Morgunblaðið - 11.04.1968, Side 18

Morgunblaðið - 11.04.1968, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 SVAVA JAKOBSDÓTTIR: Gifta þjóðarinnar sat Hugleiðingar um Alþingisháiiðina 1930 og viðfal v/ð forseta Islands, herra Ásgeir Asgeirsson Árið er 1930 og komið er fram í júní. Um langt skeið hefur hugur þjóðarinnar verið bundinn þeirri stund sem nú nálgast óðfluga. Dagana 26. — 28. júní skal fagna með hátíð þúsund ára afmælis hins forna Alþingis íslendinga. Um þess- ar mundir eru myrkar blikur á lofti í Evrópu, armar ein- ræðis teygja sig um lönd og gefa þó ekki nema óljósan grun um þær hörmungar sem áttu eftir að dynja yfir þjóðirnar, en tignir og valdamiklir gestir stefna yfir hafíð að sunnan á vit þessa fámenna og afskekkta eyríkis í norðri til að hylla fornan arf þingræðis og frels- is, arf sem enn lifir þrátt fyrir allt. Undirbúningur hefur verið langur og margvíslegur og meg inþungi hans vissulega hvílt á herðum hátíðarnefndar og fram kvæmdastjóra hennar. Hátíðar- nefndina skipuðu þessir menn: Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ás geirsson, Jóhannes Jóhannes- son, Sigurður Eggerz, Magnús Jónsson, Jónas Jónsson og Pét- ur G. Guðmundsson.' Formaður nefndarinnar var kjörinn Jó- hannes Jóhannesson, bæjarfó- geti, en ritari Ásgeir Ásgeirs- son. Framkvæmdastjóri nefnd- arinnar var ráðinn Magnús Kjaran. En margir aðilar á sviði menningar- og þjóðmála lögðu einnig hönd á plóginn. Þegar gripið er niður í ýmsar heimildir frá þessum tíma er augljóst að þjóðin var einhuga í ósk sinni og von að hátíð- in yrði minnisstæður viðburð- ur. Sú varð og raunin á. Minn- ingin um glæsta Alþingishátíð festist svo í huga þjóðarinnar að árið 1930 hefur jafnan síð- an verið nefnt Alþingishátíð- arárið: þeim sem fæddir eru 1930 þykir vænt um þessa nafn gift á fæðingarári sínu — það er ekki laust við að þeim finn- ist þeir íslendingar að meiri. Skipulega frásögn um Al- þingishátíðina og undirbúning allan má lesa í skemmtilega rit aðri bók prófessors Magnúsar heitins Jónssonar fyrrum fjár- málaráðherra, Alþingishátíðin 1930. En ekki er síður forvitni- legt að fletta síðum Morgun- blaðsins frá þessum tíma þar sem fréttir, smáklausur og jafn vel auglýsingar opna okkur sýn í lifandi samtíðarviðburði áður en þessir viðburðir urðu horfin saga og endurminning ein — sumt virðist smátt í ljósi þeirra framfara sem orðið hafa á þessum hartnær fjörutíu ár- um sem liðin eru, þessi smá- atriði voru samt áhyggjur heill ar þjóðar, sem af stórhug var að stofna til hátíðar og hafði boðið erilendum gestum að sitja hana með sér, þótt hún ætti enga glæsta veizlusali að heldri þjóðasið, aðeins hamrabelti á Þingvöllum og þúsund ára sögu. Það eru þessi smáatriði sem setja svip sinn á Morgunblað- ið vikurnar fyrir hátíðina, dag- skrá hátíðarinnar er löngu á- kveðin, stóru drættirnir dregn- ir. En í mörg horn er að líta og í blaðinu eru birtar reglur og fyrirmæli til almennings og héraðsnefnda til þess að allt geti gengið snurðulaust. Síð ustu vikuna fyrir hátíðina bregður samt svo við að kosn- ingaáróður og kosningadeilur skáka fregnum um fyrirhugaða Alþingishátíð á síðum blaðsins, því að landskjörskosning á að fara fram 15. júní. Kaupmenn einir varast að láta kosningar glepja sig: Þeir halda áfram að auglýsa vörur sem bráðnauð- synlegar eru til að Alþingishá- tíðin takist vel: menn eru t. d. beðnir að minnast þess á 1000 ára afmæli Alþingis hversu ó- metanlegt gagn FORD—BÍLL- INN hefur unnið landi og þjóð á undanförnum árum. En eftir kosningarnar 15. júní fer að koma skriður á málin og Al- þingishátíðin er efst á baugi á ný. Fyrirmæli öll bera þess ljósan vott að hátíðin á að fara fram undir beru lofti og í raun inni er þjóðin ekki síður að búa sig í útilegu en á hátíð. Magnús Jónsson segir frá því í bók sinni að mjög mikið hafi verið rætt um það innan nefnd arinnar hvort halda skyldi há- tíðina á Þingvöllum eða í Reykjavík, en nefndin mun fljótlega hafa orðið sammála um að ekki kæmi annað til greina en halda hátíðina á Þingvöllum. Þótt veður geti orðið vólynd á hvaða tíma árs sem er, má sjálfsagt gera ráð fyrir að Magnús túlki hug bæði hátíðarnefndar og þjóðarinnar allrar er hann segir: „Og ein- kennilegur ættleraháttur gat það virzt að þora ekki að efna til stuttrar samkomu á þeim stað og tíma sem Alþingi hafði starfað um margar aldir og það við erfiðari skilyrði á ýmsan hátt en nú var til að dreifa“. Og þeir sem stefna hinni ís- lenzku þjóð til útilegu verða nauðugir viljugir að hugsa einnig fyrir veraldlegum smá- atriðum: í leiðbeiningum hátíð arnefnda til héraðsnefnda er þess getið að gott væri að hafa koddaver með sér því að tölu- vert hey sé á staðnum. En eru það ekki einmitt svona atr- iði sem sýna andstæður þær er skapa hinn íslenzka furðuheim, andstæður sem oft og tíðum er erfitt að gera útlendingum skilj anlegt að geti haldizt í hendur: óblíð og frumstæð ytri kjör annars vegar og hins vegar meðfætt stolt yfir þjóðararfi sem geymir mörg fegurstu verðmæti í sögu mannsandans: þetta stolt sem Einar Benedikts son bindur í stuðla í hátíðar- ljóði sínu: Eins dæmi alls, í heimi, óvaldað riki að halda, gnæfir hér álfu yfir. Andi frjáls réði landi. Veðurguðir fara hamförum síðustu vikur fyrir hátíðina og ógna djarfri bjartsýni lands- manna. í Morgunblaðinu þann 20. júní er frétt um undirbún- ing hátíðarinnar. í fréttinni segir að annríki mikið hafi ver ið á Þingvöllum undanfarnar 5 vikur og hafi þennan tíma starfað þar 60 manns á vegum Alþingishátíðarnefndar auk fjölda annarra á vegum þeirra er ætli að hafa veitingar á há- tíðinni. „Allan þennan tíma“, segir blaðamaðurinn, „hefur veðrátta verið mjög slæm þar eystra — má kalla að flesta daga hafi ekki verið vinnufært vegna hríðar, rigningar og storma, en tvo dagana aðeins hafi verið gott veður. — Á fimmtudaginn var hafði tekizt að reisa hálfa tjaldborg Reyk- víkinga ó Leirunum. En þá gerði það aftakaveður, að kunn ugir menn þar eystra muna dkki annað eins um þetta leyti árs Var þá svo mikill stormur að óstætt mátti kalla og fylgdi hríð svo dimm, að ekki só faðm frá sér. Óveður þetta svifti upp flestum tjöldunum sem reist höfðu verið, reif sum þeirra til stórskemmda, sleit' stög og færði allt svo úr lagi að meira erfiði var að koma öllu í samt hwrf heldur en verið hafði við það að reisa tjöldin í önd- verðu.“ Þannig var ástatt aðeins fá- um dögum áður en hefja skyldi hátíð á Þingvöllum. Séð yfir mannfjöldann á Þingvöllum 1930. í stafni Ekki er þgð ætlun mín hér að rekja hvert einstakt atriði dagskrár á hátíðinni sjólfri. Mörgu verður að sleppa sem sjálfsagt hefði verið að minnast en Alþingishátíðin er mörgum í minni og góðar ritaðar heim- ildir eru til um hana annars staðar. En fimmtudaginn 26. júní er hin mikla hátíð hafin. Miklum framkvæmdum á sjálf um Þingvöllum var nú lokið, Valhöll hafði verið flutt suður tengsl fortíðar og nútíðar á Þingvöllum. Enn einu sinni hafði íslenzk þjóð riðið til þings. Eitt mál lá fyrir Alþingi að þessu sinni: tillaga til þings- ályktunar um gerðardómssamn inga milli Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar, hvers um sig, annars vegar og Islands hins vegar. Voru samn- ingar þessir undirritaðir seinni dag hátíðahaldanna á Þingvöll- um og undirritaði þá af íslands hálfu forsætisráðherr- ann, Tryggvi Þórhallsson. Þáverandi forsætisráðherra f slands, Tryggvi Þórhallsson, setti hátíðina með ræðu og lauk henni með þessum orðum: íslendingar! Við fögnum göfug um og harla kærkomnum gest- um. Við biðjum að okkur megi auðnast að halda með þeim gleðilega hátið Alþingis, hátíð Forseti Islands, herra Asgeir Ásgeirsson, fyrir á, konungsbústaðurinn einnig, nýjar brýr smíðaðar yfir Öxará, gamli Þingvallabær inn rifinn. Nýr vegur yfir Mos- fellsheiði til Þingvalla hefur verið lagður og segir Magnús Jónsson í bók sinni að öðru fremur megi þakka þeirri vega gerð það, hve fátt varð um ökuslys hátíðardagana. Efri— Vellir voru sléttaðir til þess að hægt yrði að gera þar nothæft hátíðarsvæði. En um þennan þátt undirbúningsins segir Magnús Jónsson: „Það jók ekki lítið vandann við undirbúning allan, að fara varð mjög var- lega í allar „jarðabætur“ og að- gerðir á Þingvöllum. Staðurinn mátti ekki ganga með varanleg ör eftir þessi hátíðahöld.“ Fimmtudagsmorguninn er ris in borg á Þingvöllum, sumt er varanlegt, annað er reist til nokkurra nátta. Og þar er fjöl- mennt. „Var það einkennileg sjón fyrir þá sem ekki eru van ir því að sjá fjölmenni, enda er það víst að síðan land byggðist hefur aldrei jafnmargt fólk verið saman komið á ein- um stað og á Þingvöllum nú“, segir í frétt Morgunblaðsins. Ræðustóll biskups er hát^t upp í hamri í Almannagjá, á flötun- um var konungi og drottningu, sænska ríkiserfingjanum, heið- ursgestum, þingmönnum og hempuklæddum prestum ætlað ur staður meðan Jón.Helgason biskup predikaði, en að lok- inni messu var haldið til Lög- bergs. Því að hér var ekki ein- ungis verið að halda minning- ar*hátíð um hið forna Aliþingi fslendinga; hér var einnig ver- ið að halda þingfund: á þessari stundu og þessum stað lifnuðu hins íslenzka ríkis — þúsund ára hátíð. Yfir ræðustólnum á klettin- um blafcti íslandsfláninn, hamra veggir Almannagjár veittu skjól þingheimi, á palli sátu Kristján X., konungur íslands og Danmerkur, og drottningAl exandrine, svo og Gustav Adolf, Svíaprins og undir Lög- bergi sátu forsetar Alþingis og ritarar og þingmenn í tveim röðum með báðum hliðum palls ins. Konungur gekk í ræðu- stól að lokinni ræðu forsætis- ráðherra og flutningi fyrri hluta hátíðarljóðs og mælti svo á íslenzka tungu: „Ég, lýsi því yfir, að Alþingi fslendinga, sem hófst á þessum stað fyrir þúsund árum, hefst nú að nýju. Mættu störf þess nú og jafnan síðar verða landi og þjóð til Jfarsældar". Forseti fslands herra Ásgeir Ásgeirsson var þá forseti sam einaðs þings, og flutti hann aðalhátíðarræðuna. Hartnær fjórir áratugir eru nú liðnir síðan hann stóð í ræðustólnum á Lögbergi og flutti ræðu sína konungi og þingheimi öllum á þessari þúsund ára hátíð. Vissu lega var hlutur hans mikill í þeirri sæmd er þjóðinni allri veittist á þessari hátíð. Hátíðarræða hans er prentuð í heiild í bókinni Alþingishá- tíðin 1930, en z lok ræðu sinnar mæltist bonum á þessa leið: í dag erúm vér sama hugar og forfeður vorir á hinum fyrsta fundi Alþingis. Þingstaður eT hinn sami, og hátíð vor um margt lík hinu forna þingi. Tíu alda þingsaga talar til vor í þessu heilaga musterí mann- dóms og drengskapar undir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.