Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968 13 Marta Jónsdóttir viS umferðarv örzlu. reynist býsna erfitt að breyta um kant, en þá er bara að fara rólega út í þetta, en hring- torgin finna.st mér óþægileg- ust. Að öðru leyti held ég að undirbúningur sé ágætur frá hendi hins opinbera og mikill kostur er að hafa aksturskort- ið við höndina, sagði Rögn- valdur að lokum. Allir brugSust vel við. Ung og broshýr stúlka er um ferðarvörður við gangbrautina yfir Aðalstræti rétt sunnan við Fischersund. Hún heitir Marta Jónsdóttir og er nemandi í Hús- mæðraskólanum. Við spyrjum hana hve langa vakt hún eigi við gatnamótin og hún svarar: — Tvo klukkutíma. — Og hvernig gengur? — Ágætlega. Lögreglan kom í skólann á föstudagskvöldið og sagði okkur til. Við eigum að stöðva umfarð gangandi fólks, svo að það fari ekki út á akbrautina og minna það á að líta nú til hægri fyrst, áður en það gengur yfir. — Og hvernig bregzt fólkið svo við merkjaboðum þí.num? — Ágætlega. Mér virðast all ir standa sig mjög veL — Hvernig gengur Hilmaæ? — I>að gengur vel. Hægt en vel. Mér virðast beygjurnar hvað varasamastar, einkum hæigri beygjurnar. í>á virðast menn og eitthvað ragiæ við að aka inn Vesturgötu héðan úr Aðalstrætinu. Hins vegar virð ast aTlir vilja gera sitt bezta og ef maður stendur ekki bí- spertur fer allit í vitleysu. — Nú, hvernig þá? — Já, hér rétt áðan varð mér það á að klóra mér í hnakkanum. Einn bifreiðastjór inn snarhemlaði þá og hélt mig vera að aðvara sig um eitt- hvað. Svona eykst eftirtektin Við nýja umferðarháttu. Mér finnst bara þegax hægri um- ferð vera orðin eðlilegri en vinstri umferð. Og nú þurfti Hilmar að bregða sér frá til þess að brosa svolítið til sendibifreiðastjóra sem kom akandi í vinstri um- ferð. Ég sé bara enga erfiðleika. Baldur Jónsson hja Slysa- vaimarfélaginu var flokks stjóri yfir hátt á annað hundr- að umferðavörðum, og var varð svæðið Vesturbærinn. Við hitt- um Baldur í Austurstræti — Á Hafdís Guðmundsdóttir og Rebekka Sverrisdóttir. Hótel íslandslóðinni og spurð- um hann hvernig starfið gengi. — Ég sé bara enga erfið- leika, a.m.k. ekki enn. Þetta virðist allt ganga slétt og fellt. Eitt og eitt smáóhapp er vart umtalsvert. Allir virðast vera mjög eftirtektarsamir og sér- staklega ágætir í umferðinni eins og dæmið sanmar með hanm Hilmar hór úti á harn- inu. Aumimgja maðurinn má vart klóra sér í hnakkanum. Að svo mæltu var Baldur rokinn út í veður og vind. Hann átti erilsaman dag og hann brosti blítt, er hanm. hvarf á braut, svo sem vera bar. Allt of mikil ringulreið. Guðmundur Jónasson, bif reiðastjóri, gamalkunnur og reyndur í sínu starfi ók blaða- mönnum frá Keflavíkur- flugvelli til Reykjavíkur rétt eftir hádegið í gær. Við spurð- um Guðmund, hvernig honum litist á breytinguna, og hann svaraði: — Ég hef nú verið bíistjóri síðan 1929, er ég fékk öku- leyfi. Mér lýst mjög vel á þessa breytingu og hef reyndar ver- ið henni hlynntur lengi. — Þér finnst þá ekki erfitt þnátt fyrir langan starfsaldur í vinstri umferð, að færa þig yfir á hægri kant? — Nei, alls ekki og ég vona að breytingin hafi í för með sér meiri tillitssemi í umferð- inni og ég trúi því að svo verði. Hins vegar finnst mér dálítið bíræfið að stefna öllum svona strax út í umferðina. Þetta verður allt of mikil ring- ulreið og svo brosti Guðmund- ur um leið og hann vatt sér upp í bílinn og brunaði á braut. Helga Hallgrímsdóttir og Halldór Guðmundsson, í vagninum: Hallgrimur. Aðalstræti-Hafnarstræti-Vesturgata Víðsjárverð gatnamót ■ hægri umferð Guðbjörg Jóhannsdóttir. — Eru margar stallsystra þinna í skólanum við umferð- arvörzlu? — Allur skólinn um 40 stúlk ur. Ég verð leyst af klukkan hálf ellefu. Og nú má Marta ekki vera að því að tala lengur við okk- ur, því að hópur gangandi veg farenda hefur safnazt upp á gangstéttarbrúninni hjá henmi. I Hún brosir til fólksins og seg- I ir: — Gjörið þið svo vel og ^ gangið yfir. Handan götunnar er stall- ' systir hennar og þær virðast taka starf sitt mjög alvarlega svo sem vera ber — þær brosa til vegfarenda. Tóku klórið sem aðvörun. Á gatnamótum Austurstræt- is og Aðalstrætis er Hilm- ar Þorbjörnsson, lögreglu- þjónn á vakt. Hann virðist hafa nóg að gera og stjórnar umferðinni af mikilli atorku. „Það er dálítið undarleg til- finning að vera allt í einu kom- inn yfir á hægri kantinn.“ sagði bílstjórinn, sem blaðam. Mbl. ók með í borgina í gærmorgun laust fyrir kl. 8. „Ég hef verið: að æfa mig frá því snemma í j morgun og þetta kemur allt saman“, bætti hann við. Og það sýndi sig brátt, að ekkert mundi á það skorta hjá þessum manni, að hann næði fullum tökum á H-umferð. Enda hafði hann sýni lega lagt sig fram, og við hver gatnamót og hverja beygju skýrði hann fyrir blaðamannin- um, hvens vegna hann gerði svo og svo, hvers vegna hann beygði til hægri hér og hvers vegna hann héldi ekki áfram þessa götu o.s.frv. Umferðin virtist ganga greið- lega á flestum götum strax í býtið í gærmorgun. Þó brá fyrir einstaka bílstjóra, sem ekki hafði fengið hægri breytinguna inn í blóðrásina. Þannig fór fólksvagenbíll suður Pósthús- stræti á tíunda tímanum, beygði síðan til hægri niður Kirkju- stræti, en lenti þá yfir á vinstra kanti upp að Dómkirkjunni. Þetta kom þó ekki að sök sem betur fór, því að umferð vair lít- il þama um þetta leyti. Gatnamót Aðalstrætis-Hafnar- strætis-Vesturgötu eru af um- ferðaryfirvöldum talin allviðsjár verð í hægri umferð. Við þessi gatnamót tók blaðam. Mbl. sér stöðu um stund í gærmorgun og fylgdist með umferðinni. Ungur, brosmildur lögregluþjónn, stjórniaði umferðinni þama og til allra hliða út frá honum stóðu umferðarverðir, einir sex alls þarna á gatnamótunium. Á þessum gatnamótum skerast hægri og vinstri akrein. Bílar, sem koma vestan Vesturgötu, á leið í Hafnarstræti, verða að bíða fyrir bílum, sem koma norður Hafnairstrætið á leið vest ur á Vesturgötu. En þama á horninu hlýtur umfexðin að verða dálítið snúin og er full ástæða til að vara alla hægri- umferðarbyujendur við þessu homi. En þetta gekk allt vel í gær- morgun og ekkert þarf að ótt- ast meðan lögregluþjónn stend- ur þarna með sex umferðarverði sér til aðstoðar. En lögreglu- þjónninn hafði nóg að gera þarna allan þann tíma, sem við fyl'gdumst með umferðinni í gær morgun. Gerði hann ýmist að benda umferðinni í þessa áttina eða hina og gafst vart svo mik- ið sem andartakShvíTd. Hitt liggur ljóst fyrir, að þeg- ar einhver urnferð að ráði verð- ur um þessar götur í framtíð- inni, hlýtur bílum frá Vestur- götunni að verða torsótt leiðin í Bafnarstræti. Er vandséð að þessi gatnamót geti verið án stöðugrar Umferðarvörzlu með- an akreinar eru látnar skerast þar eins og nú er gert. Lögregluþjónarnir, sem voru á Lækjartorgi áttu. ekki eins anmríkt og áðurnefndur lögreglu þjónn, því að strax um tíuleyt- ið í gærmorgun gátu þeir gef- ið sér tímia til að ganga yfir götuna hver til annars, spjalla saman og taka í nefið. Lögregluþjónn beinir bílum frá Vesturgötu inn í Hafnarstræti. sem augað eygir. í Aðaistræti bíð bílar svo langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.