Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968
Stund hinna stóru sigra
Osloborg tjalðaði sannarlega
fögrum skrúða fimmtudaginn
28. júní 1951, er þriggja
landa keppnin ísland:Noregur,
ísland:Danmörk og Noregur:
Danmörk hófst. Bislettleikvang
urinn var baðaður sólskini, og
hvergi sást skýhnoðri á himni.
Fánamir á vallarbygginguxmi
hjöluðu við stangir sínar, en
niðri á leikvanginum var stafa-
logn. Áhorfendumir sem tóku
að streyma til vallarins klukku-
stund áður en keppni hófst,
voru létt klæddir- Karlmenn-
irnir báru jakka sína á örm-
um sér og vöfðu skyrtuermar
upp fyrir olnboga. Notalegafór
um alla í kvöldblíðunni og all-
ir voru í sólskinsskapi, þó eft-
irvæntingin leyndi sér ekki.
fslenzku íþróttamennirnir
voru einnig léttstígir, er þeir
hlupu inn á leikvanginn til
þess „að mýkja sig upp“ fyrir
keppnina. Nú var stundin upp
runnin, er sýna skyldi um-
heiminum, að það er engin til-
• viljun að kyndil íslenzkrar í-
þróttamenningar hafði borið
hátt á stórmótum síðustu ára.
f hverri hreyfingu drengjanna
okkar mátti lesa þeirra dýr-
ustu ósk — að mega enn einu
sinni verða til þess að koma
nafni íslands á hvers manns
varir og koma milljónum í-
þróttaunnenda víða um heim til
þess að láta hugann reika til
sögueyjunnar nyrst norður í
hafi.
Og þó að fyrir dyrum stæði
tveggja daga erfið keppni var
þess ekki langt að bíða að
hamingjan léki við íslenzku
piltana á Bislett. Sumir sögðu
kannski, að heppnin léki við
þá. Hafi svo verið var það
heppni hins sterka, sem það
gerði, heppni þess, sem megn-
ar og kann að haga hlaupi
sínu eða stökki rétt, þess er
skynjar mikilvægi augnabliks-
ins í harðri keppni og megnar
að bæta við sig örlitlu til við-
B.bótar, þá er kraftarnir virð-
ast þrotnir.
Forystu náð.
Þannig var það þegar í
fyrstu grein í þessari keppni,
400 m grindahlaupi. Þar kepptu
Örn Clausen og Ingi Þorsteins-
son af íslands hálfu. Örn hljóp
vegalengdina í keppni í fyrsta
sinn þarna á Bislett. Það var
vissulega vogun. En vogun
vinnur — og vogun tapar. Örn
fór sér í engu óðslega í byrj-
un, en seig síðan á og fór fram
úr hverjum keppendanum af
öðrum. Hann magnaðist til dáða
þá er hann sá Inga taka for-
ystuna óvænt á beinu braut-
inni, áður en hlaupið var hálfn
að. En sigurdraumur Inga varði
DAGURINN 29. júní 1951 er án efa mesti sigurdagur íslenzkra
íþróttamanna. Þann dag unnu íslenzkir íþróttamenn það ó-
trúlega afrek að sigra þrjár bræðraþjóðir í landskeppni. Dan-
ir og Norðmenn voru sigraðir í frjálsum íþróttum í Oslo og
í Reykjavík sigruðu Islendingar Svía í knattspymuleik.
Þessi dagur, þessir glæsilegu sigrar, mun ávalit eiga heima
í safni minnisstæðra atburða, þó af fleiru sé að taka í þess-
um efnum, t.d. hin frækna þátttaka Islendinga í Evrópumeist-
aramótinu i frjálsum íþróttum í Briisel 1950. Þar áttu sömu í-
þróttamenn í hiut og hér verður um fjallað, en þar mættu
stjörnur til ieiks, en í Ósló mætti ísland með fullskipað lands-
lið í 20 greinum og vann lið margfalt stærri frændþjóða með
glæsibrag.
Síðan þá eru 17 ár liðin; ný kynslóð að rísa upp á Islandi;
algjörlega ný kynslóð tekin við á íþróttavöllunum. í von um
að einhver hafi gaman af að rifja upp þennan frægðardag, er
hér stytt og endursögð frásögn Mbl. af atburðunum í þá daga,
ásamt viðtali við Baldur Jónsson vallarstjóra, sem á sérstæða
reynslu í sambandi við atburðinn.
ATU STEINARSSON
„Og nu har vi Huseby“ ríkti
dauðakyrrð á pöllunum og
allra augu hvíldu á þessum
ísl. bergjötni. Kúlan flaug og
kliður undrunar og hrifningar
fór um mannfjöldann. Á þeim
árum var enginn til á Norður-
löndum sem gat ógnað Huseby.
Slíkur maður fannst ekki í allri
Evrópu.
Mótlæti.
En keppnin var ekki öll dans
á rósum fyrir fslendinga. 200
m hlaupið, þar sem reiknað var
með gulli og silfri, urðu von-
brigði. Haukur Clausen og
Hörður Haraldsson voru í eld-
línunni. Hörður fékk lélegt við
bragð, en sótti á, meðan Hauk-
ur hélt forystunni, og hljóp
sérlega vel, einkum beygjuna.
En um 100 m frá marki gríp-
ur hann um lær sér. Tognunin,
sem hafði hrjáð hann lengi,
á þá erfiðu braut að hlaupa út
fyrir hópinn og varð að fara
allt út á fjórðu braut, svo illa
innilokaður var hann. En þeg-
ar þeirri raun var lokið, þá
höfðu fáir við Guðmundi Lár-
ussyni á fullri ferð, og þó hann
réði ekki við Danann Gunnar
Nielsen, sá hann örugglega um
annað sætið.
Vonbrigði blöstu einnig við í
langstökki. Örn skellti sér í
keppnina þó hann væri mjög
þreyttur eftir grindarhlaupið og
sáu allir er til þekktu þreytu-
merkin. En skapið var óbilandi
og hugurinn bar hann í þriðja
sætið.
Evrópumeistarinn, Torfi Bryn
geirsson, var einnig mjög ó-
heppinn í byrjun, en tvö síð-
ustu stökk hans voru yfir 7
metra — og náði enginn því
marki á Bislett þetta kvöld.
Örn Clausen stighæsti maður keppninnar og Skúli Guðmundsson fyrirliði liðsins.
ekki lengi. Daninn kom að hlið
hans og tók forystuna.
Þá hófst þáttur hins skap-
mikla ísl. tugþrautarmanns. Er
lokið var síðari beygjunni var
hann kominn samsíða Danan-
um sem gerði þá örvæntingar-
fulla tilraun til að „hrista af
sér“ þessa óvæntu íslenzku ógn-
un frá „byrjanda" í greininni.
En þetta hlaup „átti“ Örn og
var hinn sterki maður þess.
Snúruna sleit hann 3 m á und-
an Dananum, sem spáð hafði
verið sigri. Ingi hlaut brons-
verðlaun eftir frábært hlaup.
Þeir voru hetjur dagsins —
fyrstu hetjur fyrri dagsins.
í kjölfarið sigldi hástökks-
sigur Skúla Guðmundssonar.
Var hann þó spennu þrunginn.
Skúli felldi 1.85 í fyrstu til-
raun þá er allir aðalkeppinaut-
ar hans flugu yfir. Vonbrigðin
virtust skammt undan. En ró-
legur og fumlaus stökk Skúli
örugglega yfir 1.90, það sem
engum öðrum tókst. Gullið var
hans.
„Nu har vi Huseby“
Huseby hafði ætíð eitthvert
undravald yfir áhorfendum. í
hvert skipti sem þulurinn sagði
hafði tekið sig upp. Kvalinn
haltraði hann síðastur í mark-
ið — þessi „öruggi sigurvegari11.
En Hörður stóð við fyrirheit-
in, þrátt fyrir harða keppni og
snúran slitnaði á brjósti hans.
Guðmúndur Lárusson, sem
lítt reyndur hljóp þarna 800
m. komst einnig í vandræði. Eft
ir fyrri hringinn var hann aft-
astur í 5 manna hóp, sem var
mjög þéttur, og útlit var fyrir
hörkubaráttu. Þarna verða á-
tökin að byrja, ef árangur á
að nást, — og. nú var Guð-
mundur innilokaður. Hann
gafst þó ekki upp, heldur lagði
Evrópumeistarinn var því á
efsta þrepi verðlaunapallsins
— eins og vera bar.
Svo komu greinar Dana og
Norðmanna, 5 km hlaupið og
sleggjukastið. Það saxaðist á
stigaforskot íslendinga.
Mjótt á metunum
Úrslitagrein fyrri dags, 4x
100 m boðhlaupið hófst. Stigin
stóðu:
ísland — Noregur 50—49
ísland — Danmörk 49:50
Noregur — Danmörk 54:45
Taugaspennan leyndi sér ekki
Framhald á bls. 31