Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ/FÖSTUDAGUR 19. APRÍU 1968 5 Hvers vegna eru ekki veitt Norður- landaverðlaun fyrir myndlist? — segir norska stórblaðið „Aftenposten" eftir Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara FYRIR nokkru birti norska blaðið Aftenposten viðtal við Ólöfu Pálsdóttur mynd- höggvara, þar sem hún legg- ur til, að Norðurlandaráð veiti norrænum myndlistar- mönnum verðlaun á sama hátt og rithöfundum og tón- listarmönnum. Viðtalið fer hér á eftir þýtt og lítillega stytt. Hún er íslendingur og komin frá Reykjavík, hún bjó nokkur ár í Færeyjum, fékk listmenntun í Kaup- mannahöfn. Hún hefur unn- ið í Gautaborg og verið í Finnlandi á finnskum ríkis- styrk. Er hægt að hugsa sér tímabærari gest í Ósló, þar sem svo mörg fögur orð eru uppi höfð um Norðurlöndin þessa daga. Hún er einnig í beinum tengai um við Norðurlandaráð, þar sem maður hennar, Sigurður Bjarna son forseti neðrideildar alþing- is, hefur starfað innan ráðsins frá upphafi. Hann er kominn til Osló til að taka þátt í funda- höldum, en hún er hér í öðrum erindagjörðum: Hún er mynd- höggvari og fyrri hluta dags er hana að hitta í List- og málmsteypu Kristjaníu. Þar stendur hún í hvítum ikyrtli og fínpússar bronsstyttur. Þær eru hennar verk og hvað hæfir betur norrænu starfi en senda þær til afsteypu í Osló. — Við höfum enga listaverka steypu á íslandi og það er mjög bagalegt fyrir okkur myndhögg arana, segir frúin. — Við verð- um því að senda allt utan og getur hver maður gert sér i hugarlund, að það er bæði kostn aðarsamt og ýmsum erfiðleik- um bundið. Frúin hefur áður látið gera afsteypur af verkum sínum í Kaupmannahöfn. Ólöf Pálsdóttir kærir sig ekki um að nostra við smáatriði, það er formið sem heild, sem á hug hennar. Lengst af hefur hún unnið að stórum verkum, sem eru nú bæði í Genúa, Reykja- vík, Gautaborg og Árósum og það var einnig fyrir slíkt stór- verk, að hún vann gullverð- laun á Akademiunni í Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum ár- um. — Kannski má segja, að það nálgist ofdirfsku hjá konu að leggja fyrir sig höggmyndalist, þar sem efniviðurinn er svo þungur. Og það er ekki alls staðar auðvelt að láta taka mark á sér sem listamanni, þeg- ar um konu er að ræða, ekki sízt ef húsmóðir með börn á í hlut. Á því sviði geta Finnar kennt okkur margt og þeir sýna að flestu leyti djúpan listaskiln ing. Island hefur ekki af mörgum myndhöggvurum að státa. Þeg- ar opinber bygging er reist eða milljónahús byggt hvarflar það að fáum að skreyta hana lista- verkum myndhöggvara. Aftur á móti er miklu meiri áhugi á málaralist. Við eigum marga unga mál- ara og þeir eru djarfir, hvað það snertir að sýna verk sín. Kannski eru þeir eilítið of fljót ir til þess, það er svo algengt að hugsa um auglýsingagildið. íslendingar hafa áhuga á inútímalist — í svo ríkum mæli, að við gleypum kannski ein- staka hluti hráa, við hugsum sem svo, að sá sem ekki tekur á móti þessu fýlgist ekki með tímanum! — Eruð þér þeirrar skoðun- ar, að íslenzkir málarar séu orðnir of alþjóðlegir? — Við eigum listamenn, sem ég tel að séu í stórkostlegum tengslum við náttúru lands okk ar og við fortíð þjóðarinnar. En margir listamenn sækja á- hrif til útlanda — áður var það einkum til Kaupmannahafn ar, nú halda margir til Parísar, Englands og Bandaríkjanna. Við eigum ekki sterkar hefðir í íslenzkri myndlist og kannStki er það m.a. ástæðan fyrir því, að margir listamenn okkar virð ast svo alþjóðlegir. Auk þess er auðveldara að tileinka sér einhverja isma og hugmyndir, sem aðrir hafa skapað. En það ' er heiðarlegra að maður starfi út frá uppruna sínum og hjá sumum listamönnum okkar og arkitektum sakna ég nokkurr- ar innlifunar í náttúru íslands. Ólöf Pálsdóttir seldi eina höggmynd sína meðan hún var í Osló og keypti hana kana- díski ambassadorinn, sem er einnig fulltrúi lands síns á ís- landi. Hún hefur á undanförn- um árum selt mörg verk, og þegar hún kemur heim frá Oslo mun hún halda áfram við stóra Kristsstyttu í Skálholtskirkju. Hún er einnig lítillega byrjuð að vinna að myndastyttu af Halldóri Laxness. — Hvaða augum lítið þér á norræna listasamvinnu. — Auðvitað ætti að gera miklu meira bæði af styrkveit- ingum og sýningum. Það er gleðilegt að Norðurlandaráð skuli hafa komið á bæði bók- mennta- og tónlistarverðlaun- um, en væri ekki eðlilegt að hugsa einnig til m.vndlistar- manna? Þeir hverfa oft í skuggann, þrátt fyrir að kannski eiga þeir erfiðast með að ná til áhorf- enda — það er nú einu sinni svo að það er hægara að ná sambandi með tali og tónum en með málverkum og höggmynd- Rrúðarkjólar stuttir og síðir, einnig stór númer. KJÓLASTOFAN, Vesturgötu 52. um. Ungur lögíræðingur óskar eftir atvinnu hálfan daginn. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Lögmaður — 8527“. Mynd þessi birtist með sam talinu við Ólöfu Pálsdóttur, þar sem hún vinnur við frágang verka sinna á steypuverkstæð- inu í Osló. Keflavík - Suðurnes Höfum til sölu á tækifærisverði Toyota 6 manna fólksbifreið, árg. 1968. Úrval minni og stærri bíla. Verð og greiðsluskilmála við allra hæfi. BÍLASALA SUÐURNESJA, Vatnsnesvegi 16, Keflavík, sími 2674. Traktorskerrur Traktorskerrur óskast. Upplýsingar i síma 81550. BREIÐHOLT H.F. íbúðaskipti Óskum eftir að skipta á 4ra herbergja íbúð í Vest- urbænum. íbúðin er í nýrri blokkbyggingu í skipt- um fyrir 3ja herbergja íbúð rúmgóða á góðum stað í Austurbænum. fbúðin er laus 1. júlí. Upplýsingar í síma 20271. ■ gnccvnci Til sölu er grunnur að raðhúsi í Fossvogi. Teikning gerir ráð fyrir innbyggðum bílskúr í neðri hæð. Eignarhlutdeild í vinnuskúr fylgir. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17, 3. hæð Símar: 1 68 70 og 2 46 45 Heimasími: 30587. ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: ANTWERPEN: Reykjafoss 23. apríl Fjallfoss 6. maí Reykjafoss 17. mai ROTTERDAM: Reykjafoss 26. apríl Skógafoss 8. maí Goðafoss 17. maí* Reykjafoss 21. maí HAMBORG: Goðafoss 22. apríl * Lagarfoss 27. apríl. Reykjafoss 29. april Skógafoss 10. maí Reykjafoss 15. maí Goðafoss 21. maí * LONDON: Askja 26. apríl Mánafoss 2. maí * Askja 10. maí. HULL: Reykjafoss 22. apríl Mánafoss 6. maí Askja 14. maí. LEITH: Askja 29. apríl Gullfoss 13. maí NORFOLK: Brúarfoss 11. maí Selfoss 31. maí Fjallfoss 14. júní * NEW YORK: Selfoss 24. april Brúarfoss 15. maí Selfoss 5. júni Fjallfoss 19. júní * GAUTABORG: Havlyn 23. apríl Skógafoss 6. maí * Bakkafoss 8. maí* Skip um 23. maí. KAUPMANNAHÖFN: Kronprins Frederik 20. apr lavlyn 25. apríl. Kronprins Frederik 4. maí. Skógafoss 8. maí * Gullfoss 11. maí KRISTIANSAND: Lagarfoss 25. apríl. Bakkafoss um 6. maí* GDYNIA: Tungufoss 2. maí VENTSPILS: Dettifoss 22. apríl. KOTKA: Dettifoss 30. apríl Tungufoss 7. maí *) Skipið losar í Reykja- vík og á ísafirði, Ak- eyri og Húsavik. **) Skipið losar á Reyðar- firði, Reykjavík, fsa- firði, Siglufirði, Akur- eyri og Húsavik. Skip sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavík. Þægilegar sumarleyfisferð ir til útlanda. Goðafoss — Detttifoss Lagarfoss. Farrými fyrir 12 farþega. Upplýsingar í farþegadeild ALLT MEÐ EIMSKIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.