Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 1
Himinninn er stjörnubjartur. Það er ládauður sjór. Myrkrið dettur á án þess þeir taki eftir því. Það er svartara við haf- flötinn en venja er. Það er eins og Ijós þessara milljón sólna á himninum deyi inn í salta vatnsgufuna, sem þrengir sér inn í merg og bein. Samt léttir þeim, þegar þeir líta út úr stjórnpallinum. Niðandi myrkr ið dansar allt í kring um þá. Hentugt og nokkuð ör- yggt fylgsni, finnst þeim. Mundu þeir ekki vera óhult- ir fyrir gráum bryndrekum undirdjúpanna, sem bíða í launsátri og hafa lagt að velli marga bráðina á þessum sömu slóðum. Og ekki mundu þeir þetta kvöld þurfa að óttast víggráa eldfugla himinsins — eða hvað? Hann lítur upp. Stjörnurnar tindra, hvítar freknur á and- liti ókunnugs risa. Um það hugs ar hann. Að vísu hefur þeim varla dottið í hug í alvöru að ein- hverjum þætti slægur í jafn fyrirferðar lítilli fleytu og þeirri sem nú er eina skjól þeirra og athvarf. Raunar heim ur út af fyrir sig. Þeir eru ekki búnir undir nein átök. Hafa aðeins tvær eða þrjár vélbyssur og nokkr- ar reykbombur — nei, þá mundi þetta svala hafmyrkur duga þeim betur. Og svo stórir ný- málaðir fánarnir á skipshliðun um, svo að ekki sé minnzt á hvítt áberandi nafnið, sem fáir þekkja og enn færri gruna um græsku: ÍSLAND stendur þar stórum, allt að því stoltum stöf- um. Kvöldið er undarlega hljótt. Skipið haggast ekki á sjónum. Þeir finna hvernig kjölur þess ristir hann eins og plógur. Varla arða neins staðar. Veðurguðirnir hafa nú ein- hvern tíma sýnt betur framan í sig. Nú bæra þeir ekki á sér. Skyldu þessir íslenzku sjómenn ekki hafa séð særokið hvítna í föll á þessum slóðum — eða þá hafrótið á miðunum heima, þegar öll grunn eru uppi og veður stælir vilja þeirra, eins og járn sé hert í eldi. Hann stendur við stýrið, skimar út. Stýrimaðurinn hefur skroppið sem snöggvast úr efri brúnni, en einn kynd- aranna, félagi hans, er að rétta úr sér og fá sér frískt loft, eins og hann segir. Svo ætlar hann aftur niður. Þeir tala fátt. Hlusta á kyrrð ina, hlusta á þögn hafs- ins. Og svo eru þeir allt í einu, og eins og ósjálfrátt, byrj aðir að tala við sína eigin rödd í brjóstinu. Tala við sjálfa sig. Hann rýnir í kolsvart myrkr ið. Ekkert nema haf og skip. Allt rennur saman — er þessi ósýnilega veröld kannski draumur? Hann spyr sjálfan sig. Tekur svo þéttingsfast um stýrishjólið til að fullvissa sig um, að veruleikinn er enn á- þreifanleg staðreynd. Svo kinkar hann kolli. Þeir rýna gegnum brúar- gluggana út í myrkrið. Reyna að festa augu á einhverju raun verulegra en flöktandi ímynd- un. Annað gerist ekki. Ósjálfrátt hugsar hannheim. Til konunnar. Hann sér hana í huga sér, og börnin þrjú. Hlýr straumur fer eins og skjálfti um hann allan. Fjórða barnið á leiðinni. Hann veit að það verður drengur. Æ, hvers vegna þurfti hann annars endi lega að fara þennan túr? Því tók hann sér ekki frí? Var heima. Hverjum dytti svo sem í hug að hann gæti orðið til nokkurs gagns? Hann hafð ekki ætlað að fara, en það vantaði mann. Og skipstjórinn hafði beðið hann að hlaupa í skarð ið. Hann hafði svo sem farið nógu marga túra.......en hvað átti hann að gera. . . Hann brosir með sjálfum sér, og hrindir frá sér þessum barna- skap. Kannski kæmi hann heim áður en barnið fæddist — hver gæti svo sem vitað það með vissu? Hann skyldi komast heim, hvað sem tautaði og raul- aði. Honum er litið á kyndarann, Sigurður heitir hann. Skyldi hann gæla við svipaðar hugs- anir? Kyndarinn stendur með hendur í vösum. Hann skimar þögull út. í svip hans er ró og festa. Það hefur góð áhrif á hann að sjá rólyndi félaga síns. Auðvitað færi hann heim. Hann ætlaði að lifa af þetta djöfuls stríð. Einhvern tíma tæki það enda. Kyndarinn kveikir sér í sígarettu- Það er eins og fyrirboði, fyrsti bloss- inn. Hann lítur á hann. Hon- um líkar ekki að sjá sígarettu- glóðina. En hvað kemur hon- um það við? Hann skyggnist út. Enn er þögn á milli þeirra. En hvað er þetta? Hvaða ljós- rákir skera myrkrið. Það er eins og blár logsuðulogi hvítni í járninu og deyi í allar áttir. Eldtunga þvert yfir skipið og munar litlu að hún sleiki brúna að framan. Svo hverfur hún inn í myrkrið bakborðsmegin. Kyndarinn drepur í sígar- ettunni. Hann rýnir út, sér ekkert. Undarlegt að þeir skuli ekki heyra neitt hljóð. „Hvað heldurðu að þetta sé?“ er hann búinn að spyrja kyndarann áð- ur en hann veit af. Flugvél, nei. Óþægilegur grunur læðist að honum. Ný eldgusa. Hún þýtur einn- ig fram hjá brúnni. Hver djöf- ullinn er á seyði? f sama bili kemur stýrimaðurinn upp í brúna. Hann hafði þurft að skreppa frá. „Hvað er um að vera?“ Hann horfir á þá til skiptis, lítur svo út. „Einhverj- ar ljósrákir", segir kyndarinn. „Ljós á stjórn“, segir hann og heldur enn fastar um stjórn- völinn. Stýrimaðurinn gáir enn út. Hann sér ekkert. Það er eins og tíminn standi kyrr. Hvít- Eftir Matthías Johannessen kornótt myrkrið sáldrast inn í augu hans. Það streymir eins og fljót um hugann, ber með sér hljóðan veruleik ósýnilegr- ar veraldar. Hásetinn við stýrið, Eyjólfur Jónsson 43 ára, hafði varla komizt í kast við stríðið — og þó. Hann hafði haft af því nasasjón í næsta túr á undan. Þá voru þeir einnig á leið til Fleetwood með fullfermi af fiski. Þeir voru á svipuðum slóðum, en þó ekki komnir eins langt. Hann hafði einnig staðið við stjórnvölinn, einkennileg til viljun. Það var myrkur eins og nú. Hann hafði einmitt verið að drepa huganum á dreif og hugsaði um að svartnættið væri öruggásta skjólið — en þá allt í einu voru þeir lýstir upp. Það var eins og sól risi ... nýr dagur við hafsbrún ... Svo sterkur var ljóskastarinn. Hann fékk glýju í augun. Síðar kom í ljós að þarna var vopnaður togari, enskur, í eftirlitsferð. Ekki hafði hvarfl- að honum að þeir væru í hættu. Hann fann aldrei til kvíða eða hræðslu. Og nú stendur hann í efri brúnni á Reýkjaborginni, þessu stærsta fiskiskipi ís- lenzka flotans og finnur ekki heldur til hræðslu, ekki einu sinni þegar þriðja eldgus- an slær fölum glampa á andlit stýrimannsins og flöktir þar eins og óveðursblika á himni. Kyndarinn hugsar sér til hreyf- ings. „Bezt að fara niður“, seg- ir hann. Þeir svara ekki. Hann lítur á klukkuna. Hana vantar fimm mínútur í hálf tíu. Og það er 10. marz, mánudagskvöld. Einhvern veginn leggst það ekki vel í hann. Sigurður kyndari haskar sér. Stýrimaðurinn tvístígur. „Ég skrepp niður og segi skip- stjóranum frá þessu“. Skipstjórinn hefur káetu í neðri brúnni. Þangað fer stýri- maðurinn. En um leið og hann er kominn niður, hefst áköf skothríð á skipið ofanþilja. Kúlur og sprengjubrot fljúga gegnum brúna. Eyjólfur beygir sig, hniprar sig saman. Nóttin stendur í björtu báli. Fyrstu kúlurnar hitta loft- skeytaklefann. Þaðan er ekki hljóðs að vænta. Hafið og kúlan geyma þá bezt. Og þögnin. Undarlegt annars að hann skyldi ekki verða hræddur. Nú heyrir hann að skipstjór- inn kallar upp, „Komdu niður Eyjólfur, reyndu að komast niður úr brúnni“. Kúlnahríðin er orðin svo mögnuð að hann hugsar ekki um annað en hnipra sig saman í skjóli. Bíða. Sæta svo færis. Nú veit hann, hvað eldgusurnar boðuðu. Vél- byssur kafbátanna „eru þann- ig útbúnar, að þær marka braut sína um loftið með eldrák að nóttu, en með reyk að degi til“, segir í rannsóknarskýrslu um árásina á Fróða með morguns- árinu daginn eftir. Stýrimaðurinn segist nú ekki geta komizt upp aftur fyrir kúlnahríð. Eyjólfur verður því að reyna að demba sér niður, hvað sem það kostar. Hann svarar einhverju, en þekkir ekki sína eigin rödd. Skipið hægir ferðina. Hann veit að þeir niðri hafa fengið skipun um að stöðva vélarnar. Áður voru þær hið eina sem til heyrðist. Taktfastur hjart- sláttur skipsins. Nú er hjarta þess að hætta að slá. Þegar hlé verður á kúlna- regninu, bíður hann ekki boð- anna. Hann kastar sér niður í neðri brúna, kemst þangað klakklaust og ósærður. Hann staulast á fætur, grípur um stýrishjólið sem þar er. En þá gengur kúla gegnum stýrisvél- ina, svo að hún mölbrotnar. í þessari atlögu fær hann kúlu í handlegginn, aðra gegnum síð- una og herðablaðið, og sprengjubrot annars staðar í skrokkinn. Hann mæðir blóð- rás, en lætur ekki hugfallast. Yfirmennirnir í neðri brúnni eru enn ósærðir. Þeir hafa í mörgu að snúast. Eyjólfur segir skipstjóranum að hann hafi særzt, spyr hvort hann megi ekki fara úr brúnni, „ég hef hvort eð er ekkert hér að gera lengur“. Skipstjór- inn kinkar kolli: „Segðu þeim að missa ekki móðinn. Gerið þið allt sem hægt er til að bjarga mönnunum." Það eru síðustu orð sem hann heyrir yfirmann sinn segja. Hann yfirgefur brúna og veit þá ekki að neinn sé fallinn eða særður, nema hann sjálfur. Herbergi hans og annars stýrimanns er gamall loftskeyta klefi aftan við reykháfinn, þangað ætlar hann. Á leiðinni sér hann eina farþegann, Run- ólf Sigurðsson, fallinn á milli reykháfs og brúar- Honum bregður ekki einu sinni, en heldur áfram inn í herbergið. Á leiðinni þangað sér hann einnig menn standa við björg- unarbátinn á bátadekkinu, dökka skugga, og eru að reyna að losa bátinn úr davíð- unum. Að skammri stund lið- inni liggja þeir allir dánir í blóði sínu. í herberginu er annar stýrimaður, ósærður. En skotgöt á klefanum og sundur- tætt björgunarbelti Eyjólfs uppi á veggnum bera því vitni að hér hafa ragnarök þessa kvölds einnig skilið eftir sig nokkur spor. Hann beygir sig niður eftir stígvélunum sem hann á undir kojunni. Hann ætlar að búa sig betur. í sömu andrá skell- ur kúlnahríð á klefanum og herbergisfélagi hans, annar stýrimaður, sem stendur upp- réttur rétt fyrir innan dyrnar og er að klæða sig, fellur ör- endur í fangið á honum. Hann hefur fengið kúlu gegnum brjóstið. „Það var undarleg, allt að því óraunveruleg til- finning, að grípa félaga sinn með skotgat i brjóstinu, en ég var hvorki hræddur né kvíð- inn. Ég lagði hann á gólfið. Svo leit ég upp og sá að rétt fyrir ofan höfuðið á mér var stórt skotgat á þilinu. Kúlan hafði hitt félaga minn, en það bjargaði lífi mínu að ég var að bogra undir rúminu". Stígvélin voru lífgjafi hans í þetta skiptið. Engin ástæða er til að stumra yfir dauðum manni, allra sízt þegar eins er ástatt og nú. Hann hraðar sér út. Hann er ákveðinn í að bjarga sér. Hann ætlar heim — og hann veit með sjálfum sér, að það verður. Og enn magnast skothríðin. Eldur er nú kowiinn upp í skipinu. Efri brúin stendur í ljósum loga. Hann skimar um, sér fallna félaga sina og rekur loks augu í mann, sem liggur undir björgUnarbátnum, stjórn- borðsmegin. Hann skríður til hans. „Það er Óskar Vigfússon kyndari. Hann er lifandi, en illa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.