Morgunblaðið - 17.05.1968, Page 21

Morgunblaðið - 17.05.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1968. 21 Skattlagning á sölu- gróða fasteigna — NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Gjaldheimtan í Reykjavík höfð- aði gegn Aka Jakohssyni til greiðslu opinberra gjalda að f járhæð kr. 280.647,00 auk vaxta og málskosnaðar, en til vara, að stefndi yrði dæmdur til greiðslu opinberra gjalda að fjár hæð kr. 39.773.00 auk vaxta og málskostnaðar. Stefndi, Aki Ja- kobsson, krafðist sýknu gegn greiðslu á kr. 36.199.00 auk máls- kosnaðar. Málsvextir eru þeir, að Áki Jakobsson seldi á sínum tíma nokkrar fasteignir, sem hann hafði átt lengur en fimm ár. Skattayfirvöld úrskurðuðu, að honum bæri að greiða opinber gjöld af hagnaði af sölum. þess- um, en stefndi, Áka Jakob.ssyni, taldi sér það óskylt að lögum. Hér var um þrjá eignir að ræða, þ.e. spildu í landareign Reynis- vatns í Mosfellssveit og hluta tveggja húseigna í Reykjavík, þ.e. nr. 100 við Efstasund og nr. 88 við Skipasund. Af hálfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík var því haldið fram, að hin umdeildu gjöld væru rétt- ilega á lögð skv. 7. gr. laga nr. 46—1954, en þar segir m. a.: .Skattskyldar tekjur teljast, með þeim undantekningum og tak- mörkunum sem síðar greinir alls konar arður, laun og gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða atvikum, ef þetta verður met ið til peningaverðs svo sem: .... e. Ágóði af sölu á fasteign eða lausafé, enda þótt salanfalli ekki undir atvinnurekstur skatt- greiðanda, ef ætla má, að hann hafi keypt eignina, eða öðlast hana á annan hátt, í því skyni að selja hana aftur með ágóða eða hún hefur verið í eign hans skemur en 5 ár, ef um fasteign er að ræða, en annars skemur en 3 ár“. Var því haldið fram, að stefndi hefði ekki þurft á eignum þeim að halda, sem hér er um fjallað. Hann hefði aldrei búið þar sjálfur og ekki átt þær nema skamman tíma, eftir að lið inn var sá 5 ára frestur, sem um ræðir í hinu tilvitnaða laga- ákvæði. Þá var því haldið fram, að atvinna stefnda hefði verið að reka málflutnings- og fast- eignasöluskrifstofu og að slík atvinnustarfsemi væri með jjeim hætti, að líklegt væri, að hann hefði keypt fasteignirnar í því skyni að selja þær aftur með ágóða. Að gefnu tilefni var því lýst yfir af hálfu Gjaldheimtunnar við flutning málsins, að ekki væri vitað um aðra menn, sem á síðustu árum hefðu verið skatt lagðir eftir hinum tilvitnuðu á- kvæðum en eigendur eigna, sem um ræðir í þessu máli svo og tiltekinn byggingameistari en sú álagning hefði verið ógilt í dóms máli. Af hálfu stefnda, Áka Jakobs- sonar, var því haldið fram, að áðurnefndum lagaboðum hefði verið beitt við svo fáa skattþegna á síðari árum, að óheimilt væri að byggja á þeim skattlagningu lengur. Taldi hann, að mörg til- efni hefðu verið til að beita þess ari álagningareglu, en það hefði þó ekki verið gert. Þá hélt stefnd því fram, að hann hefði ekki keypt eignir þessar til að selja þær aftur, heldur til annarra nota. Hann hefði ætlað sér að eiga spilduna í Reynisvatns- landi fyrir sumarbústað, en eign- arhluta sína í Efstasundi 100 og Skipasundi 88 hefði hann eignazt á þann hátt, að hann hefði keypt húsin ásamt öðrum manni og hefðu þeir ætlað að leigja íbúðir húsanna út fengið slæma reynslu af þeirri starfsemi og því selt húsin. Niðurstaða málsins í héraðs- dómi varð á þá leið, að stefndi Áki Jakobsson, var sýknaður af kröfu Gjaldheimtunnar í Reykj- avík að svo miklu leyti sem á- greiningur var á milli aðila og var Gjaldheimtan dæmd til greiðslu málskosnaðar að fjárhæ kr. 10.000.00. f forsendum hér- aðsdómarans segir, að dómarinn telji ljóst, að án sérstakra sann- ana megi byggja á því, að á undanförnum árum hafi mörg tilvik komið upp, þar sem hin umræddu lagaákvæði hafi átt við eftir efni sínu. Jafnframt verði að byggja á því, þegar gögn málsins hafi verið virt, einkum ummæli skattstjórans í skattstofu Reykjavíkur, að mjög sjaldan hafi komið til þess, að ákvæðunum hafi verið beitt á þessum tíma. Af því leiði aftur, að það teljist vera nægilega fram komið að skattþegnum hafi verið gert mishátt undir höfði varðandi álagningu opinberra gjalda í sambandi við sölur fast- eigna, sem þeir hafi átt lengur en 5 ár. Yfirvöldum sé ekki heimilt að íslenzkum rétti að leggja opin- ber gjöld á skattþegna nema eftir ákvæðum settra laga eða öðrum réttarákvæðum, sem sett séu í samræmi við lög með gild- um hætti. Lagaáfcvæðum um skattamál beri síðan jafnan að beita, þar sem þau eigi við. Hitt sé annað mál og augljóst atriði, að vafi geti verið hrvort atvifc séu slík í vissum tilvikum, að laga- ákvæði gildi um þau, en það snerti ekki það, sem hér sé til úrlausnar. Svo sem fyrr greinir sé ljóst, að lagaákvæði þau, sem hin umdeilda álagning á stefnda væri byggð á, hafi á undan- förnum árum ekki verið notuð nema í fáum þeirra tilvika, sem ljóst, að hér sé um að ræða þau hafi átt við. Jafnframt sé ákvæði, sem leitt geti til hárra •skattgreiBslna ef þeim væribeitt log séu því mjög verulegir fjár- hagslegir hagsmunir tengdir Ég undirritaður Stefán Árnason, Syðri-Reykjum heí leigt Jón H. Björnssyni, Gróðurhúsið við Sigtún Ég þakka góð viðskipti og vona að hann njóti þeirra framvegis. Stefán Árnason, Syðri-Reykjum. þeim. Niðurstaða héraðsdóms varð sú sem fyrr segir, að ó- heimilt hefði verið að leggja hin umdeildu opinberu gjöld á stefnda. i Hæstiréttur komst að sömu iniðurstöðu, en með öðrum for- isendum. Segir svo í forsendum lað dómi Hæstaréttar. „Stefndi i(Áki Jakobsson) keypti lendu iþá í Mosfellshreppi, sem um er •að tefla, og reisti þar sumar- ibústað til eigin nota. Með hlið- >sjón af þessari nýtingu lendunn- >ar og gögnum málsins að öðru 'leyti verður hagnaður af sölu 'hennar eigi talinn til skattskyldr >ar tekna stefnda. i Húsin Efstasund 100 og Skipa- isund 88 kveðst stefndi hafa keyp iað sínum hluta og endurbyggt d því skyni að leigja þar íbúðir, ien eigi til að selja húsnæðið iaftur með hagnaði. Leiga íbúð- ■anna hafi hinsvegar ekki gefið •góða raun og meðal annars af iþeim sökum hafi hann að lokum iselt þessar eignir sínar. Þar sem iskýrslu stefnda um þetta efni 'hefur ekki verið hnekt, verður lumræddur söluhagnaður eigi >skattlagður.“ i Samkvæmt þessu var Áki Ja- •kobsson sýknaður af kröfum iGjaldheimtunnar í Reykjavík og ivar málskostnaður fyrir Hæsta- Tétti, sem Gjaldheimtan var dæm itil að greiða, kr. 20.000.00. VELiUM ÍSLENZKT n ÍSLENZKAN IÐNAÐ Urn þessar mundir eru 15 ár liðin, síðan framleiðsla okkar kom fyrst á markaðinn. í því tilefni sendum við hinum mörgu og góðu viðskiptavinum okkar beztu kveðjur og þökkum ánægju- legt samstarf á liðnum árum. AUGLÝSING Sveitarstjórarnir í Keflavík, Njarðvík, Miðnes- hreppi, Gerðahreppi og Hafnarhreppi hafa sam- þykkt að nota heimild í 2. málslið síðustu máls- greinar 31. gr. laga no. 51, 10. júní 1964, um tekju- stofna sveitarfélaga, samanber breyting frá 10. apríl 1968. Samkvæmt þessu verða útsvör þessa árs, því aðeins dregin frá hreinum tekjum við álagningu útsvara á árinu 1969, í áðurnefndum sveitarfélög- um, að gerð hafi verið full skil á fyrirframgreiðslu, eigi síðar en 31. júlí í ár, og útsvör ársins einnig að fullu greidd fyrir næstkomandi áramót. Sé eigi staðið í skilum með fyrirframgreiðslur samkvæmt framansögðu en full skil þó gerð á útsvörum fyrir áramót á gjaidandi aðeins rétt á frádrætti á helm- ingi útsvarsins við álagningu á næsta ári. Bæjarstjórinn í Keflavík, Sveitarstjórinn í Njarðvíkurhreppi, Sveitarstjórinn í Miðneshreppi, Oddvitinn í Garðahreppi, Oddvitinn í Hafnarhreppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.