.
MOttCUNBLADIÐ
Bazar Sjálfsbjargar
BAZAR Sjálfsbjargar verður J Sérstaklega fallegir og vand-
opnaður í Listamannaskálanum aðir handunnir munir verða til
sunnudaginn 3. des. n.k. kl. 2. sölu á bazarnum, aðventukransar
Þessi mynd var tekin núna í og aðrar jólavörur, einnig heima
vikunni í Mávahlíð 45, þar sem | bakaðar smákökur.
fólk úr félaginu hefur komið
saman eitt kvöld í viku allt ár- í Agóðinn rennur allur til hús-
<í»ið, til að undirbúa bazarinn. ' byggingar félagsins.
HEIMSMEIST ARARNIR í HANDKNATTLEIK
TÉKKOSLÖVAKÍA
LANDSLEIKIRNIR
ÍSLAND
í DAG KL. 16.00 í LAUGARDALSHÖLLIINIIMI
AÐGÖIMGUIHIÐAR SELDIR FRÁ KL. 13.00
Á MORGUN KL. 20.15
AÐGÖIMGUMIDAR SELDIR í BÓKAVERZLUIM LÁRUSAR BLÖIMDALS
OG í LAUGARDALSHÖLLIIMIMI FRÁ KL. 18.00