Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 196« „Eins og sólmyrkvinn hérna um árið“ „MUNIð þið eftir sólmyrkv- anum héma um árið?“, spurði bílstjórinn okkar um leið og hann ók yfir á hægri kant- inn laust fyrir klukkan sex í gærmorgun. „Ég held ég finni til sömu undarlegu kenndarinnar og þá“, hélt hann áfram. Skömmu síðar hófst hægri umferð á íslandi. í>egar við höfðum ekið nokkra stund á hægri kant- inum, til að átta okkur upp á nýtt, fórum við út úr bíln- um og héldurn ferð okkar áfram fótgangandi. Athygli okkar beindist aðallega að Miklubrautinni. Reykvíking- ar virtust hafa tekið vel á- skorun yfirvaldanna um að fara sem fyrst út í umfeirð- ina, því eftir Miklubrautinni var stanzlaus umferð, jafnvel meiri umferð en við höfum nokkurn tíman áður séð. Á gatnamótum Miklubraut- ar og Lönguhlíðar voru þrír lögregluþjónar við umferðar- stjórn og leiðbeiningar auk þess sem umferðarverðir gættu allra gangbrauta. Götulögregluþjónn númer 182 sagði okkur, að umferð- in hefði gengið óhappalaust á þessum erfiðu gatnamótu og í sama streng tók um- ferðarlögregluþjónn númer 93, sem einnig var þama að starfi. Þeim bar báðum sam- an um það, að nokkurs tauga- óstyrks gætti hjá ökumönn- um sem og vonlegt var, því nú voru allir byrjendur upp á nýtt. Þá kváðu þeir fólk ófeiimið að leita aðstoðar lög- reglunnar og meðan við vor- um þarna sáum við þá leysa hvers manns vandræði með bros á vör. Ásgeir Jóhannesson úr Kópavogi var einn þeirra ökumanna, sem tóku daginn snemma. Hann sagðist vera á- nægður með breytinguna og sagði, að til þessa hefði hún gengið betur, en hann hefði átt von á. Ásgeiri fannst erf- iðast að átta sig á gatnamót- um, en sagði, að með því að einbeita huganum við akstur- inn gengi þetta allt veL Við spurðum frúna, hvernig hún kynni við að sitja allt í einu kantmegin og sagði hún, að það væri óneitanlega skrýtið svona fyrst í stað. Kristján Jónsson kom sunn an úr Hafnarfirði til að æfa sig í hægri akstri. Hann sagð ist vera bjartsýnn á breyt- inguna, þó hann hefði nú eig- inlega verið á móti henni vegna kostnaðarins. — Núer um að gera að aka rólega og hafa hugann við umferð- ina, sagði Kristján. Það kom í ljós, að kona Kristjáns var að koma til starfa sem um- ferðarvörður í Reykjavík, en síðan ætlaði hún að setjast burt með bros á vör. Vi’ð spurðum, hvort fólk virtist ekkert hikandi við að fara „öfugt“ í hringtorgið, en hann kvað nei við og sagði fólk aka gætilega á meðan það væri að æfa sig. Gang- andi fólk sagði hann sýnir engu minni árvekni, en það hefði umferðarverðina sér til halds og trausts, ef eitthvað væri að. tímanum, en um leið og ég kom niður í Árbæ má segja að bíll hafi verið við bíl. — Voru Selfyssingar ekki byrjaðir í hægri umferðinni, þegar þú fórst? — Jú, jú. Þeir voru snemma á ferðinni og ég gat ekki annað merkt en allir væru hinir hressustu. Á gatnamótum Miklubraut ar og Sóleyjargötu hittum við götulögregluþjón númer 185. Við stóðum þarna góða stund og horfðum á umferðina og stöku sinnum þurfti númer 185 að leiðbeina ökumönnum. Mörg brosleg atvik komu fyrir á fyrstu stundum hægri umferðarinnar í gær; þessi mynd sínar eitt þeirra. Öku- maðurinn tók hægri beygju úr Austurstræti inn í Aðal- stræti, en varð að nema stað- ar. Þegar hann ætlaði að taka undir stýri og aka heim. — Það er ekki nógu mikilum- ferð fyrir hana í Hafnarfirði, sagði Kristján og hló. Á Miklatorgi var götulög-" regluþjónn númer 184. Hann kvað allt hafa gengið vel, að vísu hefði orðið þama smá ákeyrsla, en engair skemmdir orðið og bílstjórarnir ekið af stað aftur sat bíllinn fast- ur og þrátt fyrir örvæntingar fullar tilraunir tókst öku- manninum ekki að hnika bíln um til. Tveir nærstaddir lög- regluþjónar brugðu við skjótt og hugðust ýta bílnum burt, en allt kom fyrir ekki. Eftir Á Umferðarmiðstöðinni hitt um við Jón Halldórsson, rútu bítstjóra frá Selfossi, nýkom- inn að austan. — Ferðin gekk eins og venjulega, sagði Jón, og ég fann ekkert til þess að skipta um kant — kannske er það vegna þess að stýrið er hægra megin. Það var lítil um ferð á Hellisheiði á tíunda mikil átök og vísindalegar umræður kom í Ijós að bíll- inn var í handbremsu. Lög- reglan brosti, áhorfendur brostu, en við sáum ekki, hvort ökumaðurinn brosti, þegar hann ók burtu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Nokkrir virtust hugsa um það eitt að vera á hægri kantinum og tóku ekki eftir bending- um lögregluþjónsins, en einn, sem áttaði sig á síðustu stundu, fékk að launum breitt bros og . fría braut. Þarna óku framhjá tveiir varn arliðsbílar og þarf ekki að taka fram, að ökumenn þeirra tóku hægri umferðina réttum tökum. Við áttum stutt spjall við Knút Björgvinsson og sagð- ist hann hafa ekið mikið í hægri umferð, aðallega í Skandinavíu. Knútuir virtist hinn ánægðasti með lífið. Nú fannst okkur tími til kominn að hitta ökukonu að máli. f sömu svifum átti Anna María Georgsdóttir leið fram hjá og var hún svo elskuleg að taka okkur upp í. Þegar við höfðum sannfærzt um, að Anna María er ágætis öku- kona og að öllu væri óhætt, spurðum við hana, hvernig henni Utist á breytinguna. — Þetta er_ ágætt, sagði Anna María. Ég hef alltaf verið fyitgjandi þessari breyt ingu og skellti mér út í umferðina um leið og ég hafði tóm tiL — Ekkert óstyrk? — Jú, auðvitað er ég það — eru ekki allir óstyrkir? Annars fannst mér fyirst erf- iðast að aka hringtorgin, en ég æfi mig og þá kemur ör- yggið smám saman. — Hvað er langt síðan þú fékkst ökuskírteini? — Það er ár, og þetta eru fyrstu kynni mín af hægri umferð. En ég hef trú á því, að með fullri aðgæzlu og nógri æfingu verði ég alveg eins góð ökukona í hægri um ferð og ég var í vinstri um- ferð. Þannig var gott hljóð í öll- um, sem við hittum á leið okk ar um Miklubraut. Umferðin var að vísu stirð og mönmum gafst gott tóm til að átta sig á hlutunum: sumir „eltu“ bara næsta bíl á undan. En það er engin ástæða til að ætla annað, en fólk bregðist vel og rétt við, þegar á hvern einstakling reynir, því góður vegfarandi í vinstri umferð verður auðvitað góður veg- farandi í hægri umferð. m KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. HÆGRI-UMFERÐAR TÍZKAN HERRADEILD NÝKOMIÐ ★ STAKAR BUXUR MEÐ NÝJU SNIÐI ★ SKYRTUR ★ BINDI — SETT KLÚTAR FYRIR RÚLI>UKRAGA- SKYRTUR. ★ IIÁLSKLÚTAR ★ JAKKAR O. FL. DÖMUDEILD NÝKOMIÐ ★ KJÓLAR — TWIGGY OG CORNELL ★ BICINI STUTTBUXUR BAÐFÖT O. FL. ★ PEYSUR — BLÚSSUR ★ TÍZKUSÓLGLERAUGU ★ SÍÐBUXUR PÓSTSENDUM UM LAND ALLT Siglufjörður STRAX og ökubanninu hafði verið aflétt, tóku fyrstu bílarnir að bruna eftir götum bæjarins og hefur töluverð umferð verið í dag. Allt hefur gengið vel og Þórðarson, yfirlögregluþjónn, greiðlegá og taldi Jóhannes að sjálf umferðarbreytingin hefði farið fram mjög skipulega og engin óhöpp orðið. Greið- fært er úr bænum um nærsveit- ir og má búazt við, að allmargir utanbæjarmenn leggi leið sína hingað í dag til þess að sjá hægri umferðina í framkvæmd hér á götum Siglufjarðarkaup- staðar .Engar meiriháttar breyt- ingar hafa verið gerðar, en sú veigamesta er þó, að eftir aðal- götu bæjarins, Aðalgötu, er nú einstefnuakstur eftir henni allri til austurs. Umferðarverðir veita lögreglunni hér mikil- væga aðstoð við framkvæmd hægri umferðarinnar ekki að- eins í dag ,heldur og næstu daga. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.