Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 7
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 7 „fslendingar eru sein- leknir en hjartað er gull segir fararsfjóri Sunnu á Mallorca Það er nokkuð langt um liðið síðan einn ágætur vinur minn spánskur heimsótti mig á heim ili mitt, og þar sem ég veit, að hann á hérlendis fleiri vini aðra, ákvað ég að eiga við hann stutt samtal til að kynna þeim hann frekar. Þessi vinur minn er í dag- legu tali kallaður VILLI og hann þekkja allar þær þúsund- ir íslendinga, sem til Mallorca hafa ferðast á vegum ferða- skrifstofunnar StJNNU, því að Villi er leiðsögumaður í öllum ferðum íslendinga, sem til eyj- unnar koma, til þessarar perlu Miðjarðarhafsins bláa. En í haust síðast liðið, kom ViIIi í fyrsta skipti til Islands og held ég hann hafi fundið glöggt, að hér átti hann vinum að mæta, því að svo vel hafði hann reynzt okkur og vel fyrir séð í sinni heimabyggð, en til Mallorca stendur hugur okkar allra, alla tíma siðan „Og allir komum við aftur, stendur skrif að þar! Hið rétta nafn Villa. Ekki vissi ég, vinur hans, hvomig honum þóttu móttök- urnar, en þegar hann var sezt- ur í Sindirastólimn með gæru- skinninu heinrva hjá mér, og „Monstera delicosa" og Baldurs- brár í vasa mynduðu um hann bakgrunn eins og hitabeltis- jurtir, held ég, að Villi hafi hugsað eitthvað á þessa leið: „Þarna laerist manni þó eitt, að íslendimgurinn er jafnan bezti vinur manms." Áður en lengra er haldið má ég til með að greina frá hinu rétta nafni Villa, svo að það sé loks öllum vinum hans kunn ugt. Viilli heitir semsé Guiller- mó Gamundi fullu nafni, en Guiliermó þýðir nánast Vil- hjáimur, og af því er Villa- nafnið dregið. Hann á afmæli í dag. Þegar þetta súðbúna samtal okkar Villa birtist hér i blað- inu viil svo skemmtilega til, að hann á afmæli í dag. Raunar er það ekkert stórafmæli, því að maðurinn er komungur, fæddur árið 1931, og er því í dag aðeins 37 ára að aldri. En að þessu slepptu vfk ég aXtur að heimisókn Villa til mín Við tókum nú tal saman. Höfðum þekkst þar suður á Mallorca s.l. sumar, máski ei- lítið meira en aðrir, og éghafði sagt við hann þar: „Komir þú einhvemtímann til fslands, Villi máttu vita, að þú verður um- kringdur vinum." Svaraði þá Villi með heimspekilegri ró mainnsins, sem daglega um- gengst fjölda fólks: „Ætli ég vildi þá ekki helzt verða einn og hvíla mig stundaikom frá fólki.“ Sú varð þó ekki raunin á, meðan hann dvaldist hérlendis Aðstæður mínar urðu samt ekki þær að geta boðið honum að spóka sig á svartsendnum ströndum Hvalfjarðar í þetta ákiptið á slóðir, sem em mér ednkar kærar, og Villi hefði kunnað vel að meta og eins og um hafði raunar verið talað, til einskonar endurgjalds fyrir hvítar strendur paradísareyj- unnar hans, en sjálfsagt á sú stund eftir upp að renna, því að ég finn á mér, að vinátta okkar Villa á eftir að vara meðan við lifum báðir. Þeir læra spönskuna i skólunum „Hvaða mál talar fólkið á Mallorca eiginlega, Villi?“ spyr ég. „Ja, hvað á ég nú að segja þér. Fólkið á Mallorca lærir spönskuna í skólunum. Málið er í rauninni allt annað en spánáka, í sannleika sagt mjög Villi — Guillermo Gamundi, — hinn vinsæli leiðsögumaður Sunnu tyllir sér í gæruskinnklæddan S indrastólinn I Reykjavík á s. 1. bausti. ólikt mál, enda byggt miklu fremur á latínu en spönsku. Þetta veldur þó engum erfið- leikum, því að málin em ná- skyld, samt sem áður.“ Fólkið hefur engar áhyggjur af lífinu. „Segðu okkur eitthvað af kjörum fólksins á Mailorca." „Það er skemmst frá þeim að segja, að ég held við höfum öll nægilegt til hínfs og skeiðar og það er líkt með okkur á Mallorca og ykkur á fslandi, að við erum eiginlega umvaf- inn tryggingum frá vöggu til grafar. Fólkið hefur því engar áhyggjur af lífinu. Þegar við þurfum á meðölum að halda, greiðum við sjálf aldrei neira fyrir þau, en 10-15% af kostn- aðarverði. Um hitt sjá trygg- ingamar. Það er fyrir öllu séð. Þarna er í rauninni ekki síðra vedferðarríki en hjá ykkur. Auð vitað em kjör fólks eitthvað misjöfn eins og gengur og ger- ist, en ég held það megi segja, að velflestir uni glaðir við sitt, og síðan eyjan varð þessi eftir sótta ferðamannaparadís, fara kjör manna batnandi með ári hverju" Á konu og eina dóttur. „Segðu okkur nú ofurlítið frá einkalífi þínu, Villi." „Já, sumir em að forvitnast um einkalíf mitt. Þar er engin launung á. Ég er kvæntureinni ágætis konu, henni Franciscu Móntserrat, og við eigum eina dóttur, Mariu Helenu, sem nú er 7 ára gömul. Ég er sjálfur fæddur í Palma, höfuðborg Mall orca, en konan mín er fædd í Kataloniu, i borginni Barce- lona. Faðir minn var kaupmað- ur og verzlaði með kol og cem- ent Skólaskyldu er þannig hátt að hjá okkur, að börn byrja að jafnaði 5 ára í skóla, og halda áfram til 10 ára aldurs, en þá fer fram val um það, hvort áfram skal haldið. Það er hinsvegar dýrt að stunda há- skólanám, og a Mallorca er enig inn háskóli, og verður því að sækja til meginlandsins í því efni, en þar eru margir ágætir háskólar. Til að verða leiðsögumaður, verður maður að ganga í strang- an skóla. Þetta er eiginlega há Skólanám. Ég hóf sérstaklega að nema tungumál 16 ára gam- all með það í huga að stunda flugumsjón, en þetta breyttist, og nú er ég útlærður leiðsögu- maður útlendinga. íslendingar seinteknir. Ég hef haft ánægju af þvi að blanda geði við íslendinga þá, sem hingað hafa komið á vegum Sunnu. Guðni Þórðar- son hefur sýnt og sannað, að honum má treysta, og þeir hjá Melia, þar sem ég vinn, vilja allt fyrir hann gera. Ég hef tekið á móti íslendingum í nokkur ár, og mér finnst þeir vera svolítið „aparte", svolít- ið inni í sinni skel, ef svo má segja, eilítið seinteknir, blessað- ir, en hjartað er gull. En þeg- ar ísinn hefur verið brotinn, eru íslendingar elskulegasta fólk á jarðríki, og nái maður að þekkja þá og kynnast þeim náið, er vináttan sönn og heil- steypt, og það hef ég reynt, og hvers getur maður óskað sér frekar? íslendingar Iíkjast Böskum. Venjulega fer fyrsti dagur- inn l að brjóta ísinn. fslend- ingar eru að þessu leyti líkir Böskum. Þeir eru eins bæði á ísiandi og Mal'lorca, og mjög ólíkir Englendingum sem sleppa algerlaga fram af séi beizliou, þegar þeir koma til Mallorca, en eru ekkert annað en þurradrambið heima fyrir. Mér hefur þótt ánægjulegast við komuna til íslands, hversu mörg andlit ég þekki hér aftur, og met mikils hverja mínútu með Íslendingum, og máske verð ég fyrir þá betri leiðsögu maður eftir komuna hingað en áður,“ segir Villi, vinur minn að lokum um leið og við fellum talið. Að endingu sendi ég honum beztu afmælisóskir okkar 5 í fjölskyldunni, sem öll reynd- um prúðmennsku hans og hjálp semi á síðastliðnu sumri. Megi gæfan brosa við honum ogfjöl skyldu hans á hinni sólríku paradísareyju í hinu bláa Mið- jarðarhafi um mörg ókomin ár. —Fr.S. MENN 06 s MALEFN! = LÆKNAR FJARVERANDI Stefán Guðnason fjv. frá 1.4 - 1. 6. Stg. Ásgeir Karlsson Trst. rlk- isins Úlfur Ragnarsson fjv. frá 16.4- 1.7. Stg. Guðmundur B Guðmunds- son og ísak G. Hallgrímsson, Klapp arstíg 27. Spakmœli dagsins Þjóðin hefur enn trú á stjóm þeirra, sem hún ætlar að kjósa næst. Ted Cook. Stúlka með 2 börn óska.r eftir ráðskoniustöðu á góðiu sveitaheimili á Suð urlandi. Tilboð sendist Mbl. menkt: „8525“ fyrir 28. apr. Kennsla Les með unglingum, ís- lenzku, ensku og dönsku. Uppl. 'gefnar í sima 41356, laugardag og sunnudag. Trommukennslutæki til sölu. Einnig Ephip'hone gitar. Uppl. í síma 2657, Keflavík. 5 herb. íbúð til leigu harðviðarinnréttinigar og teppalögð. — Uppl. í síma 84245. íbúð, raðhús eða einbýlishús, 6—7 herb. óskast til leigu. Uppl. í síma 40182. Hey til sölu Upplýsingar í síma 99-1174. Moskwitch til sölu árig. ’59 í varahluti, mjög margt nýtt og nýtilegt í bílnum, selst ódýrt. Sími 35974, eftir kl. 7 á kvöldin. Kona 40—55 ára óskast til að sjá um heimili úti á landi. — Svar sendist afgr. Mbl. fyr ir 28. þ.m., merkt: „8880“. Til sölu tveggja hesta stía í góðu skipti á sæmilegum bíl koma til greina. Uppl. í síma 36461 eftir kl. 7 e.h. Til leigu 3ja herb. góð kjalliaraíbúð í Norðurmýri. — Tillb. með nokkrum uppl., merkt: — „95 ferm. 8529“ leggist á af'gr. Mbl. fyrir mánud.kv. Reglusamur og rólegur eldri maður óskar eftir rúmgóðu herbergi, eða lít illi íbúð. Uppl. í síma 17570 eða 14267. Keflavík — Suðurnes Nýkomin munstruð bómull ar. og teryleneefni í blúss ur og kjóla. Hrannarbúffin. Keflavík — Suðurnes HAKA Verina alsjálfvirku þvottavélarnar komnar aft ur. Verð aðeins kr. 19.650,- STAPAFELL Sími 1730. Keflavík — Suðurnes Nýkomið fjölbreytt úrval fermingargjafa, ljóstæki, búsáhöld, leir og glervara. STAPAFELL Sírni 1730. Vörubíll til sölu Bedford ’65 5—6% tonn, úrvals bíll. Skipti á nýl. jeppa eða 5 manna fólksbíl koma til greina. Uppl. í síma 30508 eftir fcl. 19. Úrsmiður 20 ára danskur úrsmiður óskar eftir atvinnu á Is- landi. Tilb. sendist Knud Henriksen, Vestergade 28, Silkeborg, Jylland, Danm. Einbýlishús Til sölu og flutnings ein- býlishús, 35 ferm. hæð og ris, 4 herb. Fasteignas. Garffastr. 17. Símar 24647 og 15221 Kvöldsími 41230. Tækifæri Nokkrar sumarbústaðalóð- ir á fögrum stöðum nálægt Álftavatni í Grímsinesi til sölu. Ólafur Jóhannesson, Grundarstíg 2 - sími 18692 Volkswagen ’59 Ágætis Volkswagen ’59 með úrbræddri vél til sýnis og sölu hjá Bílasölu Matthíasar Höfðatúni 2, sími 24540 & 24541. RAÐSKONA Kona, sem er vön hússtjórn, um 50 ára gömul, óskast til að annast heimili fyrir einhleypan, roskinn mann. Góð húsakynni. Einföld matreiðsla. Nöfn og upplýsingar sendist Morgunblaðinu auð- kennt: „Ráðskona — 5491“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.