Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968
Hverfisgata við Hlemmtorg hefur breytt mikið um svip. Þessi mynd var tekin kl. 6 í gær-
morgun þegar fyrstu bílarnir voru að byrja að aka þar um í hægri umferðinni.
Reynir að einbeita sér
við aksturinn
I bílum með ökumönnum að æíingu
NÆSTA fróðlegt var að aka
um göturnar síðustu klukku-
stundirnar fyrir umferðarbreyt-
inguna og fylgjast með akstri
bíla yfir veigamikil gatnamót,
þar sem götuvitum hefur verið
komið upp. Ljósin á vitunum
voru stillt fyrir hægri umferð,
og áttuðu ýmsir ökumenn sig
ekki á því. Skömmu fyrir kl. 4
lögðum við leið okkar í Kópa-
vog og þar á hálsinum hittum
við tvo lögregluþjóna. Þeir
kváðu umferð í bænum hafa ver
ið litlu meiri en venjulega, en
þrír bílar voru stöðvaðir meðan
á umferðarbanninu stóð vegna
þess að þeir óku án undanþágu.
Ökumennirnir og farþegar voru
allt ungir piltar og fengu að aka
bílum sínum að Sjálfstæðishús-
inu í Kópavogi — þar urðu þeir
að bíða hægri umferðarinnar í
tvær klukkustundir.
Tveir blaðamenn Morgunblaðs
ins voru staddir á gatnamótum
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát
og jarðarför mannsins míns,
föður, tengdaföður, frænda
og afa
Karls Magnússonar
frá Bóndastöðum.
Sérstakar þakkir færum við
systrunum við St. Jóseps-
spítala fyTÍr frábæra alúð og
umhyggju á síðustu ævidög-
um hans.
Elísabet Sigurðardóttir,
Sigurður Karlsson,
Sigfríð Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Karlsdóttir,
Guttormur Sigbjarnarson,
Sædís Karlsdóttir,
Hörður Rögnvaldsson,
Stefanía Sigfúsdóttir
og bamabörn.
Suðurlandsbrautar og Nóatúns.
Þar voru 5 bílar, þegar hin stóra
stund rann upp og fimm mínút-
um fyrir sex óku þeir bifreið-
um sínum hægt og hikandi yfir
á hægri vegarbrún. Þarna i var
leigubílstjóri stöðvaður og hugð
ist fara austur Suðurlands-
braut og um leið og hann tók
bíl sinn af stað í fyrsta skipti
í hægri umferð, heyrðum við
að hann tautaði: „Ósköp er
þetta eitthvað óviðkunnanlegt".
Við Hlemmtorgið var saman
kominn mikill mannfjöldi þegar
Valgarð Briem, formaður fram-
kvæmdanefndar hægri umferð-
ar, lýsti yfir gildistöku hægri
umferðar í útvarpinu, og löng
bílaröð var niður alla Hverfis-
götuna. Hægt og hægt mjökuð-
ust svo bílarnir af stað og í hópi
þeirra fyrstu, sem óku um Hverf
isgötuna við Hlemmtorg eftir
breytinguna var Ágúst Guð-
mundsson, brunavörður. Hann
var á vakt til kl. 6, en byrjaði
strax eftir vaktina að aka í
hægri umferð. Meðan hann beið
á ljósunum á gatnamótum Hverf
isgötu og Snorrabrautar, stigum
við upp í bíl hans og fengum að
aka með honum stuttan spöl.
„Þetta er stór stund“, sagði
Ágúst, „og það er einkennileg
tilfinning að aka nú allt í einu
á hægri vegarbrún. En þetta er
það sem koma skal, og því fyrr
sem hægri umferðin kom þeim
mun betra. Ég hef alltaf verið
ist okkur gullvægt tækifæri til
að skapa umferðarmenningu á
íslandi. Ég hef líka þá trú, að
umferðarbreytingin muni takast
ágætlega, en maður verður að
vera vel á verði til að gera eng-
ar vitleysur. Sérstaklega óttast
ég þá tilhneigingu ökumanna að
leita til vinstri, þegar einhverja
hættu ber að höndum. Þetta er
orðinn svo ríkur vani hjá mönn-
um, og því verða menn að
leggja kapp á að venja viðbrögð
sín til hægri“.
Mikil umferð var í allan gær-
morgun um gatnamót Hverfis-
götu og Snorrabrautar. Við rædd
um stuttlega við Ólaf Odd Jóns-
son, lögregluþjón, sem var á
verði á þeim gatnamótum.
„Umferðin hefur gengið áfalla
laust fyrir sig hér, og ég er
bjartsýnn á að svo verði áfram.
Þó virðast nokkrir ökumenn
ekki átta sig á því, að nú þarf
að taka víða beygju, þegar far-
ið er af Hverfisgötu inn á
Snorrabraut, heldur taka krappa
beygju og lenda þá á vinstri ak-
brautinni. Þá þykir mér einnig
vera full ör skipting á milli ljós
anna hér á gatnamótunum, og
gæti það valdið truflun í um-
ferðinni. En annars er ég mjög
hlynntur umferðarbreytingunni
og tel hana verðugan mæli-
kvarða á ábyrgðartilfinningu ís
lendinga".
Skömmu eftir að umferðar-
banninu lauk og almenn umferð
hófst áttu blaðamenn Morgun-
blaðsins leið um Miklubraut, og
sáum við þar hvar kona var að
æfa sig í hægri umferðinni. Við
tókum okkur það bessaleyfi að
stöðva bifreið hennar og fórum
fram á að fá að aka með henni
stuttan spöl. Leyfið var góðfús-
lega veitt, og notuðum við þá
spjölluðum við
heitir Ástríður
„Ég byrjaði að
umferðarbanninu
„og mér
fram að
tækifærið og
konuna, sem
Hannesdóttir.
aka strax og
var aflétt", sagði hún,
hefur gengið sæmilega
þessu. Það er að vísu ákaflega
óvenjuleg tilfinning að aka
svona algerlega andstætt því
sem áður var, en maður reynir
að einbeita sér við aksturinn og
Ástríður Hannesdóttir byrjaði
strax að aka í hægri umferð
er umferðarbanninu hafði ver
ið aflétt.
á verði og kváðu þeir enga al-
varlega umferðarhnúta hafa
myndazt þar enn. „Hér virðist
mönnum helzt hætta til að
velja rangar akreinar, þegar
þeir ætla að beygja bæði af Suð
urlandsbrautinni og Kringlumýr
arbrautinni, svo og eru nokkur
brögð að því að menn taka
krappar vinstri beygjur og lendi
inn á vinstri akbraut. Engin
óhöpp hafa þó hlotizt af þessum
mistökum. En við óttumst mest
að hér geti myndazt mikill um-
ferðarhnútur á norður-akbraut
Suðurlandsbrautar, þar sem að-
eins er um eina akrein að ræða
austan gatnamótanna".
Allt var fremur kyrrlátt fyrir
ofan Ártúnsbrekkuna, í gær-
morgun, en þó voru fyrstu bíl-
arnir úr nærsveitum Reykjavík-
ur byrjaðir að streyma inn til
borgarinnar. Lögreglumennirnir,
sem þar voru, áttu þó von á
stóraukinni umferð, þegar liði á
daginn.
Ökumenn virðast margir hverjir gleyma að nú þarf að taka víða beygju þegar farið er
vinstri. Hér lenti einn ökumaður í þvílíkri sjálfheldu, tók krappa vinstri beygju og lenti
inn á vinstri akbraut.
hlynntur umferðarbreytingunni,
og hef talið að með henni gæf-
— Hafnarfjörður
Framhald af bls. 11
— Og þú ert ekkert smeik við
hægri umferðina?
— Nei, ég held að þetta verði
ekki svo mjög erfitt, sérstaklega
þegar allir fara svona hægt.
— Ætlarðu að æfa þig hér í
Firðinum til að byrja með?
— Já, en ég er að hugsa um
að fara til Reykjavíkur strax í
dag.
XXX
Þegar leið nær hádeginu, voru
margir Hafnfirðingar komnir á
vettvang þarna við aðal-
gatnamót bæjarins: einkum voru
það börnin, sem stóðu þarna og
horfðu á. Þar kom aðvífandi
einn úr lögregluliði Hafnarfjarð
ar, Sveinn Björnsson, listmálari.
— Ert þú að gegna skyldu-
störfum hér Sveinn?
— Það er nú svona bæði og.
Ég er að vísu einungis í rann-
sóknarlögreglunni hér, en okk-
ur er ætlað að vera til taks við
skýrslugerð og ljósmyndun, ef
slys bæri að höndum.
— Ertu farinn að reyna hægri
umferðina sjálfur?
— Nei, ekki ennþá, en við
höfum verið að aka um bæinn
og mér lízt mjög vel á þetta. Ég
gæti jafnvel trúað því, að upp-
úr þessu skapaðist umferðar-
menning, sem hingað til hefur
verið takmörkuð.
— En þú hefur ekki tekið
þátt í undirbúningi hægri um-
ferðar?
— Nei, það hefur verið fyrir
utan verksvið okkar tveggja,
sem erum í rannsóknarlögregl-
unni.
— En áttu von á því, að
þið hafið mikið að gera við
skýrslugerð vegna slysa?
— Nei, ég býst ekki við því
og vona að það komi ekki til.
ég geri mitt bezta til að stand-
ast raunina. Jú, óneitanlega
sakna ég vinstri umferðarinnar
og mér óar við fjáraustrinum
sem lagður hefur verið í breyt-
inguna, en vona hið bezta um
framkvæmd hennar“, segir Ást-
ríður.
Nýir götuvitar hafa verið
reistir á gatnamótum Suðurlands
brautar og Kringlumýrarbraut-
ar, en umferðin virtist þó ganga
þar all greiðlega í gærmorgun.
Við hittum að máli lögreglu-
þjónana Sigurð Siggeirsson og
Frank Herlufsen, sem voru þar
Öllum þeim sem heiðruðu
mig og glöddu á sjötugsaf-
mæli mínu 11. maí, með gjöf-
um, heimsóknum og skeytum,
vil ég hérmeð votta mitt
innilegasta þakklæti.
Kristinn Sigurðsson.
Innilega þökkum við bömum
okkar og tengdabömum, sem
gerðu okkur gullbrúðskaups-
dag okkar ógleymanlegan.
Ennfremur þökkum við öllum
sem sendu okkur skeyti og
blóm. Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður og
Amfinnur Björnsson,
Vesturg. 96, Akranesi.
Kærar þakkir til allra, sem
hefðruðu mig og glöddu með
heimsóknum, gjöfum, blóm-
um og skeytum á 75 ára af-
mæli mínu, 19. þ. m.
Karítas Halldórsdóttir.