Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 3 Strætisvagnarnir héldu ekki áætlun — en farþegarnir tóku því með jafnaðargeði i I>AÐ KOM sér vel að vera búinn að læra bo'ðorðið „Bros_ um í umferðinni“, því að ann- ars hefðu áreiðanlega margir verið búnir að auka hættuna á því að gista í neðri byggð- um eftir daginn í gær, a.m.k. þeir sem fóru með S.V.R. Við ætluðum eins og venjulega að taka strætisvagninn niður í bæ og fórum á vanalegum tíma út á stoppistöðina. í>ar bi’ðum við. Hver mínút an leið eftif aðra og ekki kom vagninn. Loks var liðinn hálf- tími og þá áttu að vera komn- ir þrír vagnar, en enginn kom. Þá sáum við vagn koma, og við eins og örskot út á stöð, fórum að vísu vitlausu megin, en það gerði ekkert til, — þetta var Austurhverfi, og við urðum að bíða áfram. Að lokum kom kunningi okkar á bíl, og við fengum áð fljóta með niður á torg. Þar var enginn strætisvagn, en fjöldi fólks beið. Klukkan var , þá farin að ganga eitt og einn strætisvangsstjóri sagði okkur, að hann væri nú búinn að bíða I klukkutíma eftir sínum vagni, hann hefði átt að vera kominn fimm mínútur yfir ellefu, en væri enn ókominn. Það var í raun og veru ekki annað hægt en að vorkenna umferðarvörðunum, sem voru á Lækjartorgi. Flestir vissu, a’ð þeir áttu að vera til leið- beiningar og við urðum varir við, að fólk kom til þeirra til að spyrja hvar vagnarnir stönzuðu, því að nokkrar breytingar hafa orðið á enda- stöðvunum. Gömul kona varð svo hneyksluð, þegar hún fékk ekki skýr.svör, að hún sagði með þrjósku og sigldi burt: ,,Þú ættir nú bara að fara og leggja þig, gó'ða mín. Og loksins kom Kleppsvagn inn. Við vorum næstum hálf- tíma upp að gatnamótunum við Nóatún og mest varð bið- in við Snorrabraut. Frá Nóa- túni var umferðin nokkuð greið og skoplegt var að sjá fólkið hlaupa yfir götuna, þegar vagninn kom, — það beið allt á vinstra kanti. Þegar komið var niður á Laugaveg vorum við búnir að vera klukkutíma í ferð- inni, og þá gripum við tæki- færið þegar umferðin hægð- ist og ræddum við vagn- stjórann, Benedikt Kristjáns- son. Hann sagðist vera búinn Benedikt Kristjánsson að aka hjá Strætisvögnunum í tíu ár, og hefði hann aldrei séð jafnmikla umferð. „Ég er búinn að missa eina ferð úr. Kom of seint í aðra ferðina og missti algjörlega þá þriðju. En ég býst við að ég'nái þeirri fjórðu á réttum tíma, en auðvitað fer hún strax úr skorðum. Hverfisgat- an er svo slæm“. „Hvernig taka farþegarnir þessum töfurn?" „Þeir taka þessu rólega og mesta furða, hvað þeir eru ró- legir. Það eru raunar allir, og mér finnst það mjög athyglis- vert, að ég hef ekki heyrt eitt einasta flaut í dag, og ekki heldur séð nokkurn bíl fara upp fyrir hámarkshraðann". „Nú, það er eins og dagur hjá nótt, hvað nýju vagnarnir eru meðfærilegri á allan hátt, og aðstaðan hefur á margan hátt stórbatnað fyrir okkur. Skiptir það miklu, að rýmk- azt hefur um vagnana á Torginu, — þar hafa ekki nema fimm vagnar endastöð núna, en áður var varla pláss fyrir vagnana". Fyrstur af stað og kvaðst fagna H-umf. Neskaupstað, sunnudag. HÉR rann H-dagurinn upp, bjartur og fagur, svo segja má, að náttúran tjaldi í dag sínu feg ursta skarti hér í Neskaupstað. Yfirleitt tóku bæjarbúar dag- inn snemma, því nokkur eftir- vænting var og er. Ég hitti Sig- urjón Jónsson ,yfirlögregluþjón, á götu, skömmu fyrir hádegið og sagði hann, að framkvæmd hægri umferðarinnar hefði far- ið fram án þess að til tíðinda drægi. Fyrsti bíllinn, sem Sigur- jón sá á götunni, var kominn niður í bæ klukkan rúmlega 7. Hafði Sigurjón tal af ökumanni, en þar var kominn gamalkunnur bæjarbúi, Björn Ingvarsson, sem er kominn á áttræðisaldur. Kvaðst Björn vera mjög ánægð- ur með þessa umferðárráðstöf- un; hann hefði alla tíð verið fylgjandi hægri umferð hér á Islandi og væri þessi dagur því sannkallaður gleðiáfangi fyrir sig, og með það ók gamli mað- urinn leiðar sinnar. Hér hefur verið gífurleg umferð bíla, reið- hjóla og gangandi, enda veðrið eins dásamlegt og hugsast get- ur hér um slóðir. Mesta breyt- ingin er í því fólgin að tekinn hefur verið upp aðalbrautarrétt- ur á götum sem mynda hring- braut kringum bæinn. Nú er kominn einstefnuakstur eftir að- algötunni hér, sem heitir Hafnar braut. Ég hef séð ýmsa bæjar- búa fremja smá yfirsjónir í um- ferðinni og bregður þeim sýni- lega nokkuð er þeir verða þess áskynja, en engin hafa þó óhöpp in orðið og allt gengið eins og í sögu. — Ásgeir. SUNNUFERDjR 1968 Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana Þrátt fyrir gengisfellingu gefst yður kostur á ótrúlega ódýrum utanlandsferðum, vegna hagkvæmra samninga og mikilla við- skipta SUNNU við hótel og flugfélög. Við getum á þessu ári í mörgum tilfellum boðið upp á utan- landsferðir á svipuðu verði og fyrir gengisfellingu. Nokkrar af okkar vinsæla og vönduðu utanlandsferðum, sem enn verða ódýrar á þessu ári: 14 dagar Mallorka, 2 dagar í London. Verð frá kr. 8900,— Hálfsmánaðarlega frá 10. apríl. Flogið með íslenzkri flugvél allar leiðir og búið á góðum hótelum. Eigin skrifstofa SUNNU í Palma tryggir farþegum fullkomna þjónustu á vin- sælasta sumarleyfis-skemmtistað álfunnar. 72 dagar London, Amsterdam og Kaupmhöfn. Kr. 14.400.— Hálfsmánaðarlega frá 7. júlí til 15. september. í þessum vinsælu ferðum gefst fólki kostur á að kynnast þremur af helztu stórborgum Norður-Evrópu. Eigin skrifstofa SUNNU í Kaupmannahöfn, Vesterbrogade 31 tryggir farþegum okkar fullkomna þjónustu og fyrirgreiðslu í „Borginni við sundið“, sem í aldirhefir verið höfuðborg fslendinga í út- landinu. Auk hinna vinsælu Mallorkaferða og London — Amsterdam — Kaupmanna- hafnarferða hefir SUNNA á boðstólum fjölbreytt úrval annarra ferða með íslenzkum fararstjórum, svo sem: 18 dagar. Paris — Rinarlönd — Sviss, 23. ágúst. 7 dagar. Edinborgarhátíð, 24. ágúst. 21 dagur. ítalía í septembersól, 1. september. 21 dagur. New York og fslendinga- byggðir í Ameríku 29. júlí. 21 dagur. Skemmtisigling á Miðjarðar- og Portúgal og Ítalía 11. október. 1C dagar. Jónsmessuferð til Norður- landa, 21. júní. 21 dagur. Grikkland — Líbanon — Egyptaland — Landið helga, 6. október. Ferðir séra Franks M. Halldórssonar til helgistaða í Austurlöndum og Evrópu í júní og júlí. /Eskulýðsferðir séra Ólafs Skúlasonar í júni og júlímánuði. Biðjið um ferðaáætlun. Verðið er ótrúlega lágt á þessum ferðum, því okkur hefir gengið vel að eyða áhrifum geng isfellingarinnar á ferðalög. Kynnið ykkur fjölbreytt ferðaúrval. Sumaráœtlun komin út Veljið snemma réttu utanlandsferðina, þar sem þér fáið mest fyrir peningana. Þrátt fyrir mikinn fjölda SUNNUFERÐA á síðasta ári, urðu ferðirnar fljótt fullskipaðar. Áratugs reynsla og ótvíræðar vinsældir SUNNUFERÐA hafa skipað þeim í sérflokk hvað gæði snertir og þjónustu. SUNNUFERÐ er trygging fyrir á- nægjulegri og snurðúlausri utanlandsf erð, undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferðirnar, viðurkenndar og vinsælar af þeim mörgu þúsundum sem reynt hafa og valið þær ár eftir ár í mörgum til— fellum. — Og þar að auki fáið þér hvergi meira fyrir peningana. Ferðaþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki Jafnframt hinum fjölsóttu og vinsælu hópferðum SUNNU hefir skrifstofan í vaxandi mæli annazt ferðaþjónustu fy rir einstaklinga og fyrirtæki. Við gef- um út og seljum farseðla með flugvélum og skipum um allan heim á sama verði og flutningafyrirtækin sjálf. Á sama hátt útvegum við hótel og fyrir- greiðslu hvar sem er í heiminum, og höfum á skrifstofu okkar fjarritunar- sambánd (TELEX) við hótel og flugfélög um allan heim. Reynið hina öruggu og fljótu TELEX-ferðaþjónustu SUNNU fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Og þér munuð bætast í sívaxandi hóp ánæ gðra viðskiptavina okkar á þessu sviði. Ferðaskrifstofan Bankastræti 7. — Símar 16400 og 12070. SUNIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.