Morgunblaðið - 03.12.1967, Page 12

Morgunblaðið - 03.12.1967, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967 J3 Alþjdðasamstarf æskunnar Við, sem nú rá'ðum mestu í heiminum, miðaldra fólkið og gamla fólkið skilum framtíð- inni öryggislausri veröld, þar sem aleyðing vofir yfir á hverri stundu, ef illa fer. Það er því eða ætti að vera æskunni takmark að vinna frið- inn, skapa öryggi, bægja hætt- um á brott, lægja hafrót inni- byrgðs ótta í óteljandi hjörtum. Ekkert stuðlar betur að þess- ari friðarsókn en gagnkvæm kynni meðal þjóðanna, og í framhaldi þeirra kynna kemur samstarf og samskipti, áðstoð og hjálp, þar sem þess er þörf, en umfram allt sameiginleg átök og barátta gegn hungri, ólæsi og fordómum. Sagt er og raunar sannað, að hungurvofan er hættuleg- asti óvinur alls mannkyns. Hún kvelur og æsir, örvar og tryllir í þeim löndum þar sem hún á varanlegan samastað. Hatur, vanþekking og öfund í garð auðugu þjóðanna getur svo hve- nær sem er komið af stað hættu- legri heimsstyrjöld en nokkru sinni hefur lagt hramm sinn yfir mannkynið. Það er því hvítu og auðugu þjóðunum ekki einungis hugsjón og líknarstarfsemi að efla sam- starf og kynni, hjálpa, kenna, lækna og gefa meðal hinna fá- tæku þjóða, heldur verður þa'ð með hverjum degi og meira og meira hinn eini varnarmúr, öll- um hervömum betra gegn vænt- anlegri árás og hatursfullum hernaðaraðgerðum hinna svo- kölluðu vanþróuðu þjóða, sem þrátt fyrir allt vaxa stöðugt að hernaðaranda og hernaðartækni. Það var með þessa staðreynd í huga, sem John Kennedy Banda- ríkjaforseti stofnaði hinar svo- nefndu Fri'ðarsveitir (peace- corps) sínar. En það eru sveitir manna og kvenna, ungs fólks, sem fær sérstaka þjálfun og sérmenntun ásamt almennri mentun í ein- hverju sérstöku starfi til þess að fara út í heiminn til að kenna ungu fólki í vanþróuðu lönd- unum að hjálpa sér sjálf. Æfa það í tæknilegum starfsaðferðum og vélvæðingu nútímans, veita því innsýn í heilsugát og lækn- ingatækni mannlegra meina, kenna því lestur og skrift og aðrar félagslegar frumreglur nútímasamskipta og umgengni. Segja má, að þetta sé eitt hið merkasta, sem þessi merki maður þessarar aldar stofnaði til. En þótt mikið hafi sjálfsagt unn- izt á þessu sviði, þá hefur verið hljótt um þessa starfsemi, sfð- en Kennedy dó, en þeim mun hærra um það, sem mörgum sýnist ganga beint í aðra átt, það er Viet-Nam styrjöldin. En um það mikla vandamál skal þó ekki rætt hér að sinni, heldur hitt, hvað unga fólkið gerir og verður að gera til að vernda og efla friðinn í heim- inum, og koma upp sínum frið- ársveitum, þótt á öðrum vett- vangi sé eða með öðru skipu- lagi en Fri'ðarsveitir Kennedys, þótt sannarlega mætti hafa þær að fyrirmynd. Sannarlega sýndist ekki mlnni þörf að t. d. íslenzka ríkið styrkti slíka alþjóðlega starf- semi ekki síður en hernaðar- bandalög þótt slikt kunni að þykja nauðsyn í bilL Það verða þó til lengdar aldrei vopn eyðingar og grimmdar, sem bjarga og vernda, heldur andleg vopn góðvildar, mann- úðar og mannhelgi. Og eins og einhver austrænn þjóðhöfðingi lét hafa eftir sér fyrir skömmu, þá er hverri þjóð betri bið og þolgæ’ði, jafnvel auðmýking og undansláttur en blóðbað, morð- æði og aleyðing. Það er einmitt það, sem lista- skáldið okkar nefndi „góðs að bíða“, sem nú virðist ein nauð- synlegasta lexía margra, kannske allra þjóða. En samt má biðin ekki verða of löng. Og þess er engin þörf, ef æskan vill rétta fram örvandi hönd, og vera sam- taka um að rýðja úr vegi hætt- um framtíðarinnar. Hér á íslandi hefur enn ekk- ert verið unnið skipulega að þessari uppbyggingu heimsfrið- arins. Þó má ekki gleyma hinu myndarlega átaki Herferðar gegn hungri og mörgum söfnun- um, þar sem unnið hefur verið í þessum anda og stórfé á mæli- kvarða þessarar minnstu þjóðar verið safnað og sent til að bæta úr vandræðum framandi þjóða. Allt þetta sannar, að hér er gó'ður jarðvegur fjrrir slíkar frið- arsveitir og framkvæmdir til fæðslu og hjálpar. En við þurfum sjálf fræðslu og leiðsagnar á þessu sviði, svo að fundin verði hin auðveldasta og um leið áhrifamesta leið til úrbóta og átaka. Og þar gætum við fyrst og fremst lært af því, hvernig frændþjóðir okkar á Norðurlöndum vinna nú þegar. En um það skrifaði ég ofur- litla grein í sumar og lýsti þar starfi og skipulagningu Mellem- folkeligt Samvirkes — Alþjóð- legs samstarfs í Danmörku. Og þar vil ég minna á þá staðreynd, áð danska ríkið veitir á okkar mælikvarða stórfé til æskulýðsstarfa í þessum málum, en ég veit ekki til, að hér sé veitt ein einasta króna í sama tilgangi frá hinu opinbera. Að öðru leyti skal hér ekki rifjað upp það, sem sagt er í þessari grein, en aðeins vísað til hennar um upplýsingar. Hin unga hugsjónakona í frið- armálum Herdís Tryggvadóttir hefur þó ekki gefizt upp, þótt erfiðlega gangi, heldur vinnur nú að því að hvetja til átaka og heilladrjúgs upphafs, en að sjálf- sögðu er allt slíkt nær ókleift án þess að hafa fjárhagslegan grunn til áð standa á. Nú væri það næsta að fá hing- að einn eða fleiri leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir áhugafólk og kenna því að sam- eina átök sín um að senda einn eða fleiri unga íslendinga til starfs í einhverju þróunarland- anna. En einsætt væri að velja einhvern einn stað í einhverju landi til að byrja með og sjá, hvað hægt yrði að gera. En þar er a'ðferð íslenzka kristniboðsins í Kongó í Afríku gott til hliðsjónar, þótt ekki yrði hér um beint kristniboð að ræða, hlyti það að bera blæ af hug- sjónum kristindóms. Sé litazt um á Norðurlöndum verður einna fyrst fyrir að kynn- ast samtökum háskólaæskunn- ar og samstarfs stúdenta á þessu sviði. Slík samtök munu elzt og einna bezt skipulögð og því af þeim mest að læra. I Danmörku nefnast þau In- ternational Student Centre, skammstafað ISC og mun það vera alþjóðlegt heiti og skamm- stöfun, þv: áð svipuð starfsemi mun vera í flestum menningar- löndum. Við gætum nefnt þetta Al- þjóðlega stúdentamiðstöð á ís- 77l&uk4HS>'. Eru persónur skáldsagna eftirmyndir raunverulegs fólks? Þessi spurning heyrist oft, og rithöfundar svara næstum allir neitandi. Lesendur (nema hinir allra bezt upplýstu) halda áfram áð skyggnast eftir einkennum lifandi og dauðs fólks í sögupersónunum. Þeir segja í einfeldni sinni: „Baróninn af Charlus var Montesquieu ... Rastignac svar- ar til Monsieur Thiers. „Ég veit með sanni, að aðrir halda því fram af álíka mikilli sannfæringu, að fyrirmynd baróns- ins af Charlus hafi verið Doazan barón. Proust sjálfur kunni svar við þessum getgátum: „Bók er stór kirkju- garður, þvi á fæstum legsteinum hennar er lengur hægt að greina máð nöfnin. Proust hitti naglann á höfuðið. Það gengur enginn lyk- ill að beztu skáldsögunum. Skáldsagnahöfundur fylgist ekki með einhverjum sérstökum útvöldum mönnum til að byggja upp persónur sínar, — hann hripar ekki niður or'ð og athafnir eins og sálkönnuður mundi gera. Ef hann gerði það, tækist honuim aldrei að gæða verk sitt neinu lífi. Ég hef tekið eftir því, að hendi það mig að taka upp í skáldsögu setningu nákvæmlega eins og hún var sögð eða orðrétt bréf, þá fordæma skörpustu gagn- rýnendur þessa kafla fyrir það, hvað þeir séu ólíklegir. Rómantískur sannleikur er ekki lögfræðiLegur sannleikur. Skáldsaga er ekki fremur bókstafleg lýsing á heiminum en fallegt málverk er ljósmynd. Hvernig er þá rómantískt sköpunarverk byggt upp? Ég ætla mér ekki þá dul að setja nein lögmál né lýsa einhverjum algildum aðferðum. A'ðferðimar eru jafnmarg- ar höfundunum. Balzac vann ekki á sama hátt og Zola né Stendhal eins og Proust. En þó má draga upp nokkr- ar grófar allsherjarreglur. Samkvæmt öllum þeirra fylg- ir fæðingu persónu, þ. e. þegar hugmyndin rennur upp fyrir höfundinum, talsvert skyndiáfall tilfinninganna. Allt í einu virðist kannski ein eða önnur kona, sem maður hitti nýlega, verð slíkrar rómantískrar athygli. Hvers vegna? Vegna þess að hún vekur einhverja innri þörf, vegna þess að hún vekur upp minningu um aðra konu, sem eitt sinn var elskuð eða hötuð, eða einfaldlega af því að hún virðist frumleg og sérstæð. Sá raunverulegi einstaklingur, sem þessa athygli hefur vakfð, geymist í huga rithöfundarins eins og vangasvipur í skissubók listmálara. Kannski verður hann áfram aðeins skissa og þróast aldrei, eða hann verður kannski að mið- depli, sem allt snýst um, punkti, sem rafeindir þeytast kringum, fleiri og fleiri, hugarfóstri, sem nærist á öllum heilabrotum og allri vitund rithöfundarins. Fuglsprófíll Madame de Chevigné og hrjúf rödd hennar lögðu hertoga- frúnni af Guermantes til fas. Þessi líkami er látinn segja fram orð Madame Strauss og framkvæma athafnir, sem Reynaldo Hahn og Antoine Bibesco segja frá eftir minni, og síðast en ekki sízt bætast við allt þetta atburðir og setningar, sem urðu til í huga Prousts. Því að sögupersónan hefur sitt exgið líf, strax eftir að hún tekur að skýrast í huga rithöfundarins. Hún hreyfir sig, talar og finnur til. Hún þróar með sér ákve'ðna „af- stöðu“, hugsanagang, sem er hluti af skapara sínum, en þó landi til samræmis við þá hneigð að gefa öllu íslenzkt heiti. En auðvitað væri samt bezt að nefna þessa starfsemi bara Isc — fram- ber Isk, það mundi bezt til sam- starfs við þá ytra. Og þessi stú- dentamiðstöð er fyrst og fremst mótstaður í Östergade 16 í Kö- benhavn, sími (oi) 15 32 16. Þarna koma saman og hittast stúdentar frá öllum þjóðum og kynþáttum, án tillits til þjóð- ernis, trúarbrag'ða, litarháttar eða stjórnmálaskoðana. Þetta er staður þar sem hægt er að hittast óformlega, njóta hvíldar, öryggis og ánægju. Þarna er miðstöð vináttu, bróð urlegra viðræðna og persónu- legra kynna og þó um leið náms og þekkingar og gagnkvæms skilnings milli einstaklinga og þjóða. Hjá Isk í Austurgötu 16 er á boðstólum leiðbeiningar og að- stoð fyrir félaga bæði í hag- kvæmum fyrirætlunum og per- sónulegum vandamálum, sem upp kunna að koma me'ðan þeir dvelja í Danmörku. Þar eru einnig skipulagðar heimsóknir til fjölskyldna bæði fyrir eitt kvöld, og einnig fyrir heila helgi eða jafnvel vikudvöl, til þess að skapa kynni og þekkingu út- lendra stúdenta við hina gagn- menntuðu dönsku þjóð og það, sem í Danmörku má læra. Salir eru opnir frá kl. 5—11 síðdegis alla daga, nema mánu- daga, og á fimmtudögum og föstudögum er opnað kl. 2,30 eft- ir hádegið. Á kvöldin eru sýndar kvik- myndir, fluttir fyrirlestrar og tónleikar. Stundum eru kapp- ræður eða umræðufundir um ýmisleg málefni. Þá eru einnig námskeið, skemmtikvöld, kvöld helguð sér- stökum þjó'ðum með þjóðlegum réttum á borðum og þjóðbúning- um, ennfremur svokallaðar te- borðsræður. En þar ber margt á góma í frjálslegum samtökum. I salarkynnum Isc eru setu- stofur, þar sem spilað er og teflt eða bara talað saman. Þar er „bar“, þar sem kaffi, te, bjór og kaldir drykkir fást með sann- gjörnu verði. Þar er sýningar- salur notaður til fjölbreyttra mjmdasýninga, dansleikja og tennis-íþróttar. Þar er lesstofa með tímarit- um, blöðum og dálitlu bókasafni einkum um gagnkvæm kynni þjóðanna. Þar eru sérstakir salir til náms og fræðslu og minni herbergi fyrir einkafundi smærri hópa. Skrifstofa er þarna opin til að veita upplýsingar og leið- beiningar um starfsemina og annáð, sem útlenda stúdenta snertir og erindi þeirra í Dan- mörku. Félagaskírteini í Isc er hægt að fá með því að snúa sér til stjórnarnefndar Isc með ósk um upptöku til réttinda við stofn- unina. Þar koma til greina allir út- lendir stúdentar og námsfólk, sem dvelur innan landamæra Danmerkur minnst fjórar vikur. Ennfremur danskir stúdentar og námsfólk æðri skóla, sem hefur áhuga fyrir kynnum, sam- böndum og samstarfi við náms- fólk annarra landa, eða vill taka þátt í dagskrárundirbúningi, rétt til upptöku í þennan stú- dentaklúbb. Framh. á bls. 21 aðgreindur frá honum. Afsakið að ég skuli freistast til að nefna persónulegt dæmi, en þegar Bramble ofursti (aðal- persónan í „Les Silences de Colonel Bramble", sem var fyrsta bók Maurois. Þýð.) var smám saman að taka á sig ákveðna mynd innra með mér, afkvæmi hundrað mis- munandi ofursta, sem nærzt hafði á þriggja ára athugun, vissi ég brátt hvernig hann hefði brugðizt við í hverju tilviki. Ég þurfti ekki að velta því fyrir mér, hverju hann hefði svarað til hverju sinni. Svarinu skaut af sjálfu sér upp í huga mér. Bramble var sjálfur farinn að taka þar til máls. Lifandi maður hefur sínar hlægilegu hliðar, lifandi kona hefur sína persónutöfra, en fáránlegheit og persónu- töfrar eru aðeins hlutar af þeim, sem blandast saman innra með þeim og sveipast mismunandi fíngerðum blæ- brigðum. Það er mögulegt, að nirfill á borð við Grandet hafi verið til, en hann getur ekki hafa verið eins ofsalega nirfilslegur og Grandet. Meðal mannkynsins hafa alltaf lifað ófreskjur, — en það eru ekki þær, sem beztu skáld- sagnahöfundarnir hafa dregið upp myndir af. Þeir sækja oftar efni í veru, sem er næstum eðlileg á yfirborðinu, — það efni, sem í henni er, hræðilegt eða yndislegt. Eins og listmálarinn, stundar skáldsagnahöfundurinn einföldun á veruleikanum. Hann skapar söguhetjur sínar með nokkr- um viðbrögðum, málfarsbrellum og fáeinum hugmyndum. Flest lifandi fólk er óskiljanlegt, vegna þess að það er bú- ið óteljandi eiginleikum, sem gera viðbrögð þess ófyrirsjá- anleg. En söguhetjur í skáldsögum eru heilar og sjálfum sér samkvæmar, jafnvel þegar okkur sýnast þær flókn- ar. I samanburði við þá hjörð einstaklinga, sem við kynn- umst á langri ævi, eru Saint-Loup og Legrandin, Rubem- pré og Bianchon eins og einfaldar vélbrúður, sem hægt er að táka í sundur og sko'ða hvern hluta af. Hverjar voru þessar persónur í raunverulega lífinu? Allir og enginn. Þú og ég. Það skeður oft, að rithöfundur- inn tekur að gera skissu af söguhetju sinni og notar til þess minningu sína um einhverja sérstaka konu, en held- ur síðan áfram að auka við, þótt hann skipti um fyrir- mynd. Það er á valdi hans að upplifa aftur einhverja sælustund og staðsetja hana í nýju umhverfi, eða að „læða inn á leyndustu blaðsíðu bókar sinnar hinni döpru hugs- un, sem er ennþá purpurarauð og gul eins og sefa'ð óveð- urskvöld, þeirri mínningu, sem hann geymir svo lengi í hjarta sér.“ Stór kirkjugarður ... Já, Proust hefur hitt naglann á höfuðið. Fyrir höfundinum er skáldsaga stráð legstein- um. Hvað er það, sem þessir veðruðu. mosavöxnu steinar hylja og hann hefur glætt með lýsingarorðum? Hann veit það ekki lengur sjálfur. Vafalaust liggur undir einum þessara legsteina gamall, uppivöðslusamur hluti af honum sjálfum, — eiginleiki, sem höfunlurinn hefur losað sig við að fullu og öllu. Þetta leiði, sem rís eins og barmur konu, er hvílustaður töfrandi veru, en hann getur ekki lengur komið fyrir sig rödd hennar og brosi. Og sameiginlegt grafhýsi geymir ösku allra þeirra, sem hann vakti upp til að móta eina sögupersónu. Síðan sveipast þessi kirkjugarður máðra nafna þoku gleymskunnar. Fortíðin, sem var hráefni rit- höfundarins, er ekki lengur til, því eftir að hún var leyst upp, breyttist hún í eitthvað „litskrúðugt og torkennilegt". Veröld er gleymd, — en verk lifir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.