Morgunblaðið - 11.04.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.04.1968, Qupperneq 8
1 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 Hinn 4. september árið 1921 var þessi mynd tekin á miðilsfundi hjá Einari Nieisen í Danmörku. Sitt til hvorrar handar honum standa prófessoramir O. Jáger frá \ Ósió og Haraldur Níelsson frá Reykjavík (tii.) EFTIR MARCRÉTI R. BJARNASON SUMIR sögðu, að hann væri einhver mesti miðill, sem uppi hefði verið um langan aldur. Aðrir, að hann væri ekki annað en snjall svindlari og sjónhverf- ingamaður. Enn aðrir voru á báðum áttum, en víst var, að flestir höfðu eitthvað til málanna að leggja og hvar, sem menn og konur komu saman þess- ar vikur, var fátt athyglisverðara til umræðu. Er það skoðun margra, sem telja má að til þekki, að hvorki fyrr né síðar hafi dvöl miðils á Islandi vakið slíka athygli eða valdið slíkum deilum. Einar Nielson hét hann og var Kaupmannahafnarbúi. Hann lézt fyrir fáeinum árum, án þess nokkurn tíma væri fullkomlega skorið úr um eðli þeirra fyrirbrigða er hann sýndi. En þá var hann aðeins tæplega þrítugur að aldri, „myndarlegur, lífsglaður og góður maður“, segir Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, sem kynntist honum mjög vel og fylgdist með starfsemi hans bæði hér heima á íslandi og í Danmörku. „Hann var ekki mikið menntaður, hafði hlotið venjulega alþýðumenntun, en þessir hæfileikar komu fram í hon- um barnungum. Þeir létu hann ekki í friði og umhverfis hann gerðust alls- kyns fyrirbrigði, sem hann kærði sig ekkert um. Svo kynntist hann spíri- tistum, sem tóku að þjálfa hann sem miðil -— og þá kom fljótt í ljós hve hann var óvenjulegum eiginleikum gæddur“, segir Aðalbjörg. En af blaðaskrifum um Einar Nielsen má sjá, að fljótlega fór að vakna grunur um, að ekki væri allt með felldu um miðilsstarfsemi hans og árið 1922 komst norsk rannsóknar- nefnd að þeirri niðurstöðu, að hann hefði hin furðulegustu svik í frammi. Ekki voru þó allir á eitt sáttir um nið- urstöðu nefndarinnar. Margir töldu, að nefndarmenn hefðu haft fyrirfram ákveðna afstöðu gegn miðlinum og auk þess hagað rannsókninni með vítaverðum hætti. Þetta varð hið mesta deilumál og meðal þeirra, sem með því fylgdust af áhuga, voru forystumenn íslenzka sálarrannsóknafélagsins, þeir prófess- or Haraldur Níelsson og Einar H. Kvaran rithöfundur, sem höfðu áður kynnzt Nielsen. Þeir höfðu mikinn áhuga á þeim kúnstum, sem hann lék, hvort sem þær væru af þessum heimi eða öðrum og töldu þó hið síðar- nefnda sýnu sennilegra. Því gengust þeir fyrir því veturinn 1924, að Einar Nielsen kæmi til íslands og gengist undir rannsókn er framkvæmd yrði með viðunandi framkomu og sanngjörnum hætti. Dvöl danska miðilsins á Islandi varð hin sögulegasta fyrir margra hluta sakir. Þeir atburðir gerðust, er hituðu mönnum mjög í hamsi og töldust sýna, að hann hefði haft brögð í tafli. Bærinn logaði í deilum, sem fundu leið allt til dómstólanna. Frá komu miðilsins til Islands segir í Morgunblaðinu 6. febrúar 1924, í „Dagbók“, sem þá var einn helzti vett- vangur innlendra frétta í blaðinu. Segir, að Nielsen hafi komið daginn áður.......„Hefir eins og kunnugt er verið allmikið um hann rœtt og ritað, ekki sízt eftir Kristjaníuför hans, þar sem rannsóknarnefnd, er hann Ijet rannsaka sig, kvaðst hafa staðið hann að svikum. Ekki er kunnugt um það enn, hversu lengi hann dvelur hjer eða hvernig dvöl hans hjer verður háttað, hvort hann kemur aðeins fram innan Sálarrannsóknafjelagsins, eða opinberlega; hvort hann ætlar að láta rannsaka fyrirbrigði sín hjer á svipað- an hátt og áður eða slíkt. En senni- lega skýrir hann eða fjelagsstjórnin frá því innan skamms, því ýmsir hafa um það spurt, bæði „trúaðir“ og „vantrúaðir“ Svo mörg voru þau orð þann dag- inn, en næsta dag er málinu haldið áfram í Dagbókinni. Morgunblaðið hefur þá snúið sér til Einars H. Kvar- ans og spurt, hvernig dvöl Nielsens verði háttað. Hann upplýsir, að starf hans verði algerlega bundið Sálar- rannsóknarfélaginu og verði ekki haldnir neinir fundir eða samkomur utan þess. Ennfremur er eftirfarandi haft eftir Kvaran: „Nú undanfarið hafa ýms fjelög, sem við sálarvann- sóknir fást, svo sem Bretska sálar- rannsóknarfjelagið og sömuleiðis rannsóknarmenn í París, sótst mjög eftir að fá Einar Nielsen til sín, því þrátt fyrir yfirlýsingar þœr, sem norska rannsóknarnefndin gaf um hann, er sú skoðun almennt ríkjandi meðal þeirra, sem við sálfrœðilegar rannsóknir fást, að mjög lítið muni vera að byggja á ummælum norsku nefndarinnar og að Einar Nielsen sje merkilegur miðill.....En þrátt fyrir það, að þessir bretsku og frönsku sál- arrannsóknarmenn hafa sótst eftir E. Nielsen, Ijet hann fjelagið Kjer sitja fyrir......“. Þess má geta, að lesendum Morgun- blaðsins var kunnugt um Kristjariíu- mál Einars Nielsens, því að blaðið hafði sagt frá rannsókninni veturinn 1922 og birt niðurstöður hennar. Einnig birtist þar yfirlýsing Haraldar Nielssonar og fleiri manna, þar sem niðurstöðunum var mótmælt. Koma miðilsins hingað vakti því almenna forvitni og eftirvæntingu og hugðu margir gott til þess að komast á fundi með svo alræmdum manni. En fáir áttu von á, að dvöl hans yrði svo við- - burðarík, eða hefði þau áhrif, sem raun bar vitni. Fáir kynntust málinu eins náið og Aðalbjörg Sigurðardóttir, þar sem maður hennar, Haraldur prófessor Níelsson, hafði haft forgöngu um komu miðilsins til íslands og varð fyrir miklu aðkasti meðan hann dvaldist hér. Föstudagurinn langi 1924. — Þetta var óskaplegt hitamál, seg- ir hún nú, — ég held mér sé óhætt að segja, að umræðurnar um verkföll- in nú fyrir skömmu hafi verið hreinir smámunir hjá því, sem þá var sagt. Fólk vissi auðvitað um rannsóknirnar í Kristjaníu, og svo fréttist fljótlega, hvað gerðist hér á þriðja fundinum hjá Nielsen. Allur þorri manna stimplaði hann því ’svikamiðil. Hann komst ekki í samt lag fyrr en löngu seinna, ef hann hefur þá nokkurn tíma náð sér að fullu, meðan hann var hérna. Það varð að gera langt hlé á fundum með honum og þegar þeir svo hófust á ný gerðist lengi vel efcki neitt. Þetta var um sama tíma ársins og nú — í febrúar, marz og apríl og ég hef gaman af að rifja upp páskana þá, fyrir 44 árum, sérstaklega messuna, sem maðurinn minn hélt í Fríkirkj- unni föstudaginn langa. Honum hafði borizt það til eyrna, að andstæðingar miðilsmálsins innan safnaðarins, hefðu í hyggju að koma í veg fyrir, að hann kæmist inn í kirkjuna til að messa og stuðningsmenn hans vildu vera við því búnir að halda uppi vörn fyrir hann. En Haraldur neitaði því alveg og sagðist einn mundu mæta þeim, er reyndu að varna sér inngöngu í kirkjuna. Hann mátti ekki hugsa til þess að þessum tveimur fylkingum slægi saman, það hefði getað leitt til handalögmála. Svo varð aldrei neitt úr því, að honum væri varnað inn- göngu í kirkjuna. En í tilefni af þessu orti Einar H. Kvaran sálm, sem var sérprentaður og sunginn við messuna. Það var sálmurinn: „Á kross var lagður lausn- art vor forðum, Var lagður þar með fjöldans smánarorðum........“ og 5. og 6. erindin voru stíluð beint til Har- aldar út af Nielsens-málinu og þeim ofsóknum, sem Nielsen og Haraldur urðu fyrir. Þar sagði: „Að ætla kross- inn öðrum, það er leikur, En eigi að bera hann verður margur smeykur. En ætlir þú að aftni Krists að vera. Þú átt um daginn krossinn hans að bera .... Þér heill, sem fylgdir hon- um lífs í þrautum, Hann heilsar þér á dauðans sigurbrautum. Og styrkur geng ég fram að heljarfossi. Ef fæ ég staf úr drottins Jesú krossi . . . .“. Mér er sannarlega ógleymanlegt, þegar söfnuðurinn stóð upp og söng þetta eftir að Haraldur hafði haldið ræðu, þar sem hann einmitt lagði út af Nielsens-málinu og talaði um, hvað Nielsen legði á sig fyrir þessa gáfu sína. Já, það er víst, að öldurnar risu hátt þessar vikur og Einar Nielsen var sjálfur afskaplega leiður yfir þessum gauragangi og ofsóknum. Við töluðum oft um þetta mál seinna — bæði kom hann hingað nokkrum sinnum eftir þetta og ég hitti hann í Kaupmannahöfn. Þar var ég m.a. á fundum hjá honum og á einum þeirra, haustið 1929, var ég þar ásamt stjúp- dóttur minni og tveimur öðrum ís- lenzkum konum — og þá kom Har- aldur maðurinn minn þar fram og talaði við okkur með sirmi alþekktu rödd. Ég á ennþá vottorð þeirra Önnu Magnúsdóttur og Jóhönnu Jóhanns- dóttur, sem voru með okkur, þar sem þær lýsa þessu. — Já, sagði Aðalbjörg að lokum, Einar hélt áfram að starfa sem miðill, þrátt fyrir svikabrigzlin. Hann hafði sinn eigin söfnuð og starfaði auk þess við líkamsnudd og hjálpaði mörgum þannig. Ég hitti hann fyrir nokkrum árum, rétt áður en hann dó og þá var hann að fara til Bretlands, var boð- inn þangað sem heiðursgestur á al- þjóðlega ráðstefnu, sem brezka sálar- rannsóknarfélagið gekkst fyrir. Hann lifði það, að hljóta slíka viðurkenn- ingu og um hann voru skrifaðar þó nokkrar bækur“. Þriðji fundur Einars Nielsens. Meðan Nielsen dvaldist hér þennan vetur, bjó hann á heimili Einars H. Kvarans, að Túngötu 5 og þar voru haldnir miðilsfundir með félögum úr Sálarrannsóknarfélaginu og þeim gest- um, er stjórnin veitti aðgang. Alls voru haldnir 22 fundir og Nielsen dvaldist hér á landi fram í apríl mán- uð. Fyrsti fundurinn var 8. febrúar og hinn næsti nokkrum dögum síð- ar. Þar komu fram ýmiss konar líkamningar, sem viðstöddum þóttu mjög merkilegir, en á þriðja fundin- var mörgum heitt i hamsi...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.