Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 7 áfram í myrkrinu. En landtakan var anzi ljót að sjá, brimið var svo mik- ið. Ég hafði stjórnina á hendi og gaf Ameríkönunum skipun um það hvar lenda skyldi og gerðu þeir tvær til- raunir, en heygðu alltaf af vegna brimsins. Þá brast alltaf kjarkur, er á reyndi, enda held ég að þeir hafi ekki borið neitt traust til mín og land- takan var svo sannar lega ekki árenni- leg. Það fór nú að síga í mig. Hvers konar hermenn eru þetta, hugsaði ég með sjálfum mér, sem gegna ekki skip- unum. Ég hafði orð á því við Teit, að réttast væri að halda til baka, þetta þýddi ekkert, en þá kom loftskeyta- maðurinn sér vel. Honum var nú skipað að morsa í land og skýrði hann frá málum. Svar kom um hæl og var það skipun frá flotastjórninni, um að öll- Cinar Sigurðsson, skipstjóri á Aðal- björgu RE5, eða „Aðalbjörg“ eins og Bretarnir kölluðu hann. um um borð bæri að hlíða mér og lenda skyldum við, ef mér sýndist það fært. — Þú hefur hlotið þarna töluverða upphefð? — Já, en ég held nú, að greyjunum hafi fundizt það anzi hart að þurfa að lúta þessum skrælingja, sem þeim sjálfsagt fannst ég vera, en það tjóaði ekkert að deila við flotastjórnina og í land skyldu þeir. Landtakan gekk líka með ágætum, við runnum á sendinni fjörunni beint í gegn um brimið, og alla leið upp á tún. Urðu allir svo hissa og glaðir, er landtakan gekk svo vel, að strákarnir föðmuðu mig og kætt- ust, er í land kom eins og ég hefði gefið þeim hálft kóngsríki. Nú, en ekki dugði að halda að sér höndum, þarna í eynni. Línubyssan og björgunartækin öll voru nú borin að strandstaðnum og þar voru gerðar ár- angurslausar tilraunir til þess að skjóta línu út í skipið. Skipsmönnum tókst þó að skjóta línu yfir til okkar, og var þá unnt að byrja björgunina. Drógum við hvern manninn af öðrum í land í korkhringum, sem mynduðu eins konar báta, þvi að net var í botninn. Alls var bjargað 198 manns og hélt ég að það væru allir, sem um borð hefðu ver- ið, en er við komum í land til baka, um borð í Baldur, fengum við að vita að 15 höfðu farizt. 13 rak að landi við Móa á Kjalarnesi og höfðu þeir krókn- að. 2 hafði tekið útbyrðis. Við höfðum bjargað öllum 198 klukkan um 10 um morguninn. — Voru mennirnir ekki þrekaðir, er í land kom? — Misjafnlega, en Bretarnir höfðu komið upp lækningastofu í eynni og þangað var hver maðurinn á fætur öðr- um dreginn og skoðaður í krók og kring. Þegar búið var að draga alla frá borði var ég einnig tekinn til rannsóknar, blautur og svartur af olíu upp fyrir haus. Var mér í fyrstu gefið romm, en ég fann ekkert bragð af því vegna kulda, svo gegnkaldur var ég orðinn eftir að hafa staðið í sjó alla nóttina. Mér fannst því lítil hressing, svona í einum sopa, svo að ég bað um annan. En honum gat ég ekki kyngt. Rommið var þá svona rótsterkt, ég hafði lifn- nað við við fyrsta sopann, og því spýtti ég því undir eins. Litlu síðar vorum við svo komnir um borð í Baldur í Reykjavíkurhöfn. Þar skorti þá ekki viskíið, en síðan fór ég heim og lagði mig. — Hvað ertu búinn að vera lengi á sjónum, Einar? — Síðan 1922. Og það verð ég guði fyrir að þakka, að aldrei hef ég verið annað en lánsamur á sjó. Hjá mér hefur ekki slasast maður, segir Einar og bankar í borðið. — Og hvað fylgdi síðan í kjölfar björgunarinnar? — Það var nú dálítið síðar, að Henrik Sv. Björnsson hringdi til mín og sagði, að utanríkisráðuneytið vildi tala við mig. Ég átti bróður erlendis, og tók að ótt- ast það, að eitthvað hefði komið fyrir hann, en þegar allt kom til alls, var það Bretinn, sem ætlaði að heiðra mig fyrir að sigla út í Viðey. Gerðu þeir mig síðan að Member of the British Empire, gáfu mér orðu og skjal, og hér hef ég greinargerð fyrir orðuveit- ingunni, segir Einar og réttir fram vél- ritað blað. Þar segir: „Einar Sigurðsson, skipstjóri á ís- lenzka vélbátnum „Aðalbjörgu", hefur sýnt fádæma skyldurækni og óþrotlega elju í þjónustu brezka hervaldsins. Hann var fyrsti íslenzki vélbátaeigand- inn, sem bauð Bretum aðstoð sína. Hann vann að flutningum milli Reykjavík- ur og Hvítaness, og þrátt fyrir skamm- degisóveðrin veturinn 1941-42, kom það aldrei fyrir að ferðir féllu niður hjá honum. Skip hans tók þátt í björgunar- störfum, þegar kanadíska herskipið „Skeena“ strandaði við Viðey í ofsa veðri. Við það tækifæri sýndi Einar Sigurðsson, skipstjóri lofsverðan dugn- að öðrum fremur við að bjarga skips- höfn herskipsins í land, og varð hann þá hvað eftir annað að standa úti í ísköldum sjónum. Ennfremur veitti hann mikilvæga aðstoð við björgun á hjálpar- skipi brezka flotans, „Freshbrook“, er lá við að það færist (sykki) í Reykja- víkurhöfn". — Hvaða skip var þetta Freshbrook? — Það var eins konar hjálparskip, sem notað var í alls konar snatt. Það var um 300 tonn, og var eitt sinn fast við bryggju hér í höfninni og var sjór kominn upp á lúgur. Ég sagði þeim svolítið til og síðan fengum við Magna til þess að kyppa í. Það var nú allt og sumt. — En hvað varð um Skeena? — Honum var bjargað af strandstaðn- um um sumarið. Ársæll Jónasson, kaf- ari keypti hann til niðurrifs og bútaði hann í sundur inni á Gelgjutanga. Þar lauk hann sínum æviferli, er hafizt hafði í Thornycroft, 10. október 1930. Hann var gerður upp árið 1943 og var því sem nýr er hann strandaði. Ársæll kafari hefur tjáð mér, er þetta ritar, að Skeena hafi verið sérlega vandað skip og vélar þess mikil völ- undarsmíð. Samkvæmt skipaskrá var það aðeins 1337 lestir að stærð. Lengd milli lóðlína var 309 fet, en mesta lengd 321 fet. Breidd skipsins var rúm- lega 32 fet og það risti 10 og hálft. Vélar þess voru 32.000 hestöfl. Á sjóminjasafninu í London er stórt borð, þar sem á er ímyndaður sjór. Á sjónum siglir mikil skipalest, SC—42. Með því að ýta á takka við borðið, er unnt að láta skipin hreyfast og gera þau þá ýmsar kúnstir. Einar tjáði mér, að er hann heimsótti safnið löngu eftir stríðið, hefði hann gengið að þessu borði, ýtt á einn takkann af handa- hófi og honum til mikillar undrunar byrjaði eitt herskipið í skipalestinni að kasta djúpsprengjum í sífellu. Einar sagðist hafa spurt, hvað þetta væri, og hvað hann hefði gert. Svarið var: — Þér hafið sett á stað herskipið Skeena. Þetta er SC—42 og Skeena er að varpa djúpsprengjum. Þetta var undarleg tilviljun — ekki satt? Skeena eins og hann leit út meðan hann var og hét. m FERMINGAREJflFAI VESKI - TllSKIIII - mim Hljóðfærahús Reykjavikur Laugavegi 96. — Sími 13656. Demantshringar Demantar búnir í palladium eða hvítagull. Ráðgist við okkur, áður en þér festið kaup á hringunum. Trúlofunarhringar Jðn 'opunílsGoii Skopripoverzlun „Fagur gripur er œ til yndis44 H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HARMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðójtu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sánnfærizt sjálf með því að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- Ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: ■■j Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 41010. m Byggingavöruverzlunin Nýborg ™ Hverfisgötu 76, sími 12817. « JárnvörubúS KRON * Hverfisgötu 52, simi 15345. h Isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, * Bolholti 4, sfmi 36920. mt KEA byggingavörudeild, ™ Akureyri, sími 21400. ■■ Byggingavöruverzlun Akureyrar ™ Glerárgötu 20, sími 11538. H Kaupfélag Þingeyinga, ™ Húsavík. ■■ Byggingavöruverzlun Sveins Eiðssonar, Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð; N John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.