Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 Frá útvarpsumrœðunum í gœrkvöldi: Nýtt kjaraákvörðunarkerfi nauðsynlegt — Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur þolað ótrúlega eldraun — Auðjöfnun upp á við ELDHÚSDAGSUMRÆÐUM — útvarpsumræðum frá Al- þingi — var fram haldið í gærkvöldi. Af hálfu Sjálf- stæðisflokksins tóku þátt í umræðunum þeir Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, Jón Árnason, Magnús Jónsson, f jármálaráðherra, og Sigurður Bjarnason. f mál- flutningi sínum lögðu þeir á- herzlu á að nauðsyn væri á að þjóðin gerði sér grein fyr- ir eðli þeirra vandamála sem nú er við að etja í íslenzku efnahagslífi. og að þær ráð- stafanir, sem gerðar hefðu verið að undanförnu miðuðu að því að kjör launafólks væri ekki skert fram yfir það sem óhjákvæmilegt væri. Ennfremur að samkomulag takist um nýtt kjaraákvörð- unarkerfi. Þá svöruðu ræðumennirn- ir gagnrýni stjórnarandstæð- inga, og bentu á að í ræðum þeirra hefði ekki verið bent á nein raunhæf úrræði til lausnar vandamálanna, frek- ar en vænta mátti, og að þau mál sem þeir teldu vera sín stefnuskrármál, væru mörg þegar í framkvæmd undir for ystu stjórnarflokkanna. Erfiðleikarnir munu sigraðir Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra gerði hið mikla verð- fall útflutningsafurðanna að um ræðuefni í upphafi ræðu sinnar, en ræddi síðan landbúnaðarmál- in og sagði m.a.: Á síðustu 10 árum hefur kjöt og mjólkurframleiðslan aiikizt um 50%. Búin hafa stækkað, litlar jarðir eru sameinaðar og skilyrði til búskapar þannig bætt, samfara aukinni ræktun og vélvæðingu. Hagur bænda- stéttarinnar í heild hefur batnað mjög mikið á þe3SU tímabili og framkvæmdir í landbúnaðinum aldrei verið eins stórstígar í rækt un, byggingum og véltækni. Kaup bænda á árinu 1960'— 1966 var hækkað miklu meira en kaup þeirra stétta, sem tekjur bænda miðast við. Þetta var nauð synlegt að gera, þar sem hlutur bænda var miklu minni undir forsjón Framsóknarmanna, en annarra stétta. Enn eru margir bændur með það lítil bú, að þeir hljóta að verða tekjulágir, og verður tekjumismunur bænda því mikill. Árið 1966 voru meðal nettótekjur bænda í einni sýslu um 240 þús. kr. en í annarri 157 þús- Mismunurinn er 83 þús. kr. Þetta segir sina sögu og gefur að nokkru leyti skýringar á því hversvegna meðaltekjur bænda miðað við allt landið, eru ekki hærri en raun ber vitni. Ráðherra sagði að lög um Fram leiðsluráð landbúnaðarins og verðlag búvöru væru bændum mikil trygging gegn stóráföllum í verðlagi og tekjum. Árið 1966 voru þessi lög endurbætt, en það Vantar enn nokkuð á, vegna þess að tími hefur ekki til þess unnizt, að lögin séu framkvæmd eins og ætlazt er til, sbr. ákvæði um vinnutímamælingar og annað sem ætlazt er til, að verðlagið byggist á. I lok ræðu sinnar sagði ráð- herra m.a.: Þjóðin mun hafa hlustað á útvarpsumræðurnar þessu sinni og gert sér grein fyr ir málflutningi manna. Gagn- rýni stjórnarandstöðunnar er lítils virði, vegna þess, að hún hefur ekkert jákvætt til mál- anna að leggja. Það er farsæl- ast fyrir þjóðina, í nútíð og fram tíð, að hæfileg bjartsýni sé ríkj andi, sem byggist á raunhæfum úrræðum, heilbrigðum fram- kvæmdum og þjóðhollum verk- efnum, sem styrkja mega efna- hagslegar undirstöður þjóðlífs- ins. Með framsýni og árvekni, sem nauðsynleg er í stjórnmálum þessarar þjóðar, mun takast að sigrast á þeim erfiðleikum, sem að steðja um sinn. Þeir ráðagóðu nú hlupu frá vandanum 1958. Jón Árnason sagði, að í kjölfar þeirra ráðstafana sem núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir í upp hafi stjórnartímabilsins komið aukið athafna- viðskiptafrelsi, svo að á öllum sviðum. Við stefnubreytingu kom fljótt ljós, árangur þess sem vænzt var. Alhliða framkvæmdir og uippbygging átti sér stað á öllu landinu og í hönd fór eitt mesta framfarafcimabil sem um getur í sögu þjóðarinnar. Það væri nú hins vegar Ijóst að „hin leið“ Framsóknarflokksins væri að taka upp áætlunarbúskap og raða upp framkvæmdium sem hið opinbera ætti að hafa alls- herjarumsjón með og einnig hafa fyrirhyggju fyrir allan al- menning. Það væri skömmitun- arvaid sem stjórnarandstaðan vildi koma á að nýju, og þá að sjálfsögðu hafa það vald undir sinni stjórn. Síðan ræddi Jón um sjávar- útveginn og sagði að verðfail og aflatregða hefðu orðið þess valdandi að sjiávarútvegurinn ætti nú við mikla örðugleika að etja, og horfast yrði í augu við þá staðreynd, að leita yrði allra ráða, til þess að tryggja rekst- ur hans og sjá þessum höifuð- atvinnuvegi okkar farboða. Að lokum vék svo Jón að vá- tryggingarkerfi skipanna og sagði að ekki yrði lengur á frest skotið að taka allt vátryggingar kerfið til rækilegrar endurskoð- unar og gera á framkvæmd þess þær breytingar sem að gagni mættu koma, — að öðrum kosti hlyti þetta mál, að lenda 1 hrein- um ógöngum, sem gæti leitt til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila. Þær ráðstafanir sem Al- þíngi hefði nú til aifgreiðslu væru til þess að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist í vátryggingarmálunum, en vænta rnætti þess að sú endur- skoðun sem rætt hefði verið um gæti verið tiibúin strax næsta haust. Höfuðatriði skilningur á eðli vandamálanna. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra svaraði í upphafi ræðu sinnar atriðum er fram höfðu komið í ræðum stjórnarand- stæðinga í umræðunum. M. a. þeirri gagnrýni að þeir fengju of skamman tíma til að kynna sér þau mál sem til afgreiðslu væru á Alþingi. Sagði ráðherra að í stjórnartið þeirra hefði oft þurft að afgreiða mál á skemmri tíma og minnti á að þá hefði t.d. verið lagt fram frumvarp um efnahagsmál 19. des. sem af- greiða átti fyrir jól. Ráðherra sagði, að höfuðatriði væri, að þeim erfiðleikum sem nú væri við að etja, yrði mætt á réttan hátt og að þjóðin heíði skilning á eðli þeirra. Ljóst væri af þessum umræðum að stjórn- arandstæðingar ætluðu ekki að leggja lið sitt til þess að skýra .vandann rétt og benda á úrræði til lausnar í stað þeirra sem þeir gagnrýndu harðlega hjá ríkis- stjórninni. Þeir reyndu miklu fremur að ala á óánægju með óvinsælar ráðstafanir sem óhjá- kvæmilegt hefði verið að taka, einmitt til þess að afstýra vand- ræðum. Þegar útflutningstekjur þjóðar innar minnkúðu um Vb hlyti það einhvers staðar að koma fram, og því yrði ekki mætt með því að dreifa út fjármagni sem ekki væri til staðar. Nú væri mjög nauðsynlegt að b.æta framleiðslu atvinnuveganna og koma á nýj- um framleiðslugreinum. ' Ráðherra sagði að þær efna- hagsráðstafanir sem gerðar hefðu veríð að undanförnu hefðu við það miðazt, að tekjur launþega yrðu sem minnst skertar. Ríkis- sjóður hefði gengið á undan með því að draga svo sem mögulegt var úr útgjöldum sínum. Kæmi spánskt fyrir sjónir sá málflutn- ingur Framsóknarmanna að eyðsla hins opinbera væri óhóf- leg, ekki sízt ef tillit væri tekið til þess að þeir hefðu við fjár- lagaafgreiðslu flutt tillögur sem þýtt hefðu 250 millj. kr. útgjalda aukningu fyrir ríkissjóð ef sam- þykktar hefðu verið. Ný kynslóð — ný tækifæri Sigurður Bjarnason ræddi um störf þingsins og baráttu þess og ríkisstjórnarinnar gegn efnahags erfiðleikunum og sagði síðan: Fræðslulöggjöf okkar verð- um við að endurskoða og samhæfa hana sem bezt kröfum hins nýja tíma. Slkólalöggjöfin okkar er að ýmsu leyti úrelt. Á það hefur verið bent með gild- um rökum af hinum fróðustu mönnum. Við megum ekki hika við að gera nauðsynlegar breyt- ingar á landsprófi og gera aðrar ráðstafanir til þess að hleypa nýju lífi í hinn íslenzka skóla. Við eigum í dag heilbrigðari og glæsilegri æsku en nokkru sinni fyrr. Miklu fé hefur verið varið til uppbyggingar nýrra skóla og menningarstofnana. Engu að síð ur brestur mikið á að nægilega hafi verið að gert í þessum efn- um. Æskan er fjöregg þessarar þjóðar. Hún er ókomna tímans von. Og íslenzk æska er dugleg að læra og dugleg að vinna. Hana má ekki bresfca verkefni og við höfum ekki efni á því að missa einn einasta æskumann til lang dvalar í framandi löndum. Mitt í þrasi okkar um dægur málin megum við ekki missa sjónar á því að með nýrri kyn- slóð er að renna upp nýr tími í landi okkar. Það er tími mikilla og glæstra möguleika ef rétt er á haldið. Sættir vinnu og fjármagns, verkalýðs og vinnuveitenda er eitt af frumskilyrðum þess að okkur takizt að hagnýta starfs krafta þessarar athafnasömu þjóðar. Við erum þegar svo vel á veg komnir með jöfnun lífs kjara og sköpun félagslegs ör- yggis, að verkföll eða verkbönn eru að verða úrelt tæki í kjara- baráttu fólksins. Engum kemur þó til hugar að hagga við hinum svokallaða verkfallsrétti. En óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir til þess að vernda samfélagið gegn ábyrgðarlaus- um átökum, sem engra kjör geta bætt, en þvert á móti valdið gíf- urlegu tjóni, sem oft bitnar harð- ast á þeim, sem minnst mega við því. Með bættri sambúð verka- lýðs og vinnuveitenda hlýtur hættan á pólitískri misnotíkun al menningssamtaka einnig að þverra. Við Sjálfstæðismenn höfum bent á ýmsar leiðir, sem stuðlað gætu að sáttum vinnu og fjár- magns. Þar á meðal arðskipti- og hlutdeildar fyrirkomulag í at vinnurekstri, stofnun almenn- ingshlutfélaga og nánari sam- vinnu fulltrúa hinna ýmsu stétta um upplýsingastarfsemi og kjararannsóknir. Takmarkið með öllum þessum ráðstöfunum á að vera sú „fé- lagsgæfa“, sem aðeins getur skap ast í skjóli frjálsra og dugmik- illa einstaklinga. Það þýðir ekki frelsi til þess að kúga þann minnimáttar heldur til hins að auðjafna upp á við og skapa far- sæla og hamingjusama íslenzka þjóð í rúmgóðu og réttlátu þjóð- félagi. Af háMu Alþýðuflokksins • töl- uðu í umræðunum GylÆi Þ Gísla son, Sigurður Ingimundarson og Benedikt Gröndal, sem ræddi ein göngu um skióiamál í ræðu sdnni og þá hneyfingu, sem skapast hef ur í þeim. Hann kvaðst fcelja tímabært að hefja endurskoðun fræðslulaga og sagðist hafa efa- semdir um landsprófið en gagn- rýndi þá, sem hann taldi magna upp áróður í skólamákim til þess að ná pólitískum ávinningi. Fyrir hönd Framsóknarflokks- ins töluðu Einar Ágústsson, sem ræddi lánastefnu ríkisstjórnar- innar, sem tröllriði atvinnuveg- unum, Stefán Valgeirsson, sem fjallaði um landbúnaðarmál og deildi hart á landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinar svo og Gísli Guðmundsson og Þórarinn Þór- arinsson en hinn síðarnefndi ræddi ýmis atriði, sem fram höfðu komið í ræðum stjórnar- sinna. Magnús Kjartansson, Gils Guð- mundsson og Lúðvík Jósepsson töluðu fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins og ræddu tveir hinir fyrr nefndu nokkuð ummæli Bjarna Benediktssonar um Vietnammál- ið í fyrrakvöld svo og almenmt um atvinnu- og efnalhagsmál en Lúðvík ræddi það sem fram kom í ræðum talsmanna annarra flokka um kvöldið. — Herbylting Framlhald af bls. 1. ráði“, en spilling var ein af undir rótum byltingar þeirrar, sem kom Juxon Smifch hersihöfðingja til valda 27. marz í fyrra. Önnur bylting hafði verið gerð skömmu áður að loknum kosningum, þar sem enginn stjórnmálaflokkur fékk hreinan meirilhluta. APC, flokkur undir forystu Siaka Stevens (All Peoples Con- gress), hélt því fram, að hanVi hefði sigrað í kosningunum, en helzti amdstöðuflokkurinn, SLPP (Sierra Leone Peoples Party) undir forystu Sir Alibert Margai, sem verið hafði forsætisráðherra síðan landið hlaut sjálfstæði 1961, hélt því einnig fram að hann hefði sigrað í kosningunum. Síðan Juxon-Smifch komst *il valda hefur stjórn hans, Þjóð- lega umbótaráðið, sakað nokkra fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga um spillingu. Juxon-Smith hélt því fram, að kosningarnar hefðu ekki farið heiðarlega fram, leysti ui>p alla stjórnmálaflokka, vék Sir Henry Liglhfcfoot-Boston land stjóra úr emlbætti og varpaði Stevens og öðrum stjórnmála- leiðfcogum í fangelsi. , í fefbrúar skipaði Juxon-Smitih nefnd ,sem undirbúa átti valda- töku borgaralegrar stjórnar. Sú stjórn átti að taka við völdun- um 1. júlí án umdangenginna kosninga. Ekki var ljóst, hvort þessi ákvörðun mundi leiða tiil þess, að Siaka Stevens yrði for- sætisráðherra á ný. Heildarofli Eskiífarðarbdta Eskifirði, 18. apríl. HEILDARAFLI báta á Eskifirði 15. þ.m. er 1603 lestir og skiptist það þannig: Guðrún Þorkelsdótt ir með 464 tonn, Hólmanes 413 tonn, Krossanes 381 tonn og Jón Kjartansson 194 tonn. Hér er aðeins um að ræða ^iann afla, sem þessir bátar hafa landað hér á Eskifirði, en þeir hafa einnig landað einhverjiu magni á öðrum höfnum. Þá hafa ýmsir bátar landið hér alls 1Ö1 tonni. ísinn lónar ennþá hér á firð- inum, en undanfarna daga hefur verið logn og sólskin. Snjórinn er að mestu horfinn nema í gilj- um. — Gunnar. - FESTA Framhald af bls. 1. stúdentaóeirðir í síðustu viku. Vestur- þýzkur stúdent lézt i Múnohen í dag af sárum, sem hann hlaut í átökum við lögregl- una. Þar með hafa tveir ungir menn beðið bana í fjögurra daga mótmælaaðgerðum, sem hófust þegar stúdentaleiðtoganum Rudi Dutsöhke var sýnfc banatilræði. Söhútz borgarstjóri lýsti því yfir, að uppþotunum stjórnaði harður kjarni foringja, sem hefðu engan áhuga á pólitískum um- ræðum, þar sem markmið þeirra væri „að ganga að lýðræðinu dauðu.“ Hann sagði, að lögregl- an væri fær um að halda uppi lögum og reglu og varaði borg- ara við að taka lögin í sínar hendur. Foreldrar aðvaraðir Borgarstjórinn varaði einnig foreldra þeirra, sem þátt taka í mótmælaaðgerðum við því, að þeir bæru ábyrgð á framferði barna sinna unz þau næðu 21 árs aldri, (19 ára gamall sonur vestur-þýzka utanríkisráðherr- ans, Willy Brandts. var handtek- inn í uppþotunum). Sohútz hélt því einnig fram, að áróðursvél austur-þýzkra kommúnista, eins og hann komst að orði, hefði starfað af fullum krafti í uppþotunum og að þess- ari starfsemi hefði verið beint gegn Vestur-Berlín. Stúdentar í mörgum borguim Vestur-Þýzkalands hugðust fara í þögular mótmælagöngur 1 dag til að minnast þeirra sem beðið hafa bana í óeirðunum. Sá sem lézt í dag var 27 ára gamall stúdent, Rúdiger Schreck, en í gær lézt ljósmyndari AP-frétta- stofunnar, Klaus Frings. Báðn* létust af sárum, sem þeir fengu í Múnöhen þegar stúdentarnir reyndu að loka Múnohen-skrif- stofu Springer-blaðsins Bild Zeitung. Kveðjur frá A-Þýzkalandi Max Reiman, aðalritari Komm únistaflokks Vestur-Þýzkalands, sem er bannaður, hetfur sent stúdentaleiðtoganum Rudi Duts- dhke blóm og samúðarkveðjur, að því er skýrt var frá í Berlin í dag. Ég vona, að þú fáir skjót- an bata svo að við getum í sam- einingu hafið nýja baráttu gegn hinni þýzku heimsvaldastefnu og nýnazisma og fyrir friði, lýð- ræði og sósialisma, segir í skeyti Reimans. , Austur-þýzk blöð birtu í dag ítarlegar frásagnir af mótmæla- aðgerðum stúdenta í Vestur- Þýzkalandi og Vestur-Berlín. Málgagn kommúnistaflokksins, Neues Deutsöhland, sagði að stúdentarnir gætu alltaf reitt sig á stuðning austur-þýzku stjórn- arinnar. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10*10Q hefði og segja I þessa í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.