Morgunblaðið - 11.04.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196«
/. J. linar á takinu um hönd mína, og
stendur þá svo vel á, að ein „veran“
stendur alveg fyrir utan byrgið, og
jeg er svo nálægt henni, að jeg þarf
ekki að stíga eitt einasta skref, heldur
aðeins standa upp og beygja mig
áfram til þess að ná til hennar.
Þetta tækifæri nota jeg, losa hönd
mína og gríp um slæðuna, sem hjekk
niður af hœgri handlegg „verunnar".
Jafnskjótt sem jeg hafði náð taki á
slæðunni var rikt fast á móti af „ver-
unni“ — um leið og hún þaut inn í
byrgið aftur — og fann jeg þá glöggt
handlegg „verunnar“ leggjast ofan á
höndina á mjer. En við það að „ver-
an“ kippir handleggnum svona snögg-
lega til baka, rifna slæðurnar. Heyrði
jeg vel þegar þœr rifnuðu, og fann
líka, að þœr lengdust um leið.
......„Á sama augnabliki og þetta
gerðist, kippti hr. E.K. í mig og dró
mig til báka í sœti mitt við hliðina á
sjer, því að hann hjelt allan tímann
um vinstri hönd mína. Jeg gat þá
ekki við það ráðið, að jeg tók í öxlina
á honum nokkuð harkálega og hvísl-
aði að honum þessum orðum: „Guð
hjálpi ykkur, hvað þið látið blekkjast.
Eruð þér frá yður?“ Nei, nei“, svaraði
hann. — „En nú skulum við vera
róleg og syngja“. Jeg hallaði mjer þá
aftur á bak í stólnum, og gerði enga
frekari tilraun til þess að hreyfa
mig“.
Eftir þetta segir hún, aS talsverður
óróleiki hafi verið meðal fundar-
manna. Hafi sumir haft áhyggjur af
því, að miðlinum mundi líða mjög illa
af þessari truflun og var þá beðið í
sameiningu fyrir honum og þeirri
„veru“, sem orðið hefði fyrir truflun-
inni. Einnig voru sungnir sálmar en af
miðilsins hálfu gerðist ekkert fleira á
fundinum.
Þegar fram úr stofunni kom, varð
Sigríður vör við, að mörgum fundar-
manna var þungt til hennar fyrir að
hafa valdið þessari truflun. Tilgreinir
hún þá aðila, sem hafi borið af henni
blak og sagt henni til afsökunar, að
hún mundi ekki hafa vitað, að ekki
mætti taka í slæðurnar.„Jeg' gekk svo
fram á ganginn til fólksins og sagði:
„Jeg get búist við, að sumt af þessu
fólki, sem hjer er saman komið, ætlist
til þess, að jeg geri afsökun mína fyrir
það, sem jeg hefi gert, en það verð
jeg að láta ykkur öll vita, að jeg get
það ekki, því að jeg iðrast þess ekki,
og jeg mundi gera nákvæmlega það
sama í sömu „situation“. Þá segir frú
Arnalds: „Við skulum ekki vera að
tala um það meira, hún hefir ekki vit-
að, að það mátti ekki taka á slœðun-
um“. Þessu svaraði jeg svo, að ekki
dytti mjer í hug að afsaka mig með
því, svo mikið hafi jeg lesið um þetta
mál, að jeg viti vel, að sagt sje, að
ekki megi taka á slæðunum. Hr. E.K.
snýr sjer þá að mjer og segir: „Þá
er jeg hræddur um, að eftir þessa
játningu eigið þjer erfitt með að kom-
ast aftur á svona samkomu hjer“. Jeg
svaraði því, að jeg ætlaði mjer ekki
að reyna það. Þá vindur sjer að mjer
hr. Sigurjón Pjetursson og talar til
mín með tálsverðum þjósti. Hvernig
hann byrjaði, man jeg ekki glöggt,
en í meiningu orða hans fólst reiði
yfir því, sem jeg hafði gert, og meðal
annars sagði hann, að jeg gœti reitt
á, að þetta mundi koma mjer í koll,
þótt seinna yrði, og svo auðvitað miðl-
inum líka. Jeg svaraði þá, að það væri
náttúrlega ekki álveg ómögulegt að
þetta kœmi miðlinum í koll, en það
væri heldur ekki ómögulegt að það
yrði á annan hátt en hann hjeldi“.
Skýrslu Sigríðar lýkur með þessum
orðum: „Að Tómasar-eðlið“ sje ríkt í
mjer skal jeg að lokum fúslega játa,
það er jafnvel svo magnað, að 'ef mjer
til dæmis vœri sýndur hlutur, sem jeg
með mínum eigin augum sœi, að væri
svártur, mundi jeg ekki trúa því að
hann væri nú samt sem áður hvítur,
hvað margir prófessorar, sem hjeldu
því fram“.
Ljóst er, að frásögn Sigríðar hefur í
öllum aðalatriðum verið rétt, það
kemur fram í yfirlýsingu frá Einari
H. Kvaran, er birtist í Morgunblaðinu
20. maí — yfirlýsingu, sem Sigríður
svo svarar, en þar greinir þau einkum
á um það hve lengi miðillinn var einn
inni í byrginu áður en fram fór skoð-
un á honum.
Rannsóknarnefndin skipuð.
Eftir að þessi atburður spurðist um
bæinn og deilurnar hörðnuðu, tóku for
ystumenn sálarrannsóknarfélagsins
þann kost að skipa rannsóknarnefnd
til að fylgjast með miðlinum og rann-
saka hann á undan fundum. Af þeim
mönnum, sem sæti áttu í rannsóknar-
nefndinni eru aðeins tveir ennþá
á lífi, læknarnir Guðmundur Thorodd-
sen og Halldór Hansen. Þeir voru þá
báðir ungir menn, viðurkenndir sér-
fræðingar og mátti gera ráð fyrir, að
þeirra dómi væri hægt að treysta.
Halldór Hansen rifjaði upp fyrir okk-
ur sinn þátt í málinu fyrir nokkru
og sagðist enn engu nær um þau fyrir-
brigði, er gerðust hjá Einari Nielsen.
„Þegar Einar Nielsen kom hingað“,
sagði Dr. Halldór, „hafði hann verið
Aðalbjörg Sigurðardóttir
ákærður í Oslo fyrir að vera svika-
miðill. Hann hafði komið þar fram á
nokkrum fundum, og þeir, sem at-
huguðu hann, vildu halda því fram, að
hann hefði geymt útfrymið eða
slæðurnar, sem fram komu, í enda-
þarminum. Þetta vissum við og því
bað Haraldur Níelsson okkur Guð-
mund Thoroddsen, hvort við vildum
ekki vera á fundunum og fylgjast með
honum. Við gengumst inn á það og
rannsökuðum miðilinn með þeim
hætti, að við færðum hann úr öllum
fötum og leituðpm í endaþarminum og
í hverri spjör hans. Við leituðum líka
á stólnum, sem hann sat á og allt í
kring í herberginu. Sérstaklega at-
huguðum við vel allar rifur, saum-
sprettur á fötunum og þar fram eftir
götunum. Af lýsingu Sigríðar Þorláks-
dóttur kom fram, að miðillinn mundi
þurfa nokkra metra af tvíbreiðu gasi
til að hylja sig í og þóttumst við ekki
í vandræðum með að finna svo stóra
gasrúllu, ef hún væri falin einhvers-
staðar. Við leituðum allsstaðar, meira
segja á þeim báðum, Einari Kvaran
og Haraldi Níelssyni, en fundum
ekkert. Þetta var, að mig minnir, fyr-
ir 15. eða 16. fundinn, sem haldinn var
með miðlinum, einhvern tíma um
miðjan marzmánuð. En nokk-
uð var, að á fyrstu tveimur
til þremur fundum, sem við
leituðum á miðlinum, gerðist ekki
neitt. En mig minnir það hafi verið
á fjórða fundinum, sem fram kom
líkamningur, sem ég sá og mér sýndist
vera ung stúlka í hvítum kyrtli. Ég
gat mælt hæð henngr við vegginn.
Stærri líkamningar komu fram á
næstu fundum en aldrei nema einn í
einu. Ég fór fram á, að við fengjum
að lýsa inn á miðilinn, meðan vofan —
eða hvað þetta nú var — væri frammi,
— en það fékkst aldrei^ þeir sögðu
það, Einar og Haraldur, að „kontroll-
örinn” hinum megin frá, vildi ekki
leyfa það.
Ég man nú ekki á hvað mörgum
fundum við Guðmundur vorum, en
ég tel alveg útilokað, að nokkur hafi
verið í vitorði með miðlinum. Svo var
ég á almennum fundi hjá Einari Niel-
sen; þar var fjöldi fólks, og á þeim
fundi gerðust margir undarlegir við-
burðir. Miðillinn hófst á loft og hlutir
umhverfis hann fóru á hreyfingu. Við
heyrðum klappað saman lófum fyrir
ofan höfuð hans og ég man, að ég
fékk blekbyttu í ennið einhversstaðar
frá.
Þetta var mikið hasarmál á sínum
tíma — og svo vorum við kallaðir fyr-
ir rétt. Það kom til málaferla út af
skrifum um málið og Harald Níelsson.
Hendrik Ottósson gaf út lítinn bækl-
ing um Einar Nielsen og Kristjaníu-
málið. (Þar vísaði hann m.a. í eina
grein hegningarlaganna frá 1869. Þar
segir: „Hegningu þeirri, sem sett er í
253. gr. skal sömuleiðis hver sá sæta,
sem----------hefir af manni peninga
eða fjármuni með signingum, þulum,
særingum, spám eða fyrir önnur slík
hindurvitni.“ Og neðanmáls segir
H.O. í athugasemd um Sálarrannsókn-
arfélag íslands: „Einkennilega lætur
nafnið í eyrum, þar sem að félaginu
standa aðeins menn trúaðir á þessi
,,fyrirbrigði“, svo sem próf. theol.
Haraldur Níelsson, en hann verður
vægast sagt að skoðast miður hæfur til
slíkra rannsókna, einkum vegna trúar-
ofsa og þröngsýni.“ — Einnig segir
H.O.: „Hér dirfast þeir að koma fram
með opinberan svikara“.) Harald-
ur Níelsson fór í meiðyrðamál
og krafðist þess að þau um-
mæli, er Hendrik viðhafði um
hann yrðu dæmd dauð og ómerk.
Það var gert og auk þess fékk hann
50 króna sekt og varð að greiða máls-
kostnað. En fyrir réttinum skýrðum
við Guðmundur frá þeim athugunum
sem við höfðum gert og því sem við
höfðum fylgzt með á fundunum. Ég
man, að ég stakk þá upp á þremur
hugsanlegum skýringum á því, sem
gerzt hafði í Osló, — skýringum, sem
bent gætu til þess, að maðurinn hefði
ekki vísvitandi farið með svik.
I fyrsta lagi: Norðmennirnir höfðu
komizt að þeirri niðurstöðu, að Niel-
sen hefði geymt slæðurnar í enda-
þarminum vegna þess, að þeir fundu
hægðaagnir á fingrunum á honum.
En þeir höfðu eins og við, rannsak-
endaþarminn og ég lagði til að hugs-
anlega hefðu þeir getað valdið „irri-
tation" og maðurinn hefði ósjálfrátt
og í athugunarleysi klórað sér.
í öðru lagi benti ég á Crawfor-
fyrirbrigðin. Þau gerðust í sambandi
við frægan kvenmiðil, sem rannsakað-
aður var. Höfðu þeir, sem athuguðu
hana, sandker á miðju gólfi en síðan
gerist það, að sandagnir úr því bárust
inn í öll vit hennar og slím frá henni
barst yfir í kerið. Tókst að Ijósmynda
strauminn, sem lá milli konunnar og
kersins. Þetta hafði ég lesið einhvers-
staðar, en ég man ekki hvar það átti
að gerast.
í þriðja lagi benti ég á þann mögu-
leika, að miðilsástand væri skylt dá-
leiðslu og að miðilinn framkvæmdi
ósjálfrátt það, sem væri ríkjandi
hugsun í kringum hann. Og þegar allir
í kringum hann væru sannfærðir um
að hann sviki, — þá sviki hann.
En sem sagt — sagði Dr. Halldór Han
sen að lokum — við höfðum enga nátt
úrulega skýringu á þeim fyrirbrigð-
um. sem þarna gerðust. Ég er sann-
færður um að þarna var eitthvað á
seyði, en hvað það var veit ég ekki —
og hvort það var eitthvað í sambandi
við annað líf eða framliðna, er annað
mál og erfitt að sanna.
Allar byggingavörur á sama stað
Timbur
Steypust.járn st. 37
Kamstál ks. 40
Mótavír
Bindivír
Þakjárn
Þilplötur alls konar
Sími
41010
Verkfæri
Saumur
Hreinlætistæki
Mósaik á veggi og gólf
Veggflísar, enskar og þýzkar
Gólfflísar
Lím
og margt fleira.
Sími
41819
Byggingavöruverzlun Kópavogs
KÁRSNESBRAUT 2 — KÓPAVOGI.