Morgunblaðið - 11.04.1968, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196«
^^ctce/4>// t/^pc/yO^ \//u
u/jthý/nc/<uy^//ic//i<'/// Z/»ýcctoi/'<ý/t_^icJ’ei/ etneJj/c/iJc tfSamAý'//*'
OL
//ó'k
<$mím%
t^Leon/eu *c/’//& ^ÍÉotté// ^Ltti<tfo»t/4j^
Sctfs^tftfe/ c/fá*/? £Lct//n/7 $tc/i''C^'//e/<&Ac/t<t//S>í»i^/te/ //'e/x/o'
/tý/ /&<te/ /it&tcn/syr4a*i/74t4t/c>'yctt/4/*///ýrtf^/'<y/-4e/z/ //onobtxA^p
tSTCorrt/ev ^ÉHct/^tftfeJ /ffiu/ei/xnu//ate/p' euc/JotffC'^CMtf
/ó' ■/atte'/oJcJ.etncJ^iy/^/j/e/ctftfcJ.^^Mtf/^/'etttcJ^aMX/ey/cc rv
</fártcÍ\crAnf'^//rrt/et' 4^ éHotSMt^tecctfe/ /fiteJtf-JópcJAet/cot/J/cz/J' -a/u/
ctfnýaJxt/'J/e/jhtfitf/cjftf J/cteuftéc/'Je/or^ift^ot/xtf^etJcurtfttcf/
W $ut/^citc/ é%*JtfjXi4
tAtf/Xéi
jffiuA/éeet/t// */xy"0]/
4)^/Xtfi/^trtfJjý/o^Atfas <£/&rt otccA^'^Æzm/ct/
'J&
afié/tf ^Sot*i/
/ó' t^ortfcéctf/ Sonctf/ ^JtfpuAtfJtfori/.
Skrautritað heiðursskjal Einars Sigurðssonar, þar sem hann er
útnefndur MBE (Member of the British Empire).
LEYNILEG BJÖRGUN
IVIÐEY
Einar Sigurðsson bjargaði 798 manns og var
gerður að MBE fyrir viðvikið
EFTIR
MACNÚS FINNSSON
Allar greinamar, er birtast í
þessu páskablaði, byggjast á frásögn-
um Morgunblaðsins af merkum atburð-
um, oe taiað er við menn, er komu
við sögu og segja þeir frá viðhorfi
sínu til atburðanna í ljósi þess tíma,
sem liðinn er. Þessi grein, er hér fer
á eftir fjallar um mjög sérstæðan at-
burð. Hann gerðist við bæjardyr Reyk-
víkinga, en vegna þess ástands, er ríkti
í alþjóðamálum, var hans eigi
getið í neinu dagblaðanna. Styrjöld
geisaði og atburðurinn geymdur og graf-
inn með þögn, enda farið með hann
sem hernaðarleyndarmál.
Nótt eina í janúarmánuði árið 1945
geisaði aftakaveður í Reykjavík. Reyk-
víkingcu: gengu snemma til náða þetta
kvöld og sömuleiðis gerði sögumaður
okkar, Einar Sigurðsson, skipstjóri á
Aðalbjörgu RE—5. Hann hafði þó ekki
sofið lengi, er síminn hringdi. f sím-
anum var Nelson höfuðsmaður í brezka
hemum og hann bað Einar um að klæð-
ast sem skjótast og koma til höfuð-
stöðva brezka hersins, sem voru um
borð í skipinu Baldri í Reykjavíkur-
höfn. Hann sagðist ekki geta skýrt hon-
um frá ástæðunni um síma, en bað hann
aðeins hafa hraðann á.
Einar tjáði okkur nú fyrir skömmu,
að er síminn hringdi hefði klukkan
líklegast verið um 01. Hann hraðaði sér
niður að höfn, og er hann kom þangað
var honum tjáð, að kanadiskur tundur-
spillir um 3000 lestir að stærð hefði
strandað í Viðey og vegna brims hefði
ekki verið unnt að bjarga áhöfninni
213 manns. Bretarnir báðu því Einar um
að athuga aðstæður og síðan freista
þess að bjarga mönnunum í land. Hann
lofaði að gera sitt bezta, enda karl í
krapinu, sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hann var þá 37 ára
gamall.
Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðal-
björgu var fyrstur íslenzkra sjómanna
til að bjóða Bretum aðstoð sína hér
við land í stríðinu. Öll stríðsárin hafði
hann haldið uppi ferðum milli Reykja-
víkur og Hvítaness í Hvalfirði og þrátt
fyrir mislynd veður og válynd, féll
aldrei úr ein einasta ferð hjá honum.
Það var því ekki að undra, þótt Bret-
amir kölluðu á Einar þessa nótt, svo
mikils trausts hafði hann aflað sér með-
al þeirra.
Tundurspillirinn, sem veltist um í
flæðarmálinu í Viðey, þennan óveðurs-
morgun í janúar var eins og áður er
sagt kanadiskur. Hann var tiltölulega
nýuppgerður, tveggja reykháfa skip,
sem hafði háð ýmsan hildarleik á Atl-
antshafi. Skipið hét Skeena, og var
hlaðið djúpsprengjum. Var það nýkom-
ið úr leiðangri, hafði verið á kaf-
bátaveiðum og lá fyrir akkeri á ytri
höfninni, er það slitnaði upp og rak á
land í Viðey. Strandstaðurinn var svo
til sá sami og Kutter Ingvar strandaði
á hinn 6. apríl 1906.
SC—42 hélt skipalest ein mikiL, er
verið hafði á leið til Murmansk árið
áður. Yfirumsjón með vörnum þessarar
skipalestar hafði tundurspillirinn
Skeena. Lest þessi mun vera sú, er
einna verst varð úti, allra skipalesta
á stríðsárunum og er þá mikið sagt.
Af 65 skipum komu aðeins 49 til baka
— eitt þeirra var Skeena, sem átti
eftir að bera beinin á ytri höfninni
í Reykjavík um það bil ári síðar. Og
nú gefum við sögumanni okkar, Einari
Sigurðssyni, orðið:
— Ég var búinn að sigla mikið fyrir
Bretana, allt frá stríðsbyrjun. Ég hafði
nokkurs konar áætlun í Hvítanes í
Hvalfirði og fór á milli með skipstjóra,
sem komið höfðu til viðtals við flota-
stjórnina í Reykjavík. Ég réðst til
Breta, vegna þess að skipshöfn mín,
sem verið hafði hjá mér um mörg ár
fór á togarana. Þá var miklu meira upp
úr sér að hafa á togurunum, vegna
þess að í boði var svo mikil áhættu-
þóknun, sem í daglegu tali gekk undir
nafninu hræðslupeningar.
— Þú hefur kunnað vel við þig
í þjónustu Breta?
— Já, þetta voru öðlingspiltar, segir
Einar og verður hugsi um stund — en
oft gekk ég fram af þeim. Eitt sinn
átti ég að flytja Nelson höfuðsmann,
upp í Hvalfjörð, en þangað var að
jafnaði 2ja klukkustunda sigling. Ég
sagðist ekki fara vegna norðan roks,
og spurðu þeir mig þá, hvort ég væri
latur. Ég sagði það ekki vera, en mig
langaði ekki til þess að drepa mig,
veðrið væri vitlaust. En fyrir umtal-
anir þeirra ákvað ég þó að freista
þess að koma Nelson og hans mönnum
upp í Hvítanes. Þeir sögðust þá hringja
upp í Hvalfjörð og láta opna kafbáta-
girðinguna eftir um tvær klukkustund-
ir, en ég mótmælti, og sagðist ekki
verða þar upp frá, fyrr en eftir fjórar
klukkustundir og það stóð heima. Eft-
ir þetta atvik var ég kallaður fyrir
aðmírálinn og spurður um það, hvaðan
ég hefði veðurfregnir og fréttir af
roki, en ég svaraði bara, að ég hefði
það og sæi á loftinu eins og satt var.
Eftir þetta fóru þeir alltaf að mínum
ráðum. Þeir voru yfirleitt ekkert hrifn-
ir af því að ferðast í litlum skipum
eins oe Aðalbjörgu. Hreyfingar hennar
voru allt öðru vísi og skipstjórar á
stórum tundurspillum áttu það til að
verða sjóveikir um borð hjá mér, en
eftir þessa ferð sögðu þeir við mig: „Ef
þú segir, að það sé ófært, Aðalbjörg —
en það kölluðu þeir mig alltaf — þá
er ófært“.
— Og svo er það um eittleytið óveð-
ursnóttina, sem hringt er til þín?
— Já. Það eina sem þeir sögðu var
að skip væri strandað og þeir þyrftu
á aðstoð minni að halda. Ég spurði,
hvar þetta strandaða skip væri og var
mér þá sagt að ekki væri unnt að
skýra mér frá því um síma — hér
væri um hernaðarleyndarmál að ræða.
— Ég beið ekki boðanna, heldur fór
þegar í stað niður í „sea transport",
sem var þar sem Sparisjóður Útvegs-
bankans er nú. Þar fékk ég að vita
að strandstaðurinn var í Viðey, norð-
anmegin í endanum og hélt ég þá taf-
arlaust út í Baldur.
— Hver var Baldur?
— Baldur var tveggja strompa dall-
ur, er lá undir kolakrananum. Hann
hefur líklega verið um 10.000 tonn og
þar héldu Bretarnir oft og iðulega dans-
leiki og skemmtanir. Ég efast hins veg-
ar um það að nokkur vél hafi verið
í skipinu, en það er önnur saga.
Nú en þegar við komum út í Bald-
ur, fæ ég skipun frá Morrison höfuðs-
manni um að ég eigi að fara á Aðal-
björgu og bjarga áhöfninni af Skeena.
Var þegar hafizt handa við að búa sig
til fararinnar og um borð til okkar var
komið línubyssu og einnig var með sér-
stakur byssumaður, er skjóta átti lín-
unni um borð í tundurspillinn.
Frekar erfiðlega gekk að finna tund-
urspillinn, vegna blindhríðar og vitl-
aus veðurs, en loks tókst það. Við gát-
um ekkert aðhafzt og snerum því við
og lögðumst aftur utan á Baldur.
— Nú, en ekki hafa Bretarnir
viljað sætta sig við þessi málalok og
213 manns í bráðri lífshættu.
— Nei, en nú var slegið upp eins
konar ráðstefnu um borð í Baldri og
man ég, að töluverðs uggs gætti á þess-
um fundi, vegna djúpsprengjanna um
borð í Skeena. Rætt var um það að
brimið gæti komið af stað sprengingu,
því að skipið lét illa í flæðarmálinu.
Að lokum var fallizt á að reyna land-
töku í Viðey á innrásarpramma og
bjarga mönnunum í land í eyna.
Bretarnir fengu innrásarprammann
lánaðan hjá Bandaríkjamönnum og var
hann með tveimur 250 hestafla vélum,
en pramminn var mannaður Englending
um, að öðru leyti en því að tveir Amer-
ikanar stjórnuðu prammanum. Alls fóru
í þennan björgunarleiðangur 16 manns,
en að auki var allur útbúnaður, línu-
byssur og kaðlar, björgunarvesti o.
s.frv.
— Og svo leggið þið í hann?
— Já. Yfirmaður minn meðal Bret-
anna var Tate, liðsforingi, sem ég kall-
aði alltaf Teit. Áður en við lögðum af
stað spurði ég Teit, hvort loftskeyta-
maður væri um borð. Það var ekki og
var hann því sóttur, því að ég vildi
hafa hann með. Þótti bezt að vera við
öllu búinn.
Ég vildi lenda við bryggjuna í Við-
ey, en það var ekki við það komandi,
þar eð þá yrði of langt að bera björg-
unartækin eftir endilangri eynni. Var
því ákveðið að reyna lendingu í sand-
víkinni austantil í eynni, í skjóli við
útsynninginn.
— Ferðin í eyna hefur gengið vel?
— Já, það gerði hún, þrátt fyrir
vonzku veður og við pukruðumst þetta
Skeena, þar sem hann liggur á Gelgjutanga. Búið er að rífa af lionum aftari reykháfinn, en það varð að gera, er hann var þéttur og fluttur af strandstað.