Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 196« Eldur í gömlu íbúöar- húsi að Bergstaðast. ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að Bergstaðastræti 63 um hálftvö leytið í gær, en það er tvílyft timburhús. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill reykur í öllu húsinu, og talsverður eld- ur á neðri hæð hússins. Slökkvistarfið gekk fljótt og vel, og náði eldurinn aldrei upp á efri hæðina. Allur eldur var slökktur í húsinu á tæpum klukkutíma. Miklar skemmdir urðu á neðri hæðinni, svo og á innanstokks- munum, sem þar voru, en búið var á báðum hæðunum. Einnig munu einhverjar skemmdir hafa orðið á innanstokksmunum á efri hæðinni af völdum reyksins, sem lag’ði um allt húsið. Ókunnugt er um eldsupptök. Siglingaleið enn erfið fyrir Langanes vegna íss FLUGVÉL fór í gær í ískönn- unarflug á vegum Landhelgis- gæzlunnar, skipherra var Gunn- ar Ólafsson. Segir svo í skýrslu skipherra eftir flugið: .Rani af þéttum ís er nú næst landi á Húnaflóa, um 30 sjóm. austur af Homi. Mjókkandi ís- rani, 1—3/10 teygir sig þaðan í átt að Gjögri og endar í 10 sml. í NA af því. Stakir jakair og ís- eyjar eru þó um allan Húnaflóa. Milli Gjögurs og Steingríms- fjarðar er ísinn þó um 1—3/10 og nær um 14 smd. austur af Kaldbakahorni. Siglingarleiðin Húnaflói að Grímsey er greið- fær, nema ísrani teygir sig að landi í vestanverðum Eyjafjarð arál, og er í um 12 sml. fjar- iægð N af Sigiunesi. ís 4—6/10 er skammt N og A af Grímsey og teygir sig inn Skjálfandadjúp um 8 sml. SA af Grímsey. Þaðan liggur svo is 1—3/10 áfram að stað um 10 sml. V af Mánareyjum. Talsvert ísrek er á Skjálfanda og Tjör- nesgrunni, en virðist vel sigl- íindi í björtu. ísinn 4—6/10 er í um 13 sml. N af Sléttu og liggur á ská upp að Langanesi, og ís 1—3/10 á Þistilfirði 4—8 sjóm. undan landi en þó siglandi j björtu. Siglingaleið er mjög erfið fyr ir Langanes, en þar þéttist ís- inn mikið. Þó virðast vera stór- ar vakir meðfram landi, 2—4 sjó m. af, og liggja í 145° m/v, en þair er stytzt út úr ísnum h.u.b 6—8 sjóm. Nokkur ishöft ca. 100 til 400 metra að bre dd og 6—9/ 10 að þéttleika loka vökunum þó alveg að SA-verðu. Vakir liggja inn með Langa- nesi að sunnanverðu, en lokast á móts við Eiðisvík og virðist ó- fært út úr isnum þar. 11 sjóm austur af Digranesi virðist sam felldur ís, enda og þaðan að Gerpi eru aðeins stakix jakar og jakahópar, einkum út af Bjarnar ey, Kögri og Sandvík. Jakar þess ir liggja djúpt í og sjást örugg- lega illa eða ekki í ratsjá. Ekki sást niður sunnan Gerp- Ls, sökum þoku. Unnið við að steypa akbrautina á þaki Tollstöðvarinnar í gær. Árlegar áœtlanir um opinberar framkvœmdir verði felldar undir ramma fjárlaga t SKÝRSLU sinni um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1968 er Magnús Jóns son flutti á Alþingi í gær ræddi hann m.a. um framtíð áætlunar gerðar og sagði það skoðun sína, að stefna bæri að því að felia allar árlegar áætlanir um op- inberar framkvæmdir undir ramma f járlaga. Þetta atriði er að sjálfsögðu liður í fyrirætlunum um framtíð áætlunargerðar hér á landi yfir leitt, sagði ráðherra. í þeirri slkýrslu, er ég gaf hér á Alþingi fyrir ári siðan, lýsti ég nokkuð hugmyndum mínum og rikis- stjórnarinnar i þeosu efni, jafn framt því sem ég skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja ekki að svo stöddu fram nýja þjóðhags- og framkvæmda- aætlun til fjögrra ára við lok áætlunartímabilsins 1963—1966. Síðan þessi skýrsla var flutt hef ur stjóm Efnahagsstofnunarinn- ar framkvæmt sérstaka athugun á framtíð áætlunargerðar hér á landi og nú fyrir skömmu skilað áliti og tillögum um þetta efni til ríkisetjórnarinnar. f sambandi við þessa athugun stjórnar Efna hagsstofnunarinnar kom sérfræð Bókmenntakynning Leikfélags Kópav. MÆSTKOMANDI mánudag 22. apríl kl. 21.00, mun Leikfélag ECópavogs gangast fyrir bók- nenntakynningu í Félagsiheimili Kópavogs. Að þessu sinni verður aókmenntakynnningin helguð Vlagnúsi heitnum Ásgeirssyni, skáldi. Þarf ekki að efa, að að- iáendum Magnúsar Ásgeirsson- ir muni fagna þessari kynningu i verkum hans. Kynnir verður Ragnar Jónsson, Jóhann Hjálm- irsson mun tala um skáldið, ECristinn Hallsson, óperusöngvari >yngur, Ijóðalestur annast Bald- /in Halldórsson. leikari og leik- írar úr Leikfélagi Kópavogs. Magnús heitinn Ásgeirsson er íttunda skáldið, sem Leikfélag íCópavogs kynnir. Hin sjö eru VTatthías Jochumsson, Jóhann Sigurjónsson, Einar Benedikts- lon, Jónas Hallgrímsson, Halldór ECiljan Laxness og Davíð Stefáns Svo sem á öllum fyrri bók- menntakynningum Leikfélags Kópavogs, er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Bcnnsókn á gialdeyris- málnm L&L SEÐLABANKINN hefur sent saksóknara ríkisins bréf og ósk- að eftir rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum ferðaskrifstof- unnar Lönd & Leiðir. Hefur saksóknaraembættið aú málið til athugunar og má bú- ast við að ákveðið verði á næst- unni, hvort frekari rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum fyrirtækis- ins fer fram eða ekki. ingur Alþjóðabankans í áætlunar gerð, Albert Waterson, hingað í heimsókn á sl. sumri. Tók hann þátt í ráðstefnum og fundum um áætlunargerð og átti ítarlegar við ræður um þessi mál við ríkis- stjórnina og stjórn og starfs- menn Efnahagsstofnunarinnar. í nóvembermánuði sl. gekk hann frá skýrslu um niðurstöður heim sóknar sinnar, er hann nefnir „Tillögur um hagnýta áætlana- gerð á íslandi", og hefur stjórn Efnahagsstofnunarinnar haft hana til hliðsjónar við samningu álits síns og tillagna. Ég vil nota það tækifæri, sem mér býðst hér í dag, sagði ráð herra, til þess að skýra frá því, að ríkisstjómin er í öllum megin atriðum sammála þeim sjónar- miðum, sem fram koma bæði í skýrslu Watersons og áliti og til lögum stiórnar Efnahagsstofnun arinnar. I samræmi við þetta tel ur ríkisstjórnin, að á næstu ár- um beri að halda áfram á þeirri braut, sem íslenzk áætlunargerð hefur beinzt inn á að undan- förnu, þ.e.a.s. að leggja megin- áherzlu á gerð árlegra áætlana annars vegar og gerð áætlana til langs tíma um einstakar atvinnu greinar og einstakar greinar op- inberra framkvæmda hins veg- ar. Jafnframt sé haldið áfram að bæta undirbúning og mat ein- stakra verka. Hringnum berst stórgjöf KVENFÉLAGINU Hringnum berst stór.gjöf og áheit. Frú Nanna Algeirsson afhenti ný- lega kr. 20.000.oo, tuttugu þús- und krónur — til minnimgar um foreldra sína Hönnu og Jón Zo- ega og skyldi fjárhæðiin ganga til starfsemi félagsins fyrir taugaveikluð börn. Sömuleiðis hefur áheit borizt til Barnaspí- talasjóðsins frn Hörnu Kristj- ánsdóttur vegna Guðna Axnar- sonar sem fékk fullan bata 1 Barnaspítala Hringsins, að fjár- hæð kr. 1000.00. Kvenfélagið Hringurirm þakk ar innilega þessaT gj afir og þann hlýhug sem þeim fylgir. (Frá Hringnum). Flug gekk erfið- lega vegna þoku ÞOKA lá enn yfir Reykjavík mestan hluta dags í gær, þannig Landburður af fiski á Hornaf. Höfn, Hornafirði, 18. apríl. hjá Homafjarðarbátum. Fimm LANDBURÐUR er nú af fiski bátar lönduðu í gær 223.3 Lest- Bólusetning gegn rnuðum hundum Atlantic City, New Jersey, 18. apríl — (AP): — INNAN árs má reikna með því að verðandi mæður geti fengið bólusetningu gegn á- hrifum rauðra hunda á ófædd börn þeirra, segir í ný útkom inni skýrslu dr. Maurice R- Hillemans, sem starfar við Merck-stofnunina í West Foint Pennsylvania. Dr. Hilleman segir að víð- tækar tilraunir séu hafnar í Bandaríkjunum með nýtt bólu efni til varnar rauðum hund- um, og eru notaðar lifandi veir ur við bólusetninguna. Verð- ur þetta efni reynt á 20 þús- und börnum á fimm afmörk- uðum svæðum á þessu ári, en önnur bóluefni verða reynd á sama fjöida barna annars- staðar. Samskonar tilraunir er verið að gera í Englandi og á Formósu. um og var afli bátanna frá 29 lestum í allt að 69 lestir. Mestan afla í einnar náttar- lögn hafði Akurey, 50 lestir í aðeins sjö trossum, en hæsta íestatölu hafði Hvannney 69 lestir. Svarta þoka skall hér á í gær- kvöldi er bátarnir voru að koma að, og gátu þeir ekki komizt tíl hafnar fyrr en með morgninum, er þokunni létti. — Gunnar. að litið var um flug frá Reykja- vík, en á Keflavíkurflugvelli var flugumferð með eðlilegum hætti eftir hádegi. Innanlandsflug F.f. gekk þó sinn vanagang, nema hvað í gærkveldi tepptist vél á Akur- eyri vegna þokunnar yfir vell- inum hér, og auk þess urðu tvær vélar — önnur frá Sauðárkróki, hin frá Egilsstöðum — að lenda á Keflavíkurflugvelli. Öll flugumferð lá niðri frá Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt og fram að hádegi, en þá lenti Loft- leiðavél sem beðið hafði í Luxem borg. Um sjö leytið í gærmorgun varð PanAm-flugvél að hætta við lendingu og fara til Prest- víkur, en sem fyrr segir, rættist úr um hádegið og síðari hluta dags var allt með eðliiegum hætti. Veðurstofan gerir ráð fyrir að þokan hverfi eftir hádegi í dag. Aðalskrifstofa S.Ú.IM staðsett á Siglufirði — frumvarp samþykkt i neðri-deild FRUMVARP til breytingar á lögum um Síldarútvegsnefnd kom til 2. umræðu í neðri deild í gær, en það hefur áður hlotið samþykki í efri deild. Nokkrar deilur urðu í þinginu um það at riði frumvarpsins, er fjallar um hvar aðalskrifstofa nefndarinnar skuli staðsett. Meirihluti sjávar- útvegsnefndar neðri deildar lagði til, að frumvarplnu yrði vísað til rjkisstjórnarinnar, en minni hiutinn lagði hins vegar til, að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt. Við atkvæðagreiðslu um málið í gær í deildinni var til- laga meiri hlutans felld að við- höfðu nafnakalli með 25 atkvæð um gegn 14, og frumvarpið sam- þykkt óbreytt til 3. umræðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.