Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 ! I j i I ) I 1 ) I } I M. R. grasfræ blandað og óblandað iy. R- grasfræblanda „V“ Alhliða blanda, sáðmagn 20—25 kg. á hektara. Þessi grasfræblanda og einnig ,Ji“-blanda M.R. hefur við tilraunir gefið mest uppskerumagn af íslenzkum gras- fræblöndum, og staðfestir það reynsla bænda. M. R. grasfræblanda „H“ hentar vel þar sem þörf er á þolmiklu grasi og gefur einnig mikla uppskeru. — Sáð- magn 25—30 kg. á hektara. M. R. grasfræblanda „S“ í þessari blöndu eru fljótvaxnar en að nokkru skammærar tegundir. Sáðmagn um 30 kg. á hektara. Oblandað fræ Engmo vallafoxgras Túnvingull, danskur Skammært rýgresi, DASAS Vallarsveifgras, DASAS, fylking Háliðagras, Oregon Fóðurkál: SiJona, mergkál, raps Sáðhafrar, fóðurrófur. Gírðíngarefni: Túngirðinganet 5 og 6 strengja, með hin- um þekktu traustu hnútabinding- um. Einnig ódýrari girðinganet. Lóðagirðinganet 2” og 3” möskvar. Plasthúðuð net Gaddavír Girðingarstólpar, tré og járn Girðingarlykkjur ? PANTIÐ í TÍMA f MJÓLKbRFÉLAG REVKJAVÍKLR Laugavegi 164 — Sími 11125 — Símn.: Mjólk. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 merki þess, að gríska þjóðin hafi tilhneigingu eða sé fús til að rísa upp gegn stjórn- inni. Og ég held, að fólkið geri það ekki, nema það eigi von á að eitthvað betra taki við en áður var“. Herforingjastjómin hefur vissulega náð nokkrum ár- angri á þessu ári. Hún hefur t.d. náð að festa sig í sessi. Uppreisn konungs var kæfð á nokkrum klukkustundum og honum leyft að fara til Rómar. í»að er almenn skoð- un grískra stjórnmálamanna, að hann eigi ekki afturkvæmt á næstunni, uppgjafarlaust. Margir andstæðingar herfor- ingjastjórnarinnar viður- kenna opinskátt, að ráðherr- ar hennar séu þrátt fyrir allt lausir við spillingu. Mútu- þægni hefur verið gerð út- læg úr stjórnarbúðunum og fólk er almennt orðið hrætt við að beita þessum gamal- gróna sið. Fjölda ónytjunga hefur verið sagt upp störfum og vinnusemi er hvarvetan meiri og skipulag betra. Sam- skiptin við Tyrkland hafa batnað eftir samkomulagið um Kýpurmálið. Búizt hafði ver- ið við, að stjómin mundi missa mikið fylgi innan hers- ins, með því að láta svo mjög undan Tyrkjum, sem raun var, en ekki ber á þvi enn- þá. Þvert á móti vfrðast tök hennar á hemum sterk og þeim herforingjum, sem gmn ur leikur á, að séu stjóm- inni andstæðir, er umsvifa- laust vikið frá. Er haft fyrir satt, að meira en sex hundr- uð reyndir herforingjar hafi verið reknir á árinu. En fólkið er óánægt og uggandi um sinn hag, þrátt fyrir meiri reglu á hlutunum. Listir eru enn háðar eftirliti og blöð strangri ritskoðun. Fólk er hrætt við að tala op- inskátt. “Það er óvissan, sem nagar“ segir einn Aþenubúi „Þú spyrð sjálfan þig, hvað gerist, ef þú gerir þetta — og hvað gerist, ef þú gerir það ekki?“ Allt er rólegt. En margir Grikkir em orðn- ir leiðir á friðsældinni. „Já, víst er friðsamlegt í Grikk- landi“ segir einn gamalreynd ur blaðamaður „en það er líka friðsamlegt í kirkj ugarðinum“ Óvissan hefur sín áhrif. Grikkir eyða minna en áður og safna peningum. Fast- eignasala er lítil og marg- ir smákaupmenn hafa orðið gjaldþrota. Atvinnuleysi fer vaxandi og svo er að sjá, sem ferðamenn ætli einnig að bregðast í ár. Allir ráðherramir eru nú í borgaralegum klæðum. En þessum nýju fötum hafa ókki fylgt hæfileikar til að stjóma Stjómin gerir hverja skyss- una af annarri — og veit oft ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Skipanir og tilkynn ingar em birtar og oft tekn- ar aftur skömmu síðar, stund um eftir nokkrar klukku- stundir. Þetta eykur á óviss- una- Orðrómur kemst alltaf á kreik öðm hverju um and- stöðu gegn Papadopoulosi Margir segja, að eigi að losma við hann, verði hinir ráðherr- amir að sjá um það. Að sjálfsögðu hefur þessi óvissa áhrif á fjárfestingu er lendra aðila og flestir fær- ustu efnahagssérfræðingar landsins em sannfærðir um, að peningaöfl muni ekki hætta á fjárfestingu í Grikklandi meðan ástandið er ekki betra. Augljóst er á öllum sviðum, að stjómina skortir aðstoð sérfræðinga. Fjölmargir fær- ustu menn Grikkja ganga at- vinnulausir, sumir vegna þess að stjórnin er tortryggin vegna stjórnmálaskoðana þeirra, aðrir vegna, að þeir vilja ekki ganga á mála hjá stjóminni. En stjórnin virðist gera sér þetta ljóst og nú hefur hún leitað aðstoðar brezkra og bandaríska aðila til að reyna að auka vinsældir sínar með al ráðamanna og fjárafla- manna í Bretlandi og Banda ríkjunum. Og eins og nú er háttað bíða Grikkir og velta fyrir sér, hvað gerist næst. Stjóm in hefur lofað allslherjarat- kvæðagreiðslu 1. september um nýja stjórnaskrá. Upp- kastið að henni á að liggja frammi í júlí og þá gera menn sér vonir um að komast að því, hvað fyrir stjóminni vakir. (Frá AP — eftir Gerald Miller. Lauslega þýtt og nokkuð stytt) Ungur síýrimaður vanur togveiðum, hefur áhuga á að taka sér síkipstjórn á góðum togbát fyrir komandi humarvertíð. Upplýsingar um stserð og aldur bátsins leggist inn á ekrifst. Mbl., merktar: „Mánaðamót 1968 — 8524“. ALLT FRÁ LONDON (dömudeild) BORGARSPITALINN Staða sérfræðings við lyflækningadeild Borgar- spítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar varð- andi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Um- sækjendur skulu vera sérfræðingar í lyflækningum. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja- víkurvíkur við Reykjavíkurborg. Staðan veitist frá 1. sept. n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykja- víkur fyrir 1. júní n.k. Stöður 3 aðstoðarlækna við lyflækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Upplýs- ingar varðandi stöðumar veitir yfirlæknir deildar- innar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Stöðurnar veitast frá 1. sept. n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júní n.k. Reykjavík, 17. 4. 1968. Sjúkrahúsnefnd Keykjavíkur. ADGLÝSING um hækkun á sérstökum innflutningsgjöldum af benzíni og af hjólbörðum og gúmmíslóngum á bif- reiðar og bifhjól. 1. Samkvæmt lögum um breytingu á 85. gr. vega- laga hækkar sérstakt innflutningsgjald af benzíni úr kr. 3.67 í kr. 4.67 af hverjum lítra frá og með 19. þ.m. Hækkunina skal greiða af benzínbirgðum sem til em í landinu nefndan dag. Þó skulu gjaldfrjálsir 300 lítrar hjá hverjum eiganda. Allir, sem eiga benzínbirgðir 19. þ.m., skulu til- kynna lögreglustjóra, í Reykjavík tollstjóra, um birgðir sínar þennan dag, og skal tiikynningin hafa borizt fyrir 28. þ.m. 2. Samkvæmt lögum um breytingu á 86. gr. vega- laga hækkar sérstakt innflutningsgjald af hjólbörð- um, notuðum og nýjum, og af gúmmíslöngum á bif- reiðar og bifhjól úr kr. 9.00 í kr. 36.00 af hverju kg. Hækkunina skal greiða af birgðum, sem heild- salar og aðrir innflytjendur eiga af hjóibörðum og gúmmslöngum á bifreiðar og bifhjól nefndan dag. Skal tilkynna lögreglustjóra, i Reykjavík tollstjóra, um birgðir þessar innan 3 daga. Fjármálaráðuneytið, 17. apríl 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.