Morgunblaðið - 21.05.1968, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1068.
31
Á sunnudaginn gekk Leifur H araldsson á Seyðisfirði á f jöll o g tók þá þessa mynd yfir ísi
lagðan Seyðisfjörð. Myndin e r tekin úr 800-1000 m hæð.
Kosningar á Italíu
Róm ,20. maí — (AP-NTB)
ÞINGKOSNINGAR fóru fram á
Ítalíu í gær, sunnudag, og í dag,
og var kjörsókn óvenju mikil.
Kjörstöðum var lokað klukkan
tvö síðdegis í dag ,og hófst þá
talning atkvæða. Kosnir voru
- ÍSAL
Framh. af bls. 32
áæltun standist með aukinni
vinnu. Að sögn forsvarsmanna
ISAL tapaðist bæði tími og fé í
verkfallinu sl. vetur.
Ef höfnin verður ekki tilbúin
þegar verksmiðjan hefur fram-
leiðslu munu hafnir Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar ver'öa notaðar
til upp- og útskipunar.
Um 600 menn vinna nú í
Straumsvík og þar af eru ís-
lendingar um 85%. Áætlaður
byggingarkostnaður við verk-
smiðjuna er 35 milljón dollarar,
eða liðlega 1800 milljónir ísl.
kr. Búið er að eyða um 11 millj.
dollara, eða um 600 millj. ísl.
kr. og búið er að semja um
byggingarframkvæmdir fyrir 27
milljón dollara.
Frá byrjun hefur verið greitt
í vinnulaun miðað vi‘ð eitt ár um
100 millj. kr. og eru það áætl-
aðar launagreiðslur í næstu fram
tíð. Nú eru 25 islendingar í
Sviss á vegum ISAL til þjálf-
unar og hafa þeir verið liðlega
hálfan þjálfunartímann, sem er
eitt ár. Áætlaður kostnaður við
þjálfun þessara starfsmanna er
9 millj. kr.
Alusuisse er nú að byggja
samskonar verksmiðju og þá í
Straumsvík í Essen í Ruhr-hér-
aði í Þýzkalandi. Einnig munu
þeir væntanlega hefja byggingu
slíkrar verksmiðju innan tfðar í
Suður-Afríku og víðar. íslenzka
álframleiðslan mun verða flutt
út til margra landa og má þar
nefna: Bretlands, Bandaríkjanna,
Suður-Ameríku og einnig til
ýmissa Evrópulanda, m.a. Tyrk-
lands.
Forsvarsmenn Alusuisse lögðu
á það áherzlu að þeir væru mjög
ánægðir með gang verksins og
alla samvinnu við innlenda að-
ila.
315 þingmenn Öldungadeildar-
innar og 630 fulltrúadeildarþing
menn. Endanleg úrslit verða
ekki kunn fyrr en síðdegis á
morgun, þriðjudag.
Ekki er vitað til þess, að kom-
ið hafi til neinna alvarlegra
árekstra í sambandi við kosn-
ingarnar, sem fóru mjög frið-
samlega fram.
Talið er víst, að samsteypu-
stjórn Aldo Moros, forsætisráð-
herra, haldi fylgi sínu, en stjórn-
in er skipuð fulltrúum kristi-
legra demókrata, sósíalista og
repúblikana. Nokkur eftirvænt-
ing ríkir varðandi fylgi komm-
únista. Kommúnistaflokkur íta-
Vísitola hækk-
or um 2 stig
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
maíbyrjun 1968 og reyndist hún
vera 103 stig eða tveimur stig-
um hærri en í febrúarbyrjun.
Hækkun varð á ýmsum liðum
í grundvelli vísitölunnar og
fylgdi hún í kjölfar genigisbreyt-
inigarinnar á síðastliðnu hausti.
Einnig hækkuðu kartöflur um
síðustu mánaðamót vegna þess
að innfluttar kartöflur komu á
markaðinn.
Kauplagsnefnd hefur sam-
kvæmt 4. gr. samkomulags Al-
þýðusambands ísiands og sam-
taka vinnuveitenda frá 18. marz
1968, reiknað verðlagsuppbót eft
ir breytingu þeirri, sem orðið
hefur á framfærslukostnaði í
Reykjavik frá 1. nóvember 1967
og til 1. maí 1968. Samkvæmt nið
urstöðu þessa útreiknings skal
á tírmabilinu 1. júní til 31. ágúst
1968 greiða 4.38% verðlagsupp-
bót á laun þeirra launþega, sem
nefnt samkomulag tekur til, með
þeim takmörkunum, sem ákveðn
ar eru í 2. grein þess. Þessi verð
lagsuppbót miðast við grunn-
laun, og kemur í stað 3% verð-
lagsuppbótar, sem gildir á tíima-
bil'inu 19. marz til 31. maí 1968.
líu er öflugasti flokkur komm-
únista vestan járntjalds, og hlaut
við síðustu kosningar um fjórð-
ung greiddra atkvæða. Segja
sumir, að hann hafi misst spón
úr aski sínum fyrir þessar kosn-
ingar þegar friðarviðræður hóf-
ust í París milli styrjaldaraðila
í Vietnam, og gætu þær viðræð-
ur haft einhver áhrif á úrslitin.
Alls voru um 36 milljónir kjós
enda á kjörskrá og sums staðar
var kjörsóknin 96%.
Þorsteinn Eggertsson
Mdlverkasýning
í Keflovík
UNGIJR keflvískur listmálari,
Þorsteinn Eggertsson, opnaði sl.
sunnudag sýningu á 22 málverk-
um í sérstökum sýningarsal Iðn-
félagshússins í Keflavík. Verkin
eru unnin á tímabilinu 1961—
1967. Sýning Þorsteins stendur
væntanlega yfir til 26. þ.m.
Þorsteinn Eggertsson hefur áð-
ur sýnt á samsýningum hérlend-
is á Mokkakaffi og víðar. Hann
stundaði myndlistarnám í Kaup-
mannahöfn fyrir fáeinum árum
og hefur eftir komuna til Is-
lands kennt teiknun í barnaskól-
um í Reykjavík og Keflavík.
Hann hefur ennfremur lagt
drjúga hönd á textagerð o. fl.
Sýning Þorsteins í Iðnfélagshús-
inu er fyrsta einkasýning hans
fram að þessu. Flestar myndanna
á sýningunni eru til sölu.
Geta má þess, að salurinn í
Iðnfélagshúsinu, sem Þorsteinn
sýnir í nú, er sérstaklega gerður
fyrir listaverkasýningar og er í
honum mikill fengur fyrir mynd
listarmenn á Suðurnesjum.
EL C0RD0PES
átti við sauðmeinlaust naut
— Eitt mesta 'nautabanahneyksli
Spánar á síðari tímum
Madrid, 20. maí — NTB
Á LAUGARDAGINN gerðist
atburður í Madrid, sem sagð-
ur er einsdæmi og- eitt mesta
nautabanahneyksli síðari
tíma á Spáni. Hinn kunni
nautabani, Migulin, sem heit-
ir fullu nafni Miguel Mateo,
var meðal áhorfenda, þar
sem helzti keppinautur hans,
EI Cordobes, hinn frægi, var
að berjast við naut eitt við
mikla hrifningu. Allt í einu
gerði Migulin sér lítið fyrir
og snaraði sér inn á leikvang-
inn, klæddur venjulegum
dökkum fötum og vopnlaus,
tók í horn nautsins og reyndi
allt hvað hann gat til að
egna dýrið gegn sér. Áhorf-
endur stóðu á öndinni af æs-
ingi, en ekkert gerðist....
Nautið sýndi engin merki
þess, að það ætlaði að ráðast
á nautabanann. Loks gekk
hann um með það, kyssti það
á ennið og hallaði sér upp að
því og alltaf var nautið jafn
vinalcgt og friðsamlegt. Keppi
nauturinn, E1 Cordobes,
horfði á gramur á svip, en
gerði sig í engu líklegan til
þess að taka upp þann hanzka
sem Migulin hafði kastað.
Ástæðan til þess, að Migu-
lin tók upp á þessu er sú, að
hann og margir aðrir hafa
haldið því fram, að E1 Cordo-
bes velji sér til viðureignar
sauðmeinlaus naut og tamin
og sé því ekki í neinni hættu,
þegar hann fæst við þau. En
Migulin komst ekki upp með
þetta átölulaust. Lögreglan
tók hann í sína vörzlu og
sleppti honum ekki fyrr en á
sunnudagskvöldið, er hann
hafði greitt 40.000 peseta í
sekt fyrir uppátæki sitt. í dag
fékk hann að gera grein fyrir
máli sínu og sagði þá, að hann
hefði í fimm ár átt í erjum
við E1 Cordobes og hvað eft-
ir annað skorað á hann að
keppa við sig gegn viðunandi
hættulegum nautum, en E1
Cordobes hafi ávallt neitað
og jafnframt haldið Migulin
frá nautaötum með því að
neita að koma fram á sama
stað og tíma og hann.
I
Koffísnla hjd
hjúkrunar-
konum —
HJÚKRUNARKONUM er
nauðsynlegt að viðhalda og efla
kunnáttu sína, svo þær geti
gegnt hlutverki sínu þannig, að
örar framfarir heilbrigðisþjón-
ustunnar heri sem beztan árang-
ur. Fram til þessa hafa hjúkr-
unarkonur orðið að sækja fram-
haldsmenntun sína til annarra
Ianda, og þá hefur norræn sam-
vinna hjúkrunarkvenna verið ís
lenzku stéttinni ómetanleg.
Hjúkrunarfélag íslands held-
utr kaffisölu, að þessu sinni til
fjáröflunair, til þess að geta stuðl
að að þáfcttöku íslenzkra hjúkr-
unarkvenna í fræ ðslunámsskeið -
um samvinminnar.
Velunnarar félagsins eru
minntir á kaffisöluna í Súlnasal
Hófcel Sögu á fimmtu-
daginn 23. maí kl. 15.00 góðar
veitimgar og ánægjuleg dagstund
en á dagskrá er:
1. Damssýning
2. tízkusýning
3. 12 dömur og drengjaflokk
ur úr Júdódeild Ármanns
sýna.
4. Borðmúsík. Jan Morávek og
Árni Ísleifsson.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
5ÍMI 1D>10Q
Biskup
vísiterar í
Húnavatnssýslu
Biskupinn yfir fslandi, herra
Sigurhjörn Einarsson mun vísi-
tera þrjár sóknir í Húnavatnis-
sýslu í þessari viku. f dag vísi-
terar hann Breiðabólstaðar-
kirkju í Vesturhópi kl. 14 og
kl. 17 í dag Vesturhópshóla-
kirkju. Á morgun 22. maí kL
14 vísiterar biskup Tjarnar-
kirkju.
Guðsþjónustur verða í hverri
kirkju í sambandi við vísdtaisí-
una og þar mun biskup predika.
Á eftir mun hann eiga viðræð-
ur við sóknarnefndir og söfn-
uði.
- ÍÞRÓTTIR
Framh. af bls. 30
ir nær óslitna sókn.
f síðari hállfleik skoraði Sverri
Brynjólfsson með föstu skoti,
sem Diðrik hafði hálfvarið en
missti milli fóta sér í netið. Að-
dragandi að því marki var falleg
ur. Rétt fyrir lok leiksins skoraði
Kjartan Kjartansson útherji eft-
ir eldsnöggt sólóupphlaup.
Sem fyrr segir var sigur Þrótt-
ar sízt of stór og hafa VíMngar
nú eftirm:nnilega kynnzt því, að
„enginn verður óbarinn biskup".
Dómari var Guðjón Jónsson og
dæmdi vel ,og er fagnaðarefni að
sjá hann aftur við dómarastörf
á vellinum.
- SIGLUFJÖRÐUR
Frambaild af bis. 3.
fer jafnframt fram vinabæjairmót
Siglufjarðar og vinabæja hans á
Norðurlöndum.
Fleiira er í sambandi við þetta
atfmæli. T.d. verður myndarlegt
skíðamót um hvítasunnuna, svo-
feallað Sfearðsmót, sem sófct verð
iuit af flestum þekkfcustu skíða-
mönnum landsins, sem og tveim-
ur heimsfrægum skíðamönnum
frá Noregi.
Síðaista dag júnímánaðar verð
ur hér landsmót Lúðrasveifca og
verður það einmifct haldið á Siglu
firði vegna hátíðaársins. Eru þá
væntanlegir hingað 150 blásamar
ásamt fylgdarliði. — Stefán.
4 klukkustundir
að slökkva eld
í mosa —
FIMM lögregluþjónar úr Hafnar
firði fóru um 12 leytið í gær í
Eldborgarhraun á Krísuvíkurleið
til að slökkva eld í mosa. Var
þar albnikill eldur víðsvegar í
hrauninu og tók það lögregluna
fjórar klukkustundir rúmiar að
slökkva hann. Mosinn þairoa er
nú mjög þurr, og því hvetur llög
reglan í Hafnarfirði menn til að
faina varlega með eld í hraun-
inu.
tnikið fyrir einu litlu skipi. Þó má greina Björgúlf frá Dalvík milli Hríseyjar og lands. Hann
kom inn til Akureyrar í gær og hafði laskað skrúfuna. (Ljósm. Sv. P.)