Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 „Erfiðast að láta breyting una tolla í kollinum" „ÞAÐ ER aðalgalliim við þessa breytingu, hvað manni gengur erfiðlega að láta hana tolla í kollinum, troða því inn í koll- inn, að nú skuli ekið hægra meg- in, en ekki öfugt“, sagði Sigmar Guðlaugsson frá Hellu í Rangár- vallasýslu, þegar við hittum hann upp hjá Geithálsi um miðj- an dag á H-dag. „Ég ók á laugardagsmorgni til Reykjavíkur frá Hellu gagn- gert til þess að fá í dag æfingu í hægri akstri. Ég ók auðvitað vinstra meginn í bæinn, en ek svo á sama kanti heim, svo að ég slít veginum sömu megin. Ég er líklega búinn að aka 100 kíló metra 1 dag í æfingaskyni í hægri umferð. Mér varð aðeins e%iu sinni á í messunni og fékk bara bros í staðinn. Og það var mjög gott að fá þessa æfingu. Ég held þetta komi fljótt upp í vana“, sagði Sigmar að lokum. Rétt þar hjá sáum við bíl úr Árnessýslu koma úr bænum, og tókum hjónin tali, sem í honum voru. Það voru þau Ella og Ág- úst Jónasson frá Selfossi . „Mér fannst engin vandkvæði vera að aka í hægri umferð, en umferðin var að visu miklu meiri en maður á að venjast. Ég get ekki sagt, að mér finnist mætingar erfiðari eftir en áður. Svo hef ég ekið í hægri umferð erlendis“. Frú Ella bætir við: „Ég er frá Danmörku, og þótt ég æki þar ekki bíl, var ég mikið á reið- hjóli, svo að ég held þetta komi nokkuð fljótt upp í vana“. Við Geitháls hittum við einn- ig fyrir tvo lögreglumenn, sem voru að koma austan frá Sel- fossi, þá Steindór Nygaard og Þóri Steingrímsson. „Okkur fannst umferðin ganga greitt,“ sagði Steindór, „og var hún ekki mikil fyrripartinn, en hefur verið að þéttast eftir því, sem á daginn líður. Engin óhöpp hafa átt sér stað, en þó skapaðist nokkur hætta tvívegis við framúrakstur, og þá einkum vegna þess, að ekið var fram úr á óheppilegum stað. En það er óhætt að segja, að fólk hefur ekið vel og hlýtt hraða takmörkunum að flestu leyti“. Eftir að hafa kvatt við Geit- háls, vendum við okkar kvæði í kross, og ókum eftir Vestur- landsvegi allt að verzluninni Esju á Álfsnesmelum, en þar stanza yfirleitt bílar, sem koma frá nágrannasveitum Reykjavík ur. Njarðvík Til sölu nýlegt einbýlishús. Húsið er 3 herb. og eld- hús, stofa, hol og annað herbergið teppalagt. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 — Kefiavík, sími 1420. íbúð - Vesturbær 4ra—5 herb. íbúð í nýlegu steinhúsi á bezta stað í Vesturbænum til sölu. íbúðin er nýstandsett. Tækifærisverð. Upplýsingar gefnar á Lögfræðiskrifstofu Arnar Clausen og Guðrúnar Erlendsdóttur Barónsstíg 21. Hér sjáið þér nokkrar af þeim endurbótum, sem við höfum gert á 1968 árgerðinni af VW 1300 og VW 1500 En ouk þess eru ýmsar aSrar endur- bætur, sem ekki sjóst ó þessari mynd. I haust hafa verið gerðar fleiri end- urbætur á þessum gerðum en nokkru sinni fyrr. Fjölmargar þessara endurbóta mi3ast við að auka öryggi bílsins. I þessu sambandi. viljum við nefna t.d. Tvöfalt bremsukerfi. 'O'ryggisstýrishjól. 'Örygg- isstýrisós. Ný aðalljós, sem eru með lóðréttum Ijós-glerjum. Tveggja hraða rúðuþurrku. 'O'ryggisspegla bæði úti og inni. Hærra staðsetta, lengri og sterkari fram- og aftur-stuðara. Við höfum heldur ekki gleymt að gera bílinn þægilegri. Skemmtileg- asta nýjungin í þeim efnum, er senni- lega loftræstikerfið. Þér getið fengið ferskt loft að vild öðru hvoru megin, eða beggja megin í bilinn. Aðrar end- urbætur: — Báðar hurðir eru nú opn- anlegar með lykli að utanverðu. Ný gerð úti-hurðarhúna. Benzínófylling- arstútur er í inngreyptu plássi á hægri hvalbak og smellilok yfir. Og svo er 12 volta rafkerfi i báðum bessum gerðum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. jafna vel merkt, svo að ég held, að ekki komi að sök. Nei, ég er ánægður með breytinguna. Það er í flestum tilfellum betra að aka lítið eitt út af vegi en að lenda utan í bíl, sem á móti kem ur, og ætti því mætingar að koma fljótt upp í vana“. Að lokum hittum við þá lög- regluþjóna í Mosfellssveit, Skær- ing Hauksson yfirlögregluþjón og Gunnlaug Jóhannsson lög- regluþjón. „Umferðin hefur ekki verið mjög mikil, en drjúg allan dag- inn“, sagði Skæringur. ,3ugin slys hafa orðið, hvorki á mönn- um né ökutækjum. En í nótt hitt Sigmar Guðlaugsson frá Hellu Þar hittum við fyrstan að máli Gunnar Steinþórsson frá Stekkj argili í Mosfellssveit, og var hann nýkominn úr Reykjavík. „Víst fannst mér það skrýtið að aka á hægri kanti, en vand- ræðin voru miklu minni, en ég hafði búizt við. Að vísu aka menn svo rólega, að vandi er að dæma eftir þennan dag, hvernig hægri umferðin gefst. Ég heid það mæði mest á, þegar tekur að skyggja og haustveðrin skella á. Ég var orðinn eins og aðrir vanur vinstri umferð, og ég var alveg hlutlaus í deilunum um umferðarbreytinguna, en ég er Magnús Jónasson frá Stardal. á því, að hún muni stuðla að meiri umferðarmenningu hér- lendis, og þá er til nokkurs unn- ið“. Rétt hjá Gunnari hittum við Magnús Jónasson frá Stardal. „Hvað hefur þú að segja um hægri umferðina, Magnús?“ „Ég hef ekki nema gott eitt um hana að segja. Við erum með bíla fyrir hægri umferð, og það ætti að réttlæta breytinguna“. „Finnst þér erfitt að þræða vegarbrúnina á þröngum vegum nálægt heimahögum þínum?“ Nei, en líklega er það nú fyrst og fremst af því, að þar þekki ég mig út og inn. Það kynni í fyrstu að vera erfiðara fyrir ókunn- uga“. „Valda ræsin vandræðum?" „Þau eru auðvitað mjó, en alla Um 5ð ferm. lmsnæði fyrir verzlun, léttan iðnað eða skrifstofu er til leigu á Grettisgötu 29. Upplýsingar á staðnum eftir kl. 5. um við heldur ofkátan mann um kl. 4,30. 'Hann mun sennilega vera sá síðasti, sem missir öku- leyfið í vinstri umferð og bíl sinn úr umferð bremsulausan i hægri umferð. En annars hefur þetta alveg gengið snurðulaust". Og síðan ókum við á lögleg- um hraða í bæinn, og var þá um- ferðin í H-unkti í Reykjavík, og illmögulegt að komast leiðar sinnar. — Fr. S. Hestur tU sölu 8-vetra hestur, með öllum gangi, til sölu. Uppl. í síma 40347. Ferðafólk Nú þegar sumarið er komið bjóðum við ykkur velkomin til okkar. STAÐARSKÁLI, Hrútafirði. Heildsölu- og iðnfyrirtæki Maður með nýjan stationbíl vill taka að sér að aka út vörum hluta úr degi eða vissa daga. Viðkomandi er kunnugur viðskiptalífinu og getur því annazt bankaviðskipti eða hliðstæða þjónustu. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Hagkvæm viðskipti — 8983“. Til leigu Til leigu er 4ra herb. íbúð í Austurborginni. Leigist með húsgögnum. Leigutími um 1 ár. Tilboð merkt: „Leiga — 8732“ sendist MbL fyrir 2. júnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.