Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 32
KSKUR Suðurlandsbraut 14 —- Sími 38550 tyjgwttMíaMt* FÖSTUDAGUR 19. APRIL 1968. PíirgwíiMaWSi AUGIVSIHGAR SÍMI SS*4*SQ Unnið fyrir 940 li. kr. árið 1968 — við Búrfellsvirkjun — Gufuaflstöð reist í Námaskarði í SKÝRSLU fjármálaráðherra um framkvæmda- og fjáröflun- aráætlun ársins 1968 kemur fram að framkvæmdaupphæð við Búrfellsvirkjun nái 940 millj. kr. á árinu 1968. Framkvæmda- upphæð sl. árs nam 380 millj- kr. á verðlagi þess árs. Áætlað er að aðrar raforku- framkvæmdir en Búrfellsvirkj- un muni nema um 2C9 millj. kr. á árinu 1968 og er það svipuð upphæð og var sl. ár. Þá kom fram í skýrslu ráð- herra, að athugunum á væntan- legri Laxárvirkjun og á hagkvæm ustu leiðum til að sjá fyrir raf- orkuþörf Austurlands og svæðis Húna- og Skagafjarðarveitna væri nú að mestu lokið, og mundi verða unnt að taka ákvarð anir á grundvelli þeirra athug- ana innan skamms. f sambandi við þessar athuganir væri í ráði að reisa litla gufuaflstöð i Náma skarði til reynslu. Jafnframt mundi haldið áfram undirbún- ingi að Laxárvirkjun. Þá hefðu Rafmagnsveitur ríkisins hug á að hrinda í framkvæmd virkjun Smyrlabjargaár í A-Skaftafells sýslu, en þeirri virkjun var frest að á sínum tíma, eftir að vélar og leiðslur höfðu verið keyptar, vegna óvissu um, hvort nægilegt vatnsmagn væri til staðar. Einn ig hefðu Rafmagnsveitur ríkis- ins áhuga á byggingu linu frá Laxárvirkjun til Raufarhafnar og frá Þverárvirkjun til Búðar- dals. Það er kyrrð yfir höfninni í Þorlákshöfn, þegar bátarnir hafa landað. Sjá grein frá Þor lákshöfn á bls. 10. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Vorðarfundi frestoð FRESTA varð Varðarfundi, sem halda átti í gærkveldi, vegna þess að rafmagnslaust varð í hluta borgarinnar á tímabili í gærkveldi. Verður fundurinn auglýstur síðar. Sæsímostreng- urinn í Ing í dog SÆSÍMASTRENGURINN milli íslands og Skotlands hefur ver- ið slitinn síðustu daga, en við- gerðarskip er nú komið á stað- inn, þar sem strengurinn bilaði. Samkvæmt upplýsingum frá Færeyjum, er gert ráð fyrir, að samband verði komið á í dag, þar sem viðgerð miðaði vel áfram í gærdag. Þorskafli báta var um 25 Jbiis. tn. minni en í fyrra Heildaraflinn er einnig minni BRAÐABIRGÐATÖLUR liggja nú fyrir um heildaraflann fyrstu þrjá mánuði ársins, og er hann talsvert minni en hann var á sama tima í fyrra. Meðai annars er þorskafli bátaflotans um 25 þúsund tonnum minni, en það stafar þó að miklu leyti af verk- fallinu í marz og verkbanninu í janúar, en ekki af minni fisk- gengd. Heildaraflinn hjá bátunum var orðinn 53.544 tonn um síðustu mánaðamót, en var á sama tíma í fyrra 79.311 tonn. Til verstöðv- anna á Suður- og Vesturlandi, sem takamarkast af Höfn í Hornafirði að austanverðu og ZKeykjaborgin fékk 30-40 tn. í einu kasti BÁTAR voru allir á sjó í gær, og var reytingsafli í öll veiðar- færi. Þó er ekki unnt að segja til um afla einstakra báta, þar sem þeir komu ekki að fyrr en seint í gærkvöldi. í fyrrakvöld fengu ýmsir nóta- bátar þokkalegan afla, og til- kynntu eftirtaldir bátar um afla um Grandaradíó: Þorsteinn 15 tonn, Vigri 15, Brettingur 10, Ögri 25, Sigurvon 15, Jörundur II. 20, Gisli Arni 50, Arnar 60, Örn 46 og Viðey 25 tonn. Þá fór einnig eitthvað af nótabátum inn tii Vestmannaeyja og Keflavík- ur. í gær voru nótabátarnir að kasta og útlitið gott, m.a. var vitað að Reykjaborgin hafði fengið 30—40 tonn í einu kasti. Brúargólf steypf í hluta bílabrúar í Reykjavík Brúin, sem stendur v/ð höfnina mun verða tæplega 600 metrar á lengd BORGASTJÓRI, Geir Hallgríms son, bvgginganefnd Tollstöðvar- innar, lulitrúar verktaka og full trúar borgarinnar hittust í gær í nýju Tollstöðvarbyggingunni, en þar hófst í fyrradag vinna við að steypa gólf fyrsta áfanga mikillar bílabrúar, sem verður hluti af hraðbraut umhverfis Reykjavík. Brúin mun ná full- gerð frá Hamarshúsinu að Skúla götu. Lengd hennar mun verða um 500 til 600 metrar. Hraðbraut þessi verður 4 ak- reinar, tvær tál sitt hvorrar átt- ar. Hún verður gerð fyrir 80 km. hámarkshraða, en sá hluti brúarinnar, sem vinna er nú haf :n við og liggui á þaki nyrztu álmu Tollstöðvarinnar, verður fyrir 60 km. hraða. ( Á þaki Tollstöðvarinnar verð- ur og bifreiðastæði fyrir 100 bif reiðar og verður gerð sérstök ak rein inn á þakið af brúnni. Þá verður unnt að aka á bílabrúna úr Suðurgötu, en samkvæmt að- alskipulagi Reyk.iavíkur mun Suðurgatan ná í gegnum Grjóta- þorpið. I Tollstöðvarnefnd eiga sæti þessir menn: Torfi Hjartarson, tollstjóri, sem er formaður nefnd arinnar, Sigtryggur Klemens- son, bankastjóri, Hörður Bjarna son, húsame'stari ríkisins, Ragn ar Jónsson, skrifstofustjóri og Páll Sæmundrson, stórkaupmað- ur. Teikningar að Tollstöðvar- húsinu hefur teiknistofa undir stjórn Gísla Halldórssonar Ár- múla 6, gert, en verktaki er Al- menna byggingafélagið. Að sögn arkitektanna Gísla Halldórssonar og Harðar Bjarna sonar mun Tollstöðiin verða næst stærsta einstaka húsið í höfuð- borginni. Aðeins íþróttahöllin í Laugardal er stærri. Önundur Jónsson, forstjóri Framhald á bls. 19 Stykkishólmi a'ð vestan verðu, bárust alls 35.900 tonn, en 58.649 í fyrra. Tii Vestfjarða bárust 10.583 tonn en í fyrra 15.579 tonn. Til Norðurlands bárust 3.346 tonn en 3.544 í .fyrra og til Austfjarða bárust 4.525 tonn en 1.539 í fyrra. Heildarafli togaranna var orð- inn 11.422 tonn um síðustu mán- aðamót, en var 12.416 í fyrr*. Heildarloðnuaflinn var 72.460 tonn en 94.850 í fyrra, og síldar- aflinn var 4.306 tonn um síðustu mánaðamót en 43.523 tonn eftir fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Nýstórieg inn brotsaðferð IALLNÝSTÁRLEG innbrosts- | I aðferð var við höfð í Reykja- I vík í fyrrinótt. Notaði þjófur- inn jeppa til að brjóta rúðu í ‘ sýningarglugga viðtækjaverzl I unar við Laugaveg og hafði , I hann á brott með sér ýmis ' l tæki fyrir 45.000 krónur. — 1 Sjónarvottar voru að innbrot- I inu. Að sögn sjónarvotta bakk- | | aði þjófurinn tvisvar á rúð- I una — hefur sjálfsagt ekki lit ist vel á að brjóta hana með 1 ' eigin afli. Snaraðist hann síð- i )an út úr jeppanum og hlóð í i | hann tækjum, sem í gluggan- . um voru, en ók svo á brott i [ ' skyndi. Bátur strandar við Garðskaga — var brátt dreginn á flot aftur VÉLBÁTURINN Erna KE-36 strandaði um kl. 9.30 í gærmorg- un rétt innan við Garðskaga. Veður var gott þegar þetta gerð- ist, en svarta þoka, sem vafa- laust hefur valdið þessu óhappi. Skipverjar á Einu Köiluðu upp hjáipairskipið Eldingu. sem var þá statt þarna skammt frá, og kom fljótt á strandstað. Hafði hjálparskipinu tekizt að ná vélbátnum út um 11-leytið, en þá tiil'kynntu skipverjar á Ernu, að mik:)J leki vaeri kom- inn að skipinu. Froskmaður, sem var um borð í Eldingu, kafaði þá þegar undir vélbátinn og gat stöðvað lekann. Að svo búnu var lagzt upp að hiið varðskips, sem þarna var komið, og bábur- inn þéttur frukar og sjó dælt úr hönum. Dró Eldingin síðan bát- inn inn til Keflavikur. Unnið við Hafnarfjarðar- veg ■ Kópavogi í sumar í SKÝRSLU um framkvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1968, er fjármálaráðherra flutti á Alþingi í gær, kom m. a. frain, að á þessu ári munu hafnar fram kvæmdir við Hafnarfjarðarveg í Kópavogi, en til þess verks mun aflað verulegs lánsfjár sam- kvæmt sérstöku samkomulagi á milli Kópavogskaupstaðar og samgöngumálaráðuneytisins. Á þessu og næsta ári er ætlun in að ljúka áfanga norðanmegin á Digraneshálsi á mótum Nýbýla vegar, Kársnesbrautar og Hafn- arfjarðarvegar. Að þessum áfanga loknum mun umferðin til og frá Kópavogi geta farið fram um þessi vegamót, jafn- fram því, sem mjög mun létta á umferð um Digraneshálsinn sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.