Morgunblaðið - 17.05.1968, Qupperneq 14
( 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1966.
Þorgeir Ibsen:
SKÚLA- OG FRÆÐSLUMÁL
Um skólarannsóknir og fleira
í L
ÞEGAR rætt er um skóla-
rannsóknir manna á meðal,
er það ríkjandi skoðun, að
þeim beri að hraða svo sem
tök eru á. En viðamiklar og
fjölþættar rannsóknir sem
þessar verða ekki hristar
fram úr erminni í einni svip-
an og Tíað fyrirhafnarlaust.
Þær krefjast síns tíma, mann
afla og fjármagns, ef þær
eiga ekki að reynast kák eitt
og jafnvel koðna niður.
Þegar öll feurl koma til graf-.
ar, ætti að vera það vel að þess-
tun rannsóknum búið, að þær
bæru ekki keim af rusulvirkni
eða fátkenndum og fljótfæmis-
legum ályktunum og ákvörðun-
um, heldur sýndu sig að vera
hlutlægar og raunhæfar rann-
sóknir, sem mark væri á takandi
og fara mætti eftir. Um þetta er
hægara að tala en í að komast.
Hægara sagt en gert.
FYRRI GREIIM
En góðs má vænta af þeim
mönnum, sem valdir hafa verið
til þessa erfiða og vandasama
verks. Margt bendir til þess, a’ð
þeir hafi, auk góðrar menntun-
ar, hæfileika til þess að annast
raunhæfa og vísindalega könnun
á fræðslukerfinu.
Rannsókn á fræðslukerfinu er
nauðsynlegt, ekki aðeins á ein-
stökum þáttum þess, heldur því
öllu — eftir því sem við verður
komið. Og þessari rannsókn
verður að hraða, eins og unnt
er og greiða fyrir því á allan
hátt, að hún geti borið góðan og
varanlegan árangur.' Hins ber þó
áð gæta að þarna eru mörg ljón
á veginum, margar tálmanir og
margur erfiðleikinn, sem þarf
að yfirstíga. Ekki ætti því að
rasa um ráð fram. Um ýmiss
veigamikil og umdeild atriði í
skólakerfinu á það líka við, að
þau þarf að skoða grannt áður
en niðurstaða er fengin og birt.
Þarna þarf margt að sannprófa
og sannreyna; og hjá því verð-
ur efeki komist í sumum tilfell-
lun að betra er áð flýta sér hægt,
betra að taka á sig krókinn en
falla í kelduna. Flas er ekki til
fagnaðar og þótt hér hafi verið
talað um að hraða rannsókninni
svo sem tök eru á, þá skal það
sagt strax svo að efeki valdi mis-
skilningi eða um villzt, að skóla-
rannsóknir eru ekkert flýtis-
verk. Þær eru vísindaleg könn-
un á hinu margumrædda fræðslu
kerfi þjóðarinnar, kerfi, sem við
höfum búið við í tvo áratugi og
reyndar tveim árum betur, kerfi,
sem sáralitlum breytingum hefir
tekíð allt þetta tímabil og fáu
við hróflað. Ætla mætti, að tíma-
bært væri orðið og vel það að
skoða þetta kerfi niður í kjöl-
inn og kanna það rækilega.
Gera á því allsherjar rannsókn,
sem fyrr en seinna eða í fyll-
ingu tímans leiddi til einhverr-
ar niðurstöðu, því að niðurstaða
vedður að fást. Rannsókn á skóla
málum eða fræðslumálum er í
sjálfu sér engin lausn, ef hún
ekki varðar og vísar veginn til
framfara í þeim málum og betra
skipulags. Stuðli hún að eðli-
legri framvindu og þróun
fræðslumála er hún jákvæð.
Takist henni það ekki, er hún
haldlítil og verra en það: Hún
er gagnslaus, ekkert mark á
henni takandi og því algjörlega
neikvæð. — Hvort vel eða illa
Þorgeir Ibsen
tekst til með skólarannsóknir er
ekki eingöngu komið undir
þeim mönnum, sem settir hafa
verið í þann vanda að annast
þær. Sama á vfð um mennta-
málaráðuneytið. Það er einnig að
þessu leyti ekki eitt um hituna.
Þarna kemur ekki sízt til kasta
fjárveitingavaldsins, — hvernig
það bregzt við málinu, — hvern
skilning það hefir á því. Það
er nú einu sinni svo og fram-
hjá því verður ekki gengið, að
peningarnir eru afl þeirra hluta,
sem gera skal. Öll mál, sem
þarf að leysa og ráða bót á, bjóða
ætíð einhverjum vanda heim;
þau krefjast átaks, þarfnast fjár-
magns, svo að minnsta kosti tvö
mikilvæg atrfði séu nefnd, sem
nauðsynleg þykja til þess að
hrinda þeim í framkvæmd. Og
efeki á þetta síður við um skóla-
mál en önnur þau mál, sem mik-
ilvægust eru hjá þjóð, sem kenn
ir sig við menningu.
Efnahagsmálin eru mál, sem
eru einna þýðingarmest fyrir til-
veru og sjálfstæði hverrar þjóð-
ar. En ekki eru þau létt við-
fangs né auðleyst. Sófellt bjóða
þau upp á ný og erfið vanda-
mál. Á því er ekkert lát og mun
ekki verða um alla framtíð.
Skóla- og fræðslumálin eru í
flestu tilliti sama e’ðlis, þau eru
á sinn hátt efnahagsmál og í
rauninni er sú fræðsla og sú
menntun, sem skólamir veita,
ekki svo lítill þáttur í efnahagn-
um. Þetta eru augljós og ein-
föld sannindi, sem varla er vert
að minnast á hér, svo kunn eru
þau eða ættu að minnsta kosti
að vera það. Oft á undanförn-
um mánuðum hefir verið vitnað
í álitsgerð bandarísku sérfræð-
inganna, sem birtist fyrir nofekr-
um árum, um þær megin for-
sendur, sem voru grundvöllur
hinna miklu framfara og góða
efnahags í Bandaríkjunum.
Þarna kom þrennt til — þrjú
grundvallaratriði, sem framfar-
imar og efnahagurinn byggðist
á: menntun, vinna og fjármagn
(kapital). Hver var þáttur þess-
ara þriggja atriða í hagsæld-
inni- Að áliti hinna sérfró’ðu
manna var þáttur menntunar-
innar einn sér stærstur eða 40%,
en þáttur vinnu og fjármagns
var samanlagt 60% í verðmæta-
sköpuninni.
Menntamál eru líka efnahags-
mál, og kannski ekki síður hjá
okkur en öðrum þjóðum. Þau
eru vandmeðfarin og viðkvæm-
ari fyrir það, að þau eru örlaga-
valdur hvers æskumanns, pilts
og stúlku, og skipta sköpiun til
ills eða góðs fyrir hvern og einn
allt eftir því hvernig til tekst.
Þegar menn vilja vera háfleyg-
ir, nefna þeir gjarnan æskuna
hinn lifandi auð þjóðarinnar
STÚDENTAR M.A. 1959
Munið fundinn að Bárugötu 11 í kvöld kl. 8.
Áríðandi að allir mæti.
NEFNDIN.
Frá Eyfirðingafélaginu í Heykjavík
Karlakórinn Geysir frá Akureyri er á söngferða-
lagi um Suðurland.
Eyfirðingafélagið beinir þeirri áskorun til félags-
manna sinna, að taka vel á móti þessum góðu
gestum, og fjölmenna á samsönginn í Gamla Bíó,
laugardaginn 18. maí, kl. 15.
Aðgöngumiðasala við innganginn, einnig hjá Bóka-
búðum Lárusar Blöndal og Leðurverzlun Jóns
Brynjólfssonar, Austurstræti 3.
Barnamatur
Ný sending af barnamat í krukkum.
Eigum þá fyrirliggjandi banana, peru, ananas, epla,
blandað og banana og ananasmauk.
Verð aðeins kr. 16,oo
Berið saman verðin.
i.inmnmim'm'iiiDnmtinimwm.
.......................yiMinam.
fciiMiiFmin.
ItMIIMIMFMtt.
ItlMMMMMMM*
ImMiimmmimm
lllllMMIIIMMM
fflMMMIMIMMM
lllMMIIMMMIM
Miklatorgi.
gagnstætt því, sem peningar eru
og skal því síður en svo gert
lítið úr gildi þeirra e’ða farið um
þá óvirðingarorðum. Þennan
auð þarf ekki síður að varðveita,
ávaxta og gera ráðstafanir með
en peninga.
Lánastofnanir landsmanna,
bankar og sparisjóðir munu vera
meira en eitt hundrað talsins
með Tösklega eitt þúsund og
eitt hundrað manns í þjónustu
sinni. Þetta fjölmennt lið þarf
til þess að telja, lána, fara með,
hafa rei’ður á og varðveita pen-
inga þjóðar, sem er um 200 þús-
und að höfðatölu. Þetta starfslið
er álíka fjölmennt og sá hópur
kennara, sem falin hefir verið
sú ábyrgð og sá trúnaður að
uppfræða æskulýðinn, en rösk-
lega 40 þúsimd sálir barna og
unglinga, eru nú á skyldunáms-
og unglingastigi. Þessi hópur
nemenda er um fimmtungur
þjóðarinnar. Þetta er mikill
framtíðarauður, inneign og kapi-
tal. Til þess að varðveita og
ávaxta þennan aúð þarf mikið
og gott mannval, örugga og
trausta handleiðslu. Og til þess
að þessi varðveizla og hand-
leiðsla takist, þurfa þarna um
að fjalla velmenntaðir og vel-
upplagðir menn, sem njóta hinn-
ar ákjósanlegustu starfsaðstöðu
og kjara svo þeir þyrftu ekki
sífellt að vera að jagast um
kaupið sitt. Því til þess að kenn-
arastéttin sé fær um að gegna
sínu hlutverki verður hún að
hafa mannsæmandi kjör og þá
um lei'ð ætti að gera til hennar
langt um meiri kröfur en nú er
gert.
Mörgum finnst ef til vill goð-
gá að ymprað sé á kaupgjalds-
málum nú, þegar hart er í ári
vegna verðfalls og aflabrests og
barist er í bökkum á mörgum
sviðum hins efnalega lífs. — En
hvað sem þessu ifður, er það
sorgleg staðreynd, að kennara-
starf er enn sem komið er harla
lítils metið enda launin eftir
því. Þetta á ekki við um okkur
Islendinga eina. Þetta er vanda-
mál í austri og vestri og loðir
víða við. — Um þetta atrfði hef-
ir J. Kristnamurti komist vel að
orði, en hann segir í bók sinni
Uppeldi og skólalíf í þýðingu
Hallgríms Jónssonar:
„Kennarastaða er í litlum met-
um. Margur gerist kennari, af
því að hann getur ekki fengið
annað að gera, en ekki af löng-
un til starfsins né af því, að
hann kenni sig mann til þess.
Afleiðingin verður sú, að hann
hugsar meira um launin en allt
annað. Hann leitast sífellt við a'ð
fá laun sín hækkuð. Það er hans
áhugamál. Þótt álasa megi kenn-
aranum fyrir þetta, þá er aðal-
orsökin sú, að fyrirkomulagið er
öðruvísi en það á að vera. Kenn
arinn á að fá þau laun, sem hann
þarf til framfærslu sér og sín-
um. Það er réttmæt krafa frá
hans hálfu. Það er skylda þjóð-
félagsins, að sjá um að kennar-
inn þunfi ekki sífellt a'ð vera að
biðja um launauppbætur. Og það
á að sjá um að hann þurfi ekki
að fá sér annað starf til þess að
geta lifað. Sjái þjóðfélagið sóma
sinn, mun kennarinn lifa ham-
ingjusömu lífi. Þá skilur hann
gildi starfs síns. En sá einn, sem
ánægður er, getur kennt vel og
verið óháður í hugsun“ — þetta
voru orð J. Kristnamurtis, -sem
segir einnig á öðrum stað í bók
sinni:
„Kennarastarf er eitt hfð veg-
legasta viðfangsefni". Væri þetta
almenn skoðun og skoðun for-
ráðamanna á hverjum tíma
mundi það vera kappkostað að
búa vel að þessu starfi svo það
bæri sem ríkastan ávöxt.
Þótt okkur mörgum finnist
margt ábótavant í fræðslumálum
okkar og leiðin til afgerandi
framfara og úrbóta í þeim mál-
um sé fremur torsótt en greið-
fær, skulum við ekki láta svo
sem ekkert hafi verið þar að-
hafst og engu í verk komið.
Engin sanngimi er heldur í
þeirri áberandi sta'ðhæfingu,
sem nokkuð títt skýtur upp koll-
inum nú í seinni tíð, að skóla-
málum okkar sé flest ef ekki
allt í sokkabolnum og á hverf-
anda hveli. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að í ýmsum atrið-
um og nokkrum veigamiklum
tilfellum hafa málin þokast
áleiðis í rétta átt t.d. f skipu-
lagsmálum, í innra starfi ýmissa
ákóla, sem gera tilraunir með
nýja kennsluhætti, í launamál-
um þótt hægt fari og síðast en
ekki sízt þá eru skólarannsókn-
ir hafnar.
Hjá ýmsum þjóðum eru skóla-
rannsóknir komnar á hátt stig
t.d. Bandaríkjamönnum, sem
eiga þar orðið aUlanga reynslu
að baki. Enginn myndi telja
Svía eftirbáta annarra þjóða í
skólamálum, og segja má, að hjá
þeim ríki hámenning. Samt er
það nú svo, að hjá þeim hóf-
ust skólarannsóknir ekki fyrr
en 1. ágúst á sfðasta ári, árinu
1967. Þar hefir verið stofnuð
nefnd tU þess að prófa, semja
og gefa út nýtt kennsluefni. —
I Noregi, þ£u- sem engin
fræðsluskrifstofa er en hins veg-
ar menntamálaráðuneyti, er til
svonefnd miðlunarskrrifstofa,
sem vinnur að skólarannsókn-
um. Þar hefir 5 daga kennslu-
vika verið rannsökuð og
mengjafræði.
Á fundi, sem Bjarni M. Jóns-
son, námsstjóri, hélt með skóla-
stjórum á Reykjanesi — og hald-
inn var í Keflavík 14. febr. s.L,
hélt Andri Isaksson, forstöðu-
maður skólarannsókna, ágætt
erindi um skólaranns óknir.
Margt fróðlegt og athygUsvert
kom fram í erindi Andra, m.a.
það, sem sagt var hér að fram-
an um skólarannsóknir í Sví-
þjó'ð og Noregi. Hlutverk skóla-
rannsókna hér sagði hann vera
í aðalatriðum það að gera vís-
indalega könnun á fræðslumál-
um okkar; gangast fyrir tilraun-
um í skólum og meta þær;
kynna nýjungar; heimild að
upplýsingamiðlun og vera ráð-
gefandi þeim, sem starfa í skól-
um. — Af þessu má marka, að
skólarannsóknum á íslandi er
ætlað stórt og veglegt hlutverk
og er það vel. — Hins vegar
skýtur það nokkuð skökku við,
þegar í leiðara Alþýðublaðsins
þann 14. sept. s.l. er sagt frá því
sem mikilsverðum og merkileg-
um hlut, að einni milljón króna
væri varið til þessara rannsókna
á því herrans ári 1967, en orð-
rétt var þetta þannig: „Fjárveit-
ing tU þessarar starfsemi nemur
á yfirstandandi ári hvorki meira
né minna en einni mUljón
króna." (Leturbr. mín). — Sér
er nú hver ósköpin. Þetta var þá
allur heimanmundurinn, sem
skólarannsóknirnar fengu, þeg-
ar þær lögðu af stað úr föður-
garði í langa og erfiða för tU
þess að kanna vísindalega
fræðslumál þjóðarinnar. Verði
fjárveitingin til skólarannsókna
ekki rismeiri en þetta í náinni
framtíð, er hætt við a'ð ferð
þeirra verði án fyrirheits.
Að nokkrum dögum liðnum
verður stórt skref stígið í um-
ferðarmálum þjóðarinnar. Horf-
ið verður frá vinstri handar
akstri til hægri handar aksturs.
Áætlað er að þetta muni kosta
okkur 60 milljónir króna. Mikill
áróður hefir verið hafður í
frammi til styrktar þeirri breyt-
ingu á umfer'ðinni, sem í vænd-
um er. Upplýsingum og leið-
beiningum um umferðarmálin
hefir verið dembt yfir okkur
hvern dag um langt skeið.
Nokkuð snemma í áróðursher-
ferðinni, fengu skólabömin I
landinu tvö lítil, samanheft og
hringlaga pappaspjöld um 14 cm
í þvermál. Utanvert á þeim voru
60 spurningar um það, hvernig
þau myndu bregðast við í ýms-
um tilvikum, sem fyrir kunna
að koma í umferðinni. Innan-
vert á spjöldum þessum voru
svörin við spurningunum.
Spjöld þessi hafa talsvert verið
notuð við umfer'ðarkennsluna í
skólum landsins. Þau eru hins
vegar ekki í gildi nema tii 26.
maí n.k. Útgáfa þeirra var dýr,
því að hún kostaði um 600 þús-
undir króna. Fjárveitingin til
skólarannsókna á si. ári var að-
eins 400 þúsund krónum meiri
en kostnaðurinn við útgáfu
þessara spjalda. Er að furða
þótt menn spyrji: Til hvers er
ætlast af skólarannsóknum.
Hvert er ferðinni heitið.