Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNRLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 19fl« 30 bílar- og ei Farið um Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut i lögreglubíl Það var lítil sen engin umferð á Hafnarfjarðairvegi milli kl. 5.20 og 5.40 í gærmorgun og af hæðinni sunnan Hafnarfjarðar var engan bíl að sjá svo langt sem eygt varð eftir Reykjarnes- brautinni. Við höfðum fengið far með Lögreglubifreiðinni, sem í talstöðinni gekk undir nafninu RL 2 og þegair Erlendur Sveins- son, stjórnandi fararinnar, hafði kannað veginn, sneri hann við og tekin var staða við mót Hafn- ar og Álftanesvegar. Við hlið Er lendar sat Oddur Eiriksson lög- reglumaður nr 177 — og þetta var fyrsti dagur hans í starfi, en hann starfar í afleysingum í sumar, en les annars læknisfræði í Háskólanum. Kl. 5,42 fór leigubifreiðin Y-878 suður á bóginn. í aftursæti sátu piltur og stúlka og héldu fast hvort utan um annað. Það var einhver „hátíð“ hjá þeim líka. Kl. 5.45 kom G. 4202 fra Hafn arfirði. Ökumaðurinn nam staðar hjá okkur, ræddi við lögreglu- þjóninn og ákvað að bíða breyt- ingarinnar þarna- Hann notaði tímann til að bóna bílinn sinn. Þarna var á ferð Jónas Guð- laugsson, tæknifræðingur hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. — Mér lízt ágætlega á þessa breytingu. Ég fékk undanþágu til aksturs, því ég var ákveðinn í að sjá með eigin augum og Erlendur Sveinsson og Oddur Eiriksson — með bros á vör. — við RL-2. (Ljósm. Kr. Ben.) reyna sjálfur hvernig breyting- in gengi fyrir sig. Mér lízt vel á að aka á hægri kanti. Frá Reykjavík kom um svip- að leyti leigubíll frá Bæjarleið- um og ók Jóhann Þorgilsson. Hann kvaðst hafa ekið í 25 ár, lengst af stórum áætlunarbílum og flutningabílum, en Jóhann er frá Ólafsvík. S.l. 2% ár hefur hann verið leigubílstjóri í Reykjavík. — Mér lízt prýðilega á breyt- inguna og tei hægri akstur hafa ýmsa kosti framyfir vinstri hand ar akstur. Nú biðu þeir hvor á sínum kanti Jónas tæknifræðingur og Jóhann leigubílstjóri. K1 5.53 skiptu þeir yfir á hægri kant — og síðan kom Jóhann og bauð öllum viðstöddum brjóstsykur í tilefni dagsins. Síðan var beðið til kl. 6 og þá héldu þeir áfram ferð sinni, en við biðum um stund hjá lögraglumönnunum. K1 6.02 kom fyrsti bíllinn sunn an Reykjanesbraut og sveigði til Hafnarfjarðar. K1 6.04 kom Jónas tæknifræðingur aftur til baka og ók heim á leið. Á sama tíma komu fjórir leigubílar úr Hafnarfirði í röð og óku í norð urátt til Reykjavíkur. Enginn farþegi var í þeim og innan stundar komu þeir allir aftur — og höfðu aðeins verið „á æfingu“ Nú tók heldur að fjölga bíl- um úr báðum áttum og alls fóru 23 bílar þarna um fyrsta stund- arfjórðung hægri handar akst- urs á Íslandi. Flestir voru í „æf- ingaferðum", leigubílar og und- anþágubílar Allir óku afar gæti lega og vel, einkum á gatnamót- unum. Þarna flaug svo þyrlan yfir kl. 6.10 með lögreglustjóra og dómsmálaráðherra innanborðs og hvarf í suðurátt. GILLETTE KYNNIR NÝJU TECHMATIC RAKVÉLINA 1. Rakvélin er sérstaklega stilR fyrir enn þægiiegri rakstra. Hún er léttari, svo átakið verður minna, og þvi hverfandi hætta á að skera sig. Húð yðar finnur örugglega mismuninn. 4. Þetta rakband.úr ryðfríu stáll, er minna en helmingi þynnra en venjulegt rakblað. Því hefur það beittari egg og gefur betri rakstra. Það er ekkl af ástæðulausu, að þér væntið nýrra hugmynda frá Gillette, því Gillette fann upp rakvélina, rak- blaðið úr ryðfría stálinu og nú Techmatic rakvélina. í stað rakbiaðs þefur Techmatic rakvélin sámfellt rakband úr ryðfríu stáli. Þetta er algjörlega ný rakstursaðferð. Reynið þetta með Gillette Foamy rakkreminu í loftþrýsti- brúsunum, þá munið þér ekki vera í vafa um, að það bezta er ávallt Gillette. 5. Rakbandið er f lokuðu hylki. Allt og sumt er að smella hylkinu í rakvélina, og hún er tilbúin tU notkunar. Gillette Techmatie - og aldrei þart ai skipta um rakblöS framar Síðan ók Erlendur af stað suð ur nýja veginn — gæzlusvæði hans og Odds nýliða þennan sögufræga H-dag. „Þetta er nú bara ekkert sárt“ sagði Erlendur, er hann hafði ekið um km. leið á hægri kanti. Við Hafnarfjörð mættum við Birni Jóhannssyni vegaverk- stjóra og kom í ljós að umdæmi hans er ekki smávaxið. Hann hef ur eftirlit með Reykjanesbraut ÉIMMiísMiii Sigdór Sigurðsson í gjaldskýlinu og Suðurnesjavegum svo og Aust urvegi að Kambabrún og Þrengslaveg. — Við vorum hér 7 í nótt með 3 bíla að færa merkin og er því lokið, nema H-merkin verða ekki sett upp fyrr en í vikunni. — Ég hef séð um Suðurnesja- vegina í 20 ár, en skemur um vegina næst Reykjavík, sagði Björn. — Og hvernig lízt þér á hægri aksturinn? — Pérsónulega hefði ég helzt ekki vilja skipta, því 37 ára vani í vinstri umferð er þar þyngstur á metaskálum. Samt hefði ég greitt atkvæði með hægri umferð vegna framtíðar- innar. Sunnar mættum við bíl með VL númeri. Hann fékk ljósme-rki um að stöðva. Hann var inntur eftir undanþáguheimild — og hafði hana í sætinu við hlið sér. Hann var líka látinn sýna öku- skírteini og hafði ein 3-4 slik frá Bandaríkjunum. Erlendur sagði eftir á, að stjórnendur bíla vamarliðsins væru afar kurteisir í umferðinni og hlýddu vel boðum og bönn- um. Þeir virtu hraðatakmarkan- ir yfirleitt betur en íslendingar. Erlendur sagði að mjög vel yrði með því fylgst að hraðatak- markanir yrðu haldnar áReykja nesbrautinni og yrði radartæki lögreglunnar m.a. notað. Nokk ur brögð hefðu verið að því að menn ækj-u þennan greiðfæra veg of hratt, en verst væri, þeg- ar menn á bremsulausum bíl- um væru komnir langt yfir há- markshraða. Það væru hættuleg ustu menn umferðarinnar, sem slíkt kæruleysi sýndu. Annans sagði Erlendur að margir þeirra, sem ækju þennan góða veg daglega væru vanir í hægri umferð erlendis frá og því yrðu viðbrigði ekki mikil fyrir þá. Á leiðinni suður á Flugvallar- veg mættum við einungis 7 bíl- um, sem allir óku af fyllsta ör- yggi- Lögreglan á Keflavíkurvelli sagði að þar hefði breytingin gengið mjög vel. Öll merki hefðu verið færð á réttum tíma, umferð hefði verið lítil, en ör.ugg og góð. Það var tekið að rign-a nok'k- uð, er við héldum í átt til Reykja víkur á ný. Umferðin var enn mjög litil. Nokkru noiðan Vatns leysustrandarvegar mættum við gömlum manni á hjóli. Þetta Jón Helgason með hjólið sitt. kvaðst Erlendur ekki hafa séð áður, nema í grenn-d við bæina — og við tókum manninn tali. — Jón Helgason kvaðst hann heita og búa í Hafnarfirði. Hann var á leið til systur sinnar á Vatnsleysuströnd, en þaðan væri hann ættaður. — Jú ég hef ekkert á móti hægri akstrinum svoleiðis, en ég kunni þó alltaf vel við mig vinstra megin vegarins. En ég var úti í Danmörku fyrir löngu og lærði þá hægri aksturinn, svo mér er ekkert að vanbúnaði. — En það er dásamlegt að hjóla svona veg. Hver skyldi hafa trúað að svona vegur ætti eftir að koma hér um hraunið. Hérna smalaði ég á árum, áður, svo ég þekki umhverfið. Og svo sté Jón á hjólið og hjólaði hinn reffilegasti — á hægra kan-ti. f gjald-skýlinu, sem nú er komið á miðjan veginn, var Sig- dór Sigurðsson á vakt. — Þetta er lítil umferð, sagði harun, óskop venjuleg sunnudagsumferð að morgni. En þetta vex er á líður og kemur fram á daginn. — Nú eiru Ameríkanarnir án- ægðir. Og ég held að ég kunni einnig vel við breytinguna. Ég tók smáæfingu áður en ég kom á vaktina kl. 7. Og mér féll þetta vel. — Hver er mesta dagsumferð um veginn hér? — Það var 15. maí í fyrra að hér fór 1761 bifreið um veginn sama daginn. Þá var í nógu að snúast, sögðu þeir félagar í skýl inu. Bíla bar að sunnanað og einn bíl.stjóranna hafði farið suður- eftir seint í gærkvöldi og greitt tollinn þá — og var nú aftur rukkaður á leið til Reykjavíkur, því innheimta gjaldsins breytt- ist á þá leið við H-daginn. Hann var með . tómt veski og kvaðst óánægður með að greiða vega- toll á báðum leiðum. Hann fékk það svar að rukkunaraðferð þessi væri fyrirskipuð af ráðuneytinu og þeir í skýlinu yrðu að hlýða. Loks fann maðurinn bandarísk- an dal í veski sínu og komst á honum í gegn. Að skýlinu kom einnig Guð- mundur Ingólfsson, sjúkrahús- ráðsmaður í Keflavik. Hann kvaðst ánægður með breyting- una og kvað hana sér auðvelda, því han-n hefði kynnst hægri um ferð erlendis. Nú var hann á leið til Reykjavíkur til að fara á hestbak. Hann kvað breyting- una ekki erfiðari en þegar skipt væri um tromplit í bridge. — en bridgemaður er Guðmund ur mikill. Ökuför okkar með RL 2 var senn lokið. Hún teygðist þó að kirkjugarðinum í Fossvogi, því Erlendur og Oddur vildu skila okkur af sér í næsta lögreglu- bíl, sem tæki okkur til bæjar- ins. Það tókst fyrir góð orð — en Erlendur og Oddur héldu aft ur suður á við. Þar var þeirra svæði á H-dag. Þeir brostu ?nn einu sinni til okkar. en brosmildir höfðu þei-r verið frá því við hitti’m þá um 5 leytið um morgunirn. Vonandi þurf'’ þeir ekki að f.ást við marga ökuþóra fyriir of hraðan akst.ur. Þá k^nnu þier að mi'"a brc-'ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.