Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1». APRtL IM Merki óeirðanna eru enn augljós, er farkostur minn lækkar flugið til lendingar á O’Hare flugvelli í Chicago á sunnudagskvöldi. Reykjar- strókar stíga enn upp af rúst um brenndra verzlunarhúsa, sem reiðir og örvæntinga- fullir blökkumenn höfðu far- ið gnýför um undanfarna daga og valdið gífurlegu tjóni. Þessar aðgerðir þeirra eru því miður í algjörri and- stöðu við boðskap hins látna leiðtoga ,sem helgaði líf sitt baráttu fyrir jafnrétti án of- beldis. Ég hafði klukkustundar við dvöl í flugstöðinni meðan ég beið brottfarar þotunnar, sem átti að flytja mig niður til fæðingarborgar Dr. Kings, Atlanta, sem ein af fáum stórborgum landsins hafði tekizt að halda friði og spekt innan takmarka sinna. Flug- stöðin var eins og allar slík- ar, troðin fólki, sem var á harðahlaupum fram og aftur. Flestir báru dagblöð undir hönd og virtust áhyggjufull- ir. En hver var ekki áhyggju „Alvarleiki þessa hörmu- lega atburðar á eftir að marka þjóðfélag okkar um alla framtíð. Ég harma mest Framhlad á bls. 23 Ekkja Martins Luthers King og tvö börn þeirra sitja við lík kistuna. „Það er von okkar og bæn að dauði leiðtoga okkar megi verða til að flýta fyrir einingu og friði meðal blakkra manna og hvítra" Líkfylgdin á leið frá kirkjunni. EFTIR INGVA HRAFN JÓNSSON Madison, Wisconsin, 10. apríl — ÉG byrjaði að hripa nið- ur punkta að grein þessari þar sem ég sat og lét fara vel um mig í hljóðlátum farþegaklefa þotunnar, sem flutti mig frá Madison niður til Chicago á leið- inni til höfuðborgar Georgíu, Atlanta, þar sem ég átti að vera viðstaddur útför blökkumannaleiðtog ans Martin Luther Kings á vegum Mbl. Þa-ð þarf ekki að f jölyrða um dauða orsökina, en allur heimur fylltist skelfingu er fregn- in um morð hins blakka leiðtoga og friðarverð- launahafa Nóbels barst á öldum Ijósvakans. I ann- að skiptið á 5 árum hafði mikilhæfur baráttumaður kynþáttajafnréttis fallið fyrir kúlu ofbeldismanns. Atburðir síðustu viku hafa haft mikil og víðtæk álhrif á daglegt líf Bandaríkjamannj svo ekki sé meira sagt, og það er fjarri því að öll kuri séu komin til grafar. Á sunnu dag flutti Johnson forseti þjóð inni boðskapinn um fyrsta skrefið í átt til hins lang- þráða friðar í Vietnam og til- kynnti jafnframt, að hann myndi ekki gefa aftur kost á sér til forsetakjörs, ákvörð- un sem bæði var fagnað og hörmuð hér í landi. Tveimur dögum síðar kemur hönd Norður-Vietnam, þó ekki að fullu útrétt, til móts við Bandaríkjamenn og það birti blönduð, en þess ber líka að gæta að þar eru aðalvirki kynþáttamisréttis. Næstu fregnir eru blandað- ar frásögnum af eltingaleikn- um við morðingjann og við- brögðum almennings og hátt- settra embættismanna. Fregn ir af íkveikjum, ránum og morðum fara vaxandi. Forset inn kemur fram fyrir alþjóð og fordæmir hinn óhugnan- lega verknað, lýsir því yfir, að hann hafi frestað för og hvetur borgara til rólegrar íhugunar og friðar. Hvatning arorð hans bera ekki árang- ur og óeirðir magnast í mörg um helztu stórborgum lands- ins og ná hámarki er forset- inn lýsir yfir neyðarástandi og herlögum í höfuðborg landsins, Washington D.C. fullur á þessari stundu. Mér tókst að ná í glugga- sæti og þegar ég hafði kom- ið ritvélinni og handtösku minni fyrir, hallaði ég mér aftur og lét fara vel um mig meðan ég beið eftir væntan- legum sessunaut mínum. Það leið ekki á löngu þar til vel klæddur maður spurði mig hvort sætið væri upptekið og ég var ekki seinn á mér að svara neitandi. til í hugum allra friðelskandi manna. Johnson skýrir þjóð- inni frá viðbrögðum óvin- anna og lýsir hann yfir því að hann hyggi á för til Hawaii til undirbúningsviðræðna við háttsetta bandaríska emíbætt- ismenn svo og bandamenn. Fimmtudagsmorgun renn- ur upp og það er vor í lofti um gjörvöll Bandaríkin. Sól- in skín í heiði og undir geisl- um hennar silast undirbún- ingurinn að brottför forset- ans áfram. Blöð, sjónvarp og fréttastofnanir keppast við að flytja lesendum sínum og áheyrendum síðustu fréttir af þróun mála innanlands og utan. Sumir eru fullir bjart- sýni aðrir efagjarnari og var- kárari í dómum og spádóm- um, en hvað sem öllu líður þá er vorhugur í öllum og vonin um bjartari framtíð er sterk. Ilarmafregnin berst Það húmar að kvöldi og menn setjast að kvöldverðar- borði. Varla hefur síðasta munnbitanum verið rennt niður er harmafregnin berst inn á heimilin. Martin Luth- er King er látinn, skotinn til bana af óþekktum ofbeldis- manni þar sem hann stóð í hópi aðstoðarmanna sinna á svölum lítiis gistihúss niður í Memphis, Tennessee. Fregn ir herma, að lögreglumenn séu á hælum morðingjans. Bandaríkjamenn um land allt sitja flemtri lostnir og bíða frekari fregna. Margir biðja í huganum, aðrir hugsa um hvað nú er framundan, hvað gerist nú, hvernig verður sumarið. Niður í Suðurríkjun um voru viðbrögðin meira Kona Roberts Kennedy tekur í hönd sonar dr. Kings, Mart- ins Luthers III, er Kennedy—hjónin heimsóttu ekkju dr. Kings og börn hennar á heimiii þeirra í Atlanta. Við kynntum okkur og hann sagðist heita Horas Prentice og vera verzlunar- maður frá Miami, Flórída, en það var lokaáfangastaður þot unnar. Það sem gladdi mig mest var, að þessi sessunaut- ur minn var blökkumaður. Eftir hefðbundnar athuga- semdir um veðrið o.fl., kom ég mér að efninu og sagðist vera blaðamaður frá Islandi á leið til Atlanta til að vera viðstaddur útför Martins Luthers Kings á vegum blaðs míns, og hvort við ættum sameiginlegan áfangastað. Nei, því miður, hann hafði ekki tíma til að stanza í At- lanta þó að það væri hans heitust ósk, en fyrirtækið krafðizt hans. „ísland er mér vel kunugt, ég 'hefi tvisvar átt þar sólarhrings viðdvöl á leið til Evrópu og til baka og vonast til að geta skoðað hið fagra land yðar betur ein- hvern tímann þegar ég hef betri tíma. Ég sá höfuðborg- ina ykkar, hei'tu hverina, þing staðinn ykkar úti á landi og það vakti óskerta hrifmngu mína og aðdáun“. Þessi stutta ræða hlýjaði mér óneitanlega um hjarta- ræturnar og hvatti mig til frekari viðræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.