Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 19 Breytingin úti á landi gekk vel BREYTINGIN í hægri umferð gekk yfirleitt mjög vel um allt iand. Um hádegi í gaer var vitað um tvö smáóhöpp, sem þó voru svo óveruleg, að vart tekur að nefna þau. Einn ökumaður var tekinn snemma dags á 90 km hraða á klukkustund á Kefla- víkurveginum, en þar er nú hraðatakmörkun í gildi, 60 km. á klukkustund. Eftirfarandi upp- lýsingar fékk Mbl. frá Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar í gær og eru þær hafðar eftir er- indrekum nefndarinnar umhverf is Iandið. Vestfirðir. Á Vestfjörðum rann H-dagur upp bjartur og fagur og alls- staðar sól og blíða. Umferðin þar hefur gengið ágætlega og verið algjörlega án óhappa. Bú- ið var fyrir breytinguna að færa öll umferðarmerki hvarvetna á Vestf jörðum. Á ísafirði hefur ver ið mikil umferð í morgun og þar varð þegar mikil umferð strax kl. sjö. Á Flateyri hefur verið heldur meiri umferð en venju- lega, og þar fór umferðin al- mennt í gang um tíu, en á Suður eyri fór umferðin í gang um níu en þar urðu nokkrar breytingar á umferðarskipulaginu. Á Þing- eyri hefur verið lítil umferð í morgun, en á Patreksfirði tóku menn daginn snemma og byrj- uðu margir að aka strax upp úr kl. sjö. Þar gátu menn ekki bet- ur séð, en að kindurnar hefðu breytt um umferð líka, því um sex var kindahópur á vinstri kanti við kauptúnið en klukkan sjö voru þær allar komnar yfir til hægri. Uppsetningu umferðarmerkja lauk kl. þrjú í nótt í Bíldudal, en þar eru nú 12 umferðarmerki en ekkert merki var þar áður. Umferðin þar hefur verið eðli- leg. Á Súðavík var sama glaða- sólskinið og annarsstaðar á Vest fjörðum og kl. níu var aðeins einn bíl'l kominn af stað f Hnífsdal hefur verið minni um- ferð en venjulega á sunnudags- morgni, og allt gengið vel. Á Bolungarvík var flutningi um- ferðarmerkja lokið kl. hálf sex, en alls eru nú 35 umferðarmerki þar, og þar af eru 27 ný. Um ferðin þar hefur verið meiri en venjulega á sunnudagsmorgni. Akranes og nágrenni Mikil umferð hefur verið á Akranesi í morgun, en þar var flutningi umferðarmerkja lokið fyrstu þrjá tímana í hægri um- ferð en um níu stytti upp. Menn eru brosandi í umferðinni á Akra nesi, og hafa gjarnan lagt bif- reiðum sínum á þeim stöðum, þar sem vandinn er mestur í hægri umferð, og eru þá að horfa á náungann. Töluvert var um það á Akranesi í gærkvöldi, að menn stofnuðu til veðmála um það hvaða umferðarmerki færu á stengurnar, sem ekki voru merki á. Ur Hvalfirði eru þær fréttir, að þar hafi lítil umferð verið, og allt gegnið slysalaust. Borgarf jörður. I Borgarnesi var strax mikil umferð á milli kl. 8 og 9 og þar hefur ekkert sérstakt borið til tíðinda. Aurbleyta er sumsstað- ar í vegum í Borgarfirði, en að öðru leyti eru vegir sæmilegir, þar er búið að skipta nokkrum blindhæðum og lagfæra vegi. Lít itt umferðar úti í sveitunum og aðeins þrír bílar höfðu farið fram hjá Hreðavatnsskála kl. níu. Allsstaðar í Borgarfirði var búið að færa umferðarmerki fyr ir kl. sex Snæfellsnes- Dala- og Austur- Barðastrandasýsla. Umferðin á þessum stöðum virðist ganga mjög vel fyrir sig, 2 bifreiðir höfðu farið fram hjá Króksfjarðarnesi í morgun, og var til þess tekið hvað þeir óku skikkanlega. Á Búðardal var umferð mjög lítil framan af í morgun. Hins- vegar má geta þess, að í Stykk- ishólmi tóku fyrstu bílar að aka um 7 leytið. Yfirleitt er umferð á Snæfells nesi heldur meiri en gerist og gengur á sunnudagsmorgni, og hafa menn gert smáskissur, sem ekki er orð á gerandi. 24 ný umferðarmerki voru sett upp í Ólafsvík til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Svolítið er kvartað yfir því á þjóðvegum þar sem þó eru greið ir yfirferðar, að illa sé jafnað úr á vegjöðrum, og því verra en ella að halda sig á vegjaðrinum. Aðalljós bifreiða nota menn til áminninga um hægri umferð. Norðurlandskjördæmi eystra Engar umferðarfréttir voru frá Grímsey í morgun, aðara en þær, að einn eyjaskeggja hafði farið til Akureyrar, til að kynna sér umferðina þar. Frá Hrísey voru heldur engar umferðarfrétt ir í morgun. í Mývatnssveit gekk allt eðlilega, og umferðar- magnið ekkert óvenjulegt. Á Kópaskeri var búið að færa öll umferðarmerki fyrir breytingu og færðin á staðnum sjálfum góð en slæm á aðvegum. Umferðin hefur verið meiri en venjulega þar í morgun. Á Þórshöfn voru tíu umferðarmerki staðarins á réttum stöðum kl. sex. Umferð þar hefur verið lítil í morgun. Á Raufarhöfn eru líka 10 um- ferðarmerki, og voru þau á rétt um stað. þegar hægri umferð hófst þar, en umferðin hefur ver ið með venjulegu móti, og ekk- ert sérstakt borið til tíðinda. Á Húsavík var umferðarmerkjum fjölgað úr 28 í 46. Þar var mikið meiri umferð í morgun en venju lega, og það helzta sem menn gerðu rangt í umferðinni var, að þeir tóku ekki réttar beygjur. Á Ólafsfirði var búið að færa og setja upp umferðarmerki fyr- ir kl. sex, en umferðarmerkjum fjölgaði þar úr tveim í 26. Um- ferð hefur verið þar í meðalagi, en engin slys eða óhöpp, en eft- irtektarvert að allir gangandi vegfarendur ganga réttu megin. Á Dalvík hófst töluverð umferð, þegar upp úr kl. sjö, og hefur umferðin verið meiri en venju- lega þar. Frá Akureyri eru þær fréttir helztar í morgun, að mik il umferð hófst þar strax upp úr sjö, og hefur yerið að aukast stöðugt fram að hádegi, en ekk- ert sérstakt borið til tíðinda. Árnes- og Rangárvallasýslur. Árnes- og Rangárvallasýslur. f Árnes- og Rangárvallasýsl- um fór umferðin almennt í gang á tímabilinu milli kl. 8-9, höfðu þá verið flutt öll umferðarmerki og hafði því verið lokið, áður en umferð var almennt heimiluð. Umferðin hefir gengið mjög vel, engin óhöpp komið fyrir. A Sel. fossi virðist sem óvaninn í hægri umferð geri helst vart við sig á gatnamótum við brúna, og að menn gæti sín ekki á reglunni um að veita þeim forgang, sem koma manni á hægri hönd. Umferðin gengur ahnennt hæg ar en áður, og sína menn hver öðrum fyllstu tillitssemi. Al- mennt búast menn þar eystra við, að umferðarþunginn komi til mað að aukast verulega upp úr hádeginu. Menn hafa almennt tekið upp þann sið, að blikka með aðal- ljósum, er þeir mæta öðrum öku tækjum. Mjólkurbílar frá M.F., fengu ekki undanþágu til þess að leggja af stað fyrir kl. 7.00 í morgun. Dumbungsveður er fyrir aust an, með sudda regni. Suðurnes. Á Suðurnesjum hefur umferð- in gengið vel í morgun, og var búið að færa öll umferðarmerki fyrir kl. sex, nema í Njarðvík- unum, þar sem færslunni lauk um sjöleitið. Umferðin á Suður- nesjum hefur yfirleitt verið eðli leg, sumstaðar undir meðallagi, en annarsstaðar meiri en venju lega. í Keflavík hefur þó verið mikil umferð, og beið fólk þar í bílunum til þess að geta strax farið að aka klukkan sjö. Virt- ist kvenfólk vera þar í meiri hluta. Ekki hefur borið á því, að ökumenn hegðuðu sér rangt í umferðinni, nema nokkrir hafa ekki virt sett hraðatakmörk. í morgun hefur verið hálfgerður suddi á Suðurnesjum, en veðrið að öðru leyti gott. Austfirðir. Á Austfjörðum eru vegir víða slæmir, en óhöpp í umferðinni hafa engin orðið. Á Egilsstöð- um fór umferðin almennt í gang um hálf átta, en ekki er þó hægt að segja að þar hafi verið mikil umferð. Færðin er nokkuð góð, en nokkur hvörf í vegum. Tveir ökumenn sáust villast yfir á vinstri kant hér. Á Egilsstöðum var flutningi umferðarmerkja lokið kl. 5.00, en merkin eru 16 talsins. Á Bakkafirði laukflutn ingi umferðarmerkja á tilsettum tíma, en þar hefur engin umferð verið í morgun. Má segja, að allt sé svo að segja ófært, og allt á floti. Á Borgarfirði eystra er ekkert umferðarmerki og veg ir illfærir eða ófærir, á Breið- dalsvík fór umferðin í gang kl. átta, og hefur hún verið í meira lagi. Færð er slæm, en fært þó, og er það meira en hægt er að segja um marga aðra staði. Á Fáskrúðsfirði er ekki búið að færa tvö umferðarmerki, og um- ferðin í minna lagi. Færðin þar er góð. Á Fáskrúðsfirði var einn ökumaður, sem ekki hafði und- anþágu stöðvaður í nótt kl. 03.20. Segja má, að hann hafði verið í hálfgerðum sjúkra- eða neyðarflutningum, því hann var að flytja drukkinn mann heim til sín. Á Eskifirði vair þó nokkur um Framíhald á bls. 21 VEUUM ÍSLENZKT fSLENZKAN IÐNAÐ Þetta er merkiö sem tryggir your beztu fötin Föt hinna velklœddu Iltlí :g| -«««. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.