Morgunblaðið - 17.05.1968, Síða 31

Morgunblaðið - 17.05.1968, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 196«. 31 Alhvítt yfir láð og lög Svona var að sjá inn Ólafsfjörð frá Múlanum sl. miðvikudag. (Ljósm. Brynjólfur Sveinsson) Léleg vertíð Patreksfirðinga VETRARVERTÍÐ á Patreksfirði varð mun lakari en undanfarin ár. Sjósókn framan af vertíðinni var mjög erfið vegna veðurs og hefur vegna þess gætt atvinnu- leysis meðal landverkafólks. Aflinn, $em komið hefur á land hefur verið verkaður í Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar h.f., Fiskverkunarstöðinni Odda h.f. og Fiskiveri h.f. Þessar upplýsingar fengum við hjá Jóhannesi Árnasyni, sveitarstjóra á Patreksfirði. Jó- hannes sagði að fleiri íbúðarhús hefðu verið í smíðum í þorpinu en áður, en útlit er fyrir að lítið verði framkvæmt á því sviði í sumar. Eru atvinnuhorfur iðnað- armanna því ekki vænlegar þar vestra. Af opinberum framkvæmdum má nefna vatnsveitulögin og gatnagerð. Þá er unnið að hafn- argerð fyrir 1.7 milljónir króna. Aðalverkefnið í sumar verður að setja upp 6-17 metra há ljós- möstur á hafnarbakkanum, sem gengið var frá í fyrra. Munu ljós þessi lýsa upp hafnarsvæðið. Nýlega var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir sýsluskrifstofur Barðastrandasýslu og hefur lög- reglan þar og aðsetur. Bráðlega mun og slökkviliðið flytjast i þetta hús. Jóhannes kvað samgöngur hafa gengið greiðlega í vetur. Flugfélag íslands hefur 3svar viðkomu á flugvellinum á Pat- reksfirði. í sumar verður unnið að við- gerð í stað vegarins yfir Þing- mannaheiði. Patreksfirðingar hafa mikinn áhuga á vegarbót- um á Kleifaheiði, en vegur þar hefur ákaflega mikla þýðingu fyrir hina nýju mjólkurstöð, er tók til starfa á Patreksfirði 1. september. Er þá unnt að flytja mjólk úr Barðastrandarhreppi meira en verið hefur. Segja má að læknavandamál héraðsins sé nú leyst, en tveir læknar hafa starfað á Patreks- firði síðan á síðastliðnu sumri, Þórir Arinbjarnarson og Guð- mundur Guðjónsson. Þá var ný- lega reist nýtt apótek á Patreks- firði og er apótekari Sigurður Jónsson. 6 bátar voru gerðir út frá Pat- reksfirði á síðast liðnum vetri. Aflahæstur var Helga Guðmunds dóttir með rúmlega 1000 lestir. Skipstjóri var lengst af Finn- bogi Magnússon. Barna- og unglinga skemmtun í Háskólabíói - á vegum Lionsklúbbsins Þórs Húsfyllir ú hljómleikum Geysis ísafirði, 16. maá. KARLAKÓRINN Geysir frá Akureyri kcxm hinigað í gær og hélt hljómleika í AlþýðuhúsinU hér í gærkvöidi. Húsfylli var og kjórnum mjög veJ tekið. Söngstjóri er Jan Kitsa og umd irleik annast Philip Jenkins, en sex einsöngvarar eru með kórn- uim. Bfnisskráin vair mjög fjöl- breytt og voru á henni lög eftþ- ihnlenda og erlenda höfunda. Kórinn varð að syngja möng aukalög og voru áiheyrendur mjög hritfnir af kórnum. — HT. - FLATEY Framh. af bls. 2 nauðsyn þess, að stofna bú, sem geti séð fólkinu fyrir mjólk, en hún hefur ekki verið fáanleg undanfarið, heldur verið flutt ýmist frá öðrum eyjum eða Stykk ishólmi. — Er mikill ferðamannastraum ur í eyjamar? — Á sumrin er töluverður straumur fólks út í eyjamar og yrði meiri, ef skilyrði væm til að veita ferðafólki þjónustu. Er hún engin nú, en nauðsynlegt væri að hafa greiðasölu á mat, og margt fólk myndi dvelja nokkra daga, ef skilyrði væm til þess, en nú er engin aðstaða til gistingar í eyjunum. — Hvað húa margir í eyja- hreppi? — Um sextíu manns búa nú í Flateyjarhreppi og er það svip að og undanfarin ár, en meðal- aldur hefur lækkað og munar miklu á síðustu fimm árum. Það gefur vonir um fjölda. Annars má geta þess, að nú j hafa Rafveitur ríkisins sett upp rafstöð í Flatey og nýtur nú nokkur hluti eyjaskeggja raforku frá henni. Hefur þetta mikla þýð ingu fyrir íbúa eyjarinnar er því verður lokið. Þá hafa samgöng- ur við Breyðafjarðareyjar verið bættar því að s.l. sumar var byggð ferjubryggja á Stað á Reykjanesi og nú í sumar verð- ur unnið að lengingu ferju- bryggju á Brjánslæk. Þessar framkvæmdir munu verða að mjög miklu gagni. Lenging bryggjunnar á Brjáns læk mun auk þess hafa vem- legt almennt gildi fyrir til og frá Vestfjörðum, sagði Aðalsteinn oddviti að lokum. Kosið í stjórn S.R.N. Á FUNDI borgarstjórnar í gær fór fram kosning tveggja stjórn- armanna og tveggja endurskoð- enda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Þeir Baldvin Tryggva son og Guðmundur Vigfússon voru endurkjörnir sem stjórnar- menn og Runólfur Pétursson og Björn Stefánsson sem eiidurskoð endur. -------------- » Heiöursfélagi Skóræktarfé- lags Eyfirðinga Aðalfundur skógræ'kbarféliaigs | Eyfirðirxga vair haldinn á Akur- j ejrri sl. aumnudiaig. Mættir varu 127 fulltrúr frá flestum deild- um féliaigsiins og gesbuir fiundiar- ins vair Hákon Gaiðmumdsaon, yfirborgardómari og formiaður Skógr ækibar f éliaigs fsiliands- Auk venjulegra aðalfundarsbarfa kaius fundurinn Ármann Daimannisson heiðunsfélaga, en hiamn heifur ver ið starfsmaður félagsins í 21 ár. -----------«-------- » Vnlkyrjan ú ísaiirði 40 úra ísafirði, 16. maí. í DAG, 17. maí, eru liðin 40 ár frá því að kvenskátatfélagið Val- kyrjan á ísafirði var stafnað. Félaigið m:nnist þessa afmælis með fagnaði fyrir allar staxfandi Valkyrjur og nokkra gesti í Skátaiheimilinu á afmælisdaginn og á laugardgskvöld er annar af- mæl'isf a'gn a ður, ætlaðuir eldri síðar. — HT. { -----------—♦-------- — Kennslubók Framh. af bls. 2 ið út kennglubók í íslieinzku“. Bókin kemur út í dag, eins og fyrr segir, á þjóðhátíðardeigi Norðmanna og kvað stjómin það veil til fallið að miminajst 17. miai á þenmam hátt. Verði þesaari fyrstu kennslubók í norsku vel tekið mun ætlunin að getfa síð- ar út leiskafla með orðasafni. Formaður félagsins ísland-or egur er Haukur Ragnarsson. Aðrir í stjórn eru Hammes Jónis- son, Ingvi Þorsteinsson, Gunnar Ólafsson og Hákon Bj armason. A MORGUN, laugardag 18. maí, gengst Lions klúbburinn Þór í Reykjavík fyrir fjöl- breyttri barna- og unglinga- skemmtun í Háskólabíói. Hefst skemmtunin kl. 3 og á henni munu koma fram landskunnir skemmtikraftar. Er skemmtun þessi síðasti liðurinn á starfskrá klúbbsins í vetur, og mun ágóða hennar verða varið til barna- heimilisins að Tjaldarnesi, en Þórsmenn hafa á undanförnum árum styrkt það verulega með fjárframlögum. A skemmtuninni á laugardag- inn verða eftirtalin skemmti- atriði: Skólahljómsveit Kópa- vogs, sem í éru um 50 börn, leikur nokkur lög. Ungir nem- endur úr dansskóla Hermanns Eldur í ónýtum bút Keflavík, 16. maí. ELDUR kom upp í bátnum Frey NK-16 í Skipasmáðastöð Njáirð- víkur um háltf þrjú leytið í dag. Hafði báturinn veri'ð dæmduir ónýtur og var verið að losa vél- ina og önnur tæki úr honum. Slökkviilið Keflavíkur kom á vett vang og gekk slökkvistarf greið- lega. Talið er, að einhverjar skemimdir hafi orðið á vélinni og öðrum tækjum. Ókunniugt er um eldsupptök, en sennilegast talið að kviknað hafi í út frá logsuðu. — KG. Ragnars koma fram og sýna nokkra vinsæla dansa. Síðan verður kvikmjmdasýning, teikni- myndasyrpa, og mun þar vænt- anlega bregða fyrir ýmsum kunningjum barnanna, svo sem Andrési Önd o. fl. Þá kemur fram vinsæl ungl- ingahljómsveit, Roof Tops, og leika nokkur lög. Rúsínan í pylsuendanum er svo hinn kunni gamanvísnasöngvari Óm- ar Ragnarsson, sem er ekki síð- ur lagið að skemmta ungmenn- um en fullorðnu fólki. Stjóm- andi og kynnir á skemmtuninni verður Hinrik Bjarnason, sem allir kannast við, sem stjómanda barnatímans „Stundin okkar“ í sjónvarpinu. Aðgöngumiðar að skemmtun- inni verða númeraðir og gilda sem happdrættismiðar. Dregið verður um 50 skemmtilega og góða vinninga á skemmtuninni. Klúbbfélagar í Lionsklúbbn- um Þór vænta þess að foreldr- ar bjóði börnum sínum á skemmtunina, því að með því styrkja þau gott málefni, tryggja þeim góða skemmtun og mögu- leika á skemmtilegum happ- drættisvinningum. Myndatextavíxl MEÐ viðtali við Guðbjart Egils- son um gistihúsin Flókalund og Bjarkarlund, er birtist á 5. síðu Mbl. í gær, voru myndir af gisti- húsunum. Þau leiðu mistök urðu þó að textar myndanna víxluð- ust, eins og kunnugir munu reyndar hafa séð. Þetta leiðrétt- ist hér með. - FLATEYINGAR Framh. af bls. 32 en nú styttist óðum sá tími, sem grásleppuvertíð getur staðið. í sumar er ráðgert að í eynni verði 4 eða 5 fjölskyldur og munu eyjabúar allir vinna að út- gerð þaðan. Is þekur Skjálfanda eins og undanfama daga og því ekkert unnt að áðhafast við sjávarsíðuna. Goðafoss liggur enn bundinn við bryggju á Húsavík. — Fréttaritari. - GULLIÐ Framhald af bls. 1 hvert pund, en skráð dollara- gengi pundsins er 2,40. Við opnun gullmarkaðsins í morgun voru kaupendur þar í miklum meirihluta, og strax við fyrs>». sölu fór gullverðið upp í 40,86 dollara, sem er 60 sentum hærra verð en fékkst fyrir gull þar í gær. Seldist það gull, sem í boði var, fljótlega upp og komst verðið við síðari sölur upp í 41,55 dollara. Eftir það hækkuðu boðin enn, og fóru jafnvel upp í 42 dollara, en framboð var þá ekkert. Það er talið hafa haft nokkur áhrif á gullverðið í dag, að Nico Diedrichs efnahagsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir í gær að þaðan yrði ekkert gull selt fyrst um sinn. - BANDARÍKIN Framhald af bls. 1 vfðrið. Þjóðvarðliðar voru kall- aðir út bæði í Arkansas og Iowa og læknar og hjúkrunarlið voru send víða að til þeirra svæða, sem harðast hafa orðið úti. I Iowaríki einu er tjónið af völd- um fárviðrisins metið á 1.2 milljarð ísl. króna. Fellibyljir geisuðu einnig um þvert og endilangt Illinoisrríki og einnig hafa borizt fréttir frá Kansas, Missouri og Indiana um mikið eignatjón og slys á fólkL I Illinois var'ð bærinn Freeburg harðast úti, en þar biðu að minnsta kosti fjórir bana og 12 slösuðust. Að minnsta kosti tveir biðu bana í bænum Wapella, sem er sambandslaus við um- heiminn. Skammt frá bænum Joplin í Missouri beið maður nokkur bana þegar eídingu laust niður í tré og barst þaðan í dráttarvél, sem hann ók. Skammt frá Lonejack í Missouri, 4« km fyrir suðaustan Kansas City, fauk almenningsvagn með skóla- börnum út af veginum, en öll börnin nema tvö sluppu ómeidd. Á Eppley-flugvelli skammt frá Omaha í Nebraska löskuðust um 50 flugvélar í miklu hagléli. aukinn fólks- ; Valkyrjum. Nánar verður sagt frá starf- semi félagsáns í Morguniblaðinu Bamaheimilið að Tjaldamesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.