Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 19«8 t - ALLIR LÖGÐUST Framhald af bls. 28 nafni. Kvað hann engan vafa á því, að nýja ljóskerffð mundi reynast vel. Ward sagði aðspurð- ur, að hann gerði ekki ráð fyrir því, að hægri umferð yrði tekin upp í Bretlandi á næstunni, enda yrði sú framkvæmd mjög dýr. >ó kvað hann það ekki útilokað í framtíðinni, enda væru Bretar í umbreytingarhug, hefðu m.a. ákve'ðið að taka upp nýtt mynt- kerfi og metrakerfi. Ásgeir Þór Ásgeírsson, verk- fræðingur hjá gatnamálastjóra, sagði að nú væru umferðarljós á 16 gatnamótum í Reykjavík. Þar af séu nú ljós á 6 gatnamótum og séu þau samstillt þannig, að unnt sé að aka á grænu ljósi um gatna mótin, ef réttum hraða sé fylgt. Á Miklubrautinni t.d. þarf að aka á 35 km hraða frá Lönguhlíð að ljósunum við Kringlumýrarbraut og þaðan á 50 km hraða að gatna mótunum við Grensásveg Þá var tækifærfð notað og gömlu um- ferðarljósin endurnýjuð, en þau elztu eru 20 ára gömul. Skoðunarferð í þyrlu. Um kl. 5.30 gekk Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, inn í Snorrabrautarstöðina og tóku á móti honum Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, og Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðarmála. Lögreglustjóri sýndi ráðherran- um stöðina og fyrirkomulag hennar. Skömmu síðar lenti þyrla Land helgisgæzlunnar, TF-Eir, á þaki nýju lögreglustöðvarinnar. Dóms málaráðherra og lögreglustjóri stigu þar irm í þyrluna um kl. 5.45 og flugu í skoðunarferð um Reykjavík. Flugstjóri var Björn Jónsson. Kl. 5.50 var öll umferð stöðvuð. Hægri umferð tekur gildi. Af þaki lögreglustöðvarinnar var prýðilegt útsýni yfir Skúla- götu og Hverfisgötu. Höfðu fjöl- margir bílar stanzað þar á vinstri kanti kl. 5.50 og margt fólk stóð Þyrian hefur sig til flugs af þaki nýju lögreglustöðvarinnar með dómsmálaráðherra og lög- reglustjóra. — Ljósm.: Ól. K. M. á gangstéttum til að fylgjast með breytingunni og taldi ekki eftir sér að missa morgunblundinn. N.ú var hin stóra stund að renna upp. Bílarnir færðu sig hægt yfir á hægri kantinn, mjög gætilega, og gengu skiptin snurðulaust fyrir sig. Klukkan 6 blésu lögreglumenn í flautur sínar og óku bílamir af stað í fyrsta skipti í hægri um- ferð. Vinstri umferð var lokið á íslandi. Þyrlan flaug yfir Skúlagötuna um lefð og hægri umferðin hófst. Áhorfendurnir fylgdust með um- ferðinni af athygli og spennan minnkaði, þegar í ljós kom, að hægri umferðin gekk ósköp eðli- lega fyrir sig. Nýstárleg að vísu, en eðlileg. Eftir að umferðar- bannið féll úr gildi kl. 7 kom þetta enn betur í ljós, þegar Reykvíkingar héldu út í umferð- ina hundruðum saman. Valgarð Briem, formaður Fram kvæmdanefndar hægri nefndar, flutti útvarpsávarp kl. 6 og til- kynnti, að hægri umferð hefði tekið gildi. Á sjöunda tímanum komu dómsmálaráðherra og lögreglu- stjóri úr flugferðinni, en þeir m Bifreiðaeigendur Neðangreind tryggingafélög vilja vekja athygli viðskiptavina sinna, sem bifreiðar eiga á að gjalddagi iðgjalds hinna lögboðnu ábyrgðartrygginga bifreiða var hinn 1. IWAÍ en greiðslufrestur rann út þann 15. MAÍ Vilja því félögin beina þeim eindregnu tilmselum til þeirra bifreiðaeigenda, sem ekki hafa greitt iðgjöld þessi, að gera það nú þegar. 26. MAÍ var H-dagur og er því sérstök ástæða til að hafa ábyrgðar- trygginguna í lagi. Sérstök athygli skal vakin á því. að gjalddagi iðgjalda er með öllu óháður skoðunardegi bifreiða. ALMENNAR TRYGGINGAR HF. ÁBYRGÐ HF. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS TRYGGING HF. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. SAMVINNUTRYGGINGAR SJÓVÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF. VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ HF. höfðu m.a. flogið yfir úthverfi Reykjavíkur, Kópavog og Hafn- arfjörð. Rétt fyrir klukkan 7 fór Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, í öku ferð með ráðherra og lögreglu- stjóra. Um það leyti var umferð- arbanninu aflétt og hópuðust Reykvíkingar gangandi og ak- andi út á göturnar. Umferðin gekk fremur hægt, enda er hraða takmörkun 35 km á klst. í þétt- býli. Öllum undirbúningi borgarinn ar, Vegagerðar ríkisins og bæja úti á landi var lokfð á réttum tíma, en götumerkingar töfðust lítillega á Akranesi. Umferðar- ljósin ollu sums staðar erfiðleik- um í Reykjavík, þar sem stilling ar þeirra voru ekki eins og til var ætlazt. Samt sem áður má segja, að allt hafi verið tilbúið til að taka á móti bílunum, sem héldu út í hægri umferðina kl. 7 árdegis. Hugarfarið réð miklu um. Óskar Ólason, yfirlögreglu, þjónn, sagði við Morgunblaðið nokkru eftir breytinguna, a'ð hún hefði tekizt með ágætum og kvaðst hann bjartsýnn á áfram- haldið. Óskar sagði, að jákvætt hugarfar borgaranna hefði ráðið miklu um, hversu vel tókst í byrjuninni. Þetta mætti m.a. sjá af því, að aðeins 5 bílar sem ekki hefðu haft undanþágu hefðu verið stöðvaðir í Reykjavík á um ferðabannstímanum. I einu tilfell inu hefði ástæðan verið sú, að bíll frúar nokkurrar hefði verið benzínlaus. Hæg, tíðindalítil umferð. Um hádegið var allt rólegt, stórlega dró úr umferðinni, allir farnir heim í sunnudagsmatinn, ánægðir með afrek morgunsins. Allt hafði gengið vel, þrátt fyrir hina gífurlegu umferð. Lögreglu stjóri kvaðst mjög ánæg'ður. Að- eins nýju götuvitarnir höfðu ekki verið í nógu góðu lagi. Þeir slepptu of fáum bílum í gegn á aðalumferðaræðunum, og reynd- ust þannig ekki vel stilltir um nóttina áður. En um hádegi var verið að gera verkfræðingunum aðvart um að þessu þyrfti að kippa í lag svo greiðari umferð fengist þarna. Slys höfðu engin orðið, aðeins tveir smávægilegir árekstrar. Aftanáakstur á homi Háaleitis- brautar og Hvassaleitis og sá ekki á bílunum. Og innkeyrsla á braut með biðskyldu olli nokkrum skemmdum á bíl á gatnamótum Miklubrautar og Flókagötu. Seinna um daginn urðu nokkrir smávægilegir árekstrar, mest aftanákeyrsla, og litlar skemmd- Of hraður akstur í Suðursveit. Upplýsinga- og fjarskiptamið- stöðin hafði fylgst vel með öllu. Samkvæmt uplýsingum hennar höfðu ökumenn yfirleitt virt hraðatakmarkanir. Aðeins einn var tekinn fyrir of hraðan akstur á landinu. í Suðursveit ók ung- lingspiltur á bifhjóli á 70 km hraða. Hafði mfðstöðin þá haft samband við eftirlitsbifreiðir lögreglunnar um allt land. I Reykjavík voru umferðar- verðir komnir á sinn stað. 120 þeirra byrjuðu störf þegar kl. 8.30. En alls unnu 1200—1300 víða um land. Nokkrir voru að gefa sig fram á lögreglustöðinni, en óljóst var hvar þeim væri ætlaður staður. Sigurður Þor- steinsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, tók þá a'ð sér og sendi með þá út í bæ til að velja þeim stað. Gekk starf umferðarvarða í Reykjavík mjög vel, og öku- menn og gangandi tóku tillit til ábendihga þeirra. Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, sagði fréttamanni Mbl. að gegnum H-umferð hefði lögregl- an undanfama daga komizt í snertingu við miklu stærri hóp manna en nokkru sinni áður. Væri það allt velviljað fólk og fúst til samstarfs við lögreglu. Upp úr klukkan níu um morg- uninn tók nokkuð a'ð bera á um ferð til borgarinnar og fyrir há- degi var nokkur umferð á Hellis- heiði á leið til Reykjavíkur, en aftur á móti umferð á austurleið um Mosfellsheiði. Þó var umferð á vegum sáralítil. Arnþór Ingólfs son hafði haft samband víða út á land. Sagði hann lítil umferð hefði verið vfðast nema á Akur- eyri, Akureyringar hefðu eins og Reykvíkingar farið að æfa sig í umferðinni strax kl. 7. Á Þing- völlum voru þó örfáir litlix bílar, aðeins skemmtiferðafólk í áætlun arbíl. Astæðan fyrir lítilli umferð út úr Reykjavík, væri e.t.v. sú að aurbleytu væri farin að gæta, einkum á Borgarfjarðarleiðinni Um eittleytið fór Pétur Svein- bjarnarson í sko-'ðunarferð með þyrlunni. Sagði hann, að útlend- ingur er sæi umferðina úr lofti, gæti ekki vitað að nokkuð óvenju legt væri á seiði. Hvergi sæjust ankannalegir bílar í umferðinnL Og búið væri að leggja nær öll- um bílum rétt. Sýndi það vel hve margir bílar hefðu verið hreyfðir um morguninn. Æfing á Keflavíkurvegi síðdegis. Umfer'ð í Reykjavík var lítil fyrst eftir hádegið, jókst síðan verulega og var mjög mikil síð- degis. Þ. mynduðust engir telj- andi umferðahnútar umfram það sem búizt hafði verið við. Síðdegis jókst umferðin mjög á Reykjanesbraut, er fólk hélt út á bezta veginn utan Reykjavík- ur til æfinga. Virtu ökumenn að langmestu leyti settar hraðatak- markanir, þó þurfti að áminna 3 ökumenn. Einn þeirra ók yfir 100 km hra'ða. Var bifreiðin tekin af honum og hann færður til yfir- heyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík. Allnokkur umferð var á leið- inni austur um Hellisihefði og jókst hún enn er leið á daginn og einnig um Þrengslaveg. Þurfti að hafa afskipti af nokkrum öku- mönnum vegna ógætilegs fram- úraksturs. Umferð um Vestur- landsveg og Þingvallaveg var lítil. Og nú hefur allt gengið vel fyrsta dag H-umferðar. Og í lokin á frásögninni viljum við endurtaka orð Valgarðs Briem, formanns H-nefndar, er hann hafði vfð okkur að skilnaði í gær kvöldi. Hann sagðist nú hræddur um að úr því svo vel gekk í dag, vari fólk sig ekki nægilega vel á morgun, þegar allir eru í önn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.