Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 10
1A MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRIL 1988 Frystihús Meitilsins hf. t. v. og síldarverksmiðjan Mjölnir hf., sem er dótturfyrirtæki Meitilsins. Fiskurinn Mívur — staldraö við í Þorlákshöfn í ÞORLÁKSHÖFN heita göturn ar A-gata, B-gata, C-gata og þar fram eftir götunum. En þó Þorlákshöfn hafi i þessu sér- stöðu meðal sjávarplássa lands- ins, sker hún sig ekki úr, þegar fiskinn ber á góma. Fiskur, fiskur, fiskur er það sem hug- ur Þorlákshafnarbúa snýst um þessa stundina. Við komum til Þorlákshafnar síðdegis á miðvikudag og byrj- um auðvitað á þvi að heimsækja höfuðstöðvar Meitilsins h.f., þar sem við hittum að máli báða forstjóra fyrirtækisins, þá Bene- dikt Thorarensen og Ríkharð Jónsson. Ólíkt betri vertíð — Það er ekki sambærilegt, hvað þessi vertíð er miklu betri heldur en vertíðin í fyrra, segir Ríkharð. í fyrra var þessi ein- dæma ótíð allt fram í apríllok. — Ég er hérna með nokkrar tölur íem gefa okkur hugmynd um muninn, segir Benedikt. — Nú eru komin á land í Þorláks- höfn um 5000 tonn á þessari vertíð, þar af hefur tvö þúsund tonnum verið landað hér til vinnslu annars staðar. Af þeim 3000 tonnum, sem farið hafa í vinnslu hér hefur Meitillinn tekið á móti rúmlega 2000 tonn- um — af því hafa um 1400 farið í salt, en hitt í frost. Á sama Leifur Halldórsson í brúnni. tima í fyrra höfðum við tekið á móti 2455 tonnum. — Nú? — Bíðið þið hægir. í fyrra vorum við með níu báta, en núna fimm, sem eru allir eign Meitilsins h.f. Nú getið þið sjálf ir dæmt urri. — Og verkfallið núna? — Verkfallið kom aldrei til framkvæmda hér, segir Rík- harð.. — Það var búið að boða verkfall, en áður en til þess kom var veitt undanþága, sem hélzt svo í gildi allan tíman. — Hvernig standa bátarnir ykkar núna? — Ég hef líka tölur yfir það, segir Benedikt. — Netabátarnir hafa gert það anzi gott. Þorlák- ur er með 670 tonn, Dalaröstin með 050 og Draupnir með 520. Vertíðin hefur aftur á móti ekki verið togbátunum eins hagstæð, sá hærri er með um 100 tonn Það eru höfð snör handtökin í frystihúsinu. og hinn minna. En þessi afli tog bátanna hefur komið nú síðustu dagana og við vonum, að þeirra tími sé mestallur eftir. — Til að byrja með var afli netabátanna mest ufei, sem við söltuðum, segir Ríklharð, og í sumar verður hann svo þurrk- aður á Brasilíumarkað. Núna undanfarið hefur aflinn ein- göngu verið þorslkur, dálítið sérstakur vertíðarfiskur vegna þess, hve smár og vatnsmikill hann er. En þetta er óneitanlega fallegur fiskur. — Hivað vinna margir hjá Meitlinum? — í landi starfa um 120 manns og á bátunum fimm eru 45 menn, segir Benedikt. Við sölt- um og frystum, nýtum úrgang- inn í síldarverksmiðjunni okkar og bræðum þorskalifrina, þann- ig að segja má, að við nýtum hráefnið eins og kostur er á. — Hvað með skreið? — Eigum við ekki að segja, að hún sé svarti sauðurinn í fjölskyldunni þessa dagana, seg ir Ríkharð og brosir. Við höfum ekkert hengt upp núna„ enda eigum við 80 tonn óseld frá í fyrra. Það er annars undarlegt, að stríðandi negrar suður í Afr- íku skuli geta komið svona illa við okkur hér norður á fslandi — en svona er nú heimurinn ofð inn lítill. — Meitillinn — er þetta gam- algróið fyrirtæki? — Ja, það má segja svo, segir Benedikt. Hann st'endur á tví- tugu núna. — Og er hlutafélag? — Já, stærstu hluthafarnir eru S.Í.S. og Kaupfélag Árnes- inga og svo er slangur af ein- staklingum í þessu líka. — Hvert fara svo bátarnir ykkar, þegar vertíð lýkur? — Þá fara þeir á humar og eru á honum fram í september. Humarinn sækja þeir austur i Bugtir, sem við köllum. — Fyrirtæki eins og Meitill- inn — hvað getur það annað miklu á dag? — Við getum tekið á móti 200 tonnum á dag í langri törn með alveg ágætis móti, 100 í frysti- húsinu og 100 í saltverkuninni. Á röltinu. Bátarnir eru enn ekki farnir að koma að, þegar spjalli okkar við forstjóra Meitilsins er lokið, svo við notum tækifærið og rölt um okkur um. Benedikt gengur með okkur svona til leiðsagnar. Við leggjum leið okkar fyrst í gegn um frystihúsið. Þar er unnið á tveimur hæðum í snyrti legum sölum og á svip verka- fólksins má greinilega sjá, að nú líkar því lífið — fiskur, fiskur, fiskur. Þorlákshöfn fer ekki varhluta af fuglinum frekar en önnur sj’ávarpláss. Hann syndir þarna rétt undan höfninni feitur og sællegur, rita, svartbakur og fýll. Og aðeins utar heyrum við úið í æðarfuglinum. Síldarverksmiðjan Mjölqffr h/f tók til starfa í apríl 1966 með þróarrými fyrir 3000 tonn. Engin loðna hefur komið í verk smiðjuna í vetur, en þar er nú unnið fiskimjöl úr úrganginum frá Meitlinum og Hlein h/f, salt- fiskverkunarstöð Sigurðar Þor- leifesonar — já vel á minnzt., hann Sigurður; við heimsækjum hann síðar. En fiskimjölið er svo flutt yfir götuna í Fóðurblönd- unarstöð S.Í.S. og þangað sækja bændurnir björg fyrir búsmal- ann. Hringurinn lokast. Saitfiskurinn er verkaður í gamla fiskverkunanhúsi Meitils- ins sem áður stóð eitt yfir björgulegum handtökum fólks- ins. Þar er gott pláss og myndar legum saltfisksstæðunum fjölg- ar ótt, hvítur og fallegur salt- fiskur, það. — Hér ætti maður að koma oftar og fá sér sjálfrunnið, segir Benedikt um leið og við göng- um . inn í Lifrabræðsluna. Geymslurými er lítið og fram- leiðslunni er ekið til Reykja- víkur annan hvern dag, þegar bezt lætur. — Svo fáum við saltkjöt og baunir í mötuneyti Meitilsins. — Til skamms tíma var að- eins einn og það stuttur hafnargarðar í Þorlákshöfn — brimbrjótur, sem tók á sig úfnar og óbrotnar öldur Atl- antsihafsins. Það var ekki tekið út með sældinni þá að liggja í höfn í Þorlákshöfn. En nú er þetta að breytast. Þorlákshöfn er orðin landshöfn, brimbrjóturinn hefur verið lengdur — þar koma nú stór skip og losa fóðurvörur. Og unnið er að byggingu annars garðs, sem á að loka höfninni að mestu og veita betra skjól og öruggt lægi. Þau eru engin smá- smíði steinkerin, sem í hann fara. Það er fleira í Þorlákshöfn heldur en bara fiskurinn. En nú er vertíð og á vertíð dvelur hug urinn ekki við vélaverkstæði, símstöð eða skóla — það er fjsk- urinn, sem á hug okkar allan. Verkar á heimsmarkaðinn Við heimsækjum hann Sigprð. í síðustu viku komu 184 tonn af fullstöðnum saltfiski hjá hon- um. — Þetta hefur bara verið góð vertíð, segir Sigurður. Ufsi til að byrja og og svo þorskurinn nú — lífleg vertíð, fallegur fiskur. — Hvað ert þú með marga báta, Sigurður? — Tvo, Reyni VE og Gizzur ÁR. 75. Þeir byrjuðu á net- um í marz, voru áður á trolli og hafa veitt vel. Frá áramótum er Reynir kominn með um 430 tonn og Gizzur 405 tonn. — Ert þú með mikinn mann- skap? — 17 fasta og aukafólk á kvöldin. Þetta er gott fólk og slórar ekki, enda mest úr sveit- unum hérna í kring. Það kann áð vinna. — Ertu búinn aS vera við þetta lengi? — Þetta er annað árið. í fyrra fékk ég út 250 tonn af fullverk- uðum saltfisk og tæp 50 tonn af skreið, sem ég sit uppi með enn. Er nokkuð nýtt í Nígeríu? — Nei, þeir berjast enn. — Já, ég spyr ekki að því. Ætli verði nokkur til að éta skreiðina okkar, þegar þessum ósköpum linnir. — Á hvaða markað verkar þú núna? Sigurður lítur hálf hissa á okkur. — Hvaða markað? Eigum við ekki að segja heimsmarkaðinn, drengir, ég held það. Meðan þetta samtal fór fram sáum við svona út undan okkur, að menn Sigurðar voru að spyrða. — Ertu að hengja upp? — Byrjáði í gær. Ég er orðinn saltlaus núna um hávertíðina, björgulegt eins og það er nú, en ég fæ salt í næstu viku. Gg þar með gekk Sigurður Þorleifsson burt — ákveðinn maður Sigurður og ekki fjasmálL Breiðafjarðarfiskurinn á Bankanum? Fyrsti báturinn er kominn að. Það er aðkomubátur — Halldór Jónsson frá Ólafsvík — og við förum um borð og ræðum við Leif Halldórsson, skipstjóra. — Þa’ð er dautt við Breiða- fjörðinn núna, segir Leifur. — Fjörðurinn þurr svo það þýðir vart að leggja þar net, enda segja þeir, að fiskurinn hérna á Bankanum núna sé Grænlands- fiskurinn, sem kemur venjulega í Breiðafjörð. Svona fiskur hef- ur að minnsta kosti aldrei komið hér áður segja kunnugir. — Hann er smærri þessi? — Já, þetta er sama stærð og fyrir vestan, 200 í tonninu. Mór Sigurður Þorleifsson verkar saltfisk á heimsmarkaðinn í þessu húsi. í horninu neðst til vinstri sést kappinn. (Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.