Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 15 Heillavænlegt ef allir eru samtaka - Spjallað við tvo elziu umferðarverðina I GÆR þreyttu umferðarverð ir sína fyrstu prófraun. Þeir hafa sem kunnugt er stundað námskefð að undanförnu í því skyni að tryggja öryggi gang- andi fólks í umferðinni fyrstu vikuna eftir breytinguna yfir í hægri akstur. Þeir eru auð- þekktir á hvítum ermahlífum; þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum og vinnur þetta verk sitt sem sjálfboða- liðar. Tveir umferðarverðir hljóta þó að vekja sérstaka athygli okkar. Það eru Sigríð- ur Þorláksdóttir, fyrrverandi tannsmiður, 82 ára gömul, og Meyvant Sigurðsson, sem er orðinn 74 ára og starfar nú sem dyravörður í Háskólabíói. Fyrir Meyvant er þetta líka merkisár í umferðinni fyrir aðrar sakir en breytinguna til hægri, því áð í þessum mán- uði eru einmitt liðin 50 ár síðan hann tók bílpróf. Aldursforseti umferðar- varða mun vera Sigríður Þor- láksdóttir. Hún stendur á horni Hverfisgötu og Vita- stígs og er nýtekin við sinni vakt þegar blaðamann ber að. Umferð bíla er mjög stríð, en vegfarendur fáir á þessum slóðum og á þessum tíma dags. — Hvernig stóð á því að þér tókuð að ýður þennan starfa, Sigríður? — Ég hef alltaf haft áhuga á, að tryggt verði öryggi í um ferð bæði á landi og sjó, og reynt að leggja mitt af mörk- um til að komið verði í veg fyrir slysin. Ég er ævifélagi í Kvennadeild Slysavarnafélags ins og ég er hér innan þess verksviðs. Og það var auglýst svo mikið eftir fólki í þetta, að ég ákvað a'ð gefa mig fram, þótt ég sé orðin þetta gömul og heilsan ekki sem bezt. Já, hér ætla ég að vera tvo tíma á dag í heila viku, ég reyni það að minnsta kosti, nú og ef það gengur ekki, þá dett- ur maður bara og einhver tín- ir mann upp. En ég er upp- alin við að kvarta ekki og falla ekki meðan ég get stað- ið. En sálin er heilbrigð og það bjargar mér. — Og hvernig lízt ýður á breytinguna yfir í hægri um- ferð? — Mér lízt ekkert illa á hana. Þetta er ekki svo flókið ef fólk hefur bara vilja til að gera skyldu sína og fara eftir lögum og reglum, en það er því miður svo oft misbrestur á því og þó hefur margt breytzt til batnaðar á undanförnum árum. Rétti gangandi fólks var oft freklega misboðið hér áð- ur, t.d. við hornið á Banka- stræti og Ingólfsstræti. Þar mátti maður standa tímunum saman áður en hægt var að komast yfir götuna. Ég vakti máls á þessu atriði á Slysa- varnaþingi fyrir 10-árum, en þá var ekkert farið að hugsa fyrir þessum málum. Og akreinaskiptingin hefur líka bætt úr mörgu. Mér finnst líka, að umferðareftir- litið hafi batnað, þó það mætti svo sem batna enn, en það er kannski skiljanlegt að lögregluþjónum finnist ekki skemmtilegt að vera all- af að siða fólkið. En það er samt nauðsynlegt til að tryggja öryggið. Ég kynntist dálítið umferðarvandræðum meðan ég bjó í Danmörku á árunum 1920-24, en þá var ég ung og gat svo oft hjálpað gömlu fólki yfir götu. En ekki held ég ,að þeir séu lög- hlýðnari bílstjórrnir í Dan- mörku en hér. Meyvant — Akið þér sjálf bíl? — Nei, það geri ég ekki. En ég hef þá trú, að þetta verði heillavænlegt, ef allir eru sam taka. í að gera skyldu sína, bæði þeir sem ganga og þeir sem aka. — Og þú ætlar hér þína vakt alla — Já, já, ég er vera á námskeiði að standa vikuna? búinn að hjá þeim fer enginn að garfa í því héð- an af enda engin lög til yfir það í þá daga. Prófið tók ég hér í Reykjavík og prófdóm- ari var Jessen, skólastjóri Vél stjóraskólans. Hann var fyrsti prófdómari í akstri hér á landi. Það hefur margt breytzt síðan ég fór að keyra, mikil ósköp, þá voru allir veg Sigurðsson gætir umferðar við Iiringbraut. Sigríður Þorláksdóttir og Vitastígs. mótum Hverfisgötu A horni Furumels og Hring- brautar stendur Meyvant Sigurðsson. Umferð um Hringbrautin framhjá Elli- heimilinu er sleitulaus og það er ekki laust við að nærstadd ur lögregluþjónn gefi blaða- manni auga, þegar hann tek- ur Meyvant tali mitt í önnun- um, en öll brosum við nú samt. — Hvernig gengur hér, Meyvant? — Þetta er allt ósköp frið- samt og skikkanlegt. Bílstjór- ar taka fullkomið tillit til vegfarenda. Þeir stoppa undir- eins og þeir sjá, að einhver þarf að komast yfir götuna og umferðin er hæg eins og þú sérð, nú svo er hér lög- regluþjónn sem passar upp á mig. og mér finnst ég hafa haft gott af því. Ég hef kynnzt hægri umferðinni og þeim breytingum, sem henni fylgja, mér finnst ég ókvíðn- ari að fara að keyra sjálfur. Nú kann ég alveg á tilhögun- ina. — Það sést ekki mikil hreyfing hjá Elliheimilinu. — Nei, gamla fólkið er hlé- drægt í dag, það virðist ætla að fara rólega í sakirnar. Ætli það haldi sig ekki mik- ið inni í dag og bíði heldur til morguns. Það veit að umferð er meiri en yant er og bílstjór ar eru úti í æfingaferðum. — Og í ár eru liðin 50 ár síðan þú tókst bílpróf? — Já, ökuskírteini mitt er rétt liðlega fimmtíu ára, — og Meyvant dregur upp skír- teinið. — Það er gefið út 8. maí 1918. Ég tók próf, þegar ég eignaðist fyrsta bílinn minn, en ég var þá búinn að keyra próflaus í tvö ár, já, þú mátt vel segja frá því, það ir sundurskornir eftir hesta- kerrur og fyrstu vörubílarnir hlífarlausir svo að maður varð að galla sig upp við stýr ið. Ég starfaði sem bílstjóri bæði hér og á Austurlandi. Þeir fengu mig austur til að keyra og ég er talinn fyrsti bílstjórinn, sem keyrði Fagra- dalinn. Þá fór ég milli Reyð- arfjarðar og Egilsstaða fyrir kaupfélagið. Það var árið 1920. — Hvernig stóð á að þú bauðst þig fram, sem um- ferðarvörður? — Ja, það kemur fyrir að - ég fæ köllun. Ætli ég hafi ekki fundið til þjóðfélags- skyldunnar. Heyrðu, er ég aldursforsetinn? — Nei, aldursforsetinn er kona, 82 ára. — Hvað segirðu! — Finnst þér það verra, Meyvant? — Nei, nei, ég óska henni langlífis og alls góðs. Ja, hvaða helvíti er hún snjöll! Slökkviliðið aefði H-aksfur meðan umferðarbannið stóð — Nýtt stig Framh. af bls. 14 í Árnessýslu, og munum reyna að fljúga einnig yfir Akranes. Þyrluna munum við hafa áfram. Það munar miklu. Þannig höfum við líka möguleika á að flytja lið á einhvern stað ef á þarf að halda. Og eins getum við flutt í henni radarinn okkar, til að mæla ökuhraða. — Svo menn eru ekki leng- ur öruggir austur í Suður- sveit, þar sem piltur var tek- inn fyrir of hraðan akstur á mótorhjóli? — Einmitt! Nú veltur á að allir haldi réttum hraða. — Hvernig hefur yður lit- izt á umferðarskiptin, lög- reglustjóri? — Við teljum að þetta hafi gengið vel. Finnst að fólk hafi brugðizt mjög vel við að fara út að æfa sig. Því er ekki að neita, að umferðin hefur gengið hægt, einkum í sambandi við nýju götuvit- ana. En unnið hefur verið við að stilla þá í dag. Lögreglu- menn hafa unnið mjög gott starf. Þeir hafa staðið langar vaktir, nær allir helmingi lengri en venjulega. Umferðar verðirnir hafa staðið á sínum stað með sóma og stutt okkur vel. Þeir hafa hjálpað gang- andi fólki og minnt á að hér er nokkuð sérstætt á ferðinni. Og lögreglan vill þakka veg- farendum þolinmæði þeirra og hve vel þeir hafa tekið þessu öllu. Höfðaborg, 25. maí — AP PHILIP Blaiberg, hjartaþegi, sem iang lengst hefur lifað með að- komuhjarta, yar fluttur til Groote Schuur sjúkrahússins á föstu- dag til almennrar skoðunar og eftirlits. Þær sögur komust þeg- ar kreik, að Blaiberg væri hættulega sjúkur. Læknar við sjúkrahúsið bera þær fréttir til baka og segja að heilsa Blai- bergs sé prýðileg. Keflavík: H-UMFERÐ hér í Keflavík hófst eins og til stóð með umferðar- stöðvun frá klukkan 3-7. Á þessu tímabili voru 3 bílar stöðv- aðir, en þeir höfðu ekki und- anþágu til aksturs. Eftir alls- herjarstöðvunina 10 mín. fyrir klukkan 6 í morgun fóru slökkvi liðsbílarnir út á götur bæjarins til æfinga og var ekið um bæjar- svæðið í hart nær eina klukku- stund. Strax eftir að umferð var leyfð aftur klukkan 7, fór að færast fjör í umferðina. Leigu- bílarnir fóru þá þegar af stað í nokkurskonar kynnisför og fóru um erfiðustu beygjur og kynntu sér merkjasetningar, einstefnuakstur, bílastæði o.fl. Smátt og smátt jókst umferðin og tóku einkabílar að bætast við til æfingaaksturs. Síðdegis þegar þetta er skrifað hefur allt farið fram vel og skipulega og óhappa laust með öllu, enda hafa allir virt hraðatakmarkanir að fullu. Umferðarverðir komu út á göt- urnar klukkan 10 og eru þeir alls 66 talsins, einkum frá Björgunsveitinni Stakkur, skátar og ungtemplarar svo og nokkrir einstaklingar buðu fram þjón- ustu sína. Hér var uppsetningu umferðarmerkja lokið á tilsettum tíma. Voru sett upp yfir 300 merki af öllum gerðum. Götur voru strikaðar, gangbrautir mál- aðar og vegabrúnir málaðar. Aðal breytingin hér er, að fjölgað hefur verið einstefnu- akstursgötum, bílastöður við ýmsar miklar umferðargötur bannaðar, og tímatakmörkun miðað við hálf tíma á nokkrum helztu bílastæðunum. Allur und- irbúningur af bæjarins hálfu var mjög vel af hendi leystur. 12 lögregluþjónar, eða allt lög- reglulið bæjarins, ásamt bif- reiðaeftirlitsmönnum voru að störfum frá því klukkan 3 að- faranótt H-dagsins. Mikil bíla- umferð í sambandi við sjó- mannadags hátíðahöldin voru á hafnarsvæðinu, en allt fór fram slysalaust þótt þar væri mikil þröng um tíma. — Helgi S. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA’SKRIFSTOFA SÍMI 10*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.