Morgunblaðið - 17.05.1968, Page 20

Morgunblaðið - 17.05.1968, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAI 1988. Lúðrasveit Reykjavíkur safnar styrktarmeðlímum AÐALFUNDUR Lúðrasveitar Reykjavíkur 1968 var haldinn í Hljómskálanum 25. febrúar sl. Á árinu lék Lúðrasveit Reykja víkur samtals 27 sinnum opin- berlega við ýmis tækifæri, svo sem við kappleiki í íþróttum, al- menn útihátíðahöld og í útvarpi. Auk þess hélt Lúðrasveitin tvenna tónleika í Háskólabíói á árinu, og voru aðrir þeirra haldn ir til styrktar Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík og hafa lúðrasveitarmenn hug á að halda fleiri slíka styrktartónleika og styrkja með því góð málefni. Úr fráfarandi stjórn voru end urkjörnir formaður, Halldór Ein arsson og varaformaður, Þórar- inn Óskarsson, en aðrir í stjórn voru kjörnir Finnur Jónsson, gjaldkeri, Sverrir Sveinsson, rit ari og Magnús Randrup, með- stjórnandi. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur ákveðið að hefjast handa um söfn un styrktarmeðlima með það fyr ir augum að efla starfsemi sína, og halda reglulega hljómleika fyrir styrktarmeðlimi og almenn ing. Rekstrarfjárskortur hefur stað ið sveitinni mjög fyrir þrifum á undanförnum árum, svo og breyttir tímar. — Aðstæður eru ekki fyrir hendi í borginni fyrir útihljómleika þannig, að sveit- in geti mætt fullskipuð og leik- ið þá tónlist er almenningur í dag vill heyra, en eins og gef- ur að skilja hefur smekkur fólks fyrir lúðrasveitarmúsik breytzt frá þeim tíma er sveitin lék marza og íslenzk ættjarðarlög á góðviðriskvöldum á Austurvelli forðum, en á árunum frá því 1922, er sveitin var stofnuð, og allt fram undir síðustu heims- styrjöld voru útihljómleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur ómiss- andi þáttur í fábreyttu skemmt- analifi Reykvíkinga. Opinberir styrkir til lúðrasveit arinnar hafa því miður ekki hald izt í hendur við ört vaxandi dýr tíð þannig að nauðsynlegt er fyr ir sveitina að finná sér nýjar fjáröflunarleiðir ef starfsemi hennar á að geta blómgast og Lúðrasveit Reykjavíkur geti haldið nafni sínu á lofti. Takist sveitinni að afla sér allt að 1000 styrktarmeðlimi er kominn grund völlur fyrir sveitina að halda reglulega hljómleika í stærsta hljómleikasal landsins og telur sveitin sig geta boðið styrktar- meðlimum sínum upp á tvenna hljómleika á ári, þannig að hver styrktarmeðlimur fái senda 2 miða á hverja hljómleika fyrir 250.00 kr. ársgjald. Efnisskrár tónleikanna munu verða byggðar upp á fjölbreytt- um og skemmtilegum tónverk- um ásamt íslenzkum lögum og einleiksverkum, og er óhætt að fullyrða að undir stjórn og hand leiðslu hins ágæta stjórnanda sveitarinnar, mun verða vandað til hverra tónleika svo sem frek ast er unnt. Lúðrasveit Reykjavíkur vill því beina þeirri ósk til velunnara sveitarinnar, svo og allra þeirra er áhuga hafa á góðri lúðra- sveitarhljómlist, að þeir gerist styrkarmeðlimir sveitarinnar og verður tekið á móti umsóknum daglega í síma 18618 Einnig geta menn sent umsóknir í pósti til Lúðrasveitar Reykjavíkur, Hljómskálanum, Reykjavík. (Frá Lúðrasveit Reykjavíkur). Fjórðungsmót hesta- manna á Austurlandi Skoðun Sovétsérfrœðinga: Hagnaður mikilvægari en að uppfylla kvóta Moskvu, 14. ma, NTB. • Fái sovézkir efnahagssérfræð- ingar vilja sínum framgengt má búast við, að launaumslög sovézk ra verkamanna verði á næstunni þyngri en þau hafa verið til þessa. Einnig eru þeir sagðir vilja auka verulega notkun raf- eindaheila í iðnaðaráætlanagerð um og bæta vinnuskilyrði hús- mæðra. 1 dag komu saman til fundar í Moskvu tvö þúsund efnahags- sérfræðingar til þess að ræða þær endurbætúr, sem gerðar hafa verið í efnahagslífi Sovét- ríkjanrta á síðustu tveimur árum. Sagði yfirmaður áætlananefndar ríkisins, Nikolai K. Baibakov í setningarræðu fundarins, að fjár veitingar til iðnaðar yrðu auknar og hagur einstakra verkamanna bættur með þa'ð í huga að auka verðgildi framleiðslunnar og bæta hana. Koma þessi ummæli hans heim og saman við skýrslu áætlananefndarinnar, þar sem segir, að hagnaður sé mikilvæg ari en að uppfylla einhverja ákveðna framleíðslukvóta. Baibakov upplýsti einnig, að Sovétmenn miðuðu a'ð því, að 92% allra vinnufærra Sovétborg- SÍLDVERKUNAR- OG REYKISNÁMSKEIÐ Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að haldið verði síld- verkunar- og beykisnámskeið í Reykjaví í vor, ef nægileg þátttaka fæst. Ráðgert er að námskeiðið hefjist 17. maí n.k. Skilyrði fyrir þátttöku er að þeir, sem námskeiðið sækja, hafi unnið minnst þrjár síldarvertíðir. á viður- kenndri söltunarstöð. Umsóknum þurfa að fylgja vott- orð frá viðkomandi verkstjóra, þar sem tilgreint sé, hvaða ár og á hvaða söltunarstöð eða stöðvum um- sækjendur hafi unnið. Með umsóknunum skal til- greina aldur umsækjenda. Umsóknir skulu sendar skrifstofu Síldarútvegs- nefndar, Austurstræti 10 A, Reykjavík, fyrir 25. maí n.k. Á námskeiðinu verður rætt um söltun um borð í síldveiðiskipum og er skipstjórum, sem ætla sér að láta salta um borð í sumar, eða fulltrúum þeirra, boðið að sækja fyrri hluta námskeiðsins. Nánari upplýsingar um námskeiðið gefa Jón Þor kelsson, síldarmatsmaður, Miklubraut 80, í síma 14092 og Haraldur Gunnlaugsson, Skjólbraut 4, Kópavogi í síma 40198, en þeir hafa á hendi umsjón með nám- skeiðinu. SÍLDARÚTVEGSNEFND. ara störfuðu við framleiðslu á vegum ríkisins, — hefur það m.a. í för með sér, að kónur muni vinna utan heimilis í auknum mæli, en samkvæmt opinberri skilgreiningu Sovétmanna á hús móðurstarfinu er það „heimilis þrælahald og þjóðfélagslega gagn lausast allra starfa". Á VEGUM Búnaðarfélags íslands og Landssamþands hestamanna verður haldið Fjórðungsmót á Austurlanidi dagana 27. og 28. júlí í sumar. Eru það hestamanna félögin á Austurlandi er að mót inu standa, en Hestamannafélag- ið Freyfaxi á Héraði hefur tekið að sér að sjá um framkvæmd mótsins. Hefur félagið kosið eftirtalda menn í undirbúningsnefnd er vinnur í samvinnu við stjórn fé- lagsins, en formaður hennar er Pétur Jónsson, Egilsstöðum. Jón Magnússon, Uppsölum; Gunnar Egilsson, Egilsstöðum; Jón Bergsson Ketilsstöðum; Ást- ráður Magnússon, Egilsstöðum og Sigfús Þorsteinsson, Egilsstöðum, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin hóf undirbúning móts ins sl. sumar með byggingu sýn ingarsvæðis og hlaupabrauta í námunda við Félagsheimilið Iða velli á Völlum. Sýningarsvæðið var þá einnig girt með 2,5 km. langri girðingu, en eftir er að koma upp girðingum fyrir lang- ferða/hesta og hólfum fyrir sýn- ingar- og kappreiðahross. Við sýningarsvæðið eru ágæt tjaldstæði á bökkum Grímsár. Ætlunin er að sýningarsvæði þetta verði framtíðar atíhafna- svæði hestamanna á Héraði og á að geta orðið gott þegar frá því hefur verið gengið til fulls. Til þesis þarf mikið fjármagn og hef- ur nú verið efnt til happdrættis til fjáröflunar. Vinningar eru 3 hroiss og verður dregið í því að kvöldi síðari mótsdagsins.. Nokkr ir miðar hafa verið sendir hesta mannafélögum víðsvegar um landið til sölu og er það von fé- lagsins að þau bregðist vel við þeirri málaleitan. Á mótinu verða sýnd kynbóta- hross, stóðhestar og hryssuT, góð hestar og kappreiðar haldnar. — Keppt verður í eftirtöldum hlaup um: 250 m, 300 m, 800 m og skeiði. Er að því stemmt að mót- ið geti orðið sem skemmtilegast fyrir unga og gamla Meðal ann- ans verða dansleikir og mun hljómsveitin Gautar frá Siglu- firði skemmta AUGLYSINGAR SÍMI 22*4*80 KARLAKÓRINN GEYSIR frá Akureyri, í söngför um Suðurland. Stjórnandi: Jan Kisa. — Undirleikari: Phiiip Jenkins. 8AMSÖMGVAR Að Flúðum, Hrunamannahreppi: föstudaginn 17. maí kl. 21.30. REYKJAVÍK: í Gamla Bíói, laugardaginn 18. maí kl. 15.00. Aðgöngumiðasala við innganginn. í Reykjavík einnig hjá: Bókabúðum Lár- usar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustíg 2, Leðurverzlun Jóns Brynjólfs- sonar, Austurstræti 3. Fræ í grasbletti, golfvelli og íþróttavelli Hreinleiki 98% Spirunarhæfni 85% Vallarsveifgras. Höfum fengið dálítið magn af hinu nýja afbrigði FYLKING, sem ber af flestum (frá Svalöf, einkaleyfisframleiðsla). Harðgert, myndar þétta, sterka grasrót. Mjög áferðarfallegt og fellur seint. Lágvaxið og bezt að nota eintómt eða aðeins með öðrum lágvöxnum tegundum, slá snöggt. Sáð- magn í velli: 50—60 kg ha. Blettir við hús: 1—3 kg. í 100 fermetra. — Pantið í tíma, lítið til, ófáan- legt meira í ár. 85%/85% Höfum einnig danskt vallarsveifgras, stofn DASAS. Ágæt þrautreynd tegund, O.E.C.D.-vottorð. Sáð- magn: 15—25 kg. í ha. til fóðurs, í íþróttavelii helmingi meira. Vandið sáninguna. 90%/90% Túnvingull: Danskur túnvingull, stofn DASAS, O.E.C.D.- vottorð. Góð reynsla hér (er t. d. á Miklatúni austanverðu). Sáðmagn eins og vallarsveifgras. 98%/90% Skammært rýgresi: Aikunnur þrautreyndur stofn E.F. 486. DASAS. Hentugt eitt sér eða saman við annað þar sem óskað er að fá gras fljótt (en endist ekki). Sáðmagn í ha: 25 kg til fóður, í bletti helm- ingi meira eða þrefalt. Vandið sáninguna (og vinnslu á sáðreit). MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Laugavegi 164 — Sími 1 11 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.