Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 Þóroddur Oddgeirsson, bóndi Bekunstöðnm — Minningurorð SÍÐASTLIÐINN laugardag, laugardaginn fyrir páska, var gerð frá Akraneskirkju útför Þórodds bónda Oddgeirssonax á Bekanstöðum í Skilmanna- hreppi. Hér var til hinztu hvílu bor- inn gagnmerkur maður, traustur og athafnasamur þátttakandi í því mikla umbóta- og framfara- starfi sem innt hefir verið af hendi í landi voru á síðustu ára- tugum þessarrar aldar. Sú kynslóð sem hér hefir verið a’ð verki, hefir á þessu tímabili unnið þvílikt þrekvirki í hagnýtingu náttúrugæða varra og uppbyggingu allri að því lík- ast er að hér hafi skeð krafta- verk. Þóroddur hóf ungur, sem og flestir jafnaldrar hans í byggðarlaginu, starfsferil sinn á sjónum. Sjómennskan var ungum t Eiginmaður minn og faðir minn Hallgrímur Pétursson Bjarnhólastíg 18, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum að morgni hins 18. apríl. Fanný Sigríður Þorbergsdóttir Jónína Hallgrímsdóttir. t Móðir mín, amma okkar og langamma. Ólafía Björnsdóttir, sem andaðist 12. þ. m., verð- ur jar’ðsungin frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 20. þ.m. kl. 10.30. — Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Hinriksdóttir, Birna Elmers. t Jarðarför konunnar minnar Guðrúnar Ámadóttur frá Oddsstöðnm, er lézt 14 þ.m. fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Blóm og krans- ar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bjarni Tómasson. t Hjartkær faðir minn og fóst- urfaðir okkar, Magnús Jörgensson, sem andaðist 11. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 19. þ.m. kl. 1.30. Aðalheiður Magnúsdóttir, Elínborg Tómasdóttir, Valdimar Daníelsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elsku sonar okkar, unnusta, bróður og frænda, Valgeirs Jóns Jónssonar, stýrimanns. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Þórir Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir, systkin og frændfólk. mönnum þar í blóð borinn. Að sækja sjóinn var kjörið verk- efni kjarks þess, karlmennsku og manndóms, sem þróazt hafði í skapgerð þeirra í uppvextin- um. Þar sáu þeir fjárafla og framavon blasa við, opna leið til vaxtar og viðgangs sjálfum þeim og þjóðfélagsins. Umbæt- ur, hör’ð og maxkviss sókn til framfara réði ríkjum í hugskoti þessarra æskumanna. Þegar sjómennskuferill Þór- odds hefst er stórfelld breyting á orðin í útgerðar- og sjó- mennskuháttum á Akranesi sem annarsstaðar frá því sem áður var. Þá voru komin þar til sög- unnar vélknúin fiskiskip er lögðu afla sinn þar á land. Og enn hærra var stefnumarkið sett, sem sé það að geta jöfnum höndum flutt aflafenginn á er- lendan markað á þessum fiski- skipum. Brautryðjandinn í þeim efnum á Akranesi var hinn mikli framtaks og aflamaður Bjarni Ólafsson skipstjóri. Hann var mikill afburðamaðux í sjósókn og aflasæld, gæddur stórhug sem studdur var raunsæi eins og at- hafnaferill hans ber vott um. Hann hóf fyrstur manna frá Akranesi fllutning á afla á línu- veiðagufuskipi á erlendan mark- að. Eitt sinn hóf Bjarni skip- stjóri fer'ð sína til Þýzkalands og kom heim færandi hendi með tvö línuveiðagufuskip. öðru þessarra skipa, Ólafi Bjarna- syni, stýrði Bjarni sjálfur til æviloka og var jafnan í fremstu röð aflamanna á landi hér á sambærilegum skipakosti bæði á þorskveiðum og síldveiðum. Hjá Bjarna Ólafssyni, föður- bróður sínum, hóf Þóroddur sína fyrstu sjómannsgöngu og tók út hjá honum þroska sinn í sjómennskunni. Var Þóroddur um langt skeið með frænda sinum á Ólafi Bjamasyni, fyrst sem háseti en síðar stýrimaður. Var það á stundum að Bjarni fól honum skipstjóm á skipi sínu í Bretlandsfer'ðum er fiskur var fluttur á markað þangað. Eftir hið sviplega fráfall Bjama Ólafssonar er hann dmknaði af skipsbát sínum ásamt þremur hásetum í lend- ingu á Teigavör á Akranesi, tók Þóroddur við skipstjóm á Ólafi Bjarnasyni. Löngu áður en til þeirra at- vika dró, sem hér hefir verið t Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Kristínar Högnadóttur Syðra-Fjalli. Böra, foreldrar og systkin. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför Þorbjargar Sigmundsdóttur frá Garðskaga. Sérstaklega þökkum við vita- varðahjónunum á Garðskaga- vita fyrir hlýhug til Þor- bjargar, fyrr og nú. Vilhjálmur Þórðarson og fjölskylda, Halldór Guðmundsson. lýst, var kunnugt um sjó- mennskuhæfni Þórodds. En hins var ekki langt að bíða eftir að hann tók við skipstjórninni að hann fetaði mjög í spor frænda síns um aflasæld, stjórnsemi, skipsbrag allan og allt sem til heilla horfði í starfinu. Var Þóroddur skipstjóri á Ólafi Bjamasyni um skeið en tók sfð- ar við skipstjóm á öðrum vél- skipum á Akranesi. Gætti þar hjá honum sömu starfshátta og aflasældar sem áður. Var orð á því gjört, éftir að hann fór að sækja daglega róðra úr heima- höfn, hve sjálfstæður og óháður af áhrifum frá öðrum hann var í sjósókninni, fór þar sinna eig- in ferða. Þá gætti mjög forystu hjá Þóroddi í því að leita til fanga á nýjum fiskimiðum strax og úr dró aflabrögðum á þeim fiskislóðum er á’ður’ hafði verið sótt á. Var Þóroddur jafnan í sókn um aflabrögð og athafna- semi við veiðamar, enda þá á bezta aldursskeiði lífsins. Á þessum árum var mikill vöxtur í sjávarútgerð á landi hér. Á Akranesi voru þá sem endranær tengdar miklar vonir við þá menn er fremstir stóðu í útgerðarmálum og þá eigi síður við þá er sérstök afrek höfðu sýnt í sjósókn og aflasæld en í því efni var Þóroddur mjög í fylkingarbrjósti. En þá skeður það, sem mönnum kom mjög á óvart, að Þóroddur vendir skyndilega kvæði sínu í kross í atvinnuháttum, leggur níður sjómennskuna og gerist sveita- bóndi. Var mörgum þetta ráð- gáta, svo bein sem braut hans lá til velfamaðar í sjómennsk- unni. En sannleikurinn var sá að innra með Þóroddi hafði með ámnum Þróast ást hans á hin- um gróandi mætti sveitanna og sveitalífsins og þeirri tign og fegurð sem þar. blasir víða við. Sú löngun hafði um skeið sótt á hann og haslað sér völl í hug- skoti hans, að beina hér eftir kröftum sínum að því að láta tvö strá vaxa þar sem eitt igreri áður, a’ð breyta þyrkingslegu og vaxtartregu votlendi í gróður- sælar valllendisgmndir, víðáttu- mikil, vélslæg tún þar sem beitt væri vélaafli til heyöflunar. Þessi hugsjón réði sköpum í lífi þessa mikla sjósóknara og afla- manns. Honum bauðst um þess- ar mundir til kaups og ábúðar jörðin Bekanstaðir í Skilmanna- hreppi. Jörð þessi hafði lengst af verið ósnortin umbótum í ræktun og húsakosti. En fyrir nokkm hafði þá flutzt þangað umbótasinnaður maður af Akra- nesi og hafið þar nokkra byrjun á húsabótum og ræktun en hans naut þar vfð aðeins skamma hríð. Hér var því mikið verkefni fyrir höndum. En sá þróttur sem í Þóroddi bjó og sjómennska hans bar honum ljóst vitni um, lét ekki á sér standa þegar hann var seztur að á Bekanstöðum. Þar gekk hann ótrauður til starfs. Ræktunarskilyrði vom þarna góð þegar búið var að þurrka landið. Þá lagði Þórodd- ur mikla rækt við að koma sér upp góðum bústofni, kúm og sauðfé. Alllt bar þetta skjótan og góðan árangur me’ð árvekni þeirri og ástundun sem hér var að verki. Bærinn á Brekanstöðum hef- ir um aldir staðið á sjávarbakk- anum við grunnufjörur en um þær lá þegar llásjávað var, þjóð leið Borgarfjarðarhéraðsbúa ut- an og innan Skarðsheiðar út á Akranes. Blauta og mjög tor- sótta forarflóa var þarna yfir að fara þegar hásjávað var. 1 vot- viðratfð var sú leið næstum ófær á hestum, kafhlaup í hverri keldu. En þegar Þóroddur flutti að Bekanstöðum var þessi vegleysa eigi til trafala lengur og sjávar- botninn í Gmnnufjöm hafði mnnið sitt skeið sem þjóðleið, því þá var búið að byggja ak- veg á þessum slóðum vestan Akrafjalls. En sá vegur lá of- arlega í landi Bekanstaða og alllöng leið af honum heim á hlað. Þetta var ekki að skapi hins nýja bónda á Bekanstöðum. Einangrun þoldi hann illa. Hann vildi lifa lífi sínu í þjó'ð- braut. Félagsmálaáhugi hans og greiðar samgöngur við granna sína og aðra menn ýttu brátt undir það að hafin væri undir- búningur að því að flytja byggð- ina að þjóðveginum. Var nú að landþurrkunar og ræktunarfram kvæmdum unnið með hliðsjón af þessarri færslu byggðarinar og henni valinn staður þar sem nokkurs hæðarmuns gætti í landslaginu en það setur nokk- um svip á hið nýja bæjar- stæði. Það verður hverjum bónda mikið og fjárfrekt átak að reisa byggð af gmnni á ábýlisjörð sinni og miklu dagsverki er af- létt þegar sú þraut er unnin. Að sjálfsögðu verður þetta enn erfiðismeira þar sem ekkert er við að styðjast af því sem fyrir var, en aftur á móti hægra um vik a'ð koma byggingum þann- ig fyrir að öll hagkvæmni fái notið sín. Eigi hafði Þóroddur búið lengi á Bekanstöðum þeg- ar ráðist var í það flytja byggð- ina en við það fékk jörðin var- anlega umbót og nýtt svipmót. Komu Þórodds í Skilmanna- hrepp var mjög fagnað af hreppsbúum hans. Þess var heldur ekki langt að bíða að honum væri falin þar ýms trún- aðarstörf, þar á meðal oddvita- starfið er hann gegndi um langt árabil. Hvarvetna em þeir menn mikil stoð og stytta sveitar sinn- ar oig héraðs sem sameina það að vera góðir og farsælir búhöld- ar og jafnframt efla og glæða félagslegt samstarf í byggðar- laginu og láta sér annt um al- mennar framfarir og hagsæld. Þóroddur var vel greindur maður, gjörhugull, tillögugóður og ráðhollur. Hann hafði í æsku aflað sér staðgóðrar menntun- ar, Var hann tvo vetur í alþýðu- skólanum á Eiðum og einn vet- ut í íþróttaskólanum í Hauka- dal. í æsku var hann mikill hvatamaður íþróttaiðkana á Akranesi. Beindist áhugi hans mjög að fótboltaíþróttinni. Má án efa rekja blómaskeið þessar- ar íþróttar, sem ríkti á Akranesi um hríð, til þeirrar hreyfingax í þessu efni sem vakin var þar á uppvaxtarárum Þórodds. Þá lauk Þóroddur, eins og áð- ur er að vikið, prófi við Sjó- mannaskóla Islands. Það var öllum 9em til þekktu mikið hrygðarefni, þegar fjrrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá þessum mikla athafnamanni, sem drýgt hafði Innilegar þakkir færi ég öll- um, sem sýndu mér vinarhug á 70 ára afmæli mínu 27. marz. María Ásmundsdóttir. dáð í bá'ðum höfuð atvinnuveg- um vorum, landbúnaði og sjávar útvegi. Þessi heilsubrestur fór hægt að í fyrstu. En reynslan skar brátt úr um það að hér væri ekki um stundarfyrir- bæri að ræða heldur vaxandi hrörmm í hugsun og líkamsburð um og sýnt að svo mundi verða uns yfir lyki. Þóroddur vax kvæntux frænku sinni Valgerði Einarsdóttur Vestmann. Þeim hjónum varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífi, fimm synir og tvær dætur. Vinna nokkur þeirra að búinu með mó'ður sinnL Val- gerður er mikil dugnaðar- og atgerviskona. Hefir hún veriB bónda sínum samhent um allt, sem lýtur að heill og velfarnaði hins myndarlega og vistlega heimilis þeirra. Og bezt kom það í ljós við þverrandi heil- brigði manns hennar er foxysta heimilisins lagðist á hennar herðar, yfir hvað miklum mann dómi, verkhyggni og hugprýði hún býr. Hefir hún ásamt böm- um sínum haldið vel í horfinu um allan rekstur búsins. Ber þar allt vott um dugnað, ráðdeild og fyrirhyggjusemi hinnar göfugu húsfreyju. Þóroddur var fæddur á Akra- nesi 5. október 1908. Vom for- eldrar hans Oddgeir Ólafsson sjóma’ður og Margrét Nikulás- dóttir, kona hans, mikil dugn- aðar- og ráðdeildarhjón. Mar- grét er látin fyrir nokkrum ár- um en Oddgeir er enn á lífi há- aldraður, kominn nokkuð á ni- ræðisaldur. Þóroddur lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi 4. þ.m. Pétur Ottesen. B OlGlE Demporar í flestar gerðir bila. Kristinn Cuðnasnn hf. Klapparstíg 27. Laugaveg 168. Súni 13314 og 212676. Beztu þakkir til allra nær og fjær fyrir hlýjar kveðjur og vinsemd á 80 ára afmæli mínu 8. þ.m. Sig. Guðmundsson, Kolsstöðum, Hvítársfðu. Alúðarþakkir sendi ég öll- um þeim, sem heimsóttu mig, sendu mér kveðjur, eða á annan hátt sýndu mér vinar- hug á áttræðisafmæli mínu, hinn 4. apríl sL Jóhannes Jónsson, Gauksstöðum, Garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.