Morgunblaðið - 27.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1968
5
Herskipin í Reykjavíkurhöfn.
Mörg þúsund manns skoð-
uðu Nato-skipin í gær
ÞAÐ VAR aragrúi fólks um
borð í Nato-skipunum þrem
ur, sem lágu við Ægisgarð
í gær, þegar fréttamaður
blaðsins brá sér um borð.
Þar voru jafn aldnir sem
ungir, konur og karlar, börn
Norski liðsforinginn Halvorsen.
og unglingar, hjónafólk með
ungabörn á handleggnum,
samtals mörg þúsund manns
yfir daginn, eins og norskur
liðsforingi tjáði okkuí.
Þa'ð var líka einskonar H-
dagur um borð í skipunum, þar
sem sjóliðarnir stjórnuðu um-
ferðinni um mjóa ganga þessara
stáldreka og hænsnastiga frá
einni þilju til annarrar. Það var
raunar undravert að sjá hvað
fullorðið fólk gat smeygt sér
léttilega um hina þröngu stiga.
Blaðamaðurinn kom fyrst um
borð í brezka skipið Brighton
og vatt sér þaðan yfir í
hollenska skipi'ð Holland. Þar
hittum við að máli liðsforingja,
en hann varðist alra frétta,
sagði þó að margt fólk hefði
komið Og allt farið skikkanlega
fram. Yzt lá svo norska herskip
ið Narvik og þar klifruðum við
upp á brúarvæng og náðum
tali af gömlum sægarpi, Guð-
mundi Jónssyni, sem lengi var
stýrimaður og skipstjóri á skip-
um SÍS: Það lá vel á gamla
manninum og hann spauga'ði
eins og hans er vandi, kallaði
þessa stríðsdreka dýr leikföng
og vitnaði til þess, er hann
hefði frétt um verð frönsku her
skipanna, sem hér voru á dög-
unum. Með honum var yngri
Guðmundur Jónsson.
maður að nafni Jónas Jónsson
og fór vel á með þeim félögum.
Úr brúnni sáum við unga sem
gamla liðast um hin herskipin.
Raunar var ekki margt að sjá,
því allt hið dýrmætasta og hern
aðarlega er lokað undir þiljum.
Við kvöddum þá félaga og
tókum tali norskan liðsforingja,
stýrimann að mennt, en flagga
meistara þarna um borð. Hann
var geðíelldur Norðmaður frá
Tromsö og heitir Halvorsen,
hefir verið í norska siglinga-
flotanum sem stýrimaður.
Við ræddum um kjör norskra
stýrimanna og sagði hann þau
góð. Hann hafði komið til Is-
lands fyrir átta árum, þá skip-
verji á fiskiskipi, sem tók vist-
ir og eldsneyti hér. Ekki hafði
hann þó komið hér í land.
En nú var heimsóknartíminn
í þessi herskip á enda og til-
kynnt var að gestir væru beðn-
ir áð ganga í land. Með það
kvöddum við þennan vingjarn-
lega frænda okklir frá Noregi.
Að síðustu gengum við inn á
garðinn fram undan Hafnarhús
inu, en þar lá þýzka herskipið
Köln. Var þá nýlokið þar upp-
þotum óvalins skríls og var
ekki fleiri gestum hleypt þang-
að um borð. Frá því er skýrt
á öðrum stað.
Engir dans-
leikir og lítil
bílaumferð
Borgarnesi.
YFIRVÖLDIN hér í sýslunni
gerðu ráðstafanir til þess að
draga úr umferð á vegunum að-
faranótt H-dagsins, m.a. með
þvi að leyfa ekki dansleiki. Voru
því fáir bílar á ferðinni er um-
ferðárbannið gekk í gildi og
ekki kunnugt um að það hafi
verið brotið. Hér í Borgarnesi
hefur umferð ekki verið mjög
mikil í dag, en fór þó vaxandi
eftir því sem á daginn leið. Hér
háfa ekki verið gerðar stórbreyt
ingar á umferð en 17 umferða-
skilti voru færð til og sett voru
upp 24 ný.
Laust efti rhádegið barst lög-
reglunni hér tilkynning um að
minniháttar óhapp hefði orðið
vestur við Arnarstapa, en ekki
talið alvarlegt. í héraðinú eru
í dag mikil löggæzla og eru 7
bílar á ferðinni á vegum ríkis-
lögreglunnar og Borgarness-lög-
reglunnar. Við teljum, að sjálf
umferðarbreytingin hafi farið
vel af stað og hér brosum við í
umferðinni, jafnvel enn meir en
þið í Reykjavík.
FYRIR HVÍTflSUNNUNfl
Gúmmíbátar
Vindsængur
Svefnpokar
Nestistöskur
Tjöld
2—5 m.
Gasprímusar
Veiðistengur — veiðihjól
spúnar — flugur í úrvali.
Verzlið þar sem hagkvæmast er.
Laugavegi 13.
• KARNABÆR
KLAPPARSTÍG 37 — SÍMI 12937 — SKÓDEILD — SNYRTIVÖRUDEILD
IVIARY QUANT SNYRTIVÖRIJR
SLÁ í gegn jafnt
í HÆGRI SEM
VINSTRI UMFERÐ
NÝKOMIÐ
SHUSH SHADOW
TITCH NAIL POLISII
EYE GLOSS.
• HÁRTOPPAR
• AÐRAR SNYRTI-
VÖRUR t. d. PIERE
ROBERT, AVON,
NIVEA, INOXA, JANE
HELEN O. FL.
PÓSTSEN DUM.
■—l^——MWI'WMUIu Hl
TÍZKU-
SÓLGLERAUGU
NÝKOMIN
í MIKLU ÚRVALI
SKÓR
SKOR!
DÖMUSKÓR
NÝKOMNIR