Morgunblaðið - 17.05.1968, Side 24

Morgunblaðið - 17.05.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1968. t Opið ■ kvöld klukkan 8-1 SEXTETT ÓLAFS GAIJKS OG SVAIMHILDtlR SKEIHIHTA SIGTIJIXI ____________________________ t: N auðimga r u ppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tfbl. Lögbirt'ngablaðs 1967 á hluta í Barmahlið 33, þingl. _eign Margxétar Gústafsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka ís- lands, á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21. maí 1968, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtmgablaðs 1967 á hluta í Álftamýri 22, þingL eign Gunnars Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21. maí n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðuugaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1968 á hluta í Rauðalæk 73, þingl. eign Jóns Þ. Árna- sonar, fer fram eftir kröfu Gunnars I. Hafsteinssonar hdl., Hauks Jónssonar hrd., Guðjóns Styrkár&sonar hrl., Árna Guðjónssonar hrl., og Jóns Grétars Sigurðssonar hdl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 21. maá 1968, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ÚTBOÐ Tilboð óskast í efni og vinnu við endurnýjun hita- og neyziuvatnskerfis fjölbýlishúss við Faxabraut og Sólvallagötu í Keflavík. Útboðsgagna má vitja til Jóns Einars Jakobssonar hdl., Tjarnargötu 3 3. hæð Keflavík gegn 2000 kr. skilatryggingu. Skilafrestur til 30. maí 1968. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK 3ARNANNA 3 Pétur flýtti sér áfram upp að bænum, og þarna í gegnum eldhúsglugg- ann sá hann hvar kona bóndans tók yndælis köku út úr ofninum. Og þegar hún opnaði stóra skápinn, greip Pétur and ann á lofti — skápurinn var fullur af dýrindis mat. Konan sleikti út um, setti kökuna á efstu hilluna, lokaði síðan skápnum og læsti. „Það er ég viss um, að þessi góða kona gefur mér bita af kökunni sinni“, sagði Pétur við sjálfan sig. Síðan bank- aði hann að dyrum. „Hvað vantar þig?“ spurði konan. „Ég er á leið til borg- arinnar, og ég er bæði þreyttur og svangur", sagði Pétur, auðmjúkur. „Viltu ekki vera svo góð að gefa mér matarbita og ljá mér húsaskjól yfir nóttina?“ Konan hvæsti á hann. „Við erum of fátæk til þess að geta fætt bein- ingamenn". Hún ætlaði að fara að skella hurðinni á andlit Péturs, þegar bóndinn birtist í tröppunum. „Við getum ekki rekið neinn í burtu á þessum tíma sólarhringsins", sagði hann. Hann var í góðu skapi eftir að hafa talið gull sitt. Og hann leiddi Pétur inn og bauð honum sæti við arininn. „Komdu með bezta matinn, sem við höfum“ sagði bóndinn við konu sína. „Nú verður veizla!“ hugsaði Pétur ánægður. En kona bóndans opn- aði ekki stóra skápinn, þar sem allur góði mat- urinn var geymdur. Hún gekk að litlum skáp og tók út harðan brauðhleif og ostbita. Pétur varð fyrir mikl- um vonbrigðum. En bóndinn braut bita af brauðinu og rétti Pétri. „Mér þykir leitt, að við getum ekki boðið þér betri mat“, sagði hann, „en eins og konan mín sagði, þá erum við blá- fátæk“. Pétur varð alveg stein- hissa. „Ég sá bóndann með allt þetta gull og silfur og konu hans með þenn- an líka dýrindis mat“, hugsaði hann. „Þau verða aldrei hamingju- söm á meðan þau fela svona leyndarmál hvort fyrir öðru“. Pétur andvarpaði og tók til við að borða harða brauðið. Hann setti hrosshúðina undir borðið og hvíldi fæturna á henni. Húðin var orðin mjög þurr. Pétur vissi, að ef hann þrýsti á hana myndi heyrast í henni. Og datt honum því gott ráð í hug. Eftir að hafa borðað nokkra bita af brauðinu, þrýsti hann með fætin- um á pokann, og hávært iskur heyrðist undan borðinu. „Hvað var þetta?“ spurði konan skelfingu lostin. „Ég er með töfrahúð í pokanum minum, og hún er að reyna að segja eitt- hvað“. Hann þrýsti á pokann og ískrið heyrðist aftur. „Hvað segir hún?“ spurði konan. „Hún segist finna lykt af nýbakaðri súkkulaði- köku“. Bóndinn hló og tók annan bita af brauðinu. „Við höfum aldrei súkkulaðiköku hérna í þessu húsi“. Pétur þrýsti enn einu sinni á pokann. „Og hvað segir hún núna?“ spurði bóndinn. „Hún segir, að ef þið kíkið inn í stóra skápinn þarna, munið þið finna nýja og gómsæta súkku- laðiköku", sagði Pétur. Bóndakonan varð dauð hrædd. „Jæja, kona, eftir hverju ertu að bíða? Opn aðu skápinn", sagði mað ur hennar. Svo að konan tók fram lykilinn og opnaði skáp- inn. Og reyndar, þarna var súkkulaðikaka og fullt af öðrum mat, sem konan hafði haldið fyrir sjálfa sig. Augu bóndans stóðu sem á stilkum, en hann var of hissa til þess að verða reiður. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki, að þú gætir bakað svona góðgæti?“ spurði hann. Konan tók í annað svuntuhornið og byrjaði að kjökra. „Þú hefur aldrei spurt mig hvort ég gæti það. Þú sagðist aðeins vilja fá fábrotinn mat, svo að ég bý til þessar kökur fyrir mig af eggjapeningun- um mínum“. Hún saug upp í nefið og þurrkaði tárin. „Þú ert nú líka dá lítið nízkur, eins og þú veizt". Bóndinn klappaði henni á öxlina. „Rvona, svona, hættu nú að gráta. Við skulum heldur fá okkur eitthvað af þessu góðgæti“. Og það gerðu þau. Bóndinn hafði ekki feng ið jafn góðan mat síðan þau giftu sig. — Pétur borðaði með beztu lyst — og kona bóndans þurrk- aði tárin og át af hjart- ans lyst . „Ég verð að snúa mér að bóndanum núna,“ hugsaði Pétur. „Hann skal sko ekki sleppa." Er þau höfðu lokið við að borða, þrýsti Pétur aft ur á pokann, og nú heyrð ist jafnvel enn hærra iskur. núna?“ spurði bóndinn ákafur. Pétur beygði sig áfram, lagði eyrað að pokanum og ýtti á húð- ina. „Töfrahúðin segir, að það sé fjársjóður í hest- húsinu ykkar. Hún segir, að ef þið lítið bak við kassa í einu horninu, munið þið finna hann“. Bóndinn varð svo hissa, að hann gat ekki sagt orð. „Jæja, eftir hverju ertu að bíða?“ spurði kona hans. „Við skulum koma út í hesthús og at- huga þetta“. — Og þarna var poki fullur af gull- og silfur- peningum. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki, að þú ættir allt þetta gull og silfur?“ spurði konan. Bóndanum leið hálf illa. „Ég hélt, að þú vildir heldur lifa sparsömu lífi, svo að ég hélt ríkidæmi okkar leyndu", sagði hann. Þau litu hvort á annað og hlógu — tókust svo í hendur og hlógu alla leið ina til baka að bænum. Næsta morgun ætlaði Pétur að halda áfram til bæjarins, en bóndinn stöðvaði hann. SMÆLKI Ella (við gest, sem er að borða): — Ég veit hvað þú heitir. Gesturinn: Nú, hvað heiti ég? Ella: SlánL Gestuinn: Sláni? Hvað ertu að bulla? Ella: Ég heyrði mömmu segja við pabba í eldhúsinu: „Þvi fórstu að bjóða þessum slána að borða hjá okkur?“ — Faðirinn: „Þú ert allt- af með þessar spurning- ar, Eiríkur litlL Aldrei var ég að ónáða foreldra mína með svona spurn- ingum, þegar ég var lítill." , „Mig langar til þess að kaupa af þér húðina", sagði hann. „Hvað viltu fá mikið fyrir hana?“ Pétur þagði andartak. „Ég vil ekki neina pen inga“, sagði hann svo. „Ég væri ánægður, ef þú vildir gefa mér tvo hesta fyrir hana“. Svo að bóndinn gaf Pétri tvo af sínum beztu hestum fyrir húðina. „Kannski að það hafi verið einhverjir töfrar í húðinni eftir allt saman," hugsaði Pétur á leiðinni heim til sín. Eiríkur: „Þessu get ég vel trúað, því ef þú hefð ir gert það, þá gætir þú nú svarað spurningum minum.“ Kona (við blindan betlara): „Eigið þér enga ættingja, veslingur?" Betlarinn: „Jú, ég á einn bróður, sem er blindur líka, en við sjá- um sjaldan hvor annan“. Kennarinn: „Þú held- ur víst, að þú sért í leik- fimi, Eiríkur litli?“ Eiríkur: „Hvers vegna heldur þú það?“ Kennarinn: „Af því að þú hleypur alltaf yfir setningar .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.