Morgunblaðið - 19.04.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 19.04.1968, Síða 11
11 M'ORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 Allaskipið Þorlákur kemur inn. er sagt að hér sé venjan um 120 í tonninu. Ég held, að þetta sé sjórinn, að hann sé of kaldur í Breiðafirðinum núna. — Hvenær komuð þið hingað suður? — Við lögðum fyrst á páska- dag og fengum þá 40 tonn. Það hækkaði brúnina heldur betur, eins og þið getið ímyndað ykk- ur, en síðan höfum við mest verið að færa til og reyna fyrir okkur. — Þið byrjuðuð á línu, eða hva'ð? ■— Já, í Breiðafirði og suður á Tungum. Það var gott fiskirí, en tíðin hreint afleit. 10. marz fór- um við svo á netin og ég man ekki eftir því lélegra í Breiða- firðinum. — En þú átt von á honum í Breiðafijörð? — Já, 10. til 15. maí kemur hann þar, vona ég. Vorhrotan hefur aldrei brugðizt. Aflakóngurinn í Þorlákshöfn, Pétur Friðriksson. „Þetta er fínt“. Ríkarð Jónsson, forstjóri Meitilsins hf., horfir á aflann. — Þið leggið ekki upp hér? — Nei, aflinn fer allur suður, segir þessi skipstjóri, sem fiskur- inn hefur hraki’ð af heimaslóð- um í ókunna höfn. Hógvær aflakóngur Þorlákur er kominn inn með 25 tonn. Hann missir ekki for- ystuna í dag hann Pétur Frið- riksson. — Þú ert sagður aflakóngur Þorlákshafnar, segjum við, þeg- ar við erum komnir upp í brú. — Ojæja, öllu má nú nafn Aflanum landað. gefa, segir skipstjórinn hógvaer. — Hvað heldur þú í sambandi við þennan þorsk? — Ekki er ég nú neinn spá- maður, en þetta er miklu smærri fiskur, en við erum van- ir. — Hvað er langt stím á Bank- ann? — Þetta er svona tveir og hálfur tími, við erum á hraun- inu. — Hvað er langt síðan gangan kom? — Það er um hálfur mánuður. Þorskurinn hefur ekkert komfð hér upp að landinu í vetur, eins og venjulega, og reyndar gerði hann það n ú ekki heldur í fyrra. En það er mikið af honum þarna núna — Hefurðu aflað betur nú en í fyrra? -— Heldur betur! Á vertíðinni í fyrra fékk ég 780 tonn og þá byrjuðum við 2. janúar. — Það er mikill floti á Bank- anum núna. — Já, heil ósköp. Þeir eru þarna allt frá Breiðafirði og austur undir Hornafjörð. Horn- fir'ðingar halda sig enn fyrir austan. — Og hvað heldurðu nú að sá guli stoppi lengi hjá ykkur? — Það veit ég hreint ekki, segir Péttír Friðríksson og hlær. — En ég vona að hann stoppi sem lengst. Ríkharður Jónsson er kampa- kátur, þegar við hittum hann á bryggjunni. Þetta er góður dag- ur fyrir Meitilinn, Þorlákur og Dalaröstin með 25 tonn og Draupnir með 17 tonn. Bátarnir hans SLgurðar eru með rúm 40 tonn. Reynir hæstur heimabát- anna með 27,5 tonn. Þeir þekkja Bankann sjómennirnir frá Þor- lákshöfn og það ver’ður nóg að gera í fiskinum á morgun. Pólyfónkórinn: H - moll messa J. S. Bachs ÞRHXJUDAGINN fyrir páska var h-moll messa J. S. Bachs flufct að mestu, í fyrsta sinn hér á landi í Kristskirkju. Flytjendur voru einsöngvarar, einleikarar, Pólý- fónkórinn og kammerhljómsveit rmdir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar, og var flutningurinn síðan endurtekinn á skírdag og föstu- daginn langa í Þjóðleikhúsinu Það má öllum vera mikið fagn- aðanefni, að nú skuli vera hægt að færa upp hvert stór- virkið af öðru af alþjóðlegú tón- bókmenntimum hér. Það skiptir líka miklu máli, hvemig slíkt er gert, og hvaða tími er valinn til þess. Dymbilvikan er e.t.v. sá sími sem sízt skyldi nota til a’ð syngja svona messu. Það hefði Bach sjálfur aldrei gert, hann hefði a.m.k. sleppt Gloríu-þætt- inum. Ef menn vilja hins vegar líta á h-moll messuna sem ab- strakt-listaverk úr öllu sam- hengi við kirkjuárið, list fyrir listina, þá verður hér í fámenn- inu samt sem áður að taka tillit til þess, að dagarnir um páska eru sá tími sem nær allir hópar áhugafólks nota til að skila af sér vetrarstarfinu. Straumur söngelskra Reykvíkinga í tón- leikahús er þá bakkafullur læk- ur. Bezt hefði verið, ef flutning- ur h-moll messunnar, frumflutn- ingur á íslandi, hefði beðið fram yfir páska, þá hefði vonandi ver- i'ð hægt að flytja hana alla og ekki orðið að sleppa þremur mikilsverðum hlutum hennar. Annars var auðfundið, að öll- um þátttakendum var mikið alvörumál að bera fram þennan mikla skáldskap Bachs. Guð- finna D. Ólafsdóttir fór með sópraneinsöng af miklum ágæt- um. Hún sýndi, að hún er vax- andi söngkona. í tvísöng með ungri alt-söngkonu, Ann Collins, sem kom gagngert tij flutnings- ins frá Englandi í „Christe elei- son“ og „Eet in unum Domin- um . . “ í trúarj/tningunni, hélt Guðfinna sínum hlut að fullu í ströngum samanburði. Ann Coll- ins flutti þrjár einsöngsaríur sín- ar me'ð fagurri röddu, sem hún beitti af mennt. Friðbjöm G. Jónsson söng Benedictus-arhma og tvísömg með Guðfinnu í „Domine Deux, rex coelestis". 1 tvísöngnum átti hann erfitt að villast ekki iim á laglínur Guðfinnu og ekki naut hann sín heldur í aríunni. Hún krefst líka þess, að söngvarinn beití rödd sinni af sömu lipuirð og meðfylgjandi fiðluleikari fingrum sínum, Og má nærri geta, að langa og stranga skólun þartf til að gefca slíkt. Halldör Viíhelmssön söng bassaaríuna „Et in Spiritum sanctum. . .. “ ' milt og hreint, hélt sínu striki, þrátt fyrir „villu ljós“ óbóanna, sem léku með. Bassaaríunni í lok Gloríu-þátt- arins var sleppt, og kom það dá- lítið óþægilega við textann. Einar G. Sveinbjörnsson lék fiðlueinleikinn í messunni, ýms- ar vandasamar tónfléfcfcur, ó- skeikull. Anna’ð áberandi gott framlag hljóðfæraleikara til flutnings messunnar kom líka frá útlöndum. Það var trompet- leikur Bemards Brown frá Eng- landi. Af leik hans var gullinn bjarmi á risi smíðarkinar. Pólýfónkórinn fór vel með hlutverk sitt. Hann hefði mátt vera djarfari á köflum, sýna meiri stjrrkleikabreytingar, sjmgja veikar stundum eða sterk ar. Aldrei brugðust raddgæðin. Kórinn og stjómandinn mega þvl yfirleitt vel una, hve tii tókst Hraðaval og styrkleika eru um- deilanleg smekksatriði (ekki er alltaf nauðsynlegt að hafa ritar- dano í þáttalok), en hendinga- mótun hefði mátt vera greini- legri. Það er sérlega nauðsyn- legt í bassanum í þessum stíl, enda er bassinn áðalrödd. Bassa- hljóðfærin og orgelið (því miður rafmagnsorgel) voru ekki nógu vel samtaka. Það var og mestur tgalli í flutningi h-moll messunn- ar, hve samspilið gekk stundum erfiðlega, kórinn og hljómsveitin svöniðu ekki samtímis hreyfing- um stjórnandans. I kirkjunni breiddi bergmálið mikið jrfir það ósamræmi. Kórstjóm og hljóm- sveitarstjóm fer ekki alltaf vel saman, enda er það reynsla stór- þjóðanna, sem oftast og bezt flytja svona stórvirki á tónleik- um eða hljómplötum. Þar esr einn, sem æfir og þjálfar kórinn, annar stýrir sjálfum flutningn- um með einleik, einsöng, kór og hljómsveit. Síðast, þegar ég skrifaði um Pólýfónkórinn í flutningi Jó- hannesarpassíu Bachs, lét ég I ljós, eftirsjá eftir þeim tima, þegar kórinn flutti okkur þá sönglist, sem engir aðrir hópar áhugafólks eða atvinnufólks sinntu: pólýfóníu 16. aldar eða nútímaverk. Vonandi er þeim kapítula ekki öllum lokið enn. Fyrirferðarmiklu stórvirkin mega vel bíða, þar til hægt er að flytja þau öll, og eins vel og a cappélla verkin áður. Þorkell Sigurbjörasson. Sigurvegararnir í keppninni frá vinstri: Símon Sigurjónsson, Dan íel Stefánsson, Jón Þór Ólafsson, og Kristján R. Runólfsson. Long - drink - keppni barþjóna SÍÐASTLIÐINN miðvikudag fór íram svonefnd Long-drink keppni á vegum Barþjónaklúbbs íslands. Var keppnin haldin að Hótel Sögu í Súlnasal. Hófst hún kl. 18. AlLs tóku 18 þjónar þátt í keppn- inni. Um kvöldið var siðan úrslita .eppni og þá komu velflestir þjón ar borgarinnar saman og skemmtu sér. Fjöldi gesta var á þessari keppnishátíð og þá fyrst og fremst umboðsmenn hinna ýmsu vínfyrirtækja, sem selja vöru sína hingað til lands. Keppnin var bæði hörð og tví- sýn, en mikill fjöldi dómnefnd- armanna var til kvaddur af á- horfendum til að dæma um drykkina. Fór svo að lokum að einn barþjónanna var hlutskarp- astur, en þrír þeir næstu voru allir jafnir að stigum. Víninn- flytjendur höfðu gefið fallega gripi til keppninnar sem verð- laun. Þá var samhliða þessu myndarlegt happdrætti og margt góðra vinninga í því. Úrslit keppninnar urðu sem hér segir: 1. verðlaun: 2 cl Vodka (Wibarowa) Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.